Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 ta. mm • Siggi Donna í dauðafæri við mark Vals í fyrri deildarleik liðanna í sumar. Hann skoraði reyndar ekki við þetta tækifæri, en ÍA vann samt, 3—2, í hörkuleik. ,,, „ r Ljósm.: Emilía. „Staða okkar sterk ef sigur vinnst gegn Val“ — segir Sigurður Skagamaður Haildórsson Kastlandskeppni við Itali í dag ÍSLENDINGAR og ítalir heyja kastlandskeppni í dag á Laugar- dalsvellinum og hefst hún klukk- an 16.00. ítalirnir eru með mikinn og þungan flokk, svo margir eru þeir, að þeir hafa beðið um gestaþátttakendur bæði í kúlu- varpi og sleggjukasti, en tveir keppendur frá hvorri þjóð keppir til verðlauna. Hverjir sigurmöguleikar Islend- inga eru, sást nokkuð vel á Reykjavíkurleikunum á dögunum. Islendingar eru nokkuð öruggir í kúluvarpinu en Italirnir sterkari í öðrum greinum. Nema að Óskari Jakobssyni takist vel Upp í kringl- unni og því má ekki gleyma, að Einar Vilhjálmsson stóð ekki langt að baki næst besta ítalanum á Reykjavíkurleikunum. En þetta kemur allt í ljós í dag. .gg. Strákar úr Garðabæ og Grindavík standa sig vel í Kanada MEÐAL þeirra, sem heimsækja Islendingabyggðir í Vesturheimi þessa dagana, eru tveir flokkar knattspyrnumanna úr Garðabæ og Grindavík, 2. flokkur frá báðum stöðunum. Strákarnir hafa staðið sig vel í leikjum í Kanada, en auk þeirra tóku hópar frá bjóðræknisfélaginu og Þjóðkirkjunni virkan þátt í hátíðahöldum íslendingadagsins, sem var um síðustu helgi. Þá hátið sóttu yfir 20 þúsund manns og er það meiri fjöldi en í mörg ár á íslendingadeginum. Liðin úr Grindavík og Garðabæ léku þá innbyrðis og lauk leiknum með 1:1 jafntefli. Grindvíkingar léku síðan við þýzkt lið og unnu það 10:1, en Garðbæingar gerðu jafntefli við lið frá Portúgal. Grindvíkingar gerðu sér síðan lítið fyrir og náðu yfirburðastöðu, 4:0, á móti 1. deildarliði frá Manitoba, en máttu í lokin þakka fyrir 4:3 sigur. Garðbæingar töp- uðu leik sínum fyrir úrvalsliði Manitoba, en á sunnudag eiga þeir möguleika á að koma fram hefnd- um er úrval úr íslenzku liðunum leikur gegn úrvalsliði frá Winni- peg- STÓRLEIKUR helgarinnar í 1. deild er óumdeilanlega viðureign ÍA og Vals á Akranesi, en hann fer fram á Skaganum á sunnu- daginn kl. 15.00. Mbl. «-æddi lítillega við Sigurð Halldórsson, miðvörð ÍA, um horfurnar um helgina og síðan um gang knatt- spyrnumála í sumar og loks féllst Sigurður á að spá um úrslit leikja um helgina og næstu viku. „Eg vona að sjálfsögðu það besta, þ.e.a.s. að IA vinni leikinn, því þá stöndum við mjög sterkt að vígi, þar sem við eigum aðeins eftir heimaleiki," sagði Sigurður, er hann var spurður um sigurlíkur ÍA. Sem kunnugt er, hafa Valur og ÍA leikið tvívegis í sumar. Síðla í júlí sigruðu Skagamenn í Reykja- vík 3—2 í hörkuuppgjöri, en Vals- menn komu fram hefndum fyrir fáeinum dögum þegar þeir slógu ÍA út úr bikarkeppninni. Sigurður sagði, að betra iiðið hefði sigrað í Kópavoginum, ekki væri hægt að segja annað. „Það er erfitt að leika gegn Val, því að liðið hefur sterk- asta miðjutríóið á landinu og því verður léttir að ljúka leikjum okkar gegn þeim. Og vona að sjáifsögðu það besta eins og fyrr segir." Næst spurði Mbl. Sigurð hvern- ig honum þætti íslandsmótið til þessa, hvort knattspyrnan væri að hans mati betri eða verri o.s.frv. Hann svaraði: „Mér þykir mótið nú mun skemmtilegra en áður, það er opið í báða enda, mikið skorað af mörkum og alltaf óvænt úrslit. Ég er ekki sammála því að þetta stafi af því að ÍA og Valur séu lakari nú en í fyrra, heldur tel ég að önnur lið hafi náð svipuðum styrkleika. Þess vegna held ég ekki, að Valur og ÍA séu að stinga af þó að þau skipi fyrstu tvö sætin eins og er, munurinn er allt of lítill í stigatöflunni. Af þeim liðum sem sækja hvað fastast við toppinn fyrir utan ÍA og Val, tel ég líklegast að KR og ÍBV haldi út, ég hef minni trú á því að Keflavík og Víkingur geri rósir." Blm. spurði Sigurð að lokum hvort IA ynni alla þá leiki sem eftir eru og hvað hann teldi að mótið ynnist á mörgum stigum. „Auðvitað vildi ég, að ÍA færi með fullt hús stiga út úr síðustu leikjunum, en líklegra þykir mér þó að liðin haldi áfram að reita stigin hvert af öðru eins og verið hefur. Mótið vinnst á 22 stigum." Hér kemur svo loks spá Sigurð- ar: Haukar - Fram (l.d) 1-2 KR - ÍBV (l.d) 1-1 Magni - Þróttur (2.d) 1-3 Austri - ÍBÍ (2.d) 1-3 Reynir - Fylkir (2.d) 1-3 ÍA - Valur (l.d) vildi ekki tjá sig IBK - Þróttur (l.d) 1-1 Víkingur - KR (l.d) 0-1 Þróttur - Selfoss (2.d) 1-1 — gg- * Lið í Allsvenskan sýna Stefáni áhuga STEFAN Halldórsson, Víkingurinn sem nú leikur með Kristianstad í 3. deild í Svíþjóð hefur gert það gott með liðinu í 3. deild. Hann hefur skorað 10 mörk í 13 leikjum og er markhæsti leikmaðurinn í Syd-vestra Götalands riðl- inum. Stóru félögin í All- svenskan hafa sýnt Stefáni áhuga og þannig fylgdust forráðamenn Elfsborg — eitt af sterkustu félögum í Svíþjóð með Stefáni nýver- ið. „Mér finnst ég betri en nokkru sinni fyrr,“ sagði Stefán er Mbl. ræddi við hann í vikunni. „Krist- ianstad hefur gert mér tilboð til tveggja ára en jafnframt hafa tvö félög í Allsvenskan sent menn á leiki Kristianstad að fylgjast með mér. En ég hef engan áhuga á að fara frá Kristianstad — ég leik knattspyrnu á sumrin og handknattleik á veturn'a og ég tel líklegt að ég taki boði Kristinstad þó ég hafi haft í hyggju að koma heim í haust." Kristianstad á nú góða mögu- leika á að vinna sinn riðil í 3. deild félagið hefur sýnt Karli veinssyni, Eyjamanninum góð- kunna mikinn áhuga og líklegt er að Karl fari til Kristianstad. Staðan í þeim riðli, sem Krist- ianstad leikur í er nú: Burwryd Kriutianst. Varberg Norvalla Gixiaved Markaryd Vilan Nyhem KungNbacka Perstorp Hjársán Anneberjf 13 9 3 1 19: 7 21 13 9 2 2 32:11 20 13 9 2 2 36:16 20 13 7 2 4 25:19 16 13 5 5 3 27:20 15 13 5 4 4 20:20 14 13 6 1 6 24:32 13 13 5 1 7 27:26 11 13 2 5 6 15:24 9 13 3 3 7 19:30 9 13 1 3 9 19:35 5 13 0 3 10 6:29 3 H.Halls. 10 mörk í 13 leikjum. Bikarkeppni unglinga BIKARKEPPNI FRÍ íyrir ungl- inga 16 ára og yngri í frjálsum íþróttum fer fram á Kópavogs- vellinum í dag, en keppt er með sama sniði og í bikarkeppni eldri keppenda. Bikarkeppni sem þessi hefur aldrei verið háð áður, en 8 lið munu keppa um verðlaun sem tómstundaráð Kópavogs og Al- menna bókafélagið gefa. Liðin sem keppa eru UBK, UMFA, ÍR, Ár- mann, FH, HSK, UMSB og HSS. Hver keppandi má ekki keppa í fleiri en tveimur greinum, en keppt er samtals í 20 greinum, 10 fyrir hvort kyn. Keppnin hefst klukkan 14.00. Knattspyrna helgarinnar 13 UMFERÐIN í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu hófst í gærkvöldi með ieik KA og Víkings og henni verður fram haldið nú um helgina. Einnig fara fram ieikir í 2. og 3. deild íslandsmótsins. Leikir helgarinnar eru þessir: Laugardagur: 1. deild. Hvaieyrarhoitsv. kl. 16.00 Haukar — Fram. Dómari: Rafn Hjaltaifn. Laugardalsvöiiur ki. 14.00 KR — ÍBV. Dómari: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. 2. deild: Eskifjarðarvöllur kl. 16.00 Austri — ÍBÍ Sandgerðisvöllur kl. 16.00 Reynir — Fyikir 3. deild: B-riðilI Melavöllur kl. 16.00 Óðinn — Þór B-riðiIl Vfkurvöllur ki. 16.00 Katla — Leiknir. C-riðiil Bolungarvfk kl. 16.00 Bolungarv. — Stefnir C-riðill Stykkishólmur ki. 16.00 Snæfeli — Skallagrímur. D-riðill Sauðárkróki kl. 16.00 Tindast. - Höfðstr. D-riðill Siglufirði kl. 16.00 KS — Svarfdælir F-riðiII Reyðarfirði kl. 16.00 Valur — Leiknir F-riðill Hornafirði kl. 16.00 Sindri — Súlan F-riðiiI Vopnaf. kl. 16.00 Einherji - Hrafnkeil Sunnudagur: 1. deild: Akranesvöllur kl. 15.00 ÍA — Valur. Dómari: Guðmundur Haraldsson. 3. deiid: F-riðili Vopnafirði kl. 16.00 Einherji — Hrafnkell Mánudagur: 1. deild: Keflavfkurv. kl. 19.00 ÍBK — Þróttur. Dómari: Sævar Sigurðs- son. 3. deild: A-riðiil Ármannsv. kl. 19.00 Ármann — ÍK B-riðiIl Varmárvelli kl. 19.00 UMFA - Léttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.