Morgunblaðið - 11.08.1979, Page 47

Morgunblaðið - 11.08.1979, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 47 Blikarnir burstuðu Þor UBK-Þór 4:1 BREIÐABLIK hélt sínu striki í baráttu um tvö efstu sæti 2. deildar með því að sigra Þór frá Akureyri nokkuð örugglega 4—1 á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 1—0 fyrir UBK. Þórsliðið hefði örugglega gert betri ferð suður, ef leikmenn liðsins hefðu einbeitt sér að því að leika knattspyrnu í stað þess að pexa við dómarann. Var að sjá, að flestir leikmanna liðsins væru betur að sér í reglunum heldur en dómarinn og létu þeir þekkingu sína óspart í ljós með tilheyrandi mótmælum og undrunarrokum þegar eitthvað var dæmt, eða ekki dæmt. Dómgæslan var að vísu ekki upp á það besta, en það afsakar ekkert leiðindapex Þórs- ara frá upphafi leiks og þar til hann var flautaður af. Ef vikið er að gangi leiksins, þá skoraði Þór Hreiðarsson fyrsta mark UBK á 10. mínútu, eftir að hafa einleikið frá miðju. Þannig stóð í hálfleik og var leikurinn þá lengst af jafn og kraftur Þórsara truflaði allt spil UBK. Undir lokin riðlaðist þó einbeitni Þórs, en Eiríkur markvörður bjargaði þá málum þrívegis. UBK náði betri tökum á leikn- um í síðari hálfleik og á 62. mínútu skoraði markakóngur 2. deildar, Sigurður Grétarsson, af stuttu færi. Tvö mörk á síðustu 5 mínútum leiksins gerðu síðan endanlega út um leikinn. Fyrst skoraði Hákon Gunnarsson eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörn Þórs og hlaupið af sér svifaseina varnarmenn. Síðasta markið skoraði Sigurður Grétars- son úr víti sem dæmt var þegar varnarmaður hindraði Ingólf Ing- ólfsson innan vítateigs. Eina mark Þórs var jöfnunarmarkið 1—1 og kom það á 50. mínútu. Það skoraði varamaðurinn Jón Marinósson með þrumuskoti frá vítateig. Blik- arnir fengu sæg tækifæra til að skora fleiri mörk, en Eiríkur markvörður Eiríksson átti frá- bæran leik og varði oft snilldar- lega. Eiríkur var langbesti leik- maður Þórs, en framherjarnir Sigurður Grétarsson og Hákon Gunnarsson ásamt tengiliðnum Vigni Baldurssyni áttu bestan leik hjá UBK. Sigurður er slíkt efni, að þrátt fyrir lágan aldur væri at- hugandi fyrir viðkomandi aðila að gefa honum tækifæri með lands- liðinu áður en langt um líður. Þá má geta þess, að Benedikt Guð- mundsson miðvörður lék nú með að nýju, eftir langa fjarveru. Hann slasaðist illa á sínum tíma í æfingabúðum hjá belgíska liðinu Lokeren. Hann átti ágætan leik. - Kg- • Hinn ungi og bráðefnilegi Sigurður Grétarsson gerði Þórsurum lifið leitt. Þrátt fyrir ungan aldur, gæti landsliðspeysan verið í nánd. Ljósm. Kristinn. KA ætlar sér ekki fall KA VANN verðskuldaðan sigur á Víkingum er liðin leiddu saman hesta sína í 1. deild á Akureyri í gærkvöldi. KA-menn skoruðu þrjú mörk gegn einu marki Vík- inga. Það var sem fyrr Elmar Geirsson sem átti mjög mikinn þátt í sigri KA-manna, skoraði hann sjálfur tvö markanna. Leikurinn var jafn framan af og skiptust liðin á að sækja. Fengu bæði liðin góð færi, sem þau klúðruðu bæði. Fyrsta markið kom á 25. mínútu og var Gunnar Gislason þar að verki fyrir KA. Hann lék á tvo varnarmenn og sendi knöttinn síðan með firna- föstu skoti í netið af 20 metra færi, glæsilegt mark. Á 32. minútu sluppu KA-menn fyrir horn er Heimir Karlsson náði knettinum inni í vítateig KA, en skot hans fór rétt fram hjá. Á 35. mínútu jók Elmar forystu KA í 2—0, hann fékk stungusend- ingu frá Gunnari Gíslasyni, inn fyrir vörn Víkings, greinilega rangstæður og skoraði fram hjá úthlaupandi Diðriki. Á 54. mínútu skoraði Elmar síðan með lausu skoti úr teignum eftir sendingu frá Gunnari Blöndal, sem Tiafði leikið laglega á Róbert Agnarsson. Það var síðan ekki fyrr en á 84. mínútu að Lárus Guðmundsson lagaði stöðuna fyrir Víking, er hann skoraði með föstu skoti upp undir þaknetið, eftir að Aðal- steinn hafði hálfvarið fast skot Helga Helgasonar. Bæði liðin fengu sæmileg færi til að byrja með, en KA-menn réðu að mestu leyti gangi seinni hálfleiksins. Víkingar komu síðan KA: Víkingur 3:1 meira inn í myndina síðustu 10 mínúturnar og skoruðu á því tímabili sitt eina mark. í KA-lið- inu voru þeir Einar Þórhallsson, Gunnar Gíslason og Elmar Geirs- son yfirburðamenn, áttu allir frá- bæran leik. Elmar stórhættulegur í framlínunni, Gunnar geysilega sterkur á miðjunni og Einar alltaf réttur maður á réttum stað í vörninni. Hjá Víkingi stóð vart steinn yfir steini og ekkert gekk upp hjá liðinu. Langbesti maður liðsins var hinn sterki miðvörður Róbert Agnarsson. í STUTTU MÁLI: Ákureyrarvöllur 1. deild. KA — Víkingur 3—1 (2—0) MÖRK KA: Gunnar Gislason (25. mín.) og Elmar Geirsson (35. og 54. mín.). MARK VÍKINGS: Lárus Guð- mundsson (84. mín.). SPJÖLD: Njáll Eiðsson KA og Róbert Agnarsson Víkingi. ÁHORFENDUR: 824. DÓMARI: Grétar Norðfjörð. sor. Einvigi Björgvins og Hannesar — Jóhanna meistari einn ganginn enn Efsta liðið féll austur á Selfossi MJÖG óvænt úrslit urðu í 2. deildinni austur á Selfossi í gær- kvöldi, þar sem heimamenn gerðu sér Iítið fyrir og lögðu efsta liðið, FH. að velli. Sigur liðsins var meira að segja nokkuð verðskuldaður þar sem heima- menn nýttu færi sín betur. Skor- uðu Selfyssingar tvívegis, en FH-ingar svöruðu aðeins einu sinni. Staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Selfoss. Barna- handbolti Handknattleiksdeild Hauka gengst fyrir nýstárlegu handbolta- námskeiði fyrir börn á aldrinum 6—10 ára dagana 13.—26. ágúst næstkomandi. Fer námskeiðið ýmist fram innan dyra eða utan eftir veðri og í lokin verður síðan haldiö mót. Leikið verður á litlum völlum, með litlum mörkum og notaðir verða litlir knettir. Þátttökugjald er 1000 krónur og þátttökutilkynningar skulu berast til ísleifs Bergsteinssonar (52451), Þorgeirs Haraldssonar (51050) eða Sigurðar Sverrissonar (53419) sem allra fyrst. Selfoss: FH 2:1 Leikurinn var mjög jafn framan af og bærilega leikinn af hálfu beggja aðila. Það var ekki fyrr en á 43. mínútu, að Selfyssingar náðu forystu með marki Heimis Bergs- sonar úr vítaspyrnu. Var vítið dæmt á ljótt brot í vítateignum. Aðeins 7 mínútum síðar skoraði Gísli Sváfnisson annað mark Sel- fyssinga með þrumuskoti frá víta- teig, 2—0! FH skoraði mark sitt á 65. mínútu. Viðar Halldórsson tók þá aukaspyrnu, sendi vel inn í vítateiginn, þar sem Benidikt Guðbjartsson var fyrir og skoraði með góðu skoti. Tvíefldust FH— ingar um tíma eftir markið, en síðan dró af þeim á nýjan leik og þegar líða tók að leikslokum voru heimamenn orðnir kóngar í ríki sínu, réðu gangi leiksins. Einar fyrirliði Jónsson var besti maður Selfoss, Heimir Bergsson sýndi góða kafla og Gísli Sváfnis- son var góður meðan hann var inn á. Hjá FH báru Þórir Jónsson og Viðar Halldórsson af. kp/gg. KEPPNIN í meistaraflokki karla f golíi hefur nú spunnist upp f algert einvfgi milli Björgvins Þorsteinssonar og Hannesar Eyvindssonar. Keppni lýkur í dag, en f gærkvöldi hafði Björg- vin 6 högga forystu, 222 högg og lék á 72 höggum f gær. Hannes lék hins vegar á 76 höggum og heildarskor hans var 228 högg. Síðan eru heil 10 högg í næsta Guðni meistari í fyrsta flokki GUÐNI ö. Jónsson varð íslands- meistari í golfi í 1. flokki karla, en í þeim flokki fór keppnin fram á Húsavfk. Sló Guðni samanlagt 327 högg. Sigurður Héðinsson GK varð annar að baki Guðna á 330 höggum og Jóhann Bene- diktsson varð í þriðja sæti á 332 höggum. Keppnin um þrjú efstu sætin var bæði spennandi og skemmti- leg, þar sem kapparnir tóku forystuna hver af öðrum, stundum oft á dag og það var ekki fyrr en á síðustu holum að úrslit réðust. Bikarhafinn frá því í fyrra, Gísli Sigurðsson, hafnaði í fjórða sæti á 340 höggum, Ólafur Marteinsson varð fimmti á 347 höggum og sjötti varð Reynir Þorsteinsson á 348 höggum. íslandsmótið í 1. flokki tókst vel í flesta staði en ekki alla, því að fyrsta keppnisdaginn var hams- laus rigning, einhver sú mesta í manna minnum. Veðrið fór síðan dagbatnandi allt þar til í gær þegar leikið var í glaða sólskini og hita. mann, eða öllu heldur menn, þvf að bæði óskar Sæmundsson og Magnús Halldórsson hafa slegið 238 högg. í 5.-6. sæti eru þeir Ragnar ólafsson og Sigurður Hafsteinsson, sem slegið hafa 240 högg. Sem fyrr segir er hér á ferðinpi mikið einvígi milli Björgvins og Hannesar. Vinnur Björgvin í sjötta skiptið? Þeir félagar leika saman í dag, gerðu það líka í gær. Þeir báðu meira að segja um það. Spennan er mikil. Jóhanna Ingólfsdóttir varð ís- landsmeistari í meistaraflokki kvenna og er það ekki fyrsti titill hennar. En keppnin var hörku- spennandi. Jóhanna hafði að lok- um 363 högg, en bæði Kristín Þorvaldsdóttir og Sólveig Þor- steinsdóttir slógu 364 högg, svo mjótt var það. Kristín sigraði Sólveigu síðan í bráðabana og hreppti því annað sætið. Jakobína Guðlaugsdóttir varð í fjórða sæti með 372 högg og Kristín Pálsdótt- ir varð fimmta á 392 höggum. Sigurður Hólm varð Islands- meistari í 1. flokki karla og var það nokkuð öruggur sigur. Loka- skor Sigurðar var 387 högg. Næsti maður var Jakob Gunnarsson á 394 höggum, Tryggvi Sæmundsson önglaði í þriðja sætið með 397 högg. Jón Guðmundsson sló heil 400 högg og Tómas Baldvinsson 12 höggum betur. Jónína hafði víðáttuyfirburði í Blovjxuubln^í^ mm 1. flokki kvenna, varð öruggur meistari á 418 höggum. Næsti keppandi, Lóa Sigurbjörnsdóttir var hins vegar með 447 högg og Guðný Kjærbo í þriðja sæti með 474. ■ r öruggur sigurvegari í 2. flokki KEPPNINNI í 2. flokki lauk á ólafsfirði í góðu veðri síðdegis í gær. Friðþjófur Helgason varð hinn öruggi sigurvegari í flokkn- um. en hann tók forystu strax fyrsta keppnisdaginn. Völlurinn á ólafsfirði var í ágætu ásig- komulagi, en þó hafa nokkrar flatanna verið betri áður, en ástæðan er hve vorkuldar voru miklir. Snjór fór seint og kal var á nokkrum stöðum. ÚRSLIT: t’riðþjófur Helgason, NK 328 Dónald Jóhannsson, GK 342 Júlíus Ingason, GJ 349 Jens Karlsson, GK 350 Júlíus Bernburg, GR . 351 Eins og sést á þessum tölum varð hörð keppni um þriðju verð- launin, en 21 keppandi hóf keppni, en 1 heltist úr lestinni. Veg og vanda af mótinu á Ólafsfirði höfðu Stefán B. Einarsson og Stefán B. Ólafsson. Heimamenn áttu 5 keppendur í þessum flokki og enduðu bestu Ólafsfirðingarnir í 7. og 9. sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.