Morgunblaðið - 14.08.1979, Síða 31

Morgunblaðið - 14.08.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 39 Helga Kristjáns- dóttir—Minning Fædd 6. febrúar 1887. Dáin 6. ágúst 1979. Helga var fædd í Reykjavík og voru foreldrar hennar hjónin Rósa Steinsdóttir og Kristján Andrés- son. Frá Reykjavík flytja þau upp á Vestur mýrar og veit ég um að þau voru heimilisföst í Laxárholti í Hraunhreppi, svo í Vogsseli sem var hjálenda frá stórbýlinu Vogi. En þegar ég kynntist þessum heiðurshjónum sem stálpaður drengur á ökrum á Vestur Mýrum, þá höfðu þau byggt sér bæ á Akratanga, sem var smábýli til- heyrandi Akratorfunni, og bjuggu þar í þurrabúð, eins og það var kallað, þegar fólk hafði ekki kvik- fénað sér til framfærslu, heldur sótti vinnu til annarra. Á Akra- tanga áttu þessi hjón heima ásamt tveimur dætrum sínum Soffíu og Helgu, sem þá voru ungar stúlkur. Rósa og Kristján bjuggu á Akra- tanga þar til Kristján lézt, en þá lét Rósa flytja bæ sinn að Skála- nesi í Hraunhreppi þar sem dæt- urnar voru farnar að heiman, en hún orðin öldruð, og farin að heilsu. í Skálanesi bjó þá vinafólk Rósu og var hennar bær endur- byggður þétt við Skálanesbæinn. Ég man eftir Helgu Kristjánsdótt- ur sem ungri stúlku beinni í baki og tígulegri í framgöngu, það leyndi ér ekki að þar fór kona með mikla skapfestu, ákveðin í því að bjóða lífinu byrginn. Leið Helgu lá til Reykjavíkur eins og svo margs annars æskufólks sem ólst upp í sveitum landsins. Þann 6. desem- ber 1913 giftist Helga Sylveríusi Hallgrímssyni sem lézt þann 13. apríl 1977. Þau Helga og Sylveríus settust að í Reykjavík þar sem þau áttu heima æ síðan. Sylveríus var sonur Ingibjargar Marísdóttur og Hallgríms Jónssonar bónda og hreppsstjóra á Staðarfelli í Dölum vestur. hann var nýútskrifaður gagnfræðingur frá Flensborgar- skóla í Hafnarfirði þegar þau Helga kynntust, sem þótti góð menntun á þeim tíma. Nokkuð snemma á búskapartíma þeirra, bjuggu þau í litlu húsi við Laug- arnesveginn hér í borg. Síðar að Grettisgötu 34 í mörg ár og síðast í verkamannabústöðunum nr. 55 við Bræðraborgarstíg. Þau Helga og Sylveríus hófu búskap her í borg í enda ársins 1913, það var árið sem bygging Reykjavíkurhafnar hófst. Þá voru örðugir tímar með atvinnu, svo að þeir sem nú eru ungir geta tæp- lega hugsað sér hvernig ástand var hér í atvinnumálum. En ungu hjónin voru samhent og sjálfs- bjargarhvötin mjög sterk í eðli þeirra beggja. Þau voru ákveðin í því bæði, að brjóta sér leið með atorku og hagsýni. Sylveríus gekk í öll störf sem fáanleg voru. Hann var góður verkmaður að hverju sem hann gekk, greindur vel og verkhygginn. Helga var hyggin og hagsýn húsmóðir. Hún vissi að aðgætni þurfti með í húshaldinu svo endar næðu saman, í ótryggu atvinnuástandi. Þetta gat stund- um verið erfitt, en varð að gerast, um það voru þau sammála og samhent. Á fyrri stríðsárunum var atvinnuástand slæmt hér í borginni, þá sótti Sylveríus vinnu alla leið norður á Tjörnes við Skjálfandaflóa en þá var þar starfrækt kolanáma. Helga var hér og gætti bús og barna. Helga og Sylveríus eignuðust fimm börn. Tvö þeirra létust á unga aldri, en þrjú eru á lífi, en þau eru: Kristján kvæntur Þuríði Jóhann- esdóttur, Hallgrímur kvæntur Guðrúnu Gísladóttur og Ólöf gift Gunnari Gunnarssyni. 011 eru þau búsett á Reykjavíkursvæðinu. Allt er þetta mannvænlegt fólk. I byrjun árs 1978 veiktist Helga af lungnabólgu og var lögð inn á Landsspítalann, en komst á fætur aftur og var um nokkurn tíma á Vífilstöðum á meðan hún var að hressast. En hún þráði að komast heim í íbúðina sína við Bræð- borgarstíg, og þangað komst húi. aftur. En nú fór ellin að herja á þessa sterku stoltu konu, sem alltaf hafði gengið bein í baki og boðið byrginn hverju sem að höndum bar, hugrökk og ákveðin. Þetta leiddi til þess að Helga Kristjánsdóttir varð að fara á Landakotsspítala þar sem hún dvaldi um tíma, en síðan á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem hún lézt 6. ágúst s.l. á 93ja aldursári. Með Helgu Kristjánsdóttur er horfin af sjónarsviðinu merk kona og greind. Erfiðleikar lífsins gátu aldrei beygt hana. Hún hélt sinni reisn, þar til lögmál ellinnar bar hana ofurliði. Með þessum minn- ingarorðum vil ég þakka Helgu fyrir kynninguna sem hófst í bernsku minni. Blessuð sé hennar minning. Börnum, barnabörnum og öðr- um aðstandendum hinnar látnu vottum við hjónin samúð okkar. Jóhann J. E. Kúld. Minning: Jón Einarsson Raufarhöfn Eins ok hvítir svanir íijÚKa daKar vorir á brott til vatnanna sem niða hinumeKÍn: aí íjöðrum þeirra rýkur Kcislabrim. í kvaki þeirra ómar jarðarinnar þrá. Jóhannes úr Kötlum. Sólin hefur skinið skært þessa daga, sólskinið verið óviðjafnan- legt og júlínóttin skartað sínu fegursta. Einn slíkan dag gekk góður drengur á vit feðra sinna eftir að hafa háð dauðastríð sitt lengi hér suður á landi, langt frá æsku- og heimahögum sínum, þar sem sólin sest ekki um nætur á þessum árstíma, heldur er eins og hún renni saman við hafflötinn um stund, rísi síðan upp aftur og taki til óspilltra málanna, og þá er skin hennar á annan veg, annarr- ar tegundar. Aldrei er dýrð himins og hafs í þvílíku almætti sem á slíkum júlínóttum. Sá sem orðið hefur aðnjótandi slíkrar fegurðar lítur á hana sem náðargjöf. Jón Einarsson fæddist 8. febr. 1923 að Skinnalóni á Melrakka- sléttu og fluttiast á öðru ári til Raufarhafnar með foreldrum sín- um, Hildi Stefánsdóttur og Einari Vigfússyni, og átti þar heima ætíð síðan. Jón var yngstur fimm barna þeirra er upp komuast. Systkini hans fjögur, Indriði, Kristín, Hólmfríður og Stefán, eru búsett á Raufarhöfn. Vinátta okkar Jónsa mótaðist strax á æskuárunum. Ættarþræð- ir tengdu okkur saman á þann veg, að við misstum aldrei sjónar hvort á öðru. Mér er hugstæðust vinfesti hans í minn garð, og síðan fléttað- ist fjölskylda mín, eiginmaður og börn, þessum mildu vináttubönd- um. Fsrir þau er ég þakklát. Jón byrjaði ungur að vinna og stundaði lengst af störf, er tengd voru sjónum, síðar á ævinni gerð- ist hann útgerðarmaður. Hann var tæplega meðalmaður á hæð, san- svaraði sér vel, snerpulegur og snar í snúningum. Snyrtimennska var honum í blóð borin. Jón var tilfinninganæmur ákafamaður og geðríkur. Hann hélt fast við skoð- anir sínar og lét álit sitt einarð- lega í ljós. Hann var hreinskiptinn i og undirhyggjulaus, og sýndar- ! mennska var honum fjarri skapi. Ef honum fannst sér misboðið, var hann seinn til sátta, en ekki ósveigjanlegur. í vinahópi var Jón hrókur alls fagnaðar, tók þá gjarna lagið, því hann var söng- vinn og kunni mikið af lögum og ljóðum. í lífi Jónsa skiptust á skin og skúrir, eins og í lífi okkar flestra. Tíðum þóttu mér sólargeislarnir standa æðistutt við hjá honum. Þó varð hann aldrei hugfár og sjald- an hryggur. Hann lét sig hafa það. Skaplyndi hans leyfði ekki að láta bilbug á sér finna. Hann var bæði harður af sér og hugrakkur og að því leyti mótaður af því umhverfi, sem hann ólst upp í, og hét því oft að láta ekki bugast fyrr en í fulla hnefana. Við hlið Jóns stóð ætíð hin trausta og trölltrygga eigin- kona hans, Aðalbjörg Pétursdóttir frá Oddsstöðum. I hjónabandi þeirra ríkti virðing og vinátta, og þau báru alla tíð óeigingjarna ást hvort til annars. Þeim varð ekki barna auðið, en Jón eignaðist dó'ttur, sem Kristjana heitir. Mað- ur hennar heitir Richard Dinse og eru þau búsett erlendis. Jón unni dóttur sinni af alhug, og einatt var mjög gott og einkar fagurt sam- band þeirra í milli. Elsta son Kristjönu hafa þau Jónsi og Allý alið upp, og ber hann nafn afa síns. Jónsi var sérlega barngóður. Hann auðsýndi börnum þessa notalegu hjartahlýju, sem hann var gæddur í svo ríkum mæli. Jónsi litli var umvafinn elsku og kærleika, hans hag vildu afi hans og Allý sem mestan. Hann var augasteinn þeirra og sankallað eftirlæti. Því er söknuður hans sárastur. Ég sendi samúðarkveðju til fjölskyldu, ættingja og vina fyrir norðan. Ekki efa ég, að Jónsi frændi ninn gangi óhikað á vit hins óráðna, sem bíður okkar allra á ströndinni bak við sól og mána. Mfn síl er hafrænan milda sem líður inn yfir fjöllin þau sjö með dögg handa blðmi fyrir norðan hvftu blómi fyrir norðan. Þessar ljóðlínur Jóhannesar úr Kötlum eru mín hinsta kveðja. Hólmfríður Sigurðardóttir. Hornið — nýr veitingastaður sérhæfir sig í pizzum og sjávarréttum „VIÐ leggjum áherslu á rétti sem er búnir til úr fersku hráefni" sögðu þeir Jakob Magn- ússon og Guðni Erlendsson eig- endur veitingastaðarins Horns- ins sem nýverið opnaði hér í borg. Hornið hefur á boðstólum pizzur, sjávarrétti og kaffi auk ýmiss konar forrétta og eftir- rétta. Auk þess er í bígerð að bjóða upp á eins konar „rétt dagsins". Salurinn rúmar 45—50 manns í sæti og er gestum þjónað til borðs. Á Horninu skipar gróðurinn stóran sess og sögðu Jakob og Guðni að það væri gert til þess að láta hann fá á sig svipaðan blæ og útiveitingastaðir hafa. Það er ætlunin að bráðlega komi svonefnt rúllupíanó sem er sjálfspilandi og sem líka er hægt að spila á. I kjallaranum er áformað að opna í næsta mánuði eins konar Gallerí þar sem hægt væri að halda litlar sýningar og uppákomur. í framtíðinni ætlar Hornið að sækja um vínveitinga- leyfi svo hægt verði að bera fram létt vín með mat. Þeir Jakob og Guðni sögðu að á þeim stutta tíma sem staður- inn hefði verið starfandi hefði það sýnt sig að íslendingar væru síður en svo smeykir við ýmiss konar frumlega rétti. Jakob Magnússon og Guðni Erlendsson fyrir framan Hornið. (Ljósm. Mbl. Emilía.) Hafnaði endurgreiðslu Athugasemd frá Ánanda Marga í Morgunblaðinu 4. ágúst sl. var viðtal við Karl Hauksson um veru í Ananda Marga og viðskilnað hans við „samtökin". Ekki þykir ástæða til athuga- semda við öll þau fjöldamörgu atriði, sem viðtalið gefur tilefni til að sinni. Vonandi gefst tækifæri til þess síðar, en t.d. má benda á að ekki var farið með rétt mál varðandi meðferð stjórnar Ananda Marga hérlendis á kröfum Karls. Eins og drepið er á í viðtalinu, sneri Karl sér til fulltrúa hreyfing- arinnar í júnímánuði sl., gaf fjár- málaritara hennar skýrslu og óskaði eftir aðstoð til þess að heimta inn fé, sem hann taldi sig eiga hjá AM í Hollandi. Islendingur, sem starfaði með Karli í Hollandi hefur gefið upplýsingar og ýtarleg skýrsla verið send utan og óskað eftir að aflað væri upplýsinga í Hollandi. Svar hefur ekki borizt frá Hollandi, þann- ig að aðeins eru fyrir hendi upplýs- ingar frá annarri hliðinni. Þann 15. júlí sl. ræddi Karl um málið við Ac. Dharmavedananda Avt. sem hér var þá staddur, og sagði hann honum, að ef í ljós kæmi að tekið hefði verið við fé hans til geymslu, yrði það endurgreitt, en erfitt væri að segja um sannleikann í máli þessu, þar eð yogakennari sá, er Karl afhenti fé sitt, er ekki lengur í hreyfingunni. Miðað við þær staðreyndir, sem nú liggja fyrir í málinu, er greinilegt að Karl hefur afhent peninga sína með það fyrir augum, að þeir gengju síðan upp í kostnað við skólagöngu hans á vegum hreyfingarinnar. Karli hafi þannig verið ljóst, að peningarnir yrðu notaðir til að kosta hjálparstarf hreyfingarinnar innan Hollands, og hann hafi ekki reiknað með að fá þá aftur nema í formi greidds kostnaðar við nám hans, fæði og húsnæði. Karl virðist síðan hafa tekið þá ákvörðun mjög snögglega að segja skilið við hreyfinguna. A þeim tíma var forstöðumaður miðstöðvarinnar í Hollandi staddur á Indlandi og enginn viðstaddur, sem þekkti til málsins og gat tekið ákvörðun um hvað gera skyldi. Það er hins vegar álit okkar, að rétt sé, að Karl fái sína peninga, úr því að hann kaus að hætta við námið, sem þeir áttu að ganga til og starf sitt með hreyfingunni. Þess vegna var ákveðið þann 27. júlí sl., að greiða Karli. Var honum þá boðin greiðsla með 100 þús. kr. 1. ágúst og eftirstöðvar 1. okt. nk. og víxiltrygg- ingu. Þessu boði var hafnað á þeim grundvelli að greiða ætti í Banda- ríkjadölum. Hreyfingin hér á landi hefur að sjálfsögðu engin tök á að greiða i þeim gjaldmiðli. íslendingur, sem starfaði með Karli í Hollandi ber hreyfingunni þar góða söguna. Reykjavík, 10. 8. 1979 Félagar í Ananda Marga á í- .andí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.