Alþýðublaðið - 19.03.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.03.1931, Blaðsíða 2
2 TASfeHHIBllfBlB Mitiðindi. H. f. Isflskur. Sextán togarar fara á veiðar í nótt. Afstaða Síldareinkasðlu íslands til félagsins. Viðtal við formann útflntnings- nefndar, Erling Friðjónsson. Loksins! — í dag er lögskráningarskrifstof- an í ArnarhvoLi' önnum kafin við að lögskrá 16 skipshafnir. 1 nótt eiga pær að leysast úr læðingi togarastöðvunarmanna, sigla skipunum á fiskimiðin og byrja veiðar í salt. Eftir 1—11/2 mánaðar stöðvun sigla togararnir úr höfn, og verð- ur pað friður floti, er lifnar við úr dauðu kösinni hér á höfninni og siglir út á sjóinn. — Var létt yfir sjómönnunum, sem komu snemma í morgun inn í ritstjórn- arskrifstofu Alpýðublaðsins og tjáðu blaðinu pessi tíðindi. Þeir hlökkuðu auðsjáanlega til vinnunnar og veiðanna. „En petta hafa verið dýrir dag- ar fyrir okloir,“ sagði einn peirra —- „dýrir dagar fyrir okkur og alla pjóðina — en vítin er að variast í framtíöinni, og pessi mánaðarstöðvun togaraeigenda hefir kent oklcur, og reynslan ein og „talandi verkin“ geta opnaö augu manna.“ Það.er og víst, að pessi losun togarafloíans úr höfn er gleðitíö- indi fyrir fleiri en sjómennina, er vinna á togumnum. Atvinnuleys- ið minkar pegar togararnir koma ánn aftur — eftir nokkra daga — og J)á batnar að nokkru og Iéttir á peim alpýðuheimilum, er stunið hafa undir atvinnuleysi og skorti undanfarna mánuðL í raun og veru ætti. að draga fána að húnurn um leið og tog- aramir 16 sigla úr höfn, pví að pað er eins og drepsótt sé líðin hjá pegar peír eru leystir. — En ef til vill finst mönnum ekki á- stæða tíl að gera petta — pví að meðan ábyrgðarlitlir einkabrask- arar fara með völdin yfir pess- um pýðingarmiklu atvinnutækj- um, vofir pað yfir, að J>au verði stöðvuð. Og petta er rétt. óstjórn Jæssara atvinnutækja er stór- hættuleg fyrir allar stéttir í okkar litla pjóðfélagi '■— og á henni verður ekki bót ráðin fyr en flotínn er kominn úr höndum peirra og í hendur hins opinbera. Togarastöövunin hefiT verið dýrkeyp’t reynsla. Hún hefir ver- ið dýr fyrir sjómannastéttina, verkamanna- og verkakvenna- stéttina, kaupmennina, iðnaðar- mennina og bændurna. Hún hefir verið alt of dýru verði keypt fyrir alla pjóðina, — en hún get- ur flýtt fyrir pví, að hinn rétti rekstur á togaraflotanum verði tekinn upp. — Og pá er eitthvað unnið. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. AlpýðublaÖið hefir orðið pess vart, áð sumir nienn álíta, að Síldareinkasala Islands hafi ekki rétt til pess að taka pátt í stofn- un félagsins H.f. Isfi;skur. Átti pví tíðindamaður blaðsins tal við Erling Friðjónsson um aðstöðu Einkasölunnar til pessa .félags. Hvaða fé hefir Síldareinkasalan til pess að leggja í petta félag? Er pað tekið af úthorgun til síld- areigenda á fyrra ári? spyr tíö- indamaður blaðsins. Féð er tekið úr markaðsleita- sjóði, sem varið er til pessa fé- lags. Getur Einkasalan tekið fé úr markaðsleitasjóði' til Jjess að kaupa með pví hlut í áhættufé- lagi? Stjórn Síldareinkasölunnar hefir sett pað sem skilyrði fyrir fjár- framlagi, að skip H.f. fsfiskur flytji út fyrir Einkasöluna nýja síldi, frista eða kæida, eftir óskusm hennar. Sú síld fer á nýjan mark- að. Útflutningsnefnd EinkasöLunn- ar ber að verja fé úr markaðs- leitasjóði eins og nafn sjóðsins bendir tíl, til pess að leita nýs markaðs fyrir síld. Takist pessi' tilraun sæmilega vel er afarmikið unnið fyrir framtíðarmarkað síld- arinnar. Teljið pér ekki að pað sé eins hagkvæmt að ríkið annist út- flutning á nýjum fiski eins og hlutafélag hafi pað með hönduan? Ég tel mikið hagkvæmara að ríldð hafi slíkt með hönduan. En pegar Einkasalan sampykti að verja fé til útflutnings á kældri síld, sem var í nóv. í vetur, var engin hreyfing komin af stað um pað, að ríkið eða aðrir tækju að sér J)ann útflutning. Einkasalan var pví bundin með loforð uim að Leggja 10 eða 11 pús. kr. í fé- lag, sem Matthías Þórðarson hefir verið að stofna, til pess að flytja út kældan fisk og nú hefir hiot- ið nafnið H.f. ísfiskur. Þér hafið verið kosinrfí stjórn Jæssa félags? Já. Ég var ekki á stofnfundi félagsins, fiegar stjórn var kosin, en mér hefir verið tilkynt, að ég hafi verið kosinh í stjórn pess sem íulJtrúi SíldareinkasöLunnar. Ég hefi mætt á einum stjórnar- fundi og getið J>ess par, að ef Einkasalan óskaði eftir að eiga jtuann í stjóminni, rnynd i hún síð- ar velja pann mann, en til bráða- byrgðar gæti ég mætt sem full- trúi hennar. Er mikið innborgað af hlutafé pessa nýja félags? Þegar, ég vissi síðast var pað fremur lítíð. Hefir Einkasalan greátt sitt hlutafé? Nei; hún greiðir pað ekki fyrr en sýnilegt er, að félagið hafi í förum milli Islands og útlanda að minsta kostí eitt flutningaskip og að pað skilyrði verði uppfylt, að flutt verði út síld fyrir Einka- söluna. íhaldsbónorð. íhaldsmenn á alpingi sárbændu AlpýðufLokkspingmennina á laug- ardaginn að leggja peim lið til að fella stjórnina. Hafði Ólafur Thors upp búnoröiö á pingfundi í neðri d>eild. Haraldur Guðmundsson lagði ]).á praut fyriix pá, hvort peir vildu pá sýna í verki, að J>eir væru eitthvað að skána, með pví að sampykkja og lögtaka ásamt Alpýðuflokksmönnum frumvarp Alpýöuflokksfulitrúanna um kaup og kjör verkamanna í opinberxi vinnu. Það pótti Ólafi til alt of mikils mælst, að peir gerðu svo mjikið fyrir verkalýðinn, enda var pað nú eitthvað annað en aÖ peir gerðu pað. Haraldur benti peim pá á, að pað myndu marg- ár mæla, að pó núverandi stjórn væri afieit um margt og henni ekld bót mælandi, pá væri pað pó að fara úr öskunni í eldinn að fella hana, ef pað yrði til pess að íhaldsstjórn tœki við. Það væri einmitt minningin um pað, hvernig íhaldsstjórnm reyndist, sem yrðd núverandi stjórn mest til stuðnings. Ann- ars myndu Alpýðuflokksmeun ekki Ixaga gerðum sínum að neinu leyti eftir pví, sem íhalds- menu óskuðu, og hvorki greiða atkvæði um s-tjórnaTsetu eða stjórnarfall eftír bónorði peirra. Veitir nú varla af að „trippa- veiðarinn" reyni að spengja sam- an hrygginn á íhaldánu eftir pess- ar ófanr. Kanplækkunarkenning dómsmálaráðherrans. Á sama tíma og íhalds- og „Framsóknar“-flokksmenn voru að sameinast um pað í neðri deild alpingis á laugardaginn að fella frumvarp Alpýðuflokksíull- trúanna um bætt kjör verka- nxanna í ríkis- og héraða-vinnu, sagði Jónas ráöherra á fundi í efri deild, pegar deilt var um dýrtíðaruppbótina, að verkakaup- ið purfi að lækka vegna pess, að afurðirnar hafi fallið í verði. Jón Baldvinsson mótmælti fast- lega kauplækkunarkenningu ráð- herrans og benti á, að vérkafólk- inu hefir aldrei verið boðin pátt- taka í gróðanum af atvinnu- rekstrinum pegar vel hefir geng- ið. Þess vegna er pað fjarri allri sanngimi, að peir eigi að taka á sig tapið pegar ver gengur. Þeim, sem hirða ágóðann, ber að greiða tapið, ef um tap er að \ræða. Togari sirandar. Togari strandaði í nótt á Með- allandsfjörum, austan Kúðafljóts. Togarinn er enskur og heitir „Lord Beaconsfield“. Síðustw mennirnir komiust á land úr tog- aranum kl. 9 í inorgun. Varðskipið „Óðinn“ var viÖ> björgunina. Sjóslys við Norðnr'Noreg. Oslo, 19. marz. U. P. FB. Menn óttast,aöi 3 farpegar og 4 skips- menn af norska eimskipinu „He- ra“, sem strandaðá snemma í gærmorgun, nálægt Hammerfesrt, hafi drukknað. 55 farpegum og skipsmönnum Var bjargað. Síðar: Komið hefir í ljós, að 4 pernur, 1 Lapplandsstúlka, 8 ára, og 3 menn drukknuðu er Hera strand- aði. — 56 aðrir voru á skipinw og björguöust peir á land. Sjósip við eyjnna Mon. Port Erin, Isle of Man, 18, marz. U. P. FB. Níu skipsimenn af eimskipinu Citrine frá Glas- gtíw drukknuðu, er skipið strand- aði á klettum við Bradda Head. Skipið sökk á skammrí stundu. Tveir menn J>jörguðust tíl lands á sundi. Danðaðómarnir á Spáni. Madrid, 18. marz. U. P. FB. Al- fonso konungur befir sldpað svo fyrir, að fresta skuli aftöku Se- diles kapteins, sem dæmdur var tíl lífláts í gær. Skipun konungs var tilkynt af Romanones, utan- ríkismálaráðherranum. 26 yfirforingjar aðrir, sem pátt tóku í uppreistartilrauninni í dezember, hafa verið dæmdir í fangelsii, til mismunandi langs tíma. Dómsúrsliitin hafa verið til- kynt yfirhershöfðingjanum í Sa- ragossa ihéraðL Liggur pað í hans hendi, hvort málin fara lengra áleiðis, eða til æðsta her- ráðsins, tíl fullnaðarúrskurðar. Skíðaípróttir og Siglfirð!ngar. % Siglufirði, FB., 18. marz. Loft- stökk í morgun, Torvö 42 nietrá, Jón Stefánsson 32,5 metra. ölafur Einarsson 33 metra. 1 unglinga- flokknum allmargir upp í 25 metra. —- Veður og færi ákjós- anlegt. Bæjarfógeti var hyltur af bæj- arbúum í gærkveldi í tilefni a*f fimtugsafmæli hans. Sátu menn par í bezta fagnaði á nótt fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.