Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK 193. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Átök að * harðna í Líbanon? Klea »k Beirut. Líbanon — 24. áxúst. — Reuter. PALESTÍNUMENN gerðu harðar stórskotaliðsárásir á Klea í S-Líbanon. sem er á valdi kristinna hægri manna og í fréttum segir að hundruð manna hafi særzt. Þetta gerðist í morgun og síðdegis föstudag gerðu ísraelar og hersveitir kristinna hægri manna mikla hríð inn á áhrifasvæöi Sýrlend- inga í Lfbanon í hefndarskyni og eru fregnir á kreiki um að margt bendi til að allt sé nú að fara í bál og brand á ný á þessum stríðshrjáðu svæðum. Fréttir bárust af eldflauga- árásum á borgina Tyre og sagt að allmargir hefðu látizt og í kvöld var sagt að þessar árásir hefðu hafist aftur. Flúðu borgarar í ofboði heimili sín en á þessum slóðum hefur verið sæmilega kyrrt um tíma. Óstaðfestar fregnir voru um að nokkrir her- menn úr gaezluliði S.Þ. UNIFIL — frá Fijieyjum hefðu látizt í átökunum í dag. Sendiherra ísraels hjá Sameinuðu þjóöunum. Yehuda Blum, og Andrew Young, sendiherra Bandaríkjanna, ræðast hér við skömmu áður en Öryggisráðið hóí fund í gær, en þar lagði fulltrúi Senegal fram tillögu um að Palestínunlenn fái sjálfsstjórn í sem flestum málum sínum. Evtusjenko slærí gegn í kvikmynd Moakvu. 24. ágúst. AP. EVGENY Evtusjenko, hið fræga sovézka ljóðskáld. hefur fengið lofsamlega dóma fyrir frumraun sína í kvikmynd og er sagt að leikur hans sé „áhrifamikill og sannfær- andi“. Evtusjenko fer með hlutverk Konstantins Tsiol- kovskys, sem kallaður hefur verið faðir rússneskra eld- flaugasmíða. Myndin sem heit- ir á ensku „Flight“ var frum- sýnd á kvikmyndahátíðinni f Moskvu og þykir tíðindum sæta og benda til að Evtusjenko hafi loks hlotið náð fyrir augum Kremlarbænda að nýju. Evtusjenko hefur verið opin- skár í gagnrýni sinni á stjórnarfarið í Sovétríkjunum í ljóðum sínum og vakti reiði Krúsjefs á sínum tíma og síðar Brezhnevs. Evtusjenko hefur um langa hríð haft mikinn áhuga á að fá að leika í kvik- mynd og árið 1963 var honum boðið að fara með hlutverk Jesú Krists í mynd þar sem gengið var út frá því að kenningar Jesús hefðu verið í anda Marx- isma. Krúsjef bannaði bæði að myndin yrði gerð og að Evtusjenko fengi hlutverk. Nokkrum árum síðar varð skáldið hlutskarpast í keppni milli atvinnuleikara um aðal- hlutverk í Cyrano de Bergerac, en það sama ár lét Evtusjenko svo í ljós andúð á innrás Sovét- ríkjanna í Tékkóslóvakíu og voru viðbrögð stjórnvalda snör og hætt var við töku myndar- innar að skipun Brezhnevs og hafði þá að sögn verið varið í hana um hálfri milljón dollara. Her stjórnarinnar yfirbugaði Kúrda Teheran. Saqqes 24. ágúst. Reuter. AP. HERSVEITIR íransstjórnar náöu í kvöld á sitt vald Kúrdaborginni Saqqez eftir grimmilega bardaga sem hafa staðið í þrjá daga. Pars-fréttastofan sagði frá þessu f kvöld og vitnaði f foringja stórskotaliðs f Sanandaj sem sagði að borgin hefði fallið fáeinum stundum áður. Ekki fékkst nánari staðfesting þessara fregna þar sem sambandslaust er að kalla við bæinn. Höfðu þá bardagar staðið f allan dag og álitið að mannfall hafi orðið mikið. Kúrdar halda enn bænum Mahabad, skammt frá en stjórnar- hermenn hafa haldið uppi látlausum eldflauga- og stórskotaliðsárásum, en heldur hafði dregið úr þeim í kvöld, vegna myrkurs, þegar þyrlur gátu ekki lengur leiðbeint skriðdrek- um á þá staði sem skæruliðar héldu sig á. Fréttir bárust um að eftir að myrkur var skollið á hefðu Kúrdar verið að draga saman meiri vopn og hergögn í grenndinni. í fyrri fréttum frá Saqqez í dag sagði að eini spítalinn í bænum væri fullur af særðu og deyjandi fólki og mikill skortur væri á lyfjum og hjúkrunargögnum. Meðal hinna særðu eru margar konur og ung börn. í útvarpsfréttum í Teheran var sagt að 16 hermenn hefðu látizt, en af hálfu Kúrda var sagt að mannfall úr liðum beggja skipti hundruðum. Kúrdar segja að síðustu átökin eigi upptök sín til ofbeldisstefnu stjórn- arinnar sem virðist staðráðin í að berja mótstöðu Kúrda niður í eitt skipti fyrir öll. Kona Godunovs kvaðst vilja heim Washinxton, 24. á|(. Reuter. BANDARÍSKA ríkisstjórnin bannaði í kvöld flugtak sovézkr- ar Aeroflot vélar frá New York, þar sem Ludmila Vlasova kona Alexanders Godunovs var um borð. Talsmaður utanrfkisráðu- neytisins sagði að krafizt væri þess að Ludmila kæmi út úr vélinni og gæfi yfirlýsingu, ein og ekki í nánd neinna sovézkra embættismanna, hvort hún færi af fúsum vilja eða hvort hún hefði verið neydd til þess. Að viðstöddum bandarfskum og sov- ézkum embættismönnum um borð f vélinni sagði Ludmila: „Ég elska eiginmann minn, en hann tók þá ákvörðun að vera hér um kyrrt og ég hef tckið ákvörðun um að fara." Hélt flugvélin eftir þetta af stað áleiðis til Sovétríkj- anna. Godunov hafði í dag borið fram þá ósk að kona hans fengi einnig landvist í Bandaríkjunum en beiðni hans um pólitískt hæli hafði verið samþykkt. Sovézk yfirvöld foru fram á að fá að ræða við Godunov en hann neitaði að tala við þá nema kona hans fengi að vera þar með. „Það skiptir mig öllu að fá konu mína til mín“ sagði ballettdansarinn. Hann dvelst nú á ónafngreindum stað í New York. Godunov sagði að sér væri rík nauðsyn á því að fá að ræða við konu sína, því að hann efaði að henni hefði verið sagður allur sannleikurinn. Kvaðst hann ótt- ast að hún yrði neydd til að fara frá Bandaríkjunum. Sjá einnig bls. 20 „Glæsilegur ljóshærður risi.“ Vilja hlífa Young New York 24. á((úst. Reuter. AP. SENDIIIERRA Kuwait, Abdalla Yaccoub Bishara. sagði í kvöld að samkomulag hefði náðzt milli Arabarfkja að þrýsta ekki á að tillaga Senegals um sjálfsstjórn Palestínumönnum til handa yrði lögð fram til atkvæða á næstunni. Sagði Bishara þetta gert til þess að hlífa Andrew Young sendiherra Bandarfkjanna, en hann myndi þá beita neitunarvaldi gegn tillögunni. Sagði Bishara að Araharíkin vildu ekki koma Young í þá erfiðu aðstöðu, ekki hvað sízt vegna þess að vitað væri að Young fvlgdi ekki nema í takmörkuðum mæli opinberri stefnu Bandartkjanna varðandi málefni Palestfnumanna. Það var síðdegis í dag sem þessi tillaga var liigð fyrir Öryggisráðið. Bishara sagði við fréttamenn að fundi loknum að beðið yrði með áframhald málsins unz annar maður hefði verið skipaður í starf Youngs. Hann fór síðan lofsamlegum orðum um Young og kvaðst glaður myndu gefa honum dóttur sína fyrir konu. Hann og landar sínir væru hirðingj- ar og hefðu til að bera riddaraskap og vandaða siðgæðiskennd. Handtekinn með eiturlyf CaKÖari. Sardiníu. 24. ág. AP. RUDOLF Karl Augstein. útgefandi þýzka vikuritsins der Spiegel, var handtekinn í dag f þann mund að hann var að stíga upp í einkaflug- vél sína. Segja tollverðir að hann hafi verið með 40 grömm af kannabis. Samkvæmt ítölskum lögum á Augstein yfir höfði sér tveggja til sex ára fangelsisdóm og sekt upp á 25 þúsund dollara ef hann verður sekur fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.