Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 4
 ALLT MEÐ Á næstunni ferma skip vor til íslands sem hér segir: ANTWERPEN: Skógafoss 29. águst Reykjafoss 5. sept. Skógafoss 29. ágúst ROTTERDAM: Skógafoss 27. ágúst Reykjafoss 4. sept. Skógafoss 12. sept. FELIXSTOWE: Oettifoss 27. ágúst Mánafoss 3. sept. Dettifoss 10. sept. Mánafoss 17. sept. HAMBURG: Dettifoss 30. ágúst Mánafoss 6. sept. Dettifoss 13. sept. Mánafoss 20. sept. PORTSMOUTH: Goöafoss 4. sept. Brúarfoss 10. sept. Bakkafoss 10. sept. Selfoss 14. sept. Hofsjökull 28. sept. Bakkafoss 1. okt. HELSINGJABORG: Laxfoss 28. ágúst Háifoss 4. sept. Laxfoss 11. sept. Háifoss 18. sept. KAUPMANNAHÖFN: Laxfoss 29. ágúst Háifoss 5. sept. Laxfoss 12. sept. i Háifoss 20. sept. •[ GAUTABORG: ji Urriöafoss 27. ágúst Álafoss 3. sept. r Tungufoss 12. sept. J Urriðafoss 18. sept. MOSS: Urriðafoss 28. ágúst i Álafoss 4. sept. |_ Tungufoss 13. sept. Urriöafoss 19. sept. j- BERGEN: t Urriðafoss 29. ágúst , Tungufoss 14. sept. KRISTJÁNSSANDUR: f Ljósafoss 29. ágúst Álafoss 5. sept. '[ GDYNIA: Múlafoss 27. ágúst írafoss 7. sept. ; Valkom: '• írafoss 5. sept. , Múlafoss 20. sept. WESTON POINT: i Kljáfoss 30. ágúst Kljáfoss 12. sept. I Ferðir vikulega frá Reykjavík til isafjarðar og Akureyrar. I ALLT MEÐ MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 Útvarp kl. 13.30: 99 I vikulokin” Þáttur um Derby-veðreiðarnar verður sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Ekki skal ábyrgst að þessi mynd sé frá slíkum veðreiðum, hins vegar væru hestur og knapi vafalaust sigurstranglegir í næstum hvaða keppni sem væri. Sjónvarp kl. 20.55: Derby-veðreið- ar í tvær aldir Þátturinn „I vikulok- in“ er á dagskrá útvarps- ins í dag. Meðal efnis í þessum þætti er spjall sem þeir eiga saman dr. Gunnlaugur Þórðarson og ólafur Hauksson. Gunnlaugur hefur tekið upp á því að undanförnu að hjóla um borgina á þessum síðustu og verstu orkukrepputímum. Hann hefur komist að því að það er síður en svo hættu- laust að spara orku á þennan hátt, því að sögn Gunnlaugs ku vera lífs- hættulegt að ferðast um á reiðhjóli. Þá mun Edda Andrés- dóttir heimsækja nokkrar tískuverslanir í borginni og spyrjast fyrir um hausttískuna. Gesturinn í þessum þætti verður hinn góðkunni Ragnar Bjarna- son söngvari og mun rætt vil hann Þá mun Kristján E. Guðmundsson spjalla við Hilmar Helgason hjá SÁÁ um símaþjónustu félagsskaparins, en hún er að sögn mikið notuð. Þá mun Kristján einnig tala við Indverja nokkurn sem búsettur er á íslandi og rekur hann m.a. verslun- ina Jasmin. Einnig mun Kristján tala við Baldvin Bjarna- son bifreiðarstjóra, en hann hefur keyrt í mörg ár. Þá mun Guðjón Frið- riksson spjalla við aðstandur vörusýningar- innar sem nú stendur yfir í Laugardalshöll, en einn- ig verður rætt við Brynju Benediktsdóttur um leik- þátt þann sem sýndur verður á sýningunni, en hann nefnist „Flugferð." Fastir liðir verða eins og venjulega, að því undanteknu að Hermann Gunnarsson mun, auk þess spjalla um íþróttir, stjórna spurningaleikn- um, en í honum munu íþróttamenn etja kappi saman og kemur væntan- lega í ljós hvort hinn eini og sanni íþróttaandi svífi þar yfir vötnum, eins og vera ber. Stjórnendur þáttarins eru Ólafur Hauksson, Edda Andrésdóttir, Kristján E. Guðmundsson og Guðjón Friðriksson. í þættinum „í vikulokin“ lýsir dr. Gunnlaugur Þórðarson biturri reynslu sinni af því að vera hjólreiðamaður í Reykjavík. Ljósm. Mbl. Kristinn. í kvöld verður sýnd í sjónvarpinu bresk mynd um Derby-veðreiðarnar, en þær eru veðreiða fræg- astar á Bretlandseyjum. Myndin nefnist „Der- by-veðreiðar í tvær ald- ir.“ Derby-veðreiðarnar urðu 200 ára í sumar og hafa verið ein helsta skemmtun áhugamanna um veðreiðar allan þenn- an tíma. Myndin sem sýnd verður í kvöld er yfir- gripsmikil hvað tíma snertir og sjást kvik- myndir allt frá árinu 1896. Einnig verða sýndar myndir frá frægum veð- reiðum frá byrjun aldar- innar og m.a. sýnt frá umtöluðum atburði frá þeim tíma, en þá hljóp kvenréttindakona nokkur í veg fyrir hestana á brautinni. Hún tróðst undir og stórslasaðist, svo sem geta má nærri, og lést á sjúkrahúsi að nokkrum dögum liðnum. Einnig verða í þessari mynd viðtöl við fræga knapa og sagt verður frá ýmsum svikum og hneykslum sem átt hafa sér stað í tímans rás. Þýðandi myndarinnar er Ingi Karl Jóhannesson. Útvarp Reykjavlk L4UG4RD4GUR MORGUNNINN________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónieikar. 7.20 Bæn. 7.25 Ljósaskipti: Tónlistar- þáttur í umsjá Guðmundar Jónssonar píanóleikara (end- urtekinn frá sunnudags- morgni). 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dag- bl.(útdr.). Dagskrá. Tónleik- ar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga: Ása Finnsdóttir kynnir. (10.10 Veðurfregnir). 11.20 Ég veit um bók Sigrún Björnsdóttir stjórnar barnatíma og kynnir bókina „Nornarsótt“ og höfund hennar Leif Esper Andersen. Jón Júlfusson leikari les kafla úr bókinni, sem Þránd- ur Thoroddsen þýddi. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.______________• SÍDDEGID__________________ 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 í vikulokin Edda Andrésdóttir, Guðrún Friðriksson, Kristján E. Guð- L4UG4RD4GUR 25. ágúst 16.30 íþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Feiixson. 18.30 Heiða. Sautjándi þátt- ur. Þýðandi Eiríkur Haralds- son. 18.55 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- 20.30 Siifurkórinn. Kórinn syrgur sy»pu af vinsæium rokkiögum. Útsetningar og stjórn: Magnús Ingimarsson. Dansatriði: Dansstúdío 16 Stjórn upptöku: Andrés Indriðason. mundsson og ólafur Hauks- son stjórna þættinum. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin Vignir Sveinsson kynnir. 20.55 Derby-veðreiðar í tvær aldir. Bresk mynd um Derby-veðreiðarnar, knáa knapa, glæsta gæðinga og hrikaleg hneyksli. Þýðandi Ingi Karl Jó- hannesson. 21.50 Svarta liljan. (Black Narcissus) Bresk bíómynd frá árinu 1946. Aðalhlutverk Deobrah Kerr. David Farrar, Sabu og Jea.n Simmons. Ungri nunnu er falið að stofna klaustur f kastala nokkrum f Himalaja-fjöll- um, en margs konar erfið- leikar verða á vegi hennar. Þýðandi óskar Ingimars- son. 23.25 Dagskrárlok. 17.20 Tónhornið Guðrún Birna Hannesdóttir sér um þáttinn. 17.50 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDID 19.35 „Góði dátinn Svejk“ Saga eftir Jaroslav Hasek í þýðingu Karls ísfelds. Gísli Halldórsson leikari les (28). 20.00 Kvöldljóð Tónlistarþáttur í umsjá Ás- geirs Tómassonar. 20.45 Ristur Umsjónarmenn: Hróbjartur Jónatansson og Hávar Sigur- jónsson. 21.20 Hlöðuball Jónatan Garðarsson kynnir ameríska kúreka- og sveita- söngva. 22.05 Kvöldsagan: „Grjót og gróður“ eftir Óskar Aðal stein Steindór Hjörleifsson leikari les (5). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Danslög. (23.50 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.