Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 5 13 lönd Vestur-Evrópu safna fé til styrktar flóttamönnum SA-Asíu Iljálparstofnanir í þrettán löndum Vestur-Evrópu hefja á morgun fjársöfnun til styrktar flóttamönnum í Suðaustur-asíu. Rauði kross íslands ok Hjálpar- stofnun kirkjunnar sjá um söfnun þessa hér á landi en hún hefst. eins og áður er getið á morgun, sunnudaginn 26. ágúst, em ávarpi forsætisráðherra viðkomandi lands og ávarpi Paul Hartlings flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin mun standa í hálfan mánuð. Tekið verður við söfnunarfé á gíróreikning nr. 46.000, hjá Rauða krossi íslands, deildum hans og f söfnunarbauka, hjá Iljálparstofnun kirkjunnar. á biskupsstofu og hjá sóknar- prestum um land allt. Á fundi sem forsvarsmenn R.K.Í. og Hjálparstofnunarinnar héldu með blaðamönnum kom það m.a. fram að hjálparstofnanir kirkna reka nú þegar hjálparstarf í SA-Asíu og Flóttamannastofnun- in í Noregi og Rauði kross Dan- merkur eru nú að setja á stofn búðir þar sem aðstæður verða betri en nú er víðast hvar, meðal annars hvað snertir hreinlæti, heilsugæslu og fæðu, en nú er almennt í flóttamannabúðunum. Sögðust þeir vænta þess að íslendingar sýndu drenglyndi sitt og styrktu þessa söfnun sem nú væri að fara í gang með fjárframlögum. Minntu þeir á að flóttamannavandamálið hefðu færst nær okkur Islending- um vegna ákvörðunar stjórnvalda um að taka við 30 víetnömskum flóttamönnum. Guðmundur Einarsson fram- k^æmdastjóri Hjálparstofnunar- innar sagði að það hefði sýnt sig undanfarið að Islendingar tækju mjög vel í safnanir sem þessar. Hjálparstofnunin hefði nýlega fengið beiðni frá Honduras vegna flóttadrengja frá Nigaracua. Sagði hann stofnunina hafa gert grein fyrir þessu í fréttatilkynningu til fjölmiðla og hefði nú safnast hátt á fimmtu milljón til aðstoðar þessum drengjum. 3. bókin um SigguViggu Teiknimyndahetjan Sigga Vigga gerir það ekki endasleppt. Nú er komin út þriðja bókin um hana. stöllur hennar og fleira fólk er kemur að sjálfsögðu við sögu f þessum vinsælu myndasögum. Nýjasta bókin heitir Sigga Vigga og þingmaðurinn og er þetta þriðja bókin um Siggu Viggu, sem bókaút- gáfan Bros sf. gefur út. Einnig hefur Bros gefið út Plokkfisk, en höfundur allra þessara teiknimyndabóka er Gísli J. Ástþórsson blaðamaður. Sigga Vigga og þingmaðurinn er prentuð í Setbergi, en brotin um í Bros sf. Hvar er myndin? Myndin er af málverki eftir Braga Ásgeirsson er hann málaði í byrjun áratugarins. Málverkið hefur verið á nokkrum sýningum m.a. í Biennalinum í Rostock 1975. Listahöll Rostockborgar hefur látið gera póstkort af myndinni og er það til sölu í anddyri listahallarinnar. Ýmsar fyrirspurnir hafa komið um þessa mynd og þar sem Bragi veit ekki hvar hún er niðurkomin biður hann þá er kynnu að geta gefið upplýsingar um það, vinsamlegast að hafa samband við sig hið fyrsta t.d. í síma 26730. Antik-málið: Hlaut þriggja mánaða fang- elsi skil- orðsbundið KVEÐINN hefur verið upp í Sakadómi Reykjavíkur dómur í svokölluðu Antik-máli. Var Björn Vilmundarson, sem ákærður var í málinu, dæmdur í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið og fellur refsingin niður ef hann heldur skilorðið í 2 ár. í ákæru var Birni gefið að sök að ■hafa falsað nafnritanir fjögurra manna á 10 umsóknum um gjald- eyri til kaupa á antikhúsgögnum erlendis frá. Ákærði var sýknaður af ákærum um að hafa falsað nöfn tveK£)a manna, en ‘hins vegar sakfelldur að hafa falsað nöfn tveKftja af framangreindum mönnum á fimm gjaldeyrisum- sóknum er námu alls 1150 sterl- ingspundum og 10 þúsund dönskum krónum. Björn Vilmundarson lét á sínum tíma af starfi forstjóra Ferða- skrifstofu ríkisins vegna rannsókn- ar þessa máls. Vitnivantar KLUKKAN 10.58 í gairmorgun varð árekstur á mótum Iláaleitisbrautar og Miklubrautar og þarf slysarann- sóknadeild lögreglunnar í Reykja- vík nauðsynlega að ná tali af vitnum að athurðinum. þar sem hifreiða- stjórunum ber ekki saman um stöðu uinferðarljósa. I.ada Sport bifreið með erlendu skrásetningarnú meri ók austur Miklubraut en ljósblá Vauxhall-bif- reið ók vestur Miklubraut og beygði suður Háaleitisbraut og skullu bíl- arnir saman. Báðir ökumennirnir telja sig hafa ekið á móti grænu ljósi. Vitni eru beðin að hafa samband við lögregluna í síma 10200. Forsvarsmenn Rauða kross íslands og Hjálparstofnunar kirkjunnar á fundi með blaðamönnum. I.jósm. Kristinn HEFUR SEÐ ÚTSÝNIÐ AF EFRIHÆÐINNI ? Af efri hæðinni í tveggja hæða strætisvagninum, sérð þú Reykjavík f rá nokkuð öðru sjónarhorni en þú ert vanur - Lundúnastrætisvagninn fer með fólk í skoðunarferðir um bæinn á klukkustundar fresti alla sýningardagana frá kl. 3 til 9 virka daga og frá kl. 1 til 9 laugardaga og sunnudaga. Og ferðin kostar aðeins 100 kr. - jafntfyrir börn sem fullorðna. II B ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING 1979 GÓÐA FERÐ - ÚTSÝNISFERÐ UM BÆINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.