Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 k HLAÐVARPINN . 85 ÁRA HAGLEIKSMAÐUR Árni Finnbogason viö nokk ur verka sinna. (Ljósm. Emilía). er farin að gefa sig í seinni tíð svo ég teikna minna en áður, en ég gríp samt í þetta. Jú, ég er víst búinn að halda einar fimm sýning- ar, hélt þá fyrstu 1971, þá hef ég verið 78 ára, segir Árni. Árni Finnbogason er fæddur í Norðurgarði í Vestmannaeyjum 7. desember 1893. Hann fór snemma til sjós eins og títt er um Eyjapilta og árið 1916 tók hann við Happa- „Þegar vinnan tók við var ekki hœgtað hugsa um slíktföndur lengur” — Að sitja auðum höndum er ekki hægt, það er þá skárra að drepa tímann með því að ramma inn myndir og dunda við að teikna. Maður þarf þá ekki að hanga og horfa upp f loftið á meðan. sagði Árni Finnbogason frá Vestmannaeyjum þegar við tókum hús á honum f Vesturbæn- um einn daginn f vikunni. Þessi 85 ára gamli formaður úr Eyjum hefur ekki vanist þvf um ævina að sitja aðgerðalaus, Iffið hefur verið vinna og aftur vinna fyrir hann eins og svo marga af þess- ari kynslóð. — Ég varð að hætta á sjónum 1960 vegna veikinda, en hafði þá verið formaður á Eyjabátum í 40—50 ár, segir Árni. — Ég hafði alltaf gaman af að teikna þegar ég var strákur í skóla, en skólagang- an var nú ekki löng á þessum árum og þegar vinnan tók við á sjónum var ekki hægt að hugsa um slíkt föndur lengur. Áhuginn á slíku var ekki mikill heldur. — Svo þegar ég varð veikur fyrir 20 árum byrjaði ég fljótlega á þessu föndri til að drepa tímann, bæði að teikna og ramma inn myndir. Ég byrjaði að teikna þegar ég var sjötugur og flestar minna mynda eru frá Eyjum, þær toga í mann Eyjarnar. Eg hef líka teiknað landslagsmyndir annars staðar frá og andlitsmyndir, en flestar myndanna eru frá Eyjum. — Ég hefði sjálfsagt aldrei byrjað á þessu ef ég hefði ekki veikst, en það er nauðsynlegt að hafa eitthvað við að vera. Sjónin sæli. Formennsku sína byrjaði hann með frækilegri björgun, sem hann var verðlaunaður fyrir með Carnegie-orðunni og 15 krónum fyrir hann og áhöfnina. Hann var formaður á ýmsum Eyjabátum í á milli 40 og 50 ár, en lengst var hann með Vin, 15 tonna bát, sem hann átti sjálfur. Stund- aði hann einkum handfæri og dragnót á Vini. Það var ekki aðeins þorskurinn, sem Árni glímdi við. Hann sótti einnig björg í úteyjar, Elliðaey og Bjarnarey, í um 30 ár. Bæði fugl og egg. — Einu sinni fór ég í Eldey, það var nú meiri samkoman og gargið, maður lifandi, segir þessi 85 ára gamli hagleiksmaður og við kveðj- um. FRUMSKÓGUR BRAUÐGERÐARHÚSA Kanntu brauö að kaupa... ? ÞEIR eru margir frumskógarnir. Það er til dæmis ekki létt verk fyrir fákunnandi að fara inn f bakarí og kaupa brauð nú ti) dags svo fremi, sem maður hafi ekki fyrirfram ákveðið hvað hleifurinn heitir, sem keyptur skal. Á síðustu misserum hefur komið á markaðinn aragrúi nýrra brauðtegunda, sem nefnast hinum ólfklegustu nöfnum. Það er ekki lengur gefið að brauðið sé Granarýbrauð, heilsubrauð, frúar- brauð, megrunarbrauð og skóla- brauð. Múnchenarbrauð, þýzkt sveita- brauð, krustensbrauð eða skorpu- brauð, myllusteinsbrauð, bónda- brauð, bóndakonubrauð og fléttu- brauð. Irma-eggjahvítubrauð, bænda- brauð, heimilisbrauð, samlokubrauð, snittubrauð og kombrauð. Bændabrauð, sam að hluta til er tramleitt úr íalenzku korni, raaktuöu á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, er ein nýrra brauðtegunda, sem skotið hefur upp kollinum. annað hvort franskbrauð eða normalbrauð, heilhveitibrauð eða rúgbrauð, seytt eða óseytt. Við hringdum í nokkur bakarí eða brauðgerðarhús og grennsluðumst fyrir um hvað væri á boðstólum. Ekki var um hávísindalega könnun rannsóknablaðamannsins að ræða, heldur aðeins tilraun til að svala forvitninni að nokkru leyti. Fyrir utan þau, sem þegar hafa verið nefnd má nefna formbrauð, kúmen- brauð og sigtibrauð. Ekki má gleyma öllum hornunum, stykkjunum og kringlunum, sem upp á er boðið í bakaríum og eru fram- Ieidd úr sama hráefni og brauðin. Margar fyrrnefndar 27 brauðteg- undir eru mjög keimlíkar enda framleiddar úr sömu efnum. Kornið í brauðunum er mismunandi gróf- malað og að sögn bakara aukast vinsældir sykurlítilla brauða. Gömlu brauðtegundirnar eins og fransk- brauð og rúbrauð eru svo kölluð verðlagsbrauð, en þau eru háð verð- lagsákvæðum. SKEMMDARVARGAR VÍÐA Á FERÐ Vegaaftirlitamonn eru mjög óánsegöir með pegar ýmis merki eöa auglýeingar eru hengd á merkin eina og á pesaari mynd, aem er vafasöm auglýsing fyrir viðkomandi staö. Arnkell Einarsson vegaeftirlitamaöur. Umferðarteljarinn var kominn niður á brgggju • UMFERÐARMERKI ýmiss konar, vegvfsar og leiðarmerki hafa löngum orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Um sfðastliðna helgi fundu einhverjir slíkir sig knúna til að snúa umferðarmerki þannig að það vfsaði eftir athafnir þeirra beint fram af kletti og niður f Þjórsá. Merkið hafði verið sett upp rallökumönnum til hægðarauka, en eftir að því hafði verið snúið var það orðið að hinni mestu slysagildru. í framhaldi af þessari frétt hafði Morgunblaðið samband við Arnkel Einarsson vegaeftirlitsman og spurði hvort mikil brögð væru að slíku. Sagði hann að alltaf væri töluvert um að merki væru skemmd og þeim breytt. Svo virtist, sem mest væri um þetta þegar útimót og slíkar hátíðir væru á dagskrá og þá bæri töluvert á skemmdum merkjum í nágrenninu. — Þó er ekki með öryggi hægt að tengja þetta tvennt saman, en það er ljóst að merkin eru skemmd af einni saman skemmdarfýsn, en ekki vegna þess að menn hafi einhverjar nytjár af þessu, sagði Arnkell Einarsson. — Ég get nefnt nýlegt dæmi um þessa miklu skemmdarfýsn ofan úr Borgarfirði. Skammt frá Eskholti hafði verið komið fyrir umferðarteljara, en honum var stolið um síðustu helgi. Lásinn á kassanum var ekki brotinn upp eins og svo oft, heldur var rammger kassinn mölbrotinn og úr honum stolið tækinu. Ekki get ég skilið hvaða hag þjófarnir sáu sér í þessu, en þó getur verið að þeir hafi verið á eftir átta vasaljósarafhlöðum, sem eru í þessum tækjum. — Einnig má nefna, að í sumar hefur verið gerð allnákvæm umferðar- talning á Vestfjörðum og tæki sett upp í þeim tilgangi. í nágrenni við tvö þorp hefur þessi talning þó ekki verið eins nákvæm og slyldi. Kassinn utan af tækinu við Súðavík var brotinn og við Bolungarvík kom það fyrir oftar en einu sinni að teljarasnúran var tekin af veginum. Til hvers veit ég ekki. — Enn eitt dæmi má nefna. I sumar var settur upp teljari við Grundarfjörð, en einn góðan veðurdag hvarf mælirinn. Hann fannst þó fljótlega niðri á bryggju á Grundarfirði, e.t.v. hefur hann átt að mæla umferðina í bátunum þar, sagði Arnkell. Hann sagði að algengt væri að vegvísar, sem væru steyptir úr áli, væru beygðir og brotnir. Mestur kostnaður væri samfara tjóni á stóru leiðarmerkjunum, sem oft væri skotið á og stafir plokkaðir af. Arnkell sagði, að greinilegt samhengi væri á milli rjúpnaveiði eða kannski öllu heldur lítillar rjúpnaveiði og skotgata í merkjunum. — Það er talsvert fjárhagsleg tjón, sem hlýst af þessum spellvikrjum á ári hverju, en erfitt er að segja hvort skemmdarstarfsemin eykt eða minnkar. Bein slysahætta af þessum sökum er einnig töluverð og það mættu menn gjarnan hafa í huga, sagði Arnkell Einarsson. (ljósm.: Emilía). Ónýt umferöarmerki I porti Vegageröarinnar og mörg peirra hafa pörupiltar skemmt af skemmdarfýsninni einni saman. Það er Péll Arason fyrrum Öræfabílstjóri í 20 ár, sem stendur viö merkin og sagöist hann vera lítiö hrifinn af umferðarmenningu landans. Traustleg leiöarmerki eru alltof oft brotin eins og sést é bessari mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.