Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 Rættvið Jón Skúlason póstrog ER ÞJÓNUSTA PÓSTS OG SÍMA OF DÝR? „Við lítum á það sem okkar skyldu að þjóna hinum almenna símnotanda að koma til móts við kröfur hans. Það er hins vegar staðreynd að sumt fólk vill flóknari hluti, gamaldags síma, skrautsíma og hvaðeina. Við 3 höfum reynt að koma til móts við óskir þessa fólks, en það fj verður að gera sér grein fyrir því, að fyrir vikið verður það að greiða meira,“ sagði Jón Skúlason póst- og símamálastjóri. „Okkur finnst meira um vert að allir landsbúar geti fengið sjálfvirkt símasamband, heldur en | að nokkrar fjölskyldur geti fengið skrautsíma.“ * Stofngjald síma IMorgunblaðið ræddi við Jón til að grennslast fyrir um þá mögu- leika sem póstur og sími býður símnotendum upp á og það sem símnotendur verða að greiða fyrir þá þjónustu. Þegar einstaklingur fær sér síma í fyrsta skipti þá skiptist kostnaður þannig: Stofn- gjald síma 55 þúsund, talfæri 25,5 þúsund, tengill 1800 krónur, ferða- kostnaður og akstur viðgerðar- manns 4000 krónur, vinna á staðn- um 4500 krónur. Þetta gerir sam- tals 90800 krónur en þar ofan á bætist síðan söluskattur sem er 16460 krónur þannig að heildar- kostnaður verður 107.260 krónur. En eftir hverju er farið við ákvörðun þessa gjalds? „Þegar við ákveðum verð okkar þjónustu þá reiknum við út svo- nefi * jafnaðarverð. Þrtta þýðir, að þ. ostar jafnmikið að stofna sima vju hverfi í Breiðholti, þanga' ■ in þarf að ieggja allar leiðslur o,” leggja út fyrir miklum kostnaði, og það kostar að stofna síma í ein/i.erju öðru hverfi þar sem ekki þarf að stofna til slíkra framkvæmda. Ég er hræddur um að margir ættu í erfiðleikum með að greiða stofngjaldið ef ekki væri þetta jafnaðarverð, heldur þyrftu þeir að greiða raunverulegan kostnað við að koma símasam- bandi á viðkomandi stað.“ En hvað stendur til boða af símtækjum? „Við bjóðum upp á síma frá Ericson-fyrirtækinu og fást þeir í rauðum, svörtum, bláum og gráum lit en gulir símar eru uppseldir eins og er. Það er enginn kostnað- armunur á þessum símum eftir lit. Auk þess höfum við á boðstólum fleiri gerðir símtækja fyrir innan- hússímstöðvar." En ef að fólk vill aðrar gerðir síma heldur en þessa venjulegu? (letið þið þá útvegað þá? „Við getum sérpantað ýmsar gerðir síma fyrir einstaklinga, sem þess <>ska. en þá rná reikna með því að það taki lengri tíma að fá þá afgreidda. Okkur er allsend- is ómögulegt að eiga á lager margar gerðir síma fyrir fólk. Það yrði alltof kostnaðarsamt fyrir okkur." Gefa sölu símtækja frjálsa En fyrst það er of kostnaðar- samt fyrir ykkur að halda uppi slíkri þjónustu væri þá ekki heppilegra að gefa sölu á sím- tækjum frjálsa og afnema einka- rétt Pósts og síma á sölu þeirra? „Það er nú álitamál. Hver á þá. Hver á þá að sjá um nauðsynlegar viðgerðir og viðhald á símtækjum, sem við önnumst nú hérlendis? En ef þessir innflytjendur uppfylla öll skilyrði og geta séð fyrir þessari viðgerðar- og viðhaldsþjónustu símtækja þá er ekkert hægt að segja við því. Annars höfum við hjá Pósti og síma alltaf lagt áherslu á það að simtækið væri óaðskiljanlegur hluti af línunni til neytandans. Ég tel að það sé miklu heppilegra og þjóðhagslega hagkvæmara að við- gerð á símalögnum og símtækjum sé á sömu hendi.“ En er hægt að fá hjá ykkur keypta gamaldags síma eins og tíðkast víða í útlöndum? „Nei, við höfum ekki á boðstól- um slíka sírna. Okkur finnst meiru skipta að sjá landsmönnum öllum f.vrir góðri símaþjónustu áður en við förum að hafa á boðstólum s\ona síma, sem aðeinsörfáir hafa áhuga og efni a. Hins vegar kemur svo til að við erum aðilar að alþjóðlegum samn- ingi um talgæði símaþjónustu við útlönd. Margir þessara síma, sem eru seldir í verslunum erlendis standast ekki þessar kröfur. Við gætum því átt yfir höfði okkar kvartanir um léleg talgæði ef við mundum selja slíka síma. Enn- fremur má fullyrða að viðhald þessara síma gæti orðið bæði erfitt og dýrt fyrir Póst og síma. Það viljum við forðast." Takkasímar á næsta ári Hvenær mega íslendingar bú- ast við því að geta nýtt sér nútimatækni í símamálum og fengið takkasima hingað tií lands? „Við búumst við því að geta byrjað að afgreiða takkasíma í lok næsta árs. Við höfum leitað eftir tilboðum hjá nokkrum fyrirtækj- um um þessa síma og tókum tilboði frá LM Ericson. Og i lok næsta ars munum við hefja inn- flutning á takkasíma sem við flytjum inn í hlutum og setjum sjálfir saman. Það má áætla að þessir símar verði ódýrari heldur en þeir símar, sem við höfum núna. Þeir verða, auk þess að vera takkasímar, útbúnir með ýmsum tækninýjungum! Þeir verða með elektroniskan útbúnað í stað kola- útbúnaðar í taldósinni á símtól- inu. Þetta þýðir það að talgæði verða meiri, og gefur okkur auk þess svigrúm til þess að hafa lengri símastrengi á milli sím- stöðva og notenda. En áður en það mun verða mögulegt að taka í notkun takka- síma hér á landi þá munum við þurfa að gera breytingar á sím- stöðvunum í tengslum við núm- eraval. Sjálfvirkt símasamband við útlnnd í ársbyrjun 1980 En hvena r komast íslendingar í sjálfvirkt sfmasamband við útlönd? „Það má segja að óþolinmæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.