Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 17 enn meiri. Framleiösluhætt- ir gerbreyttust jafnframt og var aöalbreytingin fólgin í aukinni sérhæfingu. Fram- leiðslunni var skipt niður og smíöaði sami maöur aldrei allan hlutinn. Ýmsar breytingar voru gerðar á verksmiðjunni að Lágmúla 7 fyrir þremur ár- um. Um þær breytingar sá sænskt ráðgjafarfyrirtæki, en það sá einnig um allan undirbúning að byggingu verksmiðjunnar. Þeir ráð- lögðu um kaup á nýjum vélum og um breytingar á framleiösluskipulagi. Þess- ar breytingar eru að komast á um þetta leyti. Talið er að heildarkostnaöur verði um 50 milljónir króna, en það samsvarar viðbót fjögurra starfsmanna. í verksmiðj- unni starfa um 30 manns. og áætluö sala hennar í ár er um 360 milljónir. Velta fyrirtækisins á þessu ári er áætluð um 800 milljónir en heildar launagreiöslur munu nema um 200 milljón- um króna. Heildar starfs- mannafjöldi fyrirtækisins er 40 manns. í rekstri verksmiöjunnar, eins og hverrar annarrar verksmiðju, skiptir vöru- þróun miklu máli. í fyrirtæk- inu er hópur starfsmanna sem sest á rökstóla þegar verið er að hanna nýja framleiðsluvöru. Sá hópur samanstendur af hönnuði, framleiðslustjóra, sölufólki og smiðum sem smíða við- komandi vöru. Slík sam- vinna á að tryggja sem bestan árangur í hönnun. Síðastliöin 3 ár hefur söluaöstaöa fyrirtækisins veriö endurskipulögð frá grunni. í upphafi voru hinar gömlu vinnustofur að Smiðjustíg 6 gerðar upp og breytt í verslunarhúsnæöi. síðan var verslunin að Laugavegi 13 endurskipu- lögð, gamalt geymsluhús- næöi tekið í notkun og þessar tvær verslanir teng- dar saman. Salan fer nú fram á um 700 fm svæði. Með þessum endurbótum hefur starfsaðstaöa batnað auk þess sem nú má koma deildaskiptingu við. Deilda- skiptingin er á þá lund að á neðri hæð Laugavegs 13 eru skrifstofuhúsgögn á boðstólum, á neðri hæð Smiöjustígs 6 eru glervörur og gjafavörur, en þar á milli eru húsgögn, ýmist innlend eða erlend framleiðsla. Kristján Siggeirsson hf. ætlar um þessar mundir að gera tilraun meö nýja þjón- ustu við neytendur. Hún felst í því að innanhússarki- tekt verður í versluninni tvisvar í viku. Getur fólk komið með teikningu af húsnæði sínu og fengið ráðleggingar um val og niöurröðun húsgagna sér aö kostnaöarlausu og án skuldbindinga. Fyrirtækið hefur einnig á prjónunum að gera húsakynnin aö öðru og meira en verslun. Fyrir- hugaö er að halda í verslun- inni sýningar á fágætum listmunum, sem fengnir eru erlendis frá, eða glervörum. Nú stendur yfir sýning í versluninni á gömlum hús- gögnum frá fyrstu árum verslunarinnar og er ætlun- in með henni að veita við- skiptavinum smá innsýn í þróun húsgagna á liðnum áratugum. „Útflutningur eina raunhæfa svarið við harðnandi samkeppni" I TILEFNI 60 ára afmælis Kristjáns Siggeirssonar hf., sem er um Þessar mundir, kom Morgunblaðið að máli við Hjalta Geir Kristjánsson framkvæmdastjóra fyrir- tækisins og leitaði álits hans á framtíðarhorfum í hús- gagnaframleiðslu. „Breyttir viðskiptahættir hafa það í för með sér, að rekstur fyrirtækja verður að vera í stöðugri endurskoðun," sagði Hjalti. „í því sambandi verðum við aö horfast í augu við þá staðreynd að ef hér á að byggja upp húsgagnaiðn- að, sem á að geta staðið af sér harðnandi samkeppni, er það óframkvæmanlegt, nema helmingur framleiöslunnar fari á erlendan markað. Þetta er eina raunhæfa svarið við við hinni vaxandi samkeppni sem byrjaði með inngöngu íslands í EFTA, þar sem horft var fram á þá þróun, sem síðar hefur orðiö og sem íslenskur hús- gagnaiðnaöur á nú viö aö búa. Innganga íslands í EFTA þýddi aukið frelsi í viðskiptum, bæöi hvað varðar innflutning og útflutning. Samkeppnin á islenska markaðnum hefur aukist og leitt að mörgu leyti til jákvæðrar þróunar, sem vonandi á eftir að verða okkur til aukinnar farsældar. Á undanförnum árum hefur þróunin orðið sú, að hús- gagnaframleiðslan hefur aukist jafnframt auknum innflutningi. Hlutdeild í sölu fyrirtækisins skiptist þannig aö eigin framleiðsla nemur um 55—60% og innflutningur því 40—45%. Sérhæfing hefur átt sér stað í vaxandi mæli, þannig aö ráðandi fram- leiöslutegundir eru hillu- og skápaeiningar í ýmsu formi, auk skrifstofuhúsgagna.“ — Eru einhverjar nýjar framleiósluaðferöir á döfinni til Þess aö mæta auknum innflutningi? „Á okkar íslenska markaði með lítinn sem engan útflutn- ing, hefur þróunin oröið sú aö þær verksmiöjur sem fariö hafa óruddar brautir í hönn- unarmálum og náð árangri hafa orðið að berjast annars vegar við vaxandi samkeppni innlendra aðila og hins vegar viö innflutning húsgagna. Æskilegt væri að um sam- vinnu framleiðenda væri aö ræða, þannig að þeir stæöu betur að vígi gagnvart inn- flutningi, með góða hönnun í fyrirrúmi, sem er einn þýðingarmesti þáttur fram- leiöslunnar í dag og gæti orðið hvati að útflutningi íslenskra húsgagna. Því er nauðsynlegt, að framleið- endur, sem áhuga hafa á útflutningi, taki vel og skiþu- lega á þessum málum. Um samstarf verður aö vera að ræða, vegna þess að verk- smiðju- og rekstrareiningar á íslandi eru það smáar og markaðsöflun kostnaðar- söm.“ — Hvernig telur pú heppilegast aö húsgagna- framleiöslan próist í framtíö- inni? „Þýðingarmikill þáttur í hús- gagnaframleiöslu og öflun markaöa er hönnunarmálin. Verðlag kemur ekki fyrr en í 2. eða 3. sæti. Ennfremur er mikilvægt að gera sér grein fyrir óskum markaða og geta verið fundvís á nýjar hug- myndir, sem markaðurinn þarfnast og aðrir framleið- endur hafa ekki komið auga á. Þýðingarmikið er geta hannaö vöru fyrir innlendan markað, sem er sérstök og á grundvelli innlends markaðar unnið markað fyrir sömu vöru erlendis. Þetta er sú sækilega þróun sem aðrar þjóðir byggja tilveru sína á í þessum greinum. Danir, sem náð hafa langt í húsgagnaiðnaði, hafa sinnt hönnunarmálum í tugi ára, um leið og þeir hafa ræktað handverk sitt og getið sér gott orð fyrir hugkvæmni í hönnun og vöruvöndun, en ekki endilega lágt verð. Vil ég í þessu sambandi benda á aö Danir flytja inn mest allt sitt hráefni, gera úr því verðmæta vöru og þyggja útflutning sinn á því. Margir munu vera þeirr- ar skoðunar hér á landi að tilgangslaust sé fyrir okkur að hugsa til útflutnings hús- gagna, þar sem við séum hráefnislausir. Besta svarið við slíkum fullyrðingum er að benda á þróun dansks hús- gagnaiönaðar." — Hefur innganga íslands í EFTA haft slæm áhrif á hus- gagnaiönaöinn í landinu? „Afkoma fyrirtækja í hús- gagnaiðnaði hefur veriö æöi misjöfn á þessum áratug. EFTA aðildin skiþtir þar ekki sköpum, heldur hafa ýmsir aðrir áhrifaþættir haft jafn mikil og meiri áhrif. Vil ég þar sérstaklega nefna verðbólg- una, sem jafnt og þétt er að knésetja atvinnulífið í landinu og gengisskráninguna, sem óneitanlega hefur því miður oft veriö óraunhæf langtímum saman. Þessir tveir þættir hafa t.d. útilokaö aö innlendir framleiðendur hösluðu sér völl í útflutningi. EFTA aðildin hefur hins vegar haft mikil áhrif í húsgagnaiðnaðinum. Hún hefur hvatt til hagræöing- ar og endurskiþulagningar á framleiöslunni. Sérhæfing framleiðenda hefur aukist og vélakostur batnað. Framleiðslan hefur þannig orðið ódýrari og afköstin meiri, þótt við eigum enn nokkuð langt í land með að ná þeim afköstum sem tíðkast erlendis," sagði Hjalti Geir Kristjánsson að lokum. Hjalti Geir Kristjánason sýnir nýja gerð spónar sem notaóur er í verksmiöjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.