Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 Nýi Concordinn moö drifi á öllum hjólum og mun hærri og reisulegri en sá gamli, auk Þess að vera með 15 tommu dekk í stað 14 tommu. Gamli Concordinn til samanburöar. Það sést greinilega hve mun lægri hann er. Ngr Concord með drifi á öllum hjólum: „Sameinar hvað bezteigin- leika fólksbíls og jeppa” AMERICAN Motors bílaverk- smiðjurnar bandarísku hafa nú hafið smíöi á nýjum Concord, sem er með drifi á öllum hjólum auk bess að vera hærri en gamli bíllinn. — Aðspurður sagði Hall- dór Þórðarson sölustjóri hjá Agli Vilhjálmssyni hf. sem hefur um- boð fyrir bílana, aö Þegar væri búið að panta sýningarbíla, sem væntanlegir væru í næsta rfian- uöi. „Við höfum þegar fengið fjöl- margar pantanir og þaö er alveg augljóst aö margir finna þarna bíl viö sitt hæfi. Þaö má eiginlega segja að Concordinn sameini hvaö bezt eiginleika fólksbíls og jeppa," sagöi Halldór ennfremur. Hverjar eru helztu breytingar frá gamla bílnum, sem reyndar verður framleiddur áfram? — „Aðalbreytingin er auövitaö sú aö þessi bíll kemur með drifi á öllum hjólum, þaö er svokallaö sídrif, sem alltaf er í sambandi. Þá hefur bíllinn verið hækkaöur töluvert frá því sem áður var, auk þess sem hann er nú framleiddur á 15 tommu dekkjum í stað 14 tomma áður. Þá höfum við ákveðiö aö panta hann eingöngu í lúxusút- Bíiar Umsjón: Jóhannes Tómasson og Sighvat- ur Blöndahl gáfu, því þaö hefur sýnt sig að þaö borgar sig, sérstaklega þó fyrir viðskiptavininn þegar að endur- sölu kemur. Bíllinn er framleiddur einungis meö einni vélarstærö, er það svokölluö 258 CID vél, sem er sex strokka, 4,2 lítra, meö tveggja hólfa blöndungi, en hún hefur veriö í Concordinum, Wagoneer, Cherokee og Jeppanum undan- gengin ár, og þaö er óhætt aö fullyröa aö hún hefur reynst mjög vel. Þá verður bíllinn framleiddur „standard" með sjálfskiptingu, vökvastýri, aflbremsum svo eitt- hvaö sé nefnt. Nú eru mismunandi útgáfur af Concordbílnum til, verður ein- hver breyting par á? — Nei, hann veröur framleiddur áfram í Sedan útgáfu tveggja og fjögurra dyra svo og station og ég á von á því aö hann veröi nær einvörðungu keyptur í station útgáfunni, því aö þeir sem kaupa svona bíla vilja hafa þá rúmgóöa til ferðalaga.” Hvað með áhrif á sölu stóru jeppanna? — „Ég er sannfæröur um aö þaö mun draga nokkuð úr sölu á stóru jeppunum, því aö í hópi þeirra fjölmörgu sem kaupa þá eru menn sem myndu fá bíl, sem hentaöi þeim mun betur með því aö kaupa Concordinn. Þá veröur Concordinn töluvert ódýrari heldur en t.d. Wagoneer. Sam- kvæmt útreikningum sem geröir voru um síöustu mánaöamót um stationbíllinn kosta á götuna um 8 milljónir, en Wagoneerbílarnir myndu kosta tæplega 9,5 milljónir. Að síðustu, sígild spurning nú til dags, hvað eyðir hann miklu? — „Eg hef að vísu ekki neinar nákvæmar tölur yfir eyösluna, en ef tekiö er miö af eyðslu fólksbíls- ins sem hefur veriö á markaöi, eyðir hann að meöaltali 12—14 lítrum. Ég álít því aö eyösla þessa nýja fjórhjóladrifna bíls ætti aö vera í kringum 15 lítra á hundraö kílómetra, sagöi Halldór Þóröar- son aö síðustu. BMWM1 BMWístöðugri sókn BMW-bílaverksmiðjurnar vest- ur-þýzku eru í stöðugri sókn aö Því er kemur fram í skýrslu stjórnar fyrirtækisins fyrir sex fyrstu mánuði Þessa árs. Á fyrstu sex mánuöunum haföi framleiðsia fyrirtækisins aukist um 25% miöað viö sama tíma í fyrra. Á þessu ári hefur verksmiöjan komiö meö tvo nýja bíla á mark- aöinn í viöbót viö þá 13 sem voru í framleiöslu fyrir, þaö eru M1 bíllinn sem hefur veriö í hönnun í tvö ár og er hálfgeröur kappakst- ursbíll og kostar í samræmi viö þaö. Hinn bíllinn er BMW 735i, sem nýkominn er á markaö. Hann er aö mestu leyti eins og gamli 733i-bíllinn sem hefur veriö í framleiðslu síöastliöin tvö ár, nema hvaö komin er stærri vél í hann, 3,5 lítra sex strokka vél. Samkvæmt tölum verksmiöjunn- ar tekur þaö BMW 735i um 8 sekúndur aö komast í hundraö kílómetra hraöa, en þaö tekur 733i-bílinn um 8,6 sekúndur. Verö þessara bíla er svimandi hátt, enda hafa engir slíkir verið fluttir hingaö til lands, reyndar eru hér tveir bíiar í sama stærö- arflokki, þ.e. einn BMW 728 og einn BMW 730, sem eru með nokkuð minni vélum og íburöar- minni. Broslauf (Rodgersia) Sumar plöntur bera svo mikið svipmót suðrænna og fjarlægra landa að þær vekja jafn mikla undrun og aðdáun á hverju sumri þegar þær skarta sínu feg- ursta. Verður hér minnst á tvær slíkar sem verið hafa í ræktun í Lystigarði Ak- ureyrar um langt árabil. Þær teljast til BRONS- LAUFA en það er lítil ættkvísl — aðeins sex teg- undir. Þær eru langt að komn- ar eða alla leið frá Kína og Japan. En þar vaxa þær lega stór, 30—40 sm í þver mál eða enn meira. Þau eru venjulega samsett úr mörgum smáblöðum og eru oft brúnleit eða bronslituð, einkum framan af sumri. KASTANÍUBLÓM - Rodgersia aesculifolia — er önnur þeirra tegunda sem hér hafa verið reynd- ar. Blöð þess eru mjög bronslituð og blaðlögunin mjög lík og hjá HESTAKASTANIU Hún vex villt í Mið-Kína uppi í fjöllum í 2900 m hæð yfir sjó. Kastaníublóm — R. aesculifolia. hátt upp í fjöllum og verð- ur þá skiljanlegra að þær geti sætt sig við íslenska veðráttu. Þær þykja eftirsóknar- verðar í garða allsstaðar í Evrópu, enda laufprúðar svo af ber. Auk þess fá þær háa og fínlega blómskúfa með miklum fjölda lítilla hvítra eða bleikra blóma. Þær þrífast best í vel rakri og frjórri mold í hálf- skugga þar sem nokkurt Rodgersia podophylla. skjól er. Ættu þær því að vaxa betur sunnan lands en norðan ef þær þá þola umhleypinga vetrarins þar. En þær þola ekki að standa í mikilli bleytu til lengdar. Laufblöðin eru óvenju- Hin tegundin — Rodger- sia podophylla — hefur enn ekki hlotið íslenskt nafn. Hún er frá Japan og Blómskúfur af R. pinnata. fannst í leiðangri sem John Rodgers aðmíráll í ameríska flotanum stjórn- aði. Heitir ættkvíslin eftir honum. Síðarnefnda tegundin hefur öllu stærri blöð en hin, gróftennt framantil og verða þau fljótlega alveg græn að lit. Aðrar tegundir af Rodgersium eru einnig frá háfjöllum Kína og ættu að vera eins harðgerðar og þær sem hér hafa verið nefndar. Af þeim má nefna Rodgersia sambucifolia og Rodgersia pinnata. Hólmfríður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.