Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 Indland: Stj ómarandstaða herð- ir róðurinn gegn Singh Nýju Delhi, 24. ágúst. Reuter. Stjórnarandstöðuflokkarnir í Indlandi reyndu í kvöld að herða enn á þrýstingi sínum á hendur Reddy forseta landsins að láta Charan Sin»{h forsætisráðherra víkja í stað þess að láta hann gegna starfi þar til kosningarnar hafa farið fram í landinu í nóvember eða desember. Janataflokkurinn hvatti til verkfalla í Delhi í dag til að sýna samstöðu með þessari kröfu, en Hætti við flugrán Larnaca. hýpur. 24. á(fúst. AP. LIBYSKUR námsmaður. rúmlega tvítugur rændi í dag farþegaflugvél frá Libyu, en gafst síðan upp og gaf sig á vald lögreglu eftir að vélin hafði lent á Larnaca á Kýpur. Með vélinni voru 60 farþegar og níu manna áhöfn. Flugvallarstarfsmenn í Larnaca sögðu að vélinni hefði verið rænt yfir Benghazi í Libyu og í fyrstu var henni neitað um leyfi til að lenda á Kýpur er hún kom inn í gríska lofthelgi. Vélin hélt þá áfram í áttina til Líbanon og flaug svo yfir Sýrland. Vélin sneri þá aftur og Kýpurmenn ákváðu að leyfa henni að lenda, enda var þá eldsneyti orðið af skornum skammti. Þegar vélin var lent gafst ræninginn mótþróalaust upp og tóku öryggisverðir hann í sína vörzlu. Sjónarvottar segja að mað- urinn hafi verið óvopnaður þegar hann gekk frá borði, en hann hafði skotvopn í pússi sínu og hafði ógnað áhöfninni. fékk tiltölulega fáa til að taka þátt í því. Aftur á móti létu æstir andstæðingar Reddys reiði sína í ljós með því að brenna bústaö Reddys í Hyderbad. Congress- flokkur Indiru Gandhi hefur nú tekið undir kröfurnar um að Singh segi af sér. Tveir forystumenn flokksins, Stephen, talsmaður hans á þingi, og K. Tripathi, gengu á fund Reddys í dag og óskuðu eftir því að hann frestaði réttar- höldum yfir Indiru og sagði Stephen að forsetinn hefði viður- kennt að hann þyrfti sérstaklega að hafa auga með Singh og bráða- birgðastjórn hans fram að kosn- ingum. Stjórnarandstaðan segir að Singh muni nota aðstöðu sína sér og sínum til framdráttar í kosningunum. ERLENT Iranir leita á náðir Bandaríkjamanna Wa.shington. 24. áKÚst. AP. ÍRANIR hafa nú tekið upp við- ræður við Bandaríkjamenn um vopnasölusamning að upphæð 4—5 milljarðar dollar, sem und- irritaður var í tíð fyrri valdhafa í íran að sögn ónafngreinds em- bættismanns í varnarmálaráðu- neytinu bandaríska. þrátt fyrir óvináttu ríkjanna. Embættismaðurinn sagði enn- fremur að þegar hefði verið búið að afgreiða nokkurn hluta vopn- anna, en það sem eftir væri, væru aðallega varahlutir og minni vopn. Stjórn Khomeinis í íran hafði fyrr á þessu ári afturkallað pönt- ún á vopnum sem fyrri valdhafar höfðu gert að upphæð um 7 milljarðar dollar. I þeirri pöntun voru stór herskip og orrustuflug- vélar. Embættismaðurinn sagði ennfr- emur að þeir varahlutir sem írani vantaði tilfinnanlega væru í Boeing 747 flutningaflugvélar og F-4 herþotur. Richard Nixon og kona hans veifa til nærstaddra er þau ganga út úr íbúð sem þau hafa fest kaup á við Fimmtu götu í New York. Vonast þau til að geta flutzt þangað um áramót. Kveðst Nixon munu sinna þar skriftum, lestri bóka og dreymi þau hjón um að lifa þar kyrrlátu lífi og friðsælu. Mondale áleid tilKína Washington, 24. Ag. Reuter. VALTER Mondale, varaforseti Bandaríkjanna, hélt frá Banda- rikjunum í dag áleiðis til Kína og er honum ætlað að bæta samskipti Bandarfkjanna og Kína og hraða því að samkomu- lag náist milli landanna tveggja. Sambtíð landanna hefur ekki verið jafn þekkileg og æskilegt hefur verið talið síðan rfkin viðurkenndu loks formlega hvort annað í janúar- mánuði síðast liðnum. Eitt þeirra mála sem Mondale hefur hug á að ræða er flótta- mannavandamálið í Suðaustur- asíu og hvernig veita skuli hjálp stríðshrjáðri Kambódíu, en hungursneyð og hvers kyns óáran vofir þar nú yfir. Mondale mun einnigræða fyrirkomulag og framkvæmd samninga um samvinnu á sviði efnahagsmála, vísinda og menningar, en drög að þeim hafa verið gerð. Öruggt má telja að vikið verði einnig að SALT II samningnum en Kín- varjar hafa gagnrýnt hann harð- lega og segja hann stórvelda- blekkingu. Mondale mun hitta alla æðstu ráðamenn Kína að máli. Hann Verður í Kína fram til 1. september og fer þá til Hong Kong og á heimleiðinni mun hann tilla niður tá í Japan til stuttra viðræðna við Ohira forsætisráðherra Japans. Þrír tékkóslóvak- ískir andófsmenn teknir í Póllandi Varsjá 24. ágúst AP. PÓLSKA lögreglan hefur hand- tekið þrjá Tekkóslóvaka sem hugðust fara í hungurverkfall ásamt pólskum andófsmönnum til þess að láta f ljós stuðning við þá hina mörgu í Tékkóslóvakíu sem sitja í fangelsum og bíða féttarhalda vegna Charter 77. Talsmenn pólsku andófsmanna- samtakanna KOR sögðu að Tékk- óslóvakarnir þrír hefðu verið handteknir á leið frá Krakow í suðurhluta landsins til ótiltekins ákvörðunarstaðar þar sem hung- urverkfallið skyldi hefjast. Tveir Tékkóslóvakanna voru nafn- greindir. Ekki er ljóst hvort þeir verða reknir úr landi eða dregnir þar fyrir rétt. Tíu leiðtogar Charter 77 munu verða dregnir fyrir rétt þar á næstu vikum og hefur framkoma tékkóslóvakískra stjórnvalda vak- ið hina megnustu andúð vítt um lönd. Borges hylltur á áttrœðisafmœti igœr Buenos Aires, 24. ág. AP. „EG er enn furðu lifandi, en sjúkur samt,“ sagði Jose Luis Borges, hið heimsþekkta argen- tfnska skáld í viðtali við AP-fréttastofuna í tilefni áttræð- isafmælis sfns f dag, föstudag. Blöð víðs vegar hylltu Borges og framlag hans til bókmennta og víða var látin í Ijós undrun á því hversu Nóbelsnefndin í Stokk- hólmi hefur margsinnis gengið framhjá honum við úthlutun Nóbelsvcrðlauna. Borges hefur ritað Ijóð, smásögur og ritgerðir er þýddar hafa verið á flest menningartungumál. „Síðan ég var ungur drengur hef ég litið á Borges með ósvikinni aðdáun og hún hefur vaxið með hverju því sem hann hefur sent frá sér,“ sagði Ernesto Sabato, argen- tínskur höfundur, í grein sem hann skrifaði um Borges. „í augum kynslóðar minnar er hann meistari stíls og máls. Á þessu afmælisári hans ættu Nóbelsverðlaunin að falla honum í skaut þótt seint sé.“ Borges sagði nýlega í viðtali að hann væri farinn að hallast að því að það væri skandinavisk hefð að láta sjg ekki fá Nóbelsverðlaunin. Borges var einkar hógvær og bætti við: „Hvernig væri hægt að láta mig fá þau verðlaun sem Kipling fékk, Bernhard Shaw og Russel?" Borges hóf rithöfundarferil sinn níu ára gamall þegar hann þýddi á spönsku „The Happy Prince" Oscars Wilde. Síðan hefur hann ritáð fjölmargar smásögur og rit- gerðir eins og áður segir og hlotið alheimslof fyrir. Byrja hórdóm aðeins 12ára Gení. Sviss. 24. áfcúst. AP. UM það bil 50 þúsund unglingsstúlkur hafa á undangengnum árum verið neyddar til þess að starfa í vændishúsum í nokkrum bæjum og borg- um norð-austurhluta Brasilíu að því er haft eftir talsmanni ILO. Al- þjóðlegu verkalýðsmála- stofnunarinnar. Enn- fremur var haft eftir tals- manninum að stúlkurnar væru margar hverjar að- eins tólf ára gamlar. Stúlkurnar hefja yfir- leitt störf tólf ára gamlar og eru að fram til tvítugs, en þá eru þær taldar vera 'orðnar of gamlar. Stúlk- unum er gert að kaupa sér verndara fyrir 2,22 doll- ara á dag en fá sjálfar aðeins 37 cent fyrir hvern „viðskiptavin", að sögn talsmannsins. Veður víða um heim Akureyri 11 skýjaó Amsterdam 19 skýjað Apena 33 bjart Barcelona vantar Berlín 20 skýjað Brussel 24 bjart Chicago 27 bjart Denpasar vantar Feneyjar 20 rigning Frankfurt 19 rigning Genf 18 akýjað Helainkí 18 skýjað Hong Kong 31 akýjað Ibiza 26 skýjað Jerúsalem 31 bjart Jóhannesarb. 18 akýjað Kaupmannahöfn 19 skýjað Lissabon 26 bjart Laa Palmaa 24 skýjað London 17 skýjað Loa Angeles 31 bjart Madrid 33 bjart Majorka vantar Malaga vantar Miami 30 bjart Montreal 27 bjart Moakva 23 bjart Nýja Delhi 35 skýjað New York 28 skýjað Osló 16 skýjað Paría 20 bjart Rio de Janeiro 27 skýjað Rómaborg 25 bjart San Franciaco 20 bjart Reykjavík 11 alskýjað Stokkhólmur 19 bjart Teheran 34 bjart Tel Aviv 30 bjart Tókíó 31 skýjað Toronto 24 rigning Vancouver 22 bjart Vínarborg 23 skýjað Bretum fækkar London. 24. ágúst. AP. FJÖLDI íbúa í Bretlandi og á Norður-írlandi á miðju ári 1978 var 55.836.000 samkvæmt nýbirt- um mannfjöldaskýrslum stjórn- valda. Hafði Bretum þá fækkað um 17.000 frá árinu áður. Tvær ástæður eru tilgreindar, fækkun fæðinga og aukinn land- flótti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.