Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 fHttgtiiiÞIfifófe Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakiö. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla Til hvers sitja þeir? Aþessum áratug hefur enginn stjórnmálamaöur náð jafn miklum árangri í baráttu gegn verðbólgunni og Geir Hallgrimsson. í forsætisráðherratíð hans tókst á fyrstu þremur árunum að lækka verðbólguna úr 54%, þegar hann tók við embætti af Ólafi Jóhannessyni haustið 1974 í 26% vorið og sumarið 1977. Þegar þessi árangur lá fyrir tóku Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag höndum saman um að eyðileggja hann og beittu verkalýðshreyfingunni ósj)art fyrir sig. Þeir nutu til þess dyggilegs stuðnings Olafs Jóhannessonar, sem gaf afdrifaríka yfirlýsingu um kjara- mál vorið 1977, sem varð til þess, að verkalýðssamtökin stóðu enn fastar á kröfum sínum en þau ella hefðu gert. Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og verkalýðshreyfingunni tókst á einu ári að eyðileggja þann árangur, sem Geir Hallgrímsson hafði náð á þremur árum í verðbólgubarátt- unni. Þeim tókst líka að koma í veg fyrir, að viðnámsað- gerðir hans veturinn 1978 bæru árangur. Að þessu verki loknu mynduðu þessir flokkar ríkisstjórn ásamt Framsókn- arflokknum fyrir einu ári. Þessi ríkisstjórn hafði eitt markmið: að ráða bug á verðbólgunni. Einu ári síðar er staðan þessi: Verðbólgan hefur aldrei verið meiri. Á síðustu þremur mánuðum jafngildir hún 66% á ári. Frá upphafi til loka þessa árs er talið að hún verði 50—55%. Hún hefur aldrei verið meiri frá ársbyrjun til ársloka. Slíkur er árangurinn. Við öðru er ekki að búast. Núverandi stjórnarflokkar koma sér ekki saman um neitt. Nú rífast þeir um vaxtastefnuna. Þjóðviljinn segir, að Alþýðubandalagið sé andvígt vaxtastefnunni, sem Svavar Gestsson hefur samþykkt fyrirvaralaust í ríkisstjórninni. Alþýðuflokkur- inn vildi enn meiri vaxtahækkun. Ríkissjóður stefnir í milljarða halla á þessu ári. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram tillögur um nýjar skattahækkanir til þess að koma í veg fyrir þann halla. Samkomulag hefur ekki tekizt enn í ríkisstjórninni um þá skattahækkun. Málgagn Framsóknarflokksins hefur vikum saman boðað stífingu á vísitölutengingu launa. Alþýðubandalagið má ekki heyra á það minnzt. Einu gildir á hvaða svið efnahags- og atvinnumála drepið er — stjórnarflokkarnir hafa svo mismunandi skoðanir að þeir koma sér ekki saman. Niðurstaðan er að sjálfsögðu sú, sem við má búast þegar engin samstaða er í ríkisstjórn. Ólafi Jóhannessyni ætlar að takast að slá eigið verðbólgumet. Hann yfirgaf stjórnvölinn þegar verðbólgan var komin í 54% og eftir að hafa stýrt þjóðarskútunni í eitt ár er hann kominn vel á veg með að slá það met. Gjaldþrot verðbólgustefnu vinstri stjórnarinnar liggur fyrir. Sundrung þeirra er öllum ljós. Þeir hafa ekki náð því markmiði, sem þeir stefndu að. Þá vaknar þessi spurning: hvers vegna sitja þeir? Til hvers sitja menn í ríkisstjórn, sem koma sér ekki saman? Til hvers sitja menn sem fastast, sem augljóslega hefur mistekizt að ná því marki, sem þeir settu sér og ná því ekki úr þessu? Til hvers? Kannski er það markmið Olafs Jóhannessonar að verða eins konar verðbólgukóngur á íslandi, maðurinn, sem slær hvert verðbólgumetið á fætur öðru. Það er auðvitað alveg ljóst, að þegar þessum metnaði Ólafs Jóhannessonar hefur verið fullnægt hlýtur þjóðin að| snúa sér á ný til Geirs Hallgrímssonar, sem forystumanns íl stjórnmálum, sem hefur náð meiri árangri en nokkur annar á þessum áratug í baráttu gegn verðbólgunni. Það verkefni verður hins vegar þeim mun erfiðara fyrir Geir Hallgríms- son og Sjálfstæðisflokkinn, sem Ólafur Jóhannesson situr lengur og lætur reka á reiðanum meðan hann og aðrir ráðherrar ríkisstjórnar hans rífast innbyrðis um allt milli himins og jarðar og verðbólgan magnast. „Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar héldu Alþýðubandalagsmenn því fram. að viljinn einn réði því, hversu mikla þjónustu S.V.R. veitti borgarbúum. Fargjöldin skiptu þar litlu máli. Nú álykta þeir í borgarráði. að synjun á fargjaldahækkun muni valda samdrætti f rekstri S.V.R.“ BirgirísL Gunnarsson: Nú skipta far- gjöld S VR máli Þegar Alþýðubandalaginu þótti liggja mikið við á síðasta kjörtímabili og hátt þurfti að_ reiða til höggs gegn okkur Sjálf- stæðismönnum í borgarstjórn, þá voru málefni Strætisvagna Reykjavíkur gjarnan notuð. „Sjálfstæðismenn hugsa ekki um annað en að hækka fargjöldin og minnka þjónústuna". Setning eins og þessi er dæmigerð fyrir áróðurinn á síðasta kjörtímabili. Miklu átti að breyta Ástandið átti aideilis eftir að verða öðruvísi, ef Alþýðubanda- lagið fengi einhverju ráðið. „Við þurfum mun tíðari ferðir, stór og góð upphituð biðskýli, enginn á að þurfa að eiga lengri leið frá heimili sínu á næstu stoppistöð en 5 mínútur". Þetta var boð- skapur eins af frambjóðendum Alþýðubandalagsins fyrir síð- ustu kosningar og eftir kosning- ar komst þessi frambjóðandi í þá aðstöðu að verða formaður stjórnar S.V.R. og á því auðveld- ara með en aðrir að koma þess- um hugsjónum sínum í fram- kvæmd. Þegar öll stóru orð Alþýðu- bandalagsins um að ekkert sam- band væri milli fargjalda og þjónustu — viljinn réði þjónust- unni —, eru höfð í huga, kom það þægilega á óvart, að Adda Bára ásamt öðrum vinstri mönnum í borgarráði skyldi flytja þar til- lögu um hið gagnstæða á dögun- um. Minnkun þjónustu Borgarstjórn hefur um nokk- urt skeið óskað eftir hækkun á fargjöldum Strætisvagnanna. Ríkisstjórnin sagði þvert nei. Þá flutti Adda Bára tillögu, þar sem segir m.a.: „Fáist ekki eðlileg hækkun á fargjöldum strætis- vagna til samræmis við aðrar hækkanir, hlýtur það óhjá- kvæmilega að valda samdrætti í rekstri þessa nauðsynlega þjón- ustufyrirtækis". Á síðasta kjör- tímabili hefði svona ályktun þótt hinn megnasti íhaldsáróður. I Óskynsamleg ráðstöfun Annars var það mjög óskyn- samleg ráðstöfun hjá ríkis- stjórninni að neita S.V.R. um hækkun. Framlag borgarsjóðs af skatttekjum borgarbúa til rekst- urs og stofnkostnaðar S.V.R. fer yfir einn milljarð á þessu ári. Gefur auga leið, að því hljóta að vera takmörk sett, hversu mikið fjármagn borgarsjóður getur látið renna til fyrirtækis eins og S.V.R. Auðvitað hljóta far- gjaldatekjur fyrirtækisins að ráða miklu um það, hversu góða þjónustu er unnt að veita. Heiðarlegur leikur? Við Sjálfstæðismenn gerðum okkur fulla grein fyrir þessu meðan við réðum ferðinni. Við erum enn sömu skoðunar. Því studdum við tillögurnar um hækkuð fargjöld og samþykkt- um ályktunina í borgarráði á dögunum, þar sem mótmælt var sjnjun ríkisstjórnarinnar. Oneitanlega gleður það hjarta okkar að Alþýðubandalagsfólkið skuli nú komið á sömu skoðun og við. Um hitt má hinsvegar deila, hvort allt orðagjálfrið fyrir kosningar hafi verið fullkomlega heiðarlegur leikur af hálfu Al- þyðubandalagsins. Það verða borgarbúar að meta. Slappleiki í stjórnun Hitt er svo annað mál, að meðferð vinstri manna í borgar- stjórn og ríkisstjórn á þessu máli, er dæmigerð um þann slappleika, sem einkennir alla meðferð mála. Auðvitað áttu vinstri mennirnir í borgarstjórn að fylgja þessu máli fast eftir og sannfæra félaga sína í ríkis- stjórninni um nauðsyn þess fyrir borgarsjóð og Strætisvagnana, að eðlileg hækkun fengist. Það vanræktu þeir og því fór sem fór. Ríkisstjórnin virðist því enn á sömu skoðun og Alþýðubanda- lagið fyrir kosningar. Að far- gjöldin skipti engu máli og vilj- inn einn ráði þjónustunni. Garðyrkjusýningunni lýkur á morgun: Mikið um aö vera síðustu 2 dagana GARÐYRKJUSÝNINGIN í Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum við Hveragerði hefur nú staðið yfir síðan á laugardag, en sýningin var opnuð með nemendamóti og boðs- gestum, um 600 manns. Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningunni, sem lýkur annað kvöld, sunnudag. Sýningin er opin frá 10 til 22, en hætt er að selja inn kiukkan 21. Auk starfsfólks Garðyrkjuskólans verða um helgina leiðbeinendur frá Félagi garðplöntuframleiðenda og Skógrækt ríkisins. Dahlíuklúbbur ís- lands setur upp sýningu á afskornum dahlíum í anddyri nýja skólahússins og stendur hún laugardag og sunnu- dag. Bæði í dag og á laugardag verða sýnikennsla í blómaskreytingum kl. 18 og kl. 20. Klukkan 19 leikur blásaratríó, skipað þeim Hafsteini Guðmundssyni, fagot, Jóni Aðalsteini Þorgeirssyni og Sigurði I. Snorrasyni, sem leika á klarinett, Divertimento eftir Mozart og kukkan 21.15 syngur Guðmundur Guðjónsson lög eftir Sig- fús Halldórsson við undirleik höfund- ar. . Ennfremur er blóma- og grænmet- ismarkaður, kaffiveitingar eru bæði í nýja skólahúsinu og í Fífilbrekku, græn velta og sölubúð nemenda. Hestaleiga verður starfrækt um helg- ina, en hún hefur verið mjög vinsæl hjá börnunum. Á tæknisýningunni eru fjölmargar nýjungar varðandi vélar og verkfæri, sem notuð eru í garðyrkju. í tiiefni barnaársins er ókeypis aðgangur fyrir börn yngri en 12 ára. Sýningarsvæðið er um 100 þúsund fermetrar og þar af um 6 þúsund fermetrar undir gleri. Sérstaka at- hygli hefur vakið hve fólk gengur vel um og margir hafa leitað sér fróðleiks hjá starfsmönnum skólans. Þátt í þessari sýningu taka á einn eða annan hátt öll félagssamtök og söl- ustofnanir garðyrkjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.