Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 23 ,JjmgardalshöUin orðin oftítil fyrir sýningar afþessu tngi” - sagðiBjarni Olafsson framkvœmdastjóriAlþjóðlegu vörusýningarinnar við opnunina ígœr „ALÞJÓÐLEGA vtirusýningin 1979 er hafin.“ Með þessum orðum Svavars Gestssonar viðskiptaráðherra var Alþjóðlega vörusýningin 1979 í Laugardalshtillinni opnuð í gær að viðstöddum f jtilda gesta. Við opnunina tóku til máls, auk Svavars Gestssonar, Bjarni ólafsson framkvæmda- stjóri sýningarinnar og Bjtirgvin Guðmundsson varaforseti borgarstjórnar. Sagði Bjarni meðal annars að undanfarin ár hefði eftirspurn einstakra fyrirtækja eftir að fá að taka þátt í sýningum Kaupstefnunnar, aukist mjög, þannig að í dag rúmaði Laugardalshöllin ekki sýningar af þessu tagi. Þess vegna hefði verið ráðist í þá framkvæmd að reisa 1000 fermetra bráðabirgðahúsnæði vestan Laugardalshallarinnar. Farið hefði verið fram á, að fá að reisa 1200 fermetra skála, sem standa mætti í nokkur ár og hægt væri að nýta til íþróttaiðkana þann tíma, sem ekki væru þar vörusýningar og í því skyni leitað eftir samkomulagi borgaryfirvalda, en sú hugmynd hefði ekki náð fram að ganga. Sagði Bjarni ennfremur að opnun alþjóðlegu vörusýningarinnar 1979 væri lokapunktur á tveggja ára vinnu, þar sem á milli tvö og þrjú þúsund manns hefðu lagt hönd á plóginn. Að loknum ávörpum, var tískusýning á hinum nýja tískusýninga- og skemmtipalli, sem byggður var út yfir sýningardeildir í aðalsal, þannig að allt svæðið á áhorfendapölium nýtist fyrir sýningargesti. Tískusýningin er sett upp í samvinnu við þrettán fataframleiðendur innan Félags íslenskra iðnrekenda, en félagar úr Karon samtökunum sýna. Bjarni ólafsson framkvæmda- stjóri sýningarinnar. Ljósm.: Kristinn. Svavar Gestsson vidskiptaráð- herra opnaði Alþjóðlegu vöru- sýninguna 1979. Meðal gesta við opnunina voru forsetahjónin. Dæmigert fyrir vinstra samstarfið í borgarráði? EINS og kunnugt er hefur marg- sinnis verið frcstað að taka endan- lega ákvörðun um ráðningu fram- kvæmdastjóra Æskulýðsráðs, en á fundi borgarráðs í gær var loks gengið frá ráðningu ðmars Einars- sonar til starfans. Á dagskrá var eftirfarandi samhljóða samþykkt /Eskulýðsráðs 21. ágúst, þ.e. síðast- liðinn þriðjudag: Æskulýðsráð mótmælir harðlega þeim drætti, sem orðið hefur á ákvörðun borgarráðs um að ráða í stöðu framkvæmdastjóra ráðsins. Jafnframt krefst æskulýðsráð þess að málið verði afgreitt á næsta fundi borgarráðs, þ.e. á föstudag n.k. Vill æskulýðsráð í þessu sambandi minna á óþolandi seinagang borgar- ráðs á afgreiðslu samþykktar Æsku- lýðsráðs Reykjavtkur varðandi Tónabæ, en afgreiðsla borgarráðs á því máli, hefur nú staðið í tæpt ár og er ólokið enn. Um þessa samþykkt urðu miklar umræður á borgarráðsfundi, sem hófst klukkan 12 á hádegi í gær- morgun. Á fundinum var málinu frestað þar til síðast á dagskránni. Að talsverðum umræðum loknum ákvað formaður borgarráðs, Björg- vin Guðmundsson, að gera fundar- hlé, sem stóð í hálfa klukkustund, til þess að ráðgast við Sjöfn Sigur- björnsdóttur, formann Æskulýðs- ráðs, og freista þess að hún félli frá kröfu Æskulýðsráðs um afgreiðslu málsins á þessum fundi borgarráðs. Um tíma leit út fyrir að Sjöfn myndi verða við þessari beiðni Björgvins. Kynnti* þá Magnús L. Sveinsson eftirfarandi bókun: „Ég tek undir beiðni Æskulýðs- ráðs á fundi þess þann 21. þessa mánaðar þar sem mótmælt er harð- lega þeim drætti, sem orðið hefur á ákvörðun borgarráðs um að ráða í stöðu framkvæmdastjóra ráðsins og þar sem þess er jafnframt krafizt, að málið verði afgreitt á fundi borgar- ráðs í dag. Ég greiði því atkvæði með afgreiðslu þess nú. Ég harma að formaður Æskulýðs- ráðs skuli hafa fallið frá þessari samþykkt Æskulýðsráðs með því að samþykkja enn frestun á afgreiðslu málsins á fundi borgarráðs í dag.“ Þegar Magnús hafði boðað, að hann myndi flytja þessa bókun ákvað Sjöfn að halda sig við sam- þykkt Æskulýðsráðs og greiða at- kvæði með afgreiðslu á þessum fundi. Þegar hér var komið sögu frestaði formaður, Björgvin Guðmundsson, fundi til kukkan 22. Þegar sá fundur hófst lagði formaður fram eftirfar- andi tillögu: „Kristján Benediktsson borgar- ráðsmaður hefur óskað eftir því að afgreiðslu á ráðningu framkvæmda- stjóra Æskulýðsráðs verði frestað, þar til hann kemur úr sumarleyfi eftir viku. Ég tel þetta eðlilega ósk frá aðalmanni í borgarráði. Eg legg því til, að afgreiðslu málsins verði frestað þar til um næstu mánaða- mót, er Kristján Benediktsson tekur sæti í borgarráði á ný.“ Sjöfn Sigurbjörnsdóttir flutti þá þegar eftirfarandi tillögu: „Ég geri það að tillögu minni, að að lokinni atkvæðagreiðslu um frest- unartillögu Björgvins Guðmunds- sonar, verði ekki fleiri frestunartil- lögur, sem fram kunna að koma, teknar á dagskrá, en atkvæði greidd, þegar í stað, um samþykkt Æsku- lýðsráðs Reykjvíkur, varðandi ráðn- ingu Ómars Einarssonar í stöðu framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Að öðru leyti vísa ég til bókunar minnar varðandi þetta mál.“ Albert Guðmundsson gerði svo- hljóðandi grein fyrir afstöðu sinni: „Þar sem formaður borgarráðs upp- lýsti á þessum fundi, áður en fundi var frestað fyrr í dag, að borgarfull- trúi Kristján Benediktsson hefði lýst sig tilbúinn til að afgreiða þetta mál á síðasta fundi, en þá kom fram I ómar Einarsson var ráðinn framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs eftir mikið ósamlyndi og illdeilur fulltrúa meirihlutans f Borgar- ráði. frekari frestunarbeiðni frá borgar- fulltrúa Björgvini Guðmundssyni, sem nú er hér viðstaddur, se ég því ekki ástæðu til frekari frestana og mun því greiða atkvæði gegn frekari frestun á afgreiðslu þessa más og styðja framkomna tillögu frá borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, í borgar- ráði um málsmeðferð." Magnús L. Sveinsson tók þessu næst til máls og bókaði eftirfarandi: „Ég tek undir beiðni Æskulýðsráðs á fundi þess 21. þ.m. þar sem mótmælt er harðlega þeim drætti, sem orðið hefur á ákvörðun borgarráðs um að ráða í stöðu framkvæmdastjóra ráðsins, og þar sem' þess er jafn- framt krafist að málið verði afgreitt á fundi borgarráðs í dag. Ég greiði því atkvæði með af- greiðslu þess nú.“ Við atkvæðagreiðslu um frestun afgreiðslu bókaði Sjöfn eftirfarandi: Ég harma þann drátt, sem orðið hefur á því, að borgarráð samþykki ráðningu Ómars Einarssonar í stöðu framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs Reykjavíkur og átel harðlega þau vinnubrögð, að fresta málinu aftur og aftur án þess að tilgreindar séu ástæður og, að því er virðist, gjör- samlega að tilefnislausu. Ómar Éin- arsson nýtur því sem næst einróma fylgis Æskulýðsráðs, en hann hlaut fimm atkvæði fulltrúa þriggja stjórnmálaflokka, þ.e. Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks, en aðeins einn ráðsmanna greiddi öðrum atkvæði sitt.“ Að þessum umræðum loknum fór fram atkvæðagreiðsla um tillögu Æskulýðsráðs um ráðningu Ómars Einarssonar, Atkvæði féllu þannig að Albert Guðmundsson, Magnús L. Sveinsson og Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ir greiddu tillögunni atkvæði sitt, en Adda Bára og Björgvin Guðmunds- son satu hjá. Að atkvæðagreiðslu lokinni óskaði Adda Bára Sigfúsdóttir að bóka eftirfarandi: Ég tel mjög óeðlilegt að knúin sé fram afgreiðsla á máli þessu að borgarráðsmanni framsóknarmanna fjarstöddum. Upplýst er að Kristján Benediktsson féllst á að fresta mál- inu á síðasta fundi borgarráðs eftir að aðrir viðstaddir meirihlutafull- trúar höfðu fyrir þann fund heitið honum að afgreiða málið ekki í fjarveru hans. Við slík f.vrirheit ber að standa. Ég tek því ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Gerði þá Albert Guðmundsson svohljóðandi athugasemd við bókun Öddu Báru, þar sem Albert Guð- mundssyni fannst óvægilega að Sjöfn Sigurbjörnsdóttur vegið: Albert Guðmundsson óskar fært til bókunar þá athugasemd við bókun borgarfulitrúa Alþýðubanda- lagsins, að Kristján Benediktsson er fulltrúi meirihlutans í borgarráði, en ekki sérstaklega Framsóknar- flokksins og á þessum borgarráðs- fundi er varamaður meirihlutans í borgarráði viðstaddur með nákvæm- lega sama rétti og skyldum og aðrir réttkjörnir borgarráðsmenn og þótt hann komi ekki úr röðum framsókn- armanna, er hann jafngildur fulltrúi meirihluta borgarstjórnar. Er hér var komið sögu lagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir fram eftirfavandi bókun: „Ég harma þá afstöðu Bjövgvins Guðmundssonar og Öddu Báru Sig- fúsdóttur að sitja hjá við afgreiðslu þessa máls, þar sem bæði fulltrúi Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í Æskulýðsráði Reykjavíkur greiddu Ómari Einarssyni atkvæði sitt. Bæði Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag lögðu á það mikla áherzlu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra að flytja hina raunverulegu ákvarð- anatöku út í lýðræðislega kjörin ráð og nefndir borgarinnar. Er svo að sjá að Björgvin Guð- mundsson og Adda Bára Sigfúsdótt- ir séu fljót að gleyma kosningalof- orðunum og kjósi heldur að afgreiða mál „með gamla laginu“.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.