Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 32
„BACK TO THE EGG“ Wings (Parlophone/ Fálkinn) 1979 Stjörnugjöf: ★★★★★ Flytjendur: Paul McCartney: Bassagítar, gít- ar, píanó og söngur / Linda McCartney: Hljómborð og söng- ur / Denny Laine: Gítar, bassa- gítar og söngur / Laurence Juben Gítar / Steve Holly: Trommur / auk Dave Gilmour: Gítar / Hank Marvin : Gítar / Pete Townshend: Gítar / John Bonham: Trommur / Kenny Jon- es: Trommur / Johne Paul Jones: Bassagítar og píanó / Ronnie Lane: Bassagítar / Bruce Thom- as: Bassagítar / Gary Brooken Píanó / Tony Ashton: Hljómborð / Speedy Acquaye: Slagverk / Tony Carr: Slagverk / Ray Cooper: Slagverk / Morris Pert: Slagverk / Howie Casey: Saxó- fónn / Tony Dorsey: Básúna / Steve Howard: Trompet / Tha- ddeus Richard: Saxófónn. STJÓRN UPPTÖKU: PAUL McCARTNEY OG CHRIS THOMAS „Bach To The Egg“ er mjög hress og góð rokk plata frá McCartney. McCartney hefur verið nokkuð mistækur á breiðskífunum frá því að Beatles hættu, en hann hefur alltaf gefið okkur ánægjustundir á góðum plötum annað slagið og má t.d. nefna „Ram“, „Wild Life“, „Band on the Run“ og nú „Back To The Egg“ þó þessar plötur séu engan veginn líkar. Nýja Wings með Laurence Juber á gítar og Steve Holly á trommum virðist góð í rokkinu, en á plötunni er megin hlutinn af lögunum hress rokklög eins og „Getting Closer" sem er McCartney í toppformi, „Spin It On“, „Old Siam Sir“, „Rockestra Theme“, sem er ieikið með hjálp „nafna“ í bransanum, og „So Glad to See You Here“ sem einnig er McCartney lag í topp- formi. „Arrow Through Me“ er frem- ur leiðigjarnt, líklega gert fyrir Kanann, en „To You“, „Baby’s Request“, „Winter Rose /Love Awake“ og „After The Ball /Million Miles“ eru allt faliegar McCartney melódíur. McCartney er hér með sína bestu plötu síðan „Band On The Run“ kom út og er hún fullgild í hvaða plötusafn sem er. HIA 3 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGtJST 1979 sLagBRaööaR THE LONG RUN heitir nýja platan frá Eagles Loksins eru komnar ákveðnar fréttir af nýju Eagles plötunni. Eins og kunnugt er hefur það tekið þá félagana þrjú ár að vinna að þessari plötu sem verð- ur einfalt albúm og heitir „The Long Run“ eftir einu laganna á piötunni. sem er talið líklegast til að gera það gott á Iftilli plötu. Platan verður gefin út þann 15. skömmu síðar í Bretlandi, og er á Asylum merkinu. Meðal laga á plötunni eru „Teenage Jail“, „The Disco Strangler", „The Greeks Con’t Want No Freaks", „Hartache To- night“ sem Glenn Frey og Don Henley sömdu ásamt J.D. Souther og Bob Seger, „In The City“ eftir Joe Walsh og „I Can’t Tell You Why“ sem Timothy B. Schmidt syngur. Textarnir eiga víst að viðhalda hinum þurra húmor eyðimerkur- sonanna, sem fara í Japanstúr í september. Þess má geta að næsta plata á eftir þessari verður tvöföld hljómleikaplata, og ólíklegt er að biðin eftir henni verði jafn löng. „GET THE KNACK“ Knack (Capitol/ Fálkinn) 1979 Stjörnugjöf: ★★★ Flytjendur: Doug Fieger: Gítar og söngur / Berton Averre: Gítar og söngur / Bruce Gary: Trommur / Prescott Niles: Bassagítar. STJÓRN UPTÖKU: MIKE CHAPMAN. Knack er svar Bandaríkjamanna við nýbylgju- rokkinu í Bretlandi. Knack byggja sína tónlist fyrst og fremst á tónlist Who, sem eru reyndar í fullu fjöri ennþá og framleiða sína músik í nægu magni. KNACK eiga annars full- an rétt á sér, í tónlist þeirra er reyndar einungis að finna gaml- ar hugmyndir frá bernskudögum „beatsins", þeir eru í flestum tilfellum líkari bandarískum eftirlíkingum af breskum hljóm- sveitum heldur en þeim upp- runalegu. Platan var unnin á mettíma, líkt og allar íslenskar plötur eru til dæmis og er viss sigur gegn piötum sem eru í 3—4 ár í vinnslu og var með ódýrari plötum. Uptökustjórinn var enginn annar en Mike Chapman sem er þekktari fyrir „verk“ sín með Sveet, Smokie, Suzi Quatro og fleirum ágætum og er heimingur hins fræga Chinnichap. í líflegri lögunum ná þeir nálægt Who og Police í töktum og ákefð, og rólegu lögin eru all sæmileg t.d. „Oh Tara„ og „Maybe Tonight„“ og „Lucinda". í stuðlögunum „Let Me Out“, „My Sharona", „Your Name or Your Number", Buddy Holly laginu „Heartbeat" og sérstaklega í „Good Girls E)on‘t og „That's What he Little Girls Do“ sýna þeir fram á ágæti sitt. En þrátt fyrir það að „Get the Knack“ sé í fyrsta sæti í Banda- ríkjunum í dag, virkar platan ekki meira en efnileg og ætti næsta plata að gefa betri mynd af hljómsveitinni. HIA ZAPPA gerir loksins rokkóperu Frank Zappa er ekki vanur að láta bíöa lengi eftir plötu frá sér. í september á að koma út nýtt Þriggja platna albúm, „Joe's Garage“ sem verður í formi rokk- óperu. Fjallar óperan um árásir stjórn- valda á rokktónlist. Zappa segir að plöturnar verði pó pess eðlis að hægt veröi að hlæja aö efninu og auk bess finna taktinn. Meðal peirra tuttugu laga sem eru á plötunni má nefna títillagiö, „Joe‘s Garage", „Catholic Girls", „Why Does It Hurt When I Pee?“, „Keep It Greasy So It Goes Down Easy„, „Pack A Goose“ og „Watermelon in Easter Hay“. Ike Willis, gítarleikari og söngvari í hljómsveit Zappa fer með hlutverk Joe's, en Zappa sjálfur leikur siöapostula stjórnar- innar. Aðrir sem leika á plötunni eru Warren Cucurullo, gítar, Peter Wolf, hljómborð, Vinne Colaiuta, trommur, Arthur Barrow, bassa- gítar, EdMann, slagverk, Danny Walley, gítar, og Craig Stewart, munnharpa. HIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.