Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 37 félk í fréttum Krabbamein varð þeim að fjörtjóni Auglýsingaplakat myndarinnar — myndataka hennar hefur kostað að því er virðist mörg mannslíf. - eftir myndatökur íUtah,þarsem k j arn orkuspreng j - ur voru sprengdar + John Wayne lést fyrir skömmu af krabbameini eftir langa og stranga baráttu gegn sjúkdómin- um. Stóri maðurinn varð að láta í minni pokann í fyrsta sinn á ævi sinni — en dauði hans hefur kom- ið af stað getsögnum um, hvar og hvernig John Wayne hafi sýkst af þess- um voðalega sjúkdómi. Augu manna hafa beinst að Utah. Sumarið 1954 vann John Wayne að töku myndarinnar „Sigurveg- arinn". Einmitt á þessu svæði hafði þann 19. maí árið áður orðið versta kjarnorkuslys í sögu Bandaríkjanna. Þegar kjarnorkusprengjan var sprengd þann 19. maí 1953, ofanjarðar, breytti skyndilega um vindátt. Mikið geislavirkt úrfelli féll yfir svæðið þar sem myndatakan fór fram — í St. George í Utah. Svo mikið var úrfellið á svæð- inu að það var meira en féll á Nagasaki og Hiros- hima. Wayne ásamt félög- um sínum fór grandalaus til myndatökunnar í St. George og unnu þau þar um sumarið. Síðan voru tekin mörg tonn af hinum rauða jarðvegi svæðisins — mettuðu geislavirku úrfelli, og flutt til Holly- wood. Tala þeirra sem unnu við myndina og hafa látist er sláandi há John Wayne lést í sumar. Susan Hay- ward, sem fór með stærsta kvenhlutverkið dó 1974, leikstjórinn Dick Powell lést af krabba- meini 1963. Agnes Moore- head lést úr krabbameini 1974. Bedro Armendariz, sem fór með eitt stærsta auka- hlutverkið framdi sjálfs- morð 1973 — kona hans sagði að hann hefði um árabil barist við krabba- mein. Harold Lewis, sem var Dick Powell til að- stoðar, lést af hjartaslagi — en áður hafði annað lunga hans verið fjarlægt — vegna krabba. Það þykir meira en til- viljun hversu mikið krabbameinið hefur kom- ið við sögu — og þessar uppljóstranir koma ein- mitt á sama tíma og hinir 700 íbúar St. George í Utah hafa farið í mál við alríkisstjórnina vegna geislavirks úrfellis, er féll á bæ þeirra á árunum 1951—62. Krabbamein hefur mjög hrjáð íbúa þessa bæjar eftir tilraunir hersins. Kona ein í bæn- um komst að því að 30 manns af nágrönnum hennar voru annað hvort með krabbamein eða höfðu látist af krabba- meini. Rannsóknir hafa sýnt fjölgun tilfella af hvítblæði, krabbameins í skjaldkirtli og fæðinga- galla barna. John Wayne og Dick Powell á meðan töku myndarinnar stóð. John Wayne og Susan Hay- ward, hvorugt vissi nokkuð um hættuna af hinum geislavirka úrgangi. Flugfreyjubúningarnir eru mjög nýstárlegir, eins og sjá má á þessari mynd, en ef til vill mætti hugsa sér að svona verði flugfreyjur klæddar árið 2000. i.fcm. Kmiiía Flugleikur: / Ahor féndum gefinn kostur á að sjá flug- /» x / \ i • / • ferð í oðru ljosi en þeir eru vanir f SAMBANDI við Alþjóðlegu vörusýninguna 1979 hefur verið reist kúluhús austan Laugar- dalshallar og er meiningin að þar verði Þjóðleikhúsið með daglegar sýningar á nýju ís- lensku leikriti er nefnist Flugleikur. Flugleikur gerist um boð í breiðþotunni Flóka Vilgerðar- syni á leiðinni Keflavík — New York — Keflavík. Persónur í leikritinu eru flugliðar og far- þegar, en sýningin spannar yfir fleiri svið en flugið eitt og er ferðin brotin upp með söng, dansi og látbragðsleik þannig að áhorfendur ferðast víða og sjá flugferð í nokkuð öðru ljósi en þeir eru vanir. Áhorfendum finnst eins og þeir séu í háloft- unum, því leikhúsinu er um- breytt í flugvél og inn á milli leikatriða og í sambandi við þau heyrast hljóð, flutt af bandi, sem hljóma eins og hljóð um borð í flugvél. Sýningin er sambland gamans og alvöru í kabarettstíl þar sem hlutirnir eru sagðir á nýstárleg- an hátt, og er þar fléttað saman ýmsum listformum, orðlist, sönglist, tónlist, dansi og ljósa- og hljóðnotkun og jafnvel ilm- áhrifum. Samning verksins hófst haust- ið 1978 og eru höfundar þess þau Brynja Benediktsdóttir, sem jafnframt er leikstjóri, Erlingur Gíslason, sem leikur Gísla flug- stjóra, og Þórunn Sigurðardótt- ir, sem leikur Þóru flugfreyju. Höfundur leikmyndar er Sigur- jón Jóhannsson og tónlistina samdi Karl Sighvatsson. Sýning I 'ugleiks tekur um 60 mínútur o. er ráðgert að hafa tvær sýningar á dag. Aðgangs- eyrir er kr. 2.500 og verða miðar seldir inni á svæðinu. Einar Þórarinsson kjörinn formaður Náttúruverndar- samtaka Austurlands Náttúruverndarsamtök Aust- urlands, Naust, héldu aðalfund sinn við Snæfell í skála Ferða- félags Fljótsdalshéraðs dagana 18. og 19. ágúst sl. og sóttu hann 75 manns, félagar í samtökunum og gestir þeirra frá flestum byggðarlögum á Austurlandi. Á aðalfundinum, sem sumpart var haldinn úti við í góðviðri, var fjallað um störf samtakanna og samþykktar nokkrar ályktanir. A komandi starfsári er m.a. lögð áhersla á framhaldsvinnu við náttúruminjaskrá og undirbúning friðlýsinga, þar á meðal athugun á verndun sérstæðra steintegunda og steingervinga og hét Árni Reynisson framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, er sótti fundinn, stuðningi ráðsins við það verk. í NAUST eru nú um 230 ein- staklingar sem félagar og 38 fyrirtæki og stofnanir sem stvrkt- araðilar. Á fundinum urðu veru- legar breytingar á forystu í félag- inu. Hjörleifur Guttormsson, sem verið hefur formaður í 9 ár, allt frá stofnfundi 1970, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var í hans stað kjörinn formaður Einar Þórarinsson jarðfræðingur á Nes- kaupstað. Auk hans skipa stjórn- ina Anna Þorsteinsdóttir Eydöl- um, varaformaður, Sigríður Krist- insdóttir Eskifirði, gjaldkeri, Anna Kjartansdóttir Höfn ritari, Magnús Hjálmarsson Egilsstöð- um, meðstjórnandi. Varamenn eru Jón Einarsson Neskaupstað, Óli Björgvinsson Djúpavogi og Guð- rún Á. Jónsdóttir Hlöðum. Á fundinum voru fráfarandi formanni færðar þakkir fyrir brautryðjandastörf í þágu félags- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.