Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ! LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 VlW WMG-úU KAFPINU GRANI — Hafðu engar áhyggjur af honum. Þetta er lífvörðurinn minn. Það jafnast ekkert á við þurran martini í hellirigningu. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Það eitt. að spilari segir pass segir sína sögu. Og segi hann eftir það lengir það oft söguna. Og ekki reyndist það vel í spili dagsins þegar austur, með ás- lausa hendi og kóng einspil, kaus að segja fyrst pass en dobla síðan hjartasögn norðurs til að sýna styrk sinn og lengd í ósögðu litunum. Af þessu dró sagnhafi sínar ályktanir þó svo doblið skipti ekki meginmáli. Austur gaf, allir utan hættu. Joan Baez og Víetnammálið COSPER Vestur Norður S. Á932 H. ÁG1092 T. 8 L. 642 Austur S. 1064 S. DG87 H. D7654 H. K T. 10763 T. KD94 L. K Suður L. G987 S. K5 H. 83 T. ÁG52 L. ÁD1053 COSPER. Sll* eiaa. „Já, en ég er með bindi“. Gunnar Ragnarsson skrifar: Leiðari Morgunblaðsins s.l. sunnudag var þörf áminning fyrir þá fjölmörgu „rússadindla" sem á Islandi virðast þrífast með af- brigðum vel. í umræddum leiðara er réttilega bent á tvískinnung „rússadindla" í Víetnammálinu. Afstaða þeirra er ein besta afhjúpunin á þeim í langan tíma. Það er bara spurning hvenær fólk sér þá í réttu ljósi. Þeir hafa svo lengi haft lag á að villa á sér heimildir. Afstaðan til Víetnammálsins er prófsteinn á heiðarleika þeirra sem láta sig málið skipta. Því miður eru alltof fáir jafn sam- kvæmir sjálfum sér og mannvin- urinn Joan Baez. Og fyrir heiðar- leik sinn í þessu máli hefur hún sætt ofsóknum af hendi banda- rískra „rússadindla" á borð við Jane Fonda og fleiri. Joan Baez barðist af miklum móð gegn hernaðaríhlutun Banda- ríkjanna í Víetnam. Hún ferðaðist m.a. um Víetnam og fjármagnaði upplýsingaherferð um eðli stríðs- ins. Hún fagnaði því að sjálfsögðu brottrekstri Kanans frá þessu stríðshrjáða landi. Hún hélt nefni- lega, eins og flestir aðrir, að loks væri endi bundinn á langvarandi fjöldamorð, pyntingar, sukk og spillingu. En fögnuðurinn breyttist snögg- lega í vonbrigði og síðan í reiði. Joan Baez áttaði sig sem sagt á því að Víetnam var í raun ekki frelsað. Það hafði aðeins fengið nýjan þrælahaldara og þann ekki af betri sortinni. Rússneski björn- inn var fljótur að notfæra sér þau sár sem Víetnam var í eftir hör- mungar stríðsins. Hann átti því auðvelt með að koma járnhæl sínum þar sem blóðugum tám Sáms frænda hafði verið tyllt niður. Joan Baez hefur því hafið nýja upplýsingaherferð um hvað sé í raun að gerast í Víetnam. Og þrátt fyrir að hún sé orðlögð fyrir heiðarleik og áreiðanleika þá hafa „rússadindlar" ekki vílað fyrir sér að kaupa heilu opnurnar í stórum tímaritum og blöðum þar sem Suður varð sagnhafi í þrem gröndum. Hann hafði opnað á einu laufi en austur úttektardoblaði síðan hjartasvar norðurs. Vestur spilaði út lágum tígli. Suður tók drottninguna með ás og spilaði hjartaáttu, svínaði og aust- ur fékk á kónginn. Hann tók þá á tígulkóng og suður fékk næsta slag á gosann. Aftur svínaði sagn- hafi hjartanu og vestur tók á drottninguna þegar sagnhafi spil- aði hjartanu í fjórða sinn. Og eftir að vestur tók tígulslaginn varð staðan þessi. Vestur Norður S. Á93 H. 10 T. - L. 6 Austur S. 1064 S. DG8 H. 7 H. - T. - T. - L. K Suður L. G9 S. K5 H. - T. - L. ÁDIO Vestur losaði sig úr spilinu með hjarta en austur og suður létu báðir lauf. Síðan kóngur og ás í spaða og með tvö spil á hendinni spilaði sagnhafi laufinu frá blind- um. Og þegar austur lét þá gosann var málið upplýst. Kóngurinn kom í ásinn enda gat austur ekki átt hann eftir pass sitt í upphafi. Lausnar 55 að biðja hana eins né neins. Peters yppti öxlum. — Eins og þér viljið. Resnais getur komið í staðinn. Hræðsla blossaði upp í henni. Ilún vissi ekki hvers vegna. en hún vissi að hún gat ekki afborið að Frakkinn kæmi einn inn í herbergi til hennar. — Nei! Nei, ekki hann. Þér eruð eruð í fyrirsvari þessa — þér eruð ábyrgur. Peters hafði engan áhuga á að eyða tfma sfnum f að þvarga við hana. í hans augum var hún hlutur en ekki persóna. Hann hafði f hyggju að fara út, en þetta eins orð stöðvaði hann. Hann leit á hana. — Ég er ekki ábyrgur á nokkurn hátt hvað yður varðar, frú Field, nema að því leyti að ég ber ábyrgð á því að þér sleppið ekki héðan. Og þér eruð ekki f neinni aðstöðu hér til þess að gefa skipanir um hver komi hingað og hver ekki. Hún stóð upp og gekk tii hans og horfðist í augu við hann. — Þér rænduð mér, sagði hún. — Þér dróguð mig inn í þetta hús með valdi og einhver tilgangur er með því. Guði sé lof og þökk að þið nánuð ekki barninu mínu. Hvernig f ósköp- unum hefðuð þið farið að ráði ykkar með hana? — Svona ósköp ámóta og með yður, sagði Peters. — Við ætlum ekki að sýna yður neinn óþokkaskap. Að minnsta kosti ekki ef þér hegðið yður skyn- samlega. Hún sneri sér frá honum. Augun f honum voru köld. Augnabliksstund hafði hún ver- ið full reiði og langað til að rfsa gegn honum. En það var eins og að standa andspænis vélmenni. Hún brast í grát. — Það er engin sápa hér. sagði hún snöktandi. — Og engin handklæði. Ég hef engin föt, ekki svo mikið sem hár- greiðu. Ég vil ekki sjá matinn ykkar — ég borða ekkert. — Eins og þér viljið, sagði hann aftur. fór út og læsti á eftir sér. Hún grét sáran, unz hún var orðin svo uppgefin að hún gat ekki meir. Það stóð karafla með vatni á bakkanum og hún var mjög þyrst. Hún fékk sér að drekka en bragðaði ekki matinn. Það hafði létt á henni að gráta, henni leið betur og gat hugsað skýrar og enn á ný varð hún gripin íeginleika yfir því að hún hafði bjargað Lucy. Logan hafði ekki búizt við því af henni að hún myndi bregðast við svo snöggt. Það hafði verið fullkomlega ósjálf- rátt viðbragð hjá henni að kasta lykiinum út um glugg- ann. Allt sem hún hafði gert sfðan hún stóð andspænis því að barn liennar yrði hrifsað frá henni hafði verið stjórnað af þeirri hvöt að vernda barnið. Hún hafði gengið út úr húsinu, ekið eftir götunum, farið inn í véjina, þegar Bandarfkjamað- urinn nefndi nafn Madeleine hafði hún í sama vetfangi tengt það naín við konuna sem hafði hótað að skjóta dyrnar upp og drepa barn hennar. Nú vissi hún að engin hætta vofði iengur yfir Lucy. Þau voru saman hér og konan var komin hér líka. Nú þurfti hún ekki að óttast um neinn nema sjálfan sig. Eiieen sneri sér aftur að bakkanum. Henni flökraði við þvf að láta munnbita inn fyrir sínar varir. A bakkanum var kalt kjöt, smjör og brauð. Kannski voru engir fleiri í húsinu en mann- ræningjarnir þrír. Þá mundi hún eftir bfistjóranum sem hafði ekið þeim frá vellinum. Freisissamtök Palestfnu. Það hafði hann sagt. Arabiskir hryðjuverkamenn. Þetta var eins og í æsispennandi reyfara. Bflstjórinn hafði verið dökkur á hörund og var áreiðanlega ekki Evrópumaður. Hún neyddi sig til að narta f brauðið. Hún vissi að með því að borða héldi hún kröftum sfnum og hún vissi hún þyrfti á þeim að halda. En samt fann hún að iangt var frá þvf hún hefði náð sér. því að titr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.