Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐID. LAUGARDAGUR 25. ÁGUST 1979 Vinnur IR bik- arinn í 8. sinn? BIKARKEPPNI FRÍ verður háð deildinni á sínum heimavelli, en Diðriksson mun einnig leggja Landsliðsmennirnir í frjálsíþróttum, sem eru á þessari mynd, verða allir í eldlínunni og mikilvægir félögum sínum í Bikarkeppni FRÍ um helgina, en þeir eru (f.v.) Guðmundur R. Guðmundsson FH, Sigurður P. Sigmundsson FH, Jón Diðriksson UMSB. Steindór Tryggvason KA, Stefán Friðleifsson UÍA og Gunnar P. Jóakimsson, Ljósm. Ágúst Ásgeirsson. Leiknum verður Ivst! ÚRSLITALEIKNUM í bikarkeppninni, milli Vals og Fram verður þá lýst í útvarpinu eítir allt saman. Svo virðist sem að viðkomandi aðilar hafi dregið saman og samið í snarhasti um lýsingu og geta því þeir sem ekki eiga kost á að fara á völlinn tekið gleði sína á ný. Hjá Ríkisútvarpinu fékk Mbl. þær upplýsingar að lýsing hæfist klukkan 14.55 og stæði til klukkan 16.00. Þátturinn „Ég man þá tíð" flyttist þess í stað aftur fyrir veðurfréttir og þættirnir Eyja í íshafinu og I öryggi féllu niður um óákveðinn tíma. Utvarpið mætir því til leiks í síðari hálfleik. -K»- Nýr getraunaseðill um helgina á þremur stöðum á landinu. Fer keppni 1. deildar fram í Reykjavík, 2. deildar- keppnin verður háð á Akureyri og þkeirrar þriðju á Breiðabliki á Snæfellsnesi. Eins og undan- farin ár beinist athyglin mest að 1. deildinni, og eins og oftast áður sýnist sitt hverjum hverjar lyktir keppninnar verði, en hún fer nú fram í 13. sinn. ÍR-ingar hafa farið með sigur af hólmi sjö ár í röð, og venjulega sigrað með yfirburðum. Tefla ÍR-ingar fram sínu sterkasta liði, en félagið eignaðist flesta ein- staklingssigurvegara á íslands- meistaramótinu í frjálsíþróttum í sumar og ekkert félag hefur fleiri landsliðsmönnum á að skipa. En Ármenningar hafa sótt í sig veðrið á allra síðustu árum og reyna þeir eflaust að velgja ÍR- ingum undir uggum. Einkum eru Ármenningar með sterkt kvenna- lið. Þá hefur KR vaxið fiskur um hrygg og ætti að verða fróðlegt að fylgjast með baráttu KR-inga og UBK-manna um þriðja sætið í keppninni. FH-ingar tefla ekki fram systrunum knáu, Rut og Ragnheiði Ólafsdætrum og verða því tæpast með í slagnum um þriðja sætið. Það mun svo að öllum líkindum verða hlutskipti Suður-Þingeyinga að verða í sjötta og neðsta sæti og falla þar með í aðra deild. Ekki kæmi það á óvart þótt íþróttafólk úr KA sigraði í 2. félagið hefur á að skipa mörgu dugmiklu íþróttaFólki og á fjar- vera Odds Sigurðssonar jafnvel ekki að veikja liðið í keppninni. En reikna má með að Borgfirð- ingar veiti KA-mönnum harða keppni þar sem vaxandi íþrótta- fólk er í röðum UMSB, og Jón sínum félögum lið. Auk þessara félaga keppa HSK, UMSE, UMSS og UNÞ á Akureyri. Á Breiðabliki má búast við að Austfirðingar láti verulega að sér kveða, en auk þeirra keppa þar lið HVÍ, HSH, UDN, USAH og USVH. Brian Greenhoff fór til Leeds... BRIAN Greenhoff, hinn kunni leikmaður Manchester Utd., var loks seldur í fyrrakvöld til Leeds Utd. fyrir 350.000 sterlingspund. Greenhoff er leikmaður sem getur leíkið víðast hvar á vellin- um, stóð meira að segja í markinu hjá United í 70 minútur einn leik, eftir að markvbrður liðsins hafði meiðst. Hélt Greenhoff hreinu og MU vann 2—0. Eftir að MU keypti til sín Ray Wilkins, kom órói í Greenhoff, þar sem hann taldi möguleika sína á föstu sæti í liðinu þar með orðna harla litla. West Ham vildi kaupa hann, en kappinn leit ekki við því félagi. Tommy Docherty hjá QPR vildi einnig fá hann, en þá birtist Leeds með sitt góða boð og Greenhoff vildi fremur leika áfram í 1. deild. Leeds gerði þarna vafalítið góð kaup. UMFK 50 ára UNGMENNAFÉLAG Keflavíkur á 50 ára afmæli þessa dagana. í því tilefni verða margir knattspyrnu- leikir á gras- og malarvellinum í dag. Hefst hátíðin klukkan 13.30 og verður keppt í öllum aldursflokkum. Reynir vann upp 2 marka forskot UBK! 869 áhorfendur 1 BLAÐINU f «ær féll niður stutta málið úr leik ÍA og Fram. Það bitastæðasta sem þar stóo var að áhorfendur á Skaganum voru 869. Þá er vert að geta þess, að í frétt um Pétur Pétursson, einnig í Mbl. í gær, er talað um að stjóri þýska liðsins Schalke hafi lýst sig reiðu- búinn að greiða sem svaraði 26 milljónum íslenskra króna á borðið fyrir Pétur, væri hann falur. Þarna átti að standa 260 milljónir, enda er fyrri talan lítil þegar um verð á knattspyrnumönnum er annars veg- GETRAUNASTARFSEMIN fer nú enn á stúfanna og þeir leikir ensku knattspyrnunnar sem verða á fyrsta getraunaseðlinum, verða leiknir á laugardeginum 25. ágúst. Verð seðla að þessu sinni er óbreytt frá því í fyrra og er það varla langt frá því að vera eins- dæmi í verðbólgunni utur hækki ekki í verði. Þó hefur ein breyting átt sér stað, en hún er í því fólgin, að ekki verður lengur hægt að kaupa sér 4-raða seðil, þess í stað hefur nýr 36-raða kerfisseðill haldið innreið sína. Verð seðlanna er 50 krónur á röðina. BREIÐABLIK tapaði óvænt stigi til eins af botnliðunum í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Leiknum lauk með jafn- tefli 2-2, eftir að heimalið UBK hafði haft 2-0 yfir í hálfleik. Úr þessu má telja næsta víst, að 2. deildar titillinn hafni hjá FH. Blikarnir voru áberandi sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og höfðu þá verðskuldaða forystu. Ingólfur Ing- ólfsson skoraði fyrra mark UBK með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu Sigurðar Grétarssonar á 12. mínútu og Vignir Baldursson, besti maður UBK, skoraði siðara markið með glæsilegu þrumuskoti á 29. mínútu. Það voru færi á báða bóga framan af síðari hálfleik, en Blik- arnir voru þó mjög áberandi dauf- ari og Reynismenn sóttu í sig veðrið. Þeir minnkuðu muninn loks á 75. mínútu er Ari Haukur Arason skallaði með tilþrifum í netið eftir snjallan undirbúning Péturs Sveinssonar og Pétur tryggði Reyni síðan annað stigið með þrumuskoti af 20 metra færi 5 mínútum síðar, sem hafnaði efst í markhorninu hjá Sveini markverði. — gg 2. deildin a fleygiferð FJÓRIR leikir fara fram í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu i dag. ÍBÍ og Þróttur leika á ísafirði klukkan 14.00, Magni og Fylkir leika á Grenivík klukkan 16.00, Selfoss mætir Þór á Selfossi klukkan 16.00 og Austri fær markamaskínur FH í heimsókn á Eskifjörðinn klukkan 16.00. Sjötti úrslitaleikur Reykjavflcurliðanna BIKARLEIKUR Fram og Vals á Laugardalsvellinum á morg- un klukkan 14 er að sjálfsögðu toppurinn f knattspyrnunni um heígina og reyndar er lftið annað um að vera. Valsmenn eru búnir að vera í úrslitum bikarkeppninnar þrjú undanfarin ár. Valsmenn unnu Akranes 3:0 1976 og Framara 2:1 ári síðar. Hins vegar töpuðu Valsmenn fyrir Skagamönnum í úrslitunum í fyrra, 0:1, og var það fyrsti bikarsigur Skaga- manna í níundu tilraun. Valur vann Akranes einnig 1965, 5:3, og 1974 unnu Valsmenn Skag- ann eina ferðina enn, nú 4:1. Valsmenn hafa því 5 sinnum verið í úrslitum og fjórum sinnum unnið. Sjötta skiptið er á morgun. Hjá Fram er leikurinn á morgun einnig sjötta tilraun til að hreppa bikarinn eftirsótta, en Framarar hafa tvívegis unn- ið. Það var gegn ÍBV 1970: unnu 2:1, og Keflvíkinga með sömu markatölu 1973. Fram tapaði fyrir KR, 1960 og 1962, en KR hafði einokun á bikarnum fimm fyrstu árin. 1977 tapaði Fram fyrir Val, 1:2, eins og áður sagði. Úrslitaleik bikarkeppninnar verða ekki mikil skil gerð hér í þessum dálkum, prentsvertunni verður sjálfsagt ríflega fórnað annars staðar á íþróttasíðunni. Þó er ekki hægt annað en að velta aðeins fyrir sér möguleik- um liðanna. Valsmenn keppa að því að vinna tvöfalt í/.ftr, en við það erfiða verkefni hafa þeir glímt þrjú síðustu ár og tókst með glæsibrag 1976. Upp á síðkastið hafa Valsmenn aðeins misst taktinn í keppninni í 1. deild og misst þrjú stig í tveimur síðustu leikjum. Margt bendir til að þeir séu eitthvað að dala, en öruggt er að í eins mikilvægum leik og bikarúrslit- um verður barist af grimmd og leikmenn gefa allt sem þeir eiga til að öðlast sigur. Valsmenn sýndu mikið þrek er þeir rifu sig tvívegis upp í leiknum gegn Víkingi og náðu að jafna eftir að hafa tvívegis verið undir. Það leika ekki allir eftir. Undirritaður hefur þá trú, að vinni Valur Fram á morgun vinni liðið einnig deildina, en ef leikurinn tapast þá verður erfitt að ná sigri í deildinni. Framarar eru hins vegar í allt öðru hlutverki en Valsmenn og eftir hrikalegan kafla um AGUST iNGI JÓNSSON: A EFTIR B0LTANUM nokkurra vikna skeið hafa þeir nú rifið sig upp og áttu stórleik gegn ÍBK. Framliðinu gekk þó illa að tryggja sér sæti í úrslit- unum, lenti í hinum mestu brösum með Þróttara. Upp á síðkastið hafa Framar- ar aðeins sýnt einn góðan leik, gegn ÍBK, en stóðu þó vel fyrir sínu gegn Skagamönnum á mið- vikudag. Undirritaður þorir ekki að spá Fram sigri, en liðið hefur allt að vinna í þessum leik, engu að tapa, og af mörg- um er Fram talið lélegra liðið. Þessi atriði er alltaf þægilegt að hafa með sér og gætu dugað langt gegn sterku Valsliði, sem endalaust eru gerðar auknar kröfur til. Miðsvæðið virðist vandamál landsliðsins Framundan eru tveir lands- leikir hérlendis, gegn Hollandi og A-Þýzkalandi á Laugardals- vellinum miðvikudagana 5. og 12. september. Fastlega má reikna með að talsverðar breyt- ingar verði gerðar á íslenzka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.