Morgunblaðið - 30.08.1979, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979
41
A
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
OIOOKL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
hefði lagt sig í skutinn og ort
þessa vísu um sjálfan sig.
Um hendinguna „latur var hann
þegar hann sat“ sagði „Karl af
Suðurnesjum" að það hefði verið
kallað að sitja þegar róðri var
hætt og tekið til við fiskdráttinn.
Þessu til áréttingar tók hann það
fram, að Setubanki hétu einu sinni
vinsælustu fiskimiðin í Garðsjón-
• Morgunblaðið
23.8.1979:
„Vegna vísu, sem þó var
leiðrétt í Morgunblaðinu 17. ágúst,
langar mig til að koma eftirfar-
andi á framfæri. Faðir minn,
fæddur 1893 og fór til sjóróðra á
Suðurnesjunum sem ungur maður,
söng stundum eða kvað við okkur
börnin í rökkrinu. Man ég sér-
staklega eftir að hann fór með
umrædda vísu þannig:
Latur maöur lá < skut.
latur var hann þegar hann sat.
latur oft fékk lftlnn hlut,
latur þetta kveöið gat.
Mér finnst vísan liprari svona
en hvort er réttara skal ég láta
ósagt.“
„Kona úr
Rangárvallasýslu“.
Þessir hringdu . .
• Morgunblaðið
26.8.1979:
Kona hringdi til Velvakanda
vegna vísunnar sem undanfarið
hefur birst í dálkunum en í
ýmsum myndum. Langaði konuna
til að koma á framfæri þeirri
útgáfu sem móðir hennar, fædd
1885, hafði kenr.t henni og vildi
hún um leið fara þess á leit við
eldra fólk sem kynni vísuna eins
og hún upphaflega er að láta hana
koma sem kynni vísuna eins og
hún upphaflega er að láta hana
koma fram. Vísan sem móðir
konunnar kenndi henni er þannig:
„Latur maöur lá í skut,
latur var hann þegar hann sat,
latur fékk oft Ktlnn hlut,
því latur ekkl rólö gat“.
Eftirfarandi heimildir hef ég
undirritaður úr bókinni Látra-
Björg, sem gefin er út árið 1949,
eftir Helga Jónsson. Björg var
fædd 1716. Tildrögin að vísunni
„Latur maður lá í skut“ eru þessi:
„Formaður í Fjörðum hæddist
að Björgu og kvað:
Finnst á Hóli faldaeyk
fallega skjót á láði.
Hún um dagmál heiman veik,
hádegi að botni náði.
Vegurinn milli nefndra bæja er
sem svarar 20 mínútna gangi.
Björg kvað í móti:
Latur maður lá f skut,
latur var hann þegar hann sat,
latur hreppir Ktlnn hlut,
latur þetta kveðlð gat.
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í
Gausdal í Noregi nú í ágúst ko'.i
þessi staða upp í skák austurríska
stórmeistarans Robatsch, sem
hafði hvítt og átti leik og
Goodmans, Englandi.
20. Bxg6+! (Ef 20. ... Kxg6 þá 21.
Dd3+ og svartur getur aðeins valið
á milli 21. . ■ • Kf7, 22. Dd5+ með
hrókstapi og 21. ... Kh5, 22. Df5+
með máti) 21. Dd5 — Hb8, 22. Bf5
og svartur gafst upp. Hvítur hótar
23. Hxc8 og ef 22. ... Hb7 þá 23.
Dc6 — Hb8, 24. Bxh6 o.s.frv.
Þessi staka er ennfremur eignuð
Steindóri Finnssyni í Krossnesi,
samtíðarmanni bjargar.
27.8 ’79
Lárus Salómonsson.
• Er til huldu-
skrifstofa?
Að marggefnu tilefni langar
undirritaðan að spyrjast fyrir um
hvort starfandi gæti verið í höfuð-
borginni einhvers konar huldu-
skrifstofa sem á dularfullan hátt
seiði til sín óprentuð leikrit frá
rétthöfum og láni þau svo hverj-
um sem hafa vill til notkunar,
trúlega ókeypis.
Eg kann ekki að meta slíka
Hróa hattar rómantík og langar
því til að frétta nánar af þessum
málum.
Virðingarfyllst
Kristján frá Djúpalæk.
HÖGNI HREKKVÍSI
óri 'i éAgai..."
MANNI OG KONNA
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
HAGTRYGGING HF «
V
HVA? ERTU ORÐINN
GALINN EÐA HVAÐ?
HA. ÞÚ VEIST AO
ÞAÐ MÁ EKKI FARA
YFIR GÖTUNA FRAM
FYRIR STRÆTÓ.