Morgunblaðið - 30.08.1979, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.08.1979, Qupperneq 44
”wL FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 PLAST ÞAKRENNUR VS Sterkar og endingargoóar Hagstætt verð cSþ Nýborg" Armúla 23 — Sími 86755 HUMARVERTÍÐINNI lýkur á morgun, en veiðitímabilið var framlengt vegna lélegrar veiði framan af. Upp á síðkastið hafa Hornafjarðarbátar aflað dável, en gengið heldur illa hjá Eyjabátum. Á þessari mynd berjast skipverjar á Haferninum við að ná inn trollinu, sem virðist eitthvað óklárt, en á miðopnu eru fleiri myndir af humarmiðunum austan við Eyjar. (Ljósm. Mbl. Sigurgeir). Klak þorskfiska virð- ist hafa tekizt illa í vor Vélarbilun í söluferð VÉLARBILUN varð hjá íslenska skipinu Eld- hamri er það var á leið til Englands í söluferð, og munu írsk skip hafa ver- ið köiluð á vettvang til aðstoðar. Að sögn Þrastar Sigtryggs- sonar hjá Landhelgisgæzlunni amaði ekkert að hjá skipverj- um að öðru leyti, en bilun sem einnig varð í talstöð gerði það að verkum að illa hefur gengið að ná sambandi við skipið héðan frá Islandi. Verður það því væntanlega dregið til hafn- ar í Englandi til viðgerðar, en nærstödd skip munu hafa náð kalli skipverja. LAUNAHÆKKUN um næstu mán- aðamót skal verða samkvæmt út- reikningi Kauplagsnefndar 9,17%, svo sem áður hefur verið getið í Morgunblaðinu. Þessi kauphækkun mun veita allt frá tæplega 19 þúsund króna iaunahækkun um mánaðamótin í rúmlega 118 þúsund króna hækkun og er þá miðað annars vegar við 4. taxta Dags- brúnar og hins vegar við laun forsætisráðherra landsins. Morgun- blaðið leitaði f gær upplýsinga um hver þessi launahækkun yrði f krónutölu miðað við nokkrar starfsgreinar. Tekið skal fram að aðeins er miðað við iaun fyrir dagvinnu. Fjórði taxti Dagsbrúnar hækkar úr 205.276 krónum á mánuði í 224.100 krónur eða um 18.824 krónur. í þessum tölum felast engin álög fremur en í öðrum tölum, sem nefndar eru. Trésmiður, almennt kaup manns, sem unnið hefur í 3 ár, er nú 213.861 króna en verður 233.474 krónur. Hækkunin á mánað- en betur hiá loðnunni SVO VIRÐIST sem klak þorsk- fiska hafi tekist illa f vor, en klak loðnunnar hafi hins vegar tekist betur. Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmunds- son er nú við seiðarannsóknir og fékk Morgunblaðið þessar upp- lýsingar hjá Hjálmari Vil- hjálmssyni fiskifræðingi og leið- angursstjóra um borð í Árna Friðrikssyni í gær. Árni Frið- riksson er væntanlegur inn til Reykjavíkur í kvöld, en Bjarni Sæmundsson hins vegar ekki fyrr en 10. september. Bjarni er nú í Grænlandshafi, en þar er leiðang- ursstjóri Vilhelmfna Vilhelms- dóttir. — Það er lítið og illt að frétta af þorski og ýsu, en hins vegar sýnist mér ætla að verða þokkaleg útkoma hjá loðnunni, sagði Hjálmar Vilhjálmsson í gær. — Ég þarf nokkurn tíma til að skoða þetta betur eftir að heim er komið og bera upplýsingar saman við niðurstöður leiðangra undanfar- inna ára. í bili vil ég aðeins segja það að illa líti út með klak þorskfiska, en skár hjá ioðnunni, sagði Hjálmar. Aðspurður um ástæður fyrir þessu, sagði hann að þær gætu verið margar og á þessu stigi væri of snemmt að fullyrða nokkuð um þær. Hann sagði að undanfarin ár hefði ekki verið hægt að benda á beint samband á milli klaks þorskfiska og loðnu. Þannig hefðu t.d. árgangar þorsks og loðnu 1976 verið góðir, en svo væru aftur önnur dæmi hliðstæð við það sem virtist í ár, þ.e. góðir loðnuárgang- ar, en lélegri þorskárgangar. Launabreytingar 1. september: Laun verkamanns hækka um 18.824 kr. en ráðherra 118.093 arlaununum nemur 19.613 krónum. Vélstjóri í frystihúsi, sem fær greitt samkvæmt 4. flokki og hefur 5 starfsár að baki hefur fengið 279.641 krónu á mánuði, en fær nú 305.284 krónur á mánuði. Hækkun mánað- arlaunanna nemur 25.643 krónum. Verzlunarmaður, sem fengið hefur greitt samkvæmt 7. flokki eftir 4ra ára starf, fær nú 259.417 krónur, en hækkar í 283.206 krónur. Hækkunin nemur 23.789 krónum á mánuði. Kanni maður hins vegar launa- hækkunina hjá opinberum starfs- mönnum og þeirra er ráða stjórn landsins, kemur í ljós að forsætis- ráðherra hefur haft í laun 1.287.818 krónur á mánuði, en hækkar í 1.405.911 krónur á mánuði. Hækkun- in nemur 118.093 krónum á mánuði. Aðrir ráðherrar hafa haft í laun 1.219.130 krónur á mánuði, en fá nú 1. september 1.330.924 krónur. Hækkun þeirra nemur 111.794 krón- um á mánuði. Þegar hér er rætt um ráðherralaun eru það þau ásamt þingfararkaupi. Þingmaður fær í mánaðarlaun 555.170 krónur, en hækkar í 606.079 krónur. Hækkunin nemur 50.909 krónum á mánuði. Sé gluggað í iaunataxta BSRB kemur í ljós að 7. flokkur, sem í eru talsímakonur og fleiri hækkar úr 250.053 krónum á mánuði í 272.983 krónur. Hækkunin þar er 22.930 krónur á mánuði. Fjölmennasti iaunaflokkurinn innan ríkisgeirans er 13. launaflokkur, þar sem aðallega eru kennarar. Þessi flokkur hækkar úr 311.624 krónum á mánuði í 340.200 krónur eða um 28.576 krónur á mánuði. 18. flokkur BSRB hækkar úr 366.269 krónum á mánuði í 399.856 krónur eða um 33.587 krónur. Bruni að Lauga- bóli í Reykjavík HLUTI af fjárhúsi og hlöðu að Laugabóli f Reykjavík brann í fyrrinótt, og urðu miklar skemmd- ir á húsum og heyi. Kúm í fjósi tókst hins vegar að bjarga út. Slökkvilið í Reykjavík kom á vettvang og tókst að ráða niðurlög- um eldsins, en vakt var höfð við heyið áfram vegna hættu á að eldurinn næði sér upp á ný. Ekki er vitað um eldsupptök, en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Eyjólfur Konráð um Rockall og Breta: Tökum ekki tillít tQ land- yinnmgstilrauna Breta Bretar vinna við að koma upp sjálfvirkum stefnuvita á Rockall til að undirstrika kröfu sfna um yfirráðarétt yfir klettinum. ÞAÐ ER ekkert ákveðið um þessi landgru’-nsmörk,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþm. er Morgunblaðið bar undir hann fregnir í dönskum og færeyskum blöðum um deilu milli Dana og Færeyinga ann- ars vegar og Breta hins vegar um rétt til hafsvæða á Atl- antshafi í námunda við Rock- all. „Alþingi gerði ályktun um það hinn 22. des. sl.,“ sagði Eyjólfur Konráð ennfremur, „að ekki beri að taka tillit til þessara landvinningstilrauna Breta og ákvað að samvinnu eigi að hafa við Færeyinga um að tryggja sameiginleg rétt- indi Færeyinga og Islendinga á þessu svæði.“ í Berlingske Tidende hinn 24. ágúst sl. er skýrt frá því, að Bretar hafi komið fyrir sjálf- virkum stefnuvita á Rockall í þeim tilgangi að undirstrika kröfu sína til yfirráða yfir þessum kletti. Hið danska blað segir, að þarna geti miklar olíulindir verið og hafi Bretar sitt fram muni það takmarka aðgang Færeyinga að þessum auðlindum. Berlingske segir, að Rockall sé kjarni þessarar Samvinna við Færey- inga um sameigin- legan rétt deilu. Bretar gera kröfu til þess, að réttur þeirra til yfirráða á hafi og hafsbotni miðist við, að þeir ráði yfir Rockall. Danir segja hins vegar, að á milli Rokksins og landgrunns Skot- lands sé mikið hafdýpi og að Rretar eigi ekki rétt handan þessa hafdýpis. í upphafi þings sl. haust flutti Eyjólfur Konráð Jónsson þingsályktunartillögu ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, einum úr hverju kjördæmi, og var tillag- an svohljóðandi: „Alþingi lýsir yfir, að ytri landgrunnsmörk Islands til suðurs verði ákveðin án tillits til Rokksins (Rockall) og að samvinna verði höfð við Færeyinga til að tryggja sam- eiginleg réttindi á landgrunns- svæðinu utan 200 sjómílna marka landanna." Þessi þingsályktunartillaga var afgreidd með því að henni var vísað til ríkisstjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.