Alþýðublaðið - 21.03.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.03.1931, Blaðsíða 2
a ■ABpaaBBarÆSifó Rfkisútgáfa skélalséka. Fulltrúar Alþýöuflokksins í neðri deild alþingis, Sig'urjon Á. Ólafsson, Héðinn Valdimarsson og Haraldur Guðmundsson, flytja fmmvarp um, að allar löggisltar kenslubækur barna skuli gefnar út af ríkinu og sieldar við kostn- aðarv'erði. Skal leitast við að gera útgáfu bókanna ódýra, en þó vandaða, og til þess að komast hjá miklum sölukostnaði skuli skólastjórar barnaskólanna ann- ast sölu bókanna hver í sírium skóla gegn 10«/o af andvirði þeirra í ómakslaun. Fræðslumálastjóri og tvedr menn, sem stjórn Sambands ís- lenzkra barnakennara nefnir til, skulu hafa stjórn útgáfunnar á hendi. Skulu þeir sjá um, að jafn- an sé nægilegt til af bókunum og hvergi sé skortur á þ-eim í hér- aði, svo að ekki náist til þeirra. Útgáfusíjóminni sé einnig heimilt að gefa út skölabækur fyrir aðra skóla, Iandabréf o. s. frv. Ætlast er til, að ríkissjóður leggi fram til útgáfunnar 10,þús. kr. á ári fyrstu 5 árin. Eftir það ] er gert ráð fyri.r, að útgáfan geti j sjálf staðið straum af útgáfu- I kostnaðinum með því fé, sem inn ] Fuiltrúar Alþýðuflofcksins í neðra deild alþingis, Héðinn Valdimarsson, Sigurjón Á. Ólafs- son og Haraldur Guðmundsson, fiytja svo bljóðandii þingsálykt- unartillögu: „Alþingi ályktar ,að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um: 1) Að akvegir verði ekki gerðir mjórri en 4 metrar. 2) Að stein- stöplar ver& settir upp á veg- brúnum til vamar akstri út af vegum, þar sem hátt er rriður af veginum, öðram megin eða beggja. 3) Að brýr yfir ræsi í vegum verði gerðar jafnbreiðar vegunum og nægilega þykk isteypa í brúnum, til þess að þær haldist í sömu hæð sem vegurinn. 4) Að kappkostaö verói að gera akbrautjr að brúm xsem beinast- ar. 5) Að sérstakir eftirlitsmenn verði alls staðar hafðir meö þjóð- vegunum, er tilkynni vegaimála- stjóra tafarlaust um nauðsynlegar viðgerðir, og láti hann fram- kvaana pær þegar í stað. Þar sem bifreiðaeftirlitsmenn ríkisins eru á vegum, skulu þeir skyldir að senda vegamálastjöra slíkar tilkynningar. 6) AÖ vi'ðvörunar- og liættu-merki verði sett alls staðar' með fram akvegum, þar sem slysahætta er fyrir bifreiða- akstur, svo sem í hæfilegri fjar- lægð frá kröppum beygjum, bröttum brekkum, brúm, hliöum, vegamótum eða vegaköflum, sem eru í aðgerð. 7.) Að leiðarvisir verði festur upp við vegamót, er sýni \ egalengd til helztu stoða kemur fyrir seldar bækur, en ef það hrekkur ekki til, þá láni ríkið útgáfunnii viðbótarfé gegn vöxt- um. Með þessu móti myndi verö á námsbókum barna lækka mjög mikið frá því, sem nú er, og góður frágangur á bókunum ætti að vera trygður. í greinargerð frumvarpsins er bent á, að þess eru d-æmi, að kenslubækur séu seldar við verði, er nemur alt að 1 kr. á hverja örk, og margar era selidar fyrir um og yfir 50 aura fyrir hverja örk. Hreinn útgáfu- kostnaður nemur ekki nærri helm- ingi þessa verðs. Þó eru bækurn- ar prentaðar í stórum upplögum o.g trygg miikil salia árlega. —, Fátæk barnaheimili munar það miklu, að verö ' skólabókanna læklrii í kostnaðarverð. Þess eru og mjög mörg dæmi, að fátæk börn verði að vera án nauðsyn- legra skólabóka, með þvi verði, siem nú er á þeim.. Er það nám- fúsum börnum mikil hugraun og spillir fyniT góðum árangri af kenslunní. Rikisútgáfa skólabóka er því mikið nauðsynjamál. nærlendis. 6) Að undirbúin verði almenn vegalög og lögð fyrir næsta þing, þar sem .ákvíeði séu setí um væntanlega akvegag-erð næstu 5. ár, kostnaöaráætlun gerð fyrir hvern veg og ákveðið í hvaða röð vegirnir skuli lagðir Sarns konar áætlun verði gerð um slitlag á vegum.“ Segir svo í greinargerð flutn- ingsmanna fyrir tillögunni: „Þingsályktunartillaga þessi er fram komin í því skyni, að bætt verði úr ýmsum áberandi göllum á vegamálunum, vegirnir verði gerðir nægil-ega breiðir til þess að bifreiðar geti mæzt á þeim viðstöðulítið, varnarstöplar verði s-ettir á vegarbrúnunum, þar sem hátt er niður, hættumerki þar, sem þess er þörf, geilar inn í v-eginn við brýr á ræsum verði ekki lengur fallgryfjur, og hætt sé við að hafa hina frægu Z- lögun á vegunum næst brúnum. Þesis skal getið, að breidd fólks- bifreiða er leyfð nú 182 senti- m-etrar, en var áðúr leyf'ð 175 sm. Nú er verið að sækja ’ um undanþágur fyrir 184 sm. breidcl á vörubifreiðum. Ipá verði og Ieiðarvísir seftur á spjöld á vegamótum. Loks er rík- isstjórninni fa’ið að undirbúa m-eð lagafrumvarpi vegagerð á næstu árum, sem hægt sé að fara eftir áriega, þegar til fjárveitinga kemur.“ Lettmska kolask'p:d, sem kom með kol til Kveldúlfs og maður- inn slasa'ðist í, fór í gærkveldi. iypiiipi. í gær samþykti efri deild frum- varp Alþýðuflokksfulltrúanna unl forkáupsrétt kmpstada og kaup- túna á hafnarmannuirkjum og lódum og afgreiiddi það til neðri idieildar, sömuleiðis frv. uim úr- skurðarvald sáttanefnda. — R'ædd var fyrirspurn Jóns Þorl. út af bráðabirgðaup pgjöri íjármáiaráð- hierra á tekjum og gjöldum ríkis- sjóðs s. 1. ár. I neðri deild var frv. unr bú- fjáiTækt afgreitt til Í. umr. í frv. -eru ákvæði urn fó'ðurtrygg- ’ingar húfjár. Landbúnaðarnefnd d.eildarinnar lét þess getið í áliti sínu um frumvarpið, ari þau á- kvæði út af fyrir síg. væru ekki nóg. Þegar harðindx eru skollin á og hafís Iokar höfnum dugi ekki það eitt að hafa nægar fóður- birgðir fyrir fénaðinn, ef bjargar- Iaust ver'ði fyrir menriiria. Afleið- ing þess verði vitanlega sú, að það af fó'ðri fénaðarins, sem rnenn geti lagt sér til munns, veröi teki'ð til manneldis, og fén- aðurinn líka, eftir því, sem með þarf. Var svo því ákvæði bætt í frumv., að fóöurbirgðafé! agi skuli heimilt að taka upp í samþykt sína ákvæði um, að það skuli einnig tryggja hverju heimili inn- an 'félagsins nægilegt rúgmjöl og haframjöl til manneldis frá jóla- ■ föstubyrjun til fardaga. Til fleiri rixatvæla nær ákvæðið ekki. — Ef tryggingarsjóður fóðurbirgða- félags nægir einhverju sinni ekki til fóðurkaupa, geti það fengið ián úr bjargráðasjóði nieð 5°/o ársvöxtum, er endiurgreiðist innan árs, ef félagfð sér að éins fyrir fénaðarfóöri, en ef félagið trygg- ir einnig heimilin gegn kornvöru- skorti, á þann hátt, sem áður er sagt, sé lánið afborguriarlaust fyrstu 5 árin, en greiðist síðan á 10 árurn með jöfnum árlegum afborgumim. — Hins vegar gerði nefndiin tillögur um ao, fella niður ýms nýmæli í frumvarpinu, én aðaltillögur hennar í þá átt voru ýmist feldar eða hún geymdi þær til 3. umræðu. Frv. um breytingu á lögum um iðju og iðnað var afgreitt til efri dieildar og leyft að tvær fyrir- spurair komi síðar til umræðu í deildinni. Er önnrn’ til kenslu- málaráðheraans (J. J.) um bggg- ingarkostnap Laugavatnsskolans, og er Magnús Guðm. fyrirspyrj- andiinn. Hin er frá Hákoni um símalagningar í Barbastranda- sjslu fyrjr fé í fjárlögum þessa árs, og er henni’ beint til atvinnu- málaráðherrans (Tr. Þ.). ) Togararnir. Otur, sem var éinn af þeim, er fóru á vei'ðar í fyrri nótt, kom iun hingað í gærkveldi með b'ilaða vindu. Ver kom í gærkveldi’ eftír 5—6 daga úti- vist, með ágætan afla. Aakakosxsifiigar i ISnglandL London, 20. marz. United Press. — FB. Frambjóðandii íhaldsflokksins, Gooper, vann sigur í aukakosn- ingunni, í St. Georges kjördiæmi. Hlaut hann 17 242 atkv., en ó- háði íhaldsfraxubjóðandinn, Sir Ernest Petter, hlaut 11532. Cardiif, 20. marz. U. P. FBt Frambjóðandi jafnaðarmanna, D. L. Davies, bar sigur úr býtum í aukakosningunni í Pontypridd kjördæmi, hlauí 20 687 atkvæði, frambjóðandi frjálslyndra, Mr. Crawshay, 8368 atkvæði og E- vans frambjóðandii ihaldsmannia 5489. Lækksrn sím sk eytagj 8 Ida frá ísi tognmnj. Úí af fram komnum óskum sjó- manna á togurunum um lækkun á ■ símgjaldataxta fyrir skeyti, er sjómenn senda heim tií ættingja sinna og vina til þess að láta þá vita úm líðan sína, og svo eí óveöu r hafa geysað, skrifaði stjórn Sjómannafélags Reykjavík- ur landssímastjóra bréf 21. jan. s. 1. þess efnis, að símskeyta- gjöldin yrðu lækkuð fyrir ísl. sjó- menn, sem senda loftsheyti utan af hafinu. Landssimastjóri hefir nú í bréfi dags. 18. þ. m. til Sjömannafé- lagsins sýnt virðingarverðan skilning á þessu máli og fallist á að lækka símskeytagjöldiin um helming frá því, sem þau voru áður. Til leiðbeiningar þeim, sern njóta eiga, skal því birt bréf landssímastjóni um þetta efni: LAN DSSIMASTJ ÓRINN. Reykjavík, 18. marz 1931. Út af erindi yðar dags. 21. jan. 1931, þar sem farið er fram á lækkun á loftskeytagjöldium frá ísl. skipum, skal þetta tekið fram Það er ekki rétt, sem tekið ei’ fram í bréfinu, að enskir sjómenn geti sent skeyti heim til sín, um enskar loftskeytastöðvar, íjtíi 1 penny orðið. Lægsta .gjald frá enskum fiskiskipum er 2Va pence fyrir orðið og þá því að eins að um isérstákt samkomulag við ensku, símastjórnina sé að ræða. Loftskeytagjald frá ísl- tog/ui- um, um ísl. loftskeytastöð, er nú 40 aurar (40 centimes) fyrjr orðxð. Til samanb'uröar má geta þess, að frá belgiskum togara lum belgiska stöð kostar 95 ctms, frá norsku skipi um norska stöÖ 60 og 80 oentimes og frá dönsku sldpi um danska stöð 50 ctms, en ef skipsgjaldið er dregið frá (hér er skipsgjald ekkert hjá tog- urunum), þá veröur gjaldið samt, tekið í sömu röð: Belgía 55 ctms, Noregur 40 ctms og Danmörk 30 ctms. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.