Morgunblaðið - 23.09.1979, Side 7

Morgunblaðið - 23.09.1979, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 7 Þættinum hafa borist nokkur góð bréf, og fer hér á eftir meginefni tveggja þeirra. Olav Einar Lindtveit í Hafnarfirði segir svo: „Það er alltaf gaman að fræðast meira um móður- málið og ekki spillir að lesa vísur í leiðinni. Ástæðan fyrir skrifum mínum er annars sú að ég heyrði nokkuð í útvarpinu í gærmorgun sem ég þóttist viss um að væri ekki rétt mál. Það átti að fara að lesa yfirlit úr forystugreinum dagblaðanna og var sá lestur kynntur sem úrdráttur en mér finnst endi- lega að eigi að vera útdráttur (auðk. hér). En svo fór ég að efast þegar ég las stuttu síðar í Lesbók Morgunblaðsins í grein á annarri síðu, en þar er talað um yfirlit sem nefnt er „úr- dráttur og niðurstöður". í út- varpinu í morgun var hins vegar talað um útdrátt en það var annar þulur en í gær. Vegna þessa langaði mig að bera þetta undir yður og sendi til gamans tvær vísur: í útvarpinu úr þeir draga orðum ritstjóranna, já, það er kannski þörf að laga það er slíkir hanna. Þeir ættu samt þó út að draga allt er máli skipti. Að hlusta á þvílíkt hjal um daga huga sjálfsagt lyfti.“ Hafi bréfritari þökk fyrir. Ég hef lengi glímt við rugling þessara orða, reynt að halda þeim sundur. Máltilfinning bréfritara er alveg hárrétt. Efn- iságrip bókar eða greinar er útdráttur og er því rétt að þulur segir að lesinn verði útdráttur úr forystugreinum dagblaðanna. Urdráttur merkir hins vegar,' eins og fram kemur í fyrri vísunni, það að draga úr fyrri staðhæfingu, fullyrða ekki eins mikið og fyrr var sagt. En úrdráttur merkir einnig sér- stakt stílbragð (á grísku litot- es), „þar sem tvöföld neitun leiðir af sér jákvæða merkingu", svo að orðalag sé þegið úr Menningarsjóðsbók- inni um bókmenntir. Dæmi um slíkt væri: ekki óvitlaus, í merkingunni vel greindur eða ekki smeykur = mjög hugrakk- ur. Þessi drýgindatónn mun vera í ætt við það sem Englend- ingar nefna understatement. Hákon Bjarnason í Reykjavík segir: „Mig hefur löngum óað við því að heyra hvernig menn misbrúka orðin jurt, gras og jafnvel blóm, bæði í ræðu og riti. Það er eins og menn kinoki sér við að nota orðið planta, sem er þó samheiti yfir alla einstaklinga plönturíkisins, orð, sem Stefán skólameistari not- aði í formála að 1. útgáfu Flóru íslands árið 1900. Samtímis tók hann upp orðið flóra fyrir gróðurríki lands eða landshluta, en það orð fékk strax festu í málinu. Bæði almenningur og ekki síður fræðimenn hafa kinokað sér við að nota orðið planta (nema þá helst í óeiginlegri merkingu) og fyrir þá sök rugl- ast margir í ríminu og kalla tré jurtir og jurtir grös ásamt öðru ámátlegra og tala um blóm og rósir. Tvær af fimm fylkingum plönturíkisins, þörunga og sveppi, er erfitt að heimfæra undir þessi nöfn og því verður að vera samheiti. Nafnorðið planta fellur jafn vel að okkar máli og plata, prestur o.fl. Af því að okkur er þörf á skýrum orðum í allri framsetn- ingu vildi ég biðja þá, sem tala og skrifa um náttúrufræðileg efni, að gæta sín þegar þeir fara inn á svið plöntufræðinnar svo þeim verði ekki hált á svellinu." Um þessi orð Hákonar kann ég ekki að bæta, en hann segir einnig: „En finnst þér ekki ljótt orð, sögnin að yfirvega. Hún skýtur alltaf upp kolli við og við, og sumir virðast halda að hún sé eitthvað sérlega fín og beri vott um lærdóm. Geturðu ekki lagt þennan fjanda að velli?" Ekki býst ég við því, en ég er ekkert hrifinn af sögninni og hún er auðkennd viðvörunar- merki í Orðabók Menningar- sjóðs. í stað hennar má margt nota, svo sem gaumgæfa, íhuga og velta fyrir sér. Eysteinn munkur Ásgríms- son segir í Lilju, að sum skáld ofnoti svo torskilin fornyrði í kvæðum sínum að slíkt geti dvalið skilning manna á efninu. En fleira kemur þar til, svo sem langar og álappalegar, jafnvel botnlausar, málsgreinar. Ragnheiður Magnúsdóttir frá Hvítárbakka sendi mér klippur úr Morgunblaðinu 8. ágúst s.l. Svohljóðandi upphaf frétta- greinar þar mætti hafa dvalið skilning margra: „Mesti jarðskjálfti sem komið hefur í Norður-Kaliforníu í 68 ár eða síðan 1906 þegar borgin jafnaðist við jörðu, á um 560 ferkílómetra svæði í gærdag, þannig að skýjakljúfar San Francisco-borgar skulfu, raf- magn fór af skamman tíma á stórum svæðum og símalínur slitnuðu." Líklega hefur sögnin að verða fallið niður á eftir orðinu jörðu. Að minnsta kosti kemst botn í málsgreinina með því að skjóta henni þar inn á eftir kommunni. Árlegur fundur norrænna r áðgj af arverkfr æðinga ÁRLEGUR fundur félaga ráð- gjafarverkfræðinga á Norður- löndum var haldinn dagana 6,— 7. september s.l. á Hótel Loftleið- um. Fundur sem þessi gengur undir nafninu RINORD og er haldinn til skiptis á Norðurlönd- unum öllum. Þar skiptast þessir aðilar á skoðunum og upplýsing- um um starfsemi og þróun mála er varðar ráðgjafarstörf. Að þessu sinni sátu fund RIN- ORD 18 fulltrúar frá Norðurlönd- unum fimm. Til umræðu voru meðal annars mál er varða breyt- ingar á skipan byggingarmála á Norðurlöndum, útboð ráðgjafar- þjónustu, þóknun fyrir störf ráðgjafarverkfræðinga og hug- sjónir um óháð störf ráðgjafar- verkfræðinga undir öllum kring- umstæðum. Félag ráðgjafarverkfræðinga, FRV, á íslandi telur nú 83 ein- staklinga frá 26 ráðgjafarfyrir- tækjum með mismunandi fjölda starfsmanna, alls um 270 manns. Sem kunnugt er þurfa ráðgjaf- arverkfræðingar að uppfylla eftir- farandi skilyrði: Hann skal vera félagi í Verk- fræðingafélagi íslands. Hann skal hafa starfað minnst 8 ár í þeirri verkfræðigrein, sem hann hyggst stunda sem ráðgjaf- arverkfræðingur. Af þessum tíma skal hann í minnst 5 ár hafa starfað sem sjálfstæður ráðgjaf- arverkfræðingur eða unnið sam- bærileg störf. Hann má ekki vera hluthafi, stjórnandi, starfsmaður eða um- boðsmaður neins þess fyrirtækis eða félags, sem rekur verktaka-, verzlunar- eða framleiðslustörf, er NORRÆNA félagið á íslandi stendur fyrir ráðstefnu dagana 21. og 22. september þar sem fjallað verður um kennslu i Norðurlandamálum. Menning- armálaskrifstofa Norðurlanda í Kaupmannahöfn fór fram á það að norrænu félögin i hverju Norðurlandanna fyrir sig aðstoð- uðu við ráðstefnuhald um málefn- ið „Nágrannatungumál okkar“ á árinu 1979. Ákveðið var að Finn- land, Noregur og Svíþjóð héldu þegar í vor sínar ráðstefnur en Danmörk, Færeyjar og ísland skyldu halda sinar á haustmán- uðum. Um 60 fulltrúar munu sækja íslensku ráðstefnuna, en hún verð- ur í Norræna húsinu í Reykjavík, snerta verksvið það, er hann hyggst stunda sem ráðgjafarverk- fræðingur. Hann má ekki vera fastráðinn opinber starfsmaður. Stjórn FRV skipa nú þessir verkfræðingar: Svavar Jónatans- son, formaður, Andreá Svan- björnsson, varaformaður, Þorkell Erlingsson, meðstjórnandi, Sigþór Jóhannsson, meðstjórnandi, Guð- mundur M. J. Björnsson, með- stjórnandi, Framkvæmdastjóri er Sigurbjörn Guðmundsson verk- fræðingur. og verða þeir frá ýmsum kennara- samtökum, framhaldsskólum og námsflokkum auk norrænu sendi- kennaranna við Háskóla íslands. Ennfremur verða þar fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu. Menn- ingarmálaskrifstofan sendir fyrir- lesara bæði frá Svíþjóð og Finn- landi og auk þess verður þátttak- andi frá Færeyjum. Norræna fé- lagið og vinafélög Norðurland- anna eiga og sína fulltrúa á ráðstefnunni, svo og væntanlega sendiráð Norðurlandanna hér- lendis. Árið 1980—81 verður norrænt málaár, og má segja að ráðstefnur þær er hér að ofan var getið, séu eins konar aðdragandi þessa málaárs. Ráðstefna um kennslu í Norðurlandamálum c row inV SHC 3350 sambyggt magnari 120 wött + útvarp LW, MW, SW, FM stereo + piötuspilari S-armur magnetískur + segulband DOLBY teljari upptökumælar Sértilboð Verð aðeins: kr. 366.000 GREIÐSLUKJÖR 298 BÚÐIN Skiphotti19 STJORNUNARFRÆÐSLAN ER BÓKHALDIÐ í LAGI? BÓKFÆRSLA I Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös í Bókfærslu I í fundasal félagsins aö Síöumúla 23, dagana 1.—4. október kl. 13:00—19:00, samtals 22 klst. Fjallaö veröur um sjóðbókafærslur, dagbóka- færslur og færslur í vlöskiptamannabækur. Sýnt veröur uppgjör fyrirtækja og rædd ýmis ákvæöi bókhaldslaganna. Skráning þátttakenda og nánari uplýsingar á skrifstofu félagsins, sími 82930. Hringlö og óskiö eftlr aö fá ókeypis eintak af Lelöbeinandi: kynningarriti um starfsemi félagsins. Kristján Aðalsteinsson, viöskiptafræöingur. Sími 82930

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.