Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 15 i ESLVfe « ••• •**--■ JL. * r * v'T , 4, a%. " m. ir*C Olafur Andrésson, Húsagaröi, Landsveit. Ljósm. Mbl. Kristján. fe&Mi Sa,niö rekið Ml byggöa. I m *tr. ;<r *■ „Eins mig fýsir alltaf þó, aftur að fara í uöngur" völlum og segist hann ætla að halda áfram til áttræðs." — Leitið þið stórt svæði? „Það er nokkuð stórt. Innsta leit er Jökulgil, uppi í Torfajökli, og er alltaf fé þar. Annars er féð á víð og dreif um Landmannaafréttinn allan og þarf því að leita gaum- gæfilega. Vegna veðursins á laug- ardaginn er afrétturinn alhvítur og er það nokkuð óvenjulegt, en þetta gekk allt saman nokkuð vel þrátt fyrir það,“ sagði Ásgeir Auðunsson fjallkóngur Land- manna. Gengiðvonum framar Næst hittum við að máli Sig- rúnu Haraldsdóttur frá Lýtings- stöðum, en hún er ein fimm kvenna, sem tóku þátt í þessum leitum. Spurðum við hana að því hvort hún hefði farið oft í göngur. „Ég hef verið í göngum í fjórtán ár. Að vísu hafa fallið úr tvö eða þrjú skipti hjá mér, en þetta er líklega í tólfta skipti sem ég fer á fjall. í þessari ferð var ég allan tímann á fjalli, allt frá Föstudags- kvöldi. Þetta var ágætis ferð, að vísu lentum við í illviðri á laugar- daginn, en við biðum veðrið af okkur inni í Landmannalaugum. Við sem á hestunum fórum lentum því ekki í neinum hrakningum, en öðru máli gegnir um þá sem ætluðu að koma inneftir á bílum á laugardaginn. Þeir áttu í talsverð- um erfiðleikum," sagði Sigrún. Það má segja að þetta hafi gengið vonum framar, því við misstum úr einn dag, laugardaginn, en samt höfum við haldið áætlun. Það er mikill munur að vera í göngum þegar veðrið er eins gott og það er í dag, en ekki í sandroki eins og stundum er hér uppfrá," sagði Sigrún að lokum. Rólegasta f jallferð sem ég hef farið í Að spjallinu við Sigrúnu loknu birtist ungur maður á fallegum hesti. Var þar kominn Kristinn Guðnason, Kristinssonar frá Skarði. „Þetta hefur allt saman gengif ágætlega," sagði Kristinn. „Ac. vísu var vont veður á laugardag- inn, eins og menn muna og þá var einnig þoka á miðvikudag. Það má vera að eitthvað af fé hafi sloppið en það kemur ekki í ljós fyrr en í eftirleitum. Það var óvenju mikill snjór á afréttinum í þetta sinn en var þó ekki til mikilla vandræða. Vegna snjóanna var féð komið mikið fram og leitirnar því tiltölu- lega auðveldar," sagði Kristinn. „Þetta er sú rólegasta fjallferð sem ég hef farið í, enda féð ekki dreift um mikið svæði. Þá er einnig mikill munur að fá heitan mat á svona ferðum og svo eru góð hús, bæði við Landmannahelli og Landmannalaugar, þannig að vel fór um menn og hesta. Þegar við vorum inni í Landmannalaugum heimsóttu Skaftfellingar okkur og var þar dregið sundur. Mér skild- ist að þessi ferð Skaftfellinga hafi verið hálf erfið og finnst mér að þeir hafi lagt mikið á sig fyrir örfáar kindur,“ sagði Kristinn Guðnason frá Skarði. Góð tilbreyting Þessu næst lögðu Mbl.menn leið sína að fjallabílnum sem fylgdi leitarmönnunum alla ferðina og ræddu við hinar margfrægu ráðs- konur, sem sáu um matseld í ferðinni. Er að bílnum var komið var hann fullur af svöngum mönn- um og höfðu þær systur Inga og Stella nóg að gera við að gefa mönnum kaffi og með því. Þær gáfu sér þó tíma til að spjalla örlítið við blm. „Ég hef verið ráðskona í leitun- um hér frá 1973 en Stella bættist í hópinn árið eftir,“ sagði Inga. „Það tekur um vikutíma að undir- búa ferðina, bæði bökum við og undirbúum á annan hátt. Við smyrjum hins vegar í húsunum þar sem haldið er til hverju sinni, annaðhvort í Landmannalaugum eða við Landmannahelli og einnig eldum við þar líka. Þeir segja okkur, að það sé mikill munur á því að fá heitan mat en að búa við skrínukostinn, eins og áður tíð- kaðist," sagði Inga og þeir sem í bílnum voru tóku undir það. Að- spurð um hvort ferð sem þessi væri ekki erfið, sagði Inga: „Undirbúningurinn er nokkuð erf- iður, en þetta er ekkert þegar komið er af stað. Þetta er að vísu nokkur vinna, við förum á fætur um sex-leytið á morgnana og erum að fram til hádegis. Síðan byrjar törnin aftur um kaffileytið og er þá unnið eins og þarf, stundum til tólf eða eitt. Annars eru þetta indælar ferðir, og góð tilbreyting annars væri ég varla að þessu,“ sagði Inga Jónsdóttir að lokum. oj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.