Morgunblaðið - 23.09.1979, Síða 16

Morgunblaðið - 23.09.1979, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 Útgefandi nMiKfeU> hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstrnti 6, sími 22480. Afgreiósla Sími83033 Askriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 200 kr. eintakið. Lífsreynsla flóttafólksins frá Víet Nam er átakan- leg. Af viðtölum við það finn- um við, að það er þakklátt fyrir það eitt að fá að halda lífi og hafa fast land undir fótum, þar sem því er frjálst að brjóta sér leið, — jafnvel þótt þetta land sé víðs fjarri ættarslóðum og umhverfið allt svo framandi að það hlýtur að kosta verulegt átak að breyta svo hugsunarhætti sínum og lífsháttum að geta samlagazt því. Samt er þetta fólk alls hugar fegið og hlakk- ar til að takast á við þá erfiðleika, sem hljóta að mæta því. En það kemur líka fram, að hugsun þess dvelur hjá ættingjunum sem urðu eftir, og draumur þess er að geta rétt þeim hjálparhönd. Umfram allt gerir það sér þó vonir um að sjá ættjörð sína á ný sem frjálst land. Samtímis því sem nánari spurnir berast af óhugnaðin- um í ríkjum kommúnismans, Víet Nam og Kambódíu, þar sem mannslífið er ekki meira virði en útigangshrossa á íslandi fyrr á öldum — frétt- ist af því, að í löndum komm- únismans í Austur-Evrópu sé verið að herða tökin. Þannig voru 10 baráttumenn mann- réttinda í Tékkóslóvakíu handteknir á miðju sumri og bíða nú dóms. Þessi sýndar- réttarhöld eru rekin með því- líku harðfylgi, að sakborning- um gefst ekki einu sinni kost- ur á verjanda og fjölskyldur þeirra verða fyrir ofsóknum. Þess eru dæmi, að heimilis- faðir hafi verið svo langt leiddur, að hann fór í hungur- verkfall, eftir að konu hans hafði verið misþyrmt og „ör- yggisverðir" vöktu yfir hverju þeirra spori. Jafnvel börn þeirra voru auðmýkt og vinir þeirra urðu fyrir ónæði eða voru kvaddir til yfirheyrslu. Tékkóslóvökum hafði verið boðið að senda fulltrúa á ársþing brezka Verkamanna- flokksins. Eftir að þessir at- burðir urðu kunnir, kröfðust Bretar skýringa, en tékkneski sendiherrann í London færð- ist undan því að ræða mann- réttindi í heimalandi sínu. Forystumenn Verkamanna- flokksins afturkölluðu þá boð sitt og lýstu handtökunni á andófsmönnunum tíu sem „verstu kúgunaraðgerðum í Tékkóslóvakíu frá því á sjötta áratugnum". Hins vegar þótti það ekki tiltökumál hér á landi, að sósíaldemókratar efndu til opinberrar móttöku fyrir utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu og hafa þau tíðindi spurzt þaðan, að hinn erlendi gestur hafi látið vel yfir því, hversu mikilla mann- réttinda hin tékkóslóvakíska þjóð fær að njóta. Það er vonandi, að maturinn hafi runnið ljúft niður með víninu undir þvílíku spjalli. Það er eftirtektarvert, að í hvert skipti, sem ný réttar- höld hefjast yfir saklausu fólki í löndum kommúnism- ans í Austur-Evrópu, hefur Þjóðviljinn mikla ófræg- ingarherferð á hendur Banda- ríkjamönnum og Atlantshafs- bandalaginu. Þeim mun meiri sem harðstjórnin er, því hærra sem hin sovézku vopn tala og þó þau æpi upp í eyrun á hverjum frjálsum manni — samt berst ekkert hljóð til þeirra, sem halda á penna Þjóðviljans eða ráða ferðinni í Alþýðubandalaginu. Það er engu líkara en þeir séu með eyrnahlífar fyrir skilningar- vitunum. Og þessi lágkúra kemur hvarvetna fram. Kommúnistar eru hallir und- ir Rússa í Jan Mayen-málinu og m.a. hefur þess gætt í ríkum mæli hjá viðskiptaráð- herra, hversu hikandi og flaumósa hann verður í hvert skipti sem hagsmunir okkar og Sovétmanna rekast á. Hann fæst ekki til þess að fara til Moskvuborgar til þess að reyna að ná fram betri viðskiptakjörum núna fremur en hann fékkst til þess fyrr í sumar að láta á það reyna, hvort það væri hægt. Þó veit hann eins og allir aðrir, að hinar dæmalausu olíuverð- hækkanir fara fram úr allri sanngirni miðað við sambæri- lega langtímasamninga við önnur olíusöluríki og skerða kaupmátt hvers einasta manns í landinu. Það er að sönnu grátbros- legt, hvernig talsmenn kommúnismans bregðast við, þegar athyglin beinist að ríkj- um undir ráðstjórn. í Þjóð- viljanum hefur því m.a. verið haldið fram, að ástandið hér sé ekki hótinu betra en í Tékkóslóvakíu og nafn her- stöðvaandstæðinga hefur ver- ið notað til þess að bera blak af valdsmönnum, sem stjórna böðulshendinni þar og víðar. Þannig virðist það vera í eðli sumra manna að bera í hjarta ótta við frelsið en dragast að ofbeldishugsjónum eins og járnsíur að segli. Og eftir því sem minna reynir á einstakl- inginn í þjóðfélaginu, — eftir því sem fleiri eru mótaðir í sama eða svipuð mót og múg- mennskan verður meiri, má búast við því að þeim fjölgi einnig, sem hugsa sér ríkis- forsjána sem fyrirheitna landið og þá er skammt í ráðstjórnina, eins og við þekkjum hana fyrir austan járntjald. Frelsið — andstæða kommúnismans Dulnefhi fjármála- rádherra Formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins segir, að Tómas Árnason, fjármálaráð- herra, hafi brugðizt algjörlega „og rekið ríkissjóð illa“. Ráðherrann hafi á jafnlöngum tíma og drott- inn skapaði heiminn „komið því í verk að stórhækka almenna neyzluskatta í landinu", sem sagt: að helzti munurinn á drottni allsherjar og fjármálaráðherra ríkisstjórnar formanns fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins sé sá, að hinn fyrrnefndi hafi gert allt af engu, en fjármála- ráðherrann allt að engu. Þannig mætti segja, að helzti munurinn á Ólafi Ragnari Grímssyni, tals- manni Alþýðubandalagsins, og fjármálaráðherra sé sá, að hinn fyrrnefndi sé í hlutverki Tómasar trúlausa, en fjármálaráðherra í hlutverki Tómasar Árnasonar. Síðasta tilraun stjórnarsinna hef- ur svo verið sú að reyna að hylja hann undir dulnefninu: Matthías Á. Mathiesen. Er enn með öllu óvíst, hvernig sú herferð muni reynast. En talið er, að Matthías Á. Mathiesen hafi af þessu þó nokkrar áhyggjur. Formaður framkvæmdanefndar Alþýðubandalagsins segir enn, að hávaxtastefna Framsóknar og Al- þýðuflokks, eins og hann kemst að orði, sé andvíg stefnu Alþýðu- bandalagsins. Samt samþykktu beir hana. Hvers vegna? Hann segir og að landbúnað- arstefna vinstri stjórnarinnar sé í andstöðu við stefnu Alþýðubanda- lagsins. Samt samþykktu þeir hana. Hvers vegna? Hann segir ennfremur, að Al- þýðubandalagið hafi gert tilraun til að stöðva hækkun landbúnað- arvara. Samt fór hún í gegn. Hvers vegna? Formaður þingflokks Alþýðu- flokksins segir, að hann lýsi fullri ábyrgð á hendur Alþýðubandalag- inu og Framsóknarflokknum vegna hækkunarinnar á landbún- aðarvörum. Hvers vegna stendur þá ríkisstjórn Alþýðuflokks að málinu? Hann segir ennfremur, að það sé svo afgreitt af ráðherrum „sem ekki hafa þingmeirihluta á bak við sig“. En styðja ekki þingmenn Alþýðuflokksins þessa ríkisstjórn? Og fyrst svo er, hvers vegna? Formaður þingflokks krat- anna segir ennfremur — til áhersluauka — að það sé „vit- firrt“, hvernig stjórnin standi að málinu. Það þarf mikla andlega heilbrigði til að styðja „vitfirrta" ríkisstjórn! Þessi dæmi sýna ekki einungis óstjórn í ríkisstjórnarflokkunum, heldur tvískinnung og hræsni, sem eru allt að því einsdæmi í íslenzk- um stjórnmálum. Og þá er mikið sagt. Hrottalegar álögur á almenning Á sama tíma og þjóðinni eru sýnd inn í þessi ósköp, tvínóna stjórnarherrarnir ekki við að setja rétt áður en Alþingi kemur saman bráðabirgðalög, sem fela í sér allt að 16 milljarða króna nýjar álögur á almenning fram til áramóta og á næsta ári, en það er hvorki meira né minna en milljarður á mánuði. En hvað er milljarður, þegar ráðherrastóll er annars vegar? Og hvað er % milljón króna skattahækkun á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu fyrir ráðherrastól? Eða 700 þús. króna skattahækk- un á hverja fimm manna fjöl- skyldu í Reykjavík fyrir ráðherra- stólana og borgarstjórnarmeiri- hluta enn um nokkurt skeið? Eða 50—60% verðbólga? Eða gengisfellingar á heims- mælikvarða? Eða svik á öllum loforðum um samningana í gildi? Og allt annað sem þjóðin var blekkt með? Ekki sízt tvísköttun. Nei, sísköttun. Jafnvel brot á stjórnarskránni í þeim efnum, af því að lagaprófessorinn, forsætis- ráðherra, telur að það, sem þar er ekki bannað beinum orðum, sé leyfilegt (!) Að minnsta kosti ríkisstjórn hans. En fólkið í landinu bíður og hugsar sitt. Þetta eiga eftir að verða valdhöfunum dýrar krónur, áður en yfir lýkur. Flóðbylgja skolaði þingmönnum og borgar- fulltrúum valdstjórnarinnar á land í síðstu kosningum. Þeir eiga flestir eftir að lenda í útsogi næstu bylgju. Og eitt er víst: að þeir munu ekki hafa olíu afgangs til að lægja öldurnar, eins og frammistaða þeirra hefur verið í þeim efnum. Ólafur reiö med björgum fram Tómas Árnason ætlar að svara formanni framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, þegar þing kemur saman. Það er tilhlökkun- arefni fyrir hann, eða hitt þó heldur. Og Ólafur Ragnar mun þá hafa í nógu að snúast, ekki síður en formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, Sighvatur Björgvinsson, og aðrir „stjórnarandstæðingar" stjórnarliðsins. Báðir segjast þeir vera móti stefnu, sem ríkisstjórn þeirra framkvæmir með atkvæði þeirra og annarra „stjórnarand- stæðinga" Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags. Hinn fyrrnefndi hefur jafnvel sagt, að efnahags- stefna ríkisstjórnarinnar sé „ónýt“ og hafi „aukið verðbólgu- vandann". Þeir Alþýðubanda- lagsmenn slógu þó skjaldborg um hana á Alþingi. Ekki síður en Alþýðuflokksmenn. Ólafur Ragn- ar uppnefnir efnahagsstefnuna „Ólafslög" til að geta afneitað henni við hentugt tækifæri fyrir næstu kosningar. Allt minnir þetta brölt hans á orðagjálfrið um einokun Flugleiða á síðasta þingi og nýtekna ákvörðun samgöngu- málaráðherra Alþýðubandalags- ins um að auka þessa svonefndu einokun. Auðvitað stendur for- maður framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins með Ragnari Arnalds, þegar á reynir. En í blöðunum segir hann, að stefna ráðherrans sé röng. Ef hann meinar eitthvað með þessu — og ef ráðherrann framkvæmir ekki stefnu Alþýðubandalagsins — á hann auðvitað að krefjast þess, að ráðherrann fari frá. Mun hann gera það? Nei. Hvers vegna ekki??? Formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins segir, að „þessi vitleysa getur ekki haldið áfram marga mánuði í viðbót". Skyldi það ekki vera sem næst einsdæmi, að þingmaður með aukatitil kalli stjórnarstefnu sína vitleysu framan í opið geðið á þjóðinni — og eins og ekkert sé? Mun hann þá kollvarpa stjórn- inni á næstunni og sjá til þess að vitleysan hætti? Nei. Hvers vegna ekki? Þarf að spyrja að því? Eða hvers vegna heldur hann og félag- ar hans áfram að styðja stjórnina, en uppnefna efnahagsstefnu henn- ar „Ölafslög"? Vegna þess að þeir kunna vel við sig í hráskinnsleikn- um, ekki síður en framsóknar- menn og kratar. En mikil börn eru framsóknarmenn að verða í póli- tík, að sjá ekki í gegnum þetta — og kalla efnahagsvitleysuna jafn- vel sjálfir „Ólafslög". Vita þeir ekki, að rétt fyrir kosningar á að klína allri vitleysunni á þá með þessu eina orði — sem í hugum íslenzks almennings merkir næst- um því það sama og „Olög". Segja má um forsætisráðherra: Ólafur reið með björgum fram. En hver vill fylgja honum eftir? Framsóknarflokkurinn er geng- inn í pólitiskan barndóm — og að því er komið, að riddararnir í Alþýðubandalaginu og Alþýðu- flokknum berjist við vindmyllur sínar — berhentir. En hvers vegna leggja þeir allt þetta á sig? Af því þeir veðja á gálgafrest- inn. Á meðan æðir flóðbylgjan á land. Og pólitíski fellibylurinn á eftir að rífa upp með rótum stór tré og litlar plöntur. Þó einkum litlu plönturnar. Skólabækur Nú þegar skólarnir eru að hefj- ast fyllast bókaverzlanir af skóla- bókum af ýmsu tagi og sá, sem ber þá feiknaframleiðslu augum, hlýt- ur að komast að þeirri niðurstöðu, að skólabókaútgáfa hérlendis sé að verða meiriháttar hagsmuna- mál fyrir útgefendur. En það þarf ekki lengi að líta á þessa fjölda- framleiðslu til að gera sér grein fyrir því, að í skólabókabísnessn- um eru margir kallaðir, en fáir útvaldir. Þarna ægir saman góð- um kennslubókum og alls kyns rusli, sem útgefendur veðja á og reyna svo eftir megni að troða inn í skólana — en kennarar síðan inn í börnin, með misjöfnum árangri sem betur fer. Ein af nýju bókun- um er sænsk þjóðfélagsfræði eftir einhvern Israel eða Joakim og er hún með því marki brennd eins og sumar aðrar bækur af því tagi, að hún virðist skrifuð fyrir bjálfa. Þar er t.d. kafli um það, að ef Jón slasast í vinnunni, þá er sóttur sjúkrabíll, ekið er með Jón á slysavarðstofuna, þar sem læknar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.