Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 Benedikt Gröndal utanrikisráðherra flytur ræðu sina á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna i fyrrakvöld. Simamynd AP. Sjóherir ná til allra strandríkja Hér fer á eftir ræða utanríkis- ráðherra á 34. ailsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þriðjudag- inn 25 september 1979: „Herra forseti. Það er mér mikil ánægja að fá að taka undir heillaóskir starfs- bræðra minna með kosningu yðar sem forseta 34. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Ég er sann- færður um að viska yðar og reynsla mun gera yður kleift að veita allsherjarþinginu þá forystu sem það þarfnast. Ég vil einnig þakka hjartanlega framkvæmdastjóranum og öllu starfsfólki Sameinuðu Þjóðanna fyrir óþreytandi elju í baráttu fyrir friði og bættum lífsskilyrð- um mannkyns, sem iðulega gengur ákaflega hægt og er mjög krefj- andi. Framkvæmdstjórinn hóf árs- skýrslu sína á því að segja: „Síð- asta ár hefur einkennst af óvissu, spennu og átökum." Hið sana hefur vafalítið mátt segja eða hefur verið sagt um öll þau ár sem liðin eru frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Það er staðreynd að örar breytingar hafa átt sér stað og heimsmálin verða æ flóknari. En það eru bjartar hliðar á tilver- unni. Friður hefur ríkt í Evrópu síðastliðin 30 ár, þar sem stórveld- in háðu hildarleiki sína um alda- raðir. Þetta hefur hins vegar verið vopnaður og dýr friður. Svæða- bundin bandalög hafa verið stofn- uð, eins og heimilað er í sáttjmála Sameinuðu þjóðanna. Bandalögin eru mynduð kringum risaveldin tvö og þau hafa komið sér upp gífurlega flóknum hernaðarkerf- um, sem kostað hafa viðkomandi þjóðir ómældar fjárhæðir. Við getum samt sem áður treyst því að þessum þjóðum hefðu orðið kjarnavopnaátök margfalt þung- bærari bæði hvað varðar mannslíf og eignir. Hernaðarjafnvægið kann að vera fallvalt að áliti sérfræðinga en aðalatriðið er að í stjórnmálum í Bandaríkjum og Evrópu hafa slökunarstefna og afvopnun verið sett á oddinn. Aðrar heimsálfur líða á sama tíma fyrir hernaðarleg og stjórn- málaieg átök sem valda fjölmenn- um þjóðum ómældum þjáningum og eyðileggingu. Þessi mismunur er mjög áber- andi og við skulum vona að Evrópu lánist að viðhalda friði og aðrar álfur megi feta í fótspor hennar. Við megum hins vegar ekki gleyma því að vandamáiin eru ólík og úrræðin því mismun- andi. Lokasamþykkt Helsinkiráð- stefnunnar verður einn af horn- steinunum í sögu eftirstríðsár- anna vegna þáttar hennar í skipu- lagðri slökunarstefnu. Helsinki- sáttmálinn hefur átt misjöfnu gengi að fagna meðan aðildarríkin hafa reynt að skilja innihald hans. Niðurstöður virðast vera þær að vilji sé fyrir að halda áfram á sömu braut og viðhalda anda Sáttmálans. Næsti áfangi slökunarstefnunn- ar er Madridfundurinn sem hald- inn verður síðla næsta árs. Undir- búningur hans hefur þegar staðið yfir í marga mánuði með fjölþjóð- legum ráðstefnum og viðræðum einstakra þjóða. Það virðist sem vilji sé til þess að Madridfundur- inn verði árangursríkur þannig að slökunarstefnan eigi meira gengi að fagna á komandi árum. Við skulum vona að bjartsýnismenn- irnir hafi rétt fyrir sér. Salt II samningurinn er auðvit- að nýjasta og mikilvægasta skref- ið í þessari þróun. Það hefur enn ekki hlotið staðfestingu og mjög gagnrýnin athugun fer fram um þessar mundir. Ég vona að niður- staðan af þessum athugunum verði jákvæð ekki aðeins vegna efnisinnihalds samningsins sjálfs, heldur miklu fremur vegna þeirra vona sem bundnar eru við áhrif hans á þróun slökunarstefnunnar. Hér má benda á ákvæði samnings- ins um algert bann við kjarna- vopnatilraunum, samdrætti í her- afla og vopnabúnaði í Evrópu og ýmis önnur atriði er bjóða upp á samningsgerð. Það er ekki úr vegi að minna á að Kennedy forseti sagði eitt sinn að breyta ætti vígbúnaðarkapp- hlaupinu í friðarkapphlaup. Það er e.t.v. ekki við hæfi að fulltrúi smáþjóðar, sem verið hefur vopnlaus í 500 ár skuli ræða þetta eða telji sig geta gefið öðrum ráð um tæknileg hernaðarmálefni. En jafnvel hin vopnlausu og fá- mennu lönd eru viðriðin þetta mál, sérstaklega ef landfræðileg Iega þeirra hefur mikilvæga hern- aðarlega þýðingu. íslendingar eru eyþjóð í miðju Norður-Atlantshafinu og við kom- umst ekki hjá því að taka eftir hinu mikla vígbúnaðarkapphlaupi sem á sér stað á heimshöfunum, sem þekja 2/3 af yfirborði jarðar. Fram til þessa hefur lítið verið rætt um afvopnun sjóherja, aðeins hefur verið vikið að ráðstöfunum til að koma á gagnkvæmu trausti á heimshöfunum. Ég ætla ekki að Iáta í Ijós óþolinmæði, en vil benda starfsbræðrum mínum frá hinum ýmsu löndum á þá stað- reynd að sjóherir geta flutt hern- aðarmátt sinn um gjörvallan heim og náð til allra strandríkja hversu fjarri sem þeir eru valdastöðum. Sjóherir voru áður undirstaða stórvelda og þeir geta enn gegnt því hlutverki. Mig langar að víkja að jákvæð- ari málum og ræða þriðju Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna sem hefur nýlega lokið átt- unda fundi sínum. Þetta er orðin lengsta og árangursríkasta ráð- stefna sem Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt sér fyrir. Ef við hugleið- um fyrri hafréttarráðstefnur þá má líklega fullyrða að aldrei hafi jafnmikil vinna verið lögð í það að setja lög um mannlegt atferli, þar sem stjórnleysi hefur- alltof lengi ráðið ferðinni. Hinir löngu fundir hafa án efa reynt á þolrifin á fulltrúum Hafréttarráðstefnunn- ar undanfarin 6 ár. Lokatakmark- ið er nú í nánd og við megum ekki gefast upp á síðasta sprettinum né koma með ný vandamál sem gætu eyðilagt þær jákvæðu niðurstöður sem fengist hafa með áralangri vinnu. Á síðasta fundi Hafréttarráð- stefnunnar í sumar var samþykkt vinnuáætlun sem gerir ráð fyrir að hafréttarsáttmáli verði sam- þykktur á næsta ári. Fulltrúar á Hafréttarráðstefnunni voru sam- mála um að hægt væri að ganga frá honum fyrir ágústlok á næsta ári, jafnvel þótt nokkur atriði væru enn óútkljáð. Úrlausn hefur fengist á mörgum álitaefnum, sem í upphafi litu út fyrir að vera óleysanleg og má þakka það þolin- mæði og oft snilldarlegum vinnu- brögðum fulltrúa á ráðstefnunni. Gífurlegir hagsmunir hafa verið í húfi og eru reyndar enn. Hið mikilvægasta er líklega samband mannsins og hafsins, þ.e. hvort bjarga eigi heimshöfunum og sækja í auðævi þeirra af varfærni, eða hvort mega eigi þau og eyði- leggja, en mjög líklegt er að sú verði afleiðingin ef ekki tekst samkomulag um hafréttarsátt- mála. Hafréttaruppkastið skapar skilyrði til þess að framkvæma hugsjónir um að auðæfi úthafa gangi til þróunarlandanna, sem er sannarlega göfug og aðdáunarverð viðleitni. Það gerir einnig ráð fyrir því að úrlausn byggi á sanngirnissjónarmiðum þar sem hagsmunir rekast á, og í staðinn fyrir ríkulega efnahagslögsögu verður strandríkjum gert að bera ábyrgð á verndun auðæva sjávar og koma í veg fyrir mengun. Ég tek fullkomlega undir orð framkvæmdastjórans í ársskýrslu hans, þar sem segir „Niðurstaða þessarar ráðstefnu getur haft mikil áhrif á vilja ríkisstjórna til að notfæra sér til fullnustu mátt Sameinuðu þjóðanna til að fá fram alþjóðlegan skilning á sam- eiginlegum málum heims". Áralangt starf á Hafréttarráð- stefnunni hefur þegar haft mikil áhrif á þjóðarrétt. Ýmsum hug- myndum, eins og til dæmis 200 mílna hugtakinu, hefur þegar cerið hrundið í framkvæmd af það mörgum þjóðum og líta verður svo á að þær hafi hlotið viðurkenn- ingu fyrir venju, ef ekki með samningi, og ennfremur með við- urkenningu fjölda ríkja. Þessi eina regla leiðir okkur að mörgum vandamálum sem kalla eftir úr- lausn og þess vegna má ekkert til spara þannig að halda megi áætl- un sem tryggi að gengið verði frá hafréttarsáttmála á næsta ári. Við skuium vona að þegar að allsherjarþingið kemur næst sam- an hafi Sameinuðu þjóðirnar eign- ast nýjan hafréttarsáttmála sem eilíflega mun halda nafni samtak- anna á lofti. Herra forseti. Mig langar að víkja að mikil- vægu máli sem mikið var til umfjöllunar á allsherjarþinginu á síðasta ári, þ.e. mannréttindamál. Við fögnuðum í fyrra að þrjátíu ár voru liðin frá því að Mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóð- anna, ein af hornsteinum alþjóð- legrar samvinnu var samþykkt. Fjölmörg ríki halda hins vegar áfram að beita þegna sínum of- beldi og við verðum því vitni að mannréttindabrotum víða um heim. Norðurlöndin ítrekuðu nýlega samþykkt sína um áframhaldandi baráttu á alþjóðavettvangi fyrir því að mannréttindi séu virt. Þau hafa á ný sett fram hugmyndir sínar um tengslin á milli borgara- legra og stjórnmálalegra réttinda annars vegar og efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda hins vegar. í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherrafundar Norður- landa sem nýlega var haldinn í Reykjavík, lögðu ráðherrarnir mikla áherslu á þýðingu þess að árangur næðist á þessu allsherjar- þingi hvað varðar áhrifameiri aðgerðir við að tryggja mannrétt- indi um allan heim. Þeir lögðu ríka áherslu á þýðingu þess að komið yrði á fót svæðabundinni samvinnu til að standa vörð um og tryggja að þegnar öðlist full mannréttindi og báðu menn að íhuga á ný tillögu sem fram hefur komið um stöðu mannréttindafull- trúa er ynni undir stjórn fram- kvæmdastjóra. Norðurlöndin munu halda áfram baráttu sinni gegn mis- þyrmingum, dauðarefsingum, kynþáttaraðskilnaði, kynþátta- mismunun og trúarofsóknum. Við tökum á nýjan leik undir með þeim sem nota þetta tækifæri til að fordæma kynþáttaaðskiln- aðarstefnu Suður-Afríkustjórnar og öllu því er fylgir því ömurlega kerfi kúgunar og ranglætis. Þrýst- ingur frá öllum heimshlutum hlýtur að lokum að brjóta niður þetta kerfi og við verðum vitni að öðru réttlátara sem þjónar öllum kynþáttum í landinu. Suður-Afríka komur sér áfram undan því að framfylgja áætlun Sameinuðu þjóðanna um frjálsar og réttlátar kosningar í Namibíu. Frekari tafir eru óviðunandi í Rœða Benedikts Gröndals utanríkis- ráðherra á allsherjar- þingi S.Þ. samningum um að Namibía öðlist sjálfstæði á friðsamlegan hátt. Nýjustu atburðir í Zimbabwe deilunum hafa fært mönnum nýj- ar vonir, ef niðurstaða Samveldis- ráðstefnunnar í Lusaka og viðræð- urnar í London skapa grundvöll fyrir almennri meirihlutastjórn í landinu. Gefa verður öllum póli- tískum samtökum jöfn tækifæri í kosningum til nýs þings, ef tryggja á að slík lausn hljóti alþjóðlegt samþykki. Viðsjár eru enn miklar í Mið- austurlöndum og allt verður að reyna til að tryggja frið sem gerir öllum ríkjum á svæðinu kleift að lifa í friði og öryggi innan viður- kenndra landamæra. Palestínu- menn verða að fá sín réttmætu þjóðarréttindi. Ég ætla mér ekki að halda áfram að telja upp þau svæði í heiminum þar sem ríkir ófriðar- ástand. Ég læt mér nægja að minna á að valdbeiting er alls staðar fordæmanleg og gagnstæð sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Herra forseti. Efnahagsástandið í heiminum er í ólestri. Efnahagsleg vandamál hafa margfaldast á flestum svið- um. Auði er misskipt, fátækt og næringaskortur eru yfirþyrmandi. Framleiðendur ákveðinna nauð- synjavara mynda samtök til að geta hækkað verð og rakað til sín gífurlegum gróða. Mörg ríki verða að þola mikið atvinnuleysi eða verðbólgu. Viðskipti er stöðnuð og verndartilhneiging fer vaxandi. Allt eru þetta vísbendingar um efnahagserfiðleika sem verður erfitt að greiða úr og valda vænt- anlega stórum hluta mannkyns miklum erfiðleikum um ófyrirsjá- anlegan tíma. Það er engin einhlít lausn til á vandanum, en nokkur atriði má nefna hér. 1. Nýrra efnahagsúrræða er þörf og við verðum að komast úr fjötrum staðnaðs efna- hagskerfis. 2. Við verðum að takast á við orkuvandann af miklu kappi. 3. Sérstaklega verðum við að fjalla um þann vanda sem stórhækkað olíuverð veldur þróunarríkj unum. Nú á tímum búum við yfir meiri tækniþekkingu og betri samgöng- um, en fyrri kynslóðir hefir órað fyrir. Samt sem áður virðist okkur miða lítið hvað varðar samfélags- vísindi, sem ættu að veita okkur nægilega leiðsögn til að miðla á réttlátan hátt gæðum jarðar. Þessi mismunur er ekki ný staðreynd, en verður hrikalegri með hverju árinu sem líður. Tæknileg þekking er fyrir hendi til að stjórna og skipta gæðum lands og sjávar, en okkur virðist vanta þá þekkingu eða e.t.v. hug- sjónaeld sem þarf til að útrýma styrjöldum, ágirnd og pyntingum. Mín ósk er sú að starf Samein- uðu þjóðanna haldi áfram að færa okkur í rétta átt og forði okkur frá hörmungum, sem við getum sjálf- um okkur um kennt. Þakka yður herra forseti".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.