Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 Auglýstur taxti en ekki á kvörðun verðlagsnefndar forsenda byggingarvísitölu VÍSITALA byggingarkostnaðar eftir verðlagi í september 1979 með gildistima október—desember 1979 hefur verið reiknuð út og reyndist hún vera 355 stig. Hækkunin nú er 14.89%. Athygli vekur, að bygg- ingarvisitalan er ákveðin á grund- velli auglýsts taxta Meistarasam- bands byggingarmanna og Lands- sambands ísl. rafverktaka, sem er 3% hærri en heimilað var af Verð- lagsnefnd 19. september s.l. Nefndin heimilaði 9.17% hækkun útseldrar vinnu í byggingariðnaði en Meistarasambandið og rafverktakar töldu sig eiga 3ja prósentustiga meiri hækkun vegna kostnaðarauka, sem leiðir af framkvæmd „félags- málapakkans" svonefnda, sem ríkis- stjórnin gaf fyrirheit um í desember 1978. Vísa aðilar sérstaklega til aukins kostnaðar vegna ákvæða laga um rétt verkafólks til uppsagnar- frests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Þetta kemur fram í september- hefti Hagtíðinda, sem Hagstofa Islands hefur nýlega gefið út. Þar segir einnig, að við útreikning verð- Verðlagsstjóri: Meistarasambönd- in verða kærð fyr- ir verðlagsbrot MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gærkvöldi til Georgs ólafssonar verðlagsstjóra og innti hann eftir afgreiðslu verðlagsnefndar á töxt- um útseldrar vinnu iðnmeistara. Verðlagsstjóri hafði þetta um mál- ið að segja: „Þetta mál var tekið fyrir á fundi verðlagsnefndar 19. september s.l. Þá lá fyrir ósk meistarasamband- anna um hækkun á útseldri vinnu í samræmi við launahækkun, sem varð 1. september, 9,17%, en auk þess beiðni um að fá hækkun vegna laga númer 19, frá 1. maií979 vegna slysa- og sjúkdómsforfalla. Vinnuseljendur töldu þetta ákveðinn kostnaðarauka, sem þeir mátu á 3%. Verðlagsnefnd fjallaði um málið á fundinum en afgreiddi aðeins launahækkunina frá 1. sept- ember en frestaði afgreiðslu máls- ins að öðru leyti vegna ónógra upplýsinga. Þetta þýddi ekki höfn- un af hálfu verðlagsnefndar á beiðni meistaranna heldur var að- eins afgreiðslu málsins frestað. Meistarasamböndin gáfu hins vegar út taxta í samræmi við þá beiðni sem þau höfðu lagt fyrir verðlagsnefnd. Það er ólöglegt því óheimilt er að hækka verðtaxta þessa nema með samþykki réttra Varðhald framlengt UM HELGINA var gæzluvarðhald ungs manns framlengt í allt að 15 daga, en hann hafði þá setið í 30 daga í gæzluvarðhaldi vegna rann- sóknar á umfangsmiklu fíkniefna- máli. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur mál þetta til rannsóknar. verðlagsyfirvalda og staðfestingu ríkisstjórnar. Þar sem meistarasamböndin völdu að fara þessá leið á Verð- lagsskrifstofan ekki annars úr- kosta en kæra þau til Verðlags- dóms fyrir verðlagsbrot og mun það gert á næstu dögum.“ vísitölu sé það föst regla Kauplags- nefndar og Hagstofu að miða við það verð, sem raunverulega er greitt fyrir vöru og þjónustu. Segir Hag- stofan, að sé verð, sem almennt gildi í viðskiptum, hærra en verð það, sem kann að hafa verið ákveðið af verðlagsyfirvaldi, gildi almenna verðið en ekki ákvörðun verðlags- yfirvalds. Hámarksákvæði sett af verðlagsyfirvaldi komi þannig ekki til upptöku í vísitölu, nema þau séu virk í framkvæmd. Taxtaskrár meistarasamtakanna séu allsráð- andi við greiðslur fyrir útselda vinnu, enda hafi engin taxtaskrá verið samin á grundvelli ákvörðunar verðlagsnefndar um 9.17% hækkun. Hafi því orðið að fylgja fyrirliggj- andi taxtaskrám við ákvörðun vísi- tölu byggingarkostnaðar að þessu sinni. Þá segir Hagstofan: „Það segir sig sjálft, að í þessu felst ekki nein viðurkenning á réttmæti umræddrar taxtahækkunar umfram það, sem heimilað var af verðlagsyfirvöldum. Hér ræður það eitt, að viðkomandi taxtaskrár eru sannanlega ráðandi í viðskiptum í Reykjavík á viðmiðun- artíma vísitölunnar. Rétt er að taka það fram, að Hagstofan ber lögum samkvæmt alla ábyrgð á útreikningi vísitölu byggingarkostnaðar. — Kauplagsnefnd á þar ekki neinn hlut að málum. Það skal upplýst, að með 9.17% hækkun útseldrar vinnu hefði vísitalan að þessu sinni orðið 350 stig í stað 355 stiga." Sjónvarpið: Ingvi Hrafn Jónsson ráðinn þingfréttamaður Á FUNDI útvarpsráðs í gær var samþykkt að ráða Ingva Hrafn Jónsson hlaðamann í hálft starf við sjónvarpið sem þingfréttamann. bingfréttaskrif ríkisfjölmiðlanna hafa verið í deiglunni að undan- förnu og var fréttastjórum beggja fjölmiðla falið að gera tillögur um skipan þeirra mála til útvarpsráðs. Emil Björnsson fréttastjóri sjónvarpsins gerði það að tillögu sinni, að ráðinn yrði fréttamaður í hálft starf við sjónvarpið til þess að sjá um þingfréttir en til þessa hefur þingfréttamaður útvarpsins einnig ritað þingfréttir fyrir sjón- varpið. Gerði Emil tillögu um það, að Ingvi Hrafn yrði ráðinn í starfið en hann hefur starfað sem afleysingamaður á fréttastofu sjónvarpsins. Féllst meirihluti út- varpsráðs á þessa tilhögun en minnihlutinn vildi láta auglýsa starfið. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær voru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í meirihluta en fulltrúar Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks í minnihluta. Fulltrúar meirihlut- ans munu hafa lýst því yfir, að þeir væru fylgjandi því að frétta- mannastöður væru auglýstar en hins vegar væri hér um hálft starf að ræða og vissa vinnuhagræðingu innan fréttastofu sjónvarpsins auk þess sem þing væri í þann mund að hefjast og því væri rétt að fallast á tillögu sjónvarpsins og ráða Ingva í starfið. Ekki er ákveðið hvernig þing- fréttaskrifum útvarpsins verður háttað, en Nanna Úlfsdóttir, sem gegnt hefur starfinu undanfarna vetur, hefur nú sagt því lausu. F’yrst um sinn munu innlendir fréttamenn útvarpsins sjá um þingfréttaskrifin. Franski útgerðarmaðurinn Del Pierre, núverandi eigandi Barðans. stendur hér fyrir framan skipið þar sem það stóð í slippi í gærmorgun á Neskaupstað. Ætlunin var að setja skipið á flot síðdegis í gær. Ljósm. Mbl.: Ásgeir. Endanlega gengið frá samningum á nýja Barða í gær „ÉG ER ánægður með skipið,“ sagði franski útgerðarmaður- inn Del Pierre, er hann hafði skoðað Barða NK 120 á Nes- kaupstað í gær. Gengið hefur verið cndanlega frá samningum milli Sildarvinnslunnar á Nes- kaupstað og franska útgerðar- fyrirtækisins um skipaskipti og hafa Neskaupstaðarbúar því náð i gegn skipakaupamáli sínu, þrátt fyrir mótstöðu sjáv- arútvegsráðherra. Kjartans Jó- hannssonar. Del Pierre fór til Neskaup- staðar í fyrradag og skoðaði Barðann í gærmorgun. Hann fann ekkert athugavert við skip- ið og voru samningar því endan- lega undirritaðir og frágengnir milli kaupanda og seljanda. Del Pierre kom til Reykjavíkur eftir hádegi í gær og hélt síðan utan síðdegis. Neskaupstaðarbúar fá nýja skipið afhent í lok október- mánaðar í Frakklandi, en það mun fara þaðan til klössunar í Englandi og koma heim um eða upp úr áramótum. „Ríkisstjómin hefur ekki heimilað inn- flutning á skipinu,, KJARTAN Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra var í gær spurð- ur álits á þeim samningum, sem Síldarvinnslan á Neskaupstað hefur gert um skipaskipti við franskt fyrirtæki. Kjartan sagði að engin ríkisstjórnar- samþykkt heimilaði innflutn- ing á þessu skipi. — Eg get ekki séð hvernig stætt er á því, að slíkur innflutn- ingur eigi sér stað án þess að ríkisstjórnarsamþykkt liggi fyrir, sagði ráðherrann. Hann var þá spurður hvort það væri ekki rétt, að Norðfirð- ingar hefðu undir höndum pappíra frá Svavari Gestssyni viðskiptaráðherra, sem heimil- aði slíkt. — Ég hef ekki séð neinn pappír af því tagi og ég hef engan hitt sem séð hefur þann pappír þó sögur gangi um slíkt, sagði Kjartan Jóhannsson og vildi ekki ræða málið frekar. Formannafundur í Reykjaneskjördæmi MORGUNBLAÐIÐ átti í gærkvöldi viðtal við Ellert Eiríksson formann kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, en þá var nýlokið stjórnarfundi kjördæmisráðs. Ellert sagði, að ákveðið hefði verið á stjórn- arfundinum að boða til fundar með formönnum félaga og fulltrúaráða Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi til undirbúnings kosn- ingabaráttunni. Fundurinn verður haldinn n.k. fimmtudagskvöld klukkan 20,30 í Sjálfstæðis- húsinu í Kópavogi. A fundinum verða m.a. ræddar væntanlegar prófkjörsreglur Sjálfstæð- isflokksins. Auk þess verður ræddur annar undirbúningur vegna væntanlegra kosninga. Ellert Elríksson. Fjölmargar hækkun- arbeiðnir liggjafyrir ENGINN fundur verður í dag í verðlagsnefnd, en miðvikudagar eru venju- legir fundardagar nefnd- arinnar. Fjölmargar hækkunarbeiðnir liggja nú fyrir hjá nefndinni og nokkrar samþykktir eru óstaðfestar hjá ríkisstjórn- inni. Vegna óvissunnar í stjórnmálunum er óljóst hvenær þessi mál hljóta afgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær liggja m.a. fyrir hjá ríkisstjórninni óstaðfest- ar samþykktir verðlagsnefndar um 17,3% hækkun á töxtum leigu- bíla og 13,5% hækkun á taxta Landleiða. Hjá verðlagsnefnd liggja allmörg mál fyrir, t.d. beiðni um hækkun á farmgjöldum skipafélaganna, taxta stöðvanna svo og hækk um kjötvörum og fisk enda. Góður loðnuafli —hr áef nið gott MANUDAGURINN var einn af beztu dögum loðnuvertíðarinnar, en þá tilkynntu 24 skip um 17850 lestir. Heildaraflinn á vertíðinni er nú um 250 þúsund lestir og aflahæstu skipin munu vera, eins og í síðustu viku, Sigurður RE 4 og Oli Óskars RE 175. í fyrrinótt voru aðeins fá skip eftir á miðunum og því fáir sem tilkynntu um afla í gær. Kftirtalin skip tilkynntu Loðnunefnd um afla síðdegis á mánudag: Skírnir 450. Stapavik 550, Arnarnes 600, Mag:nús 530, Jón Finnsson 600, GullberK 600. Bjarni Ólafsson 1130. Samtals á mánudag 17850 úr 24 skipum. LriÓjudagur: Arsall 440, Ilúna- röst 610. Loðnan mun vera góð til vinnslu og eftir því sem Morgunblaðið hefur frétt gengur bræðsla víðast hvar mjög vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.