Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 + MARÍA ÞORSTEINSDOTTIR Hæðargaröi 8. lést í Landspítalanum þann 7. október. Þorbjörg Ottósdóttir Gyða Tómasdóttir Hafdís Þórólfadóttir t Eiginmaöur minn HERMANN ÞORBJARNARSON Torfufelli 48 lést í sjúkrahúsi í London 30. september. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Fyrir hönd foreldra, barna og tengdabarna, Anna Regfna Pólsdóttir. t Útför fööur míns SIGURJÓNS JÓNSSONAR Ásvallagötu 27. veröur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. október kl. 15. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Jón Sigurjónsson t Eiginmaöur minn ÁRNI THEÓDÓR LONG, verzlunarmaóur, Meistaravöllum 19, Reykjavík verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 11. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guólaug Steingrímsdóttir. t Hugheilar þakkir sendum viö öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúö viö andlát og jaröarför HAUKS GRÖNDAL framkvæmdastjóra Melhaga 15. Súsanna Péll Gröndal Guófinna Gröndal Benedikt H. Gröndal Gunnar Gröndal Halldórsdóttir Haukur H. Gröndal Helgi Victorsson Sigríöur Gísladóttir Oddný Björgvinsdóttir og vandamenn. Þökkum af alhug auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og jarðarför FRIORIKU MAGNEU SÍMONARDÓTTUR frá Langhúsum Jósef Sigurbjörnsson Björn Sigurbjörnsson Jón Sigurbjörnsson María Jónsdóttir Guöbrandur Sigurbjörnsson Hulda Jónsdóttir Gísli Sigurbjörnsson Guöríöur Halldórsdóttir Ríkey Sigurbjörnsdóttir Þorleifur Þorláksson Sigurbjörn Þorleifsson Bryndfs Alfreðsdóttir og aórir aöstandendur. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim, sem auösýndu okkur samúö og heiöruöu minningu, SIGÞÓRS MARINÓSSONAR, tæknimanna, Selvogsgötu 26, Hafnarfiröi. Guös blessun fylgi ykkur öllum. Aöalbjörg Snorradóttir, Aöalbjörg Sigþórsdóttir, Gunnar Sigurósson, Rafn Sigþórsson, Guöný Albertsdóttir, María Sigþórsdóttír, og barnabörn. Hulda Marinósdóttir, Steinar Marinósson, Marinó Marinósson, Lokað eftir hádegi í dag miövikudag 10. október vegna jaröar- farar Siguröar Ottó Steinssonar. PFAFF hf., Bergstaðarstræti og Skólavörðustíg. Einar Kristinn Gíslason —Minning Fæddur 19. febrúar 1921 Dáinn 1. október 1979 Einar Kristinn, sem í dag er til moldar borinn, var fæddur í Bol- ungarvík 19. febrúar 1921, sonur hjónanna Sesselju Einarsdóttur og Gísla S. Sigurðssonar, sjó- manns þar. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Bolungarvík og svo sem títt var um unglinga þar, var hann í sveit á sumrum, en fór snemma að stunda sjóinn og formaður varð hann liðlega tvítugur. 1943 kvænt- ist hann eftirlifandi konu sinni, Elísabetu Sveinbjarnardóttur frá Uppsölum í Seyðisfirði. Skömmu síðar fluttu þau hjón til Súðavíkur og var Einar þar við sjó, oftast formaður á vélbát, þar til þau fluttu til Akraness 1951. Þar stundaði hann sjó svotil óslitið til dauðadags. Var skip- stjóri og stýrimaður á vélbátum, var um árabil á sementsferjunni og reri einnig eigin bátum. Öll verk fóru honum vel úr hendi, ósérhlífinn dugnaðarmaður var hann að hverju sem hann gekk. Afburða vinsæll og vellátinn og enga hygg ég að hann hafi átt óvildarmenn, enda vildi hann hvers manns götu greiða, sem á vegi hans varð. Þau hjón eignuðust 7 börn, eitt dó óskírt, en hin eru: Kristín Sesselja, stúdent, gift Steingrími Bragasyni, yfirkennara, Gísli Sveinbjörn, vélsmiður, kvæntur Eddu Guðmundsdóttur, Rögnvald- ur, kennari, kvæntur Ragnheiði Hjálmarsdóttur, Elísabet Hall- dóra gift Reyni Elíeserssyni, tæknifræðingi, Droplaug, banka- starfsmaður og Rósa kennari. Ég hygg ekki ofmælt að Einar hafi verið hamingjumaður. Vissu- lega var ekki lífsbaráttan alltaf dans á rósum og fyrstu búskapar- árin nokkur reynslutími, en brátt vænkaðist hagurinn og þeim hjón- um auðnaðist að búa sér þægilegt heimili og koma öllum börnum sínum til manns með sóma. Hjónabandið var ástríkt alla stund, enda Elísabet gæðakona, sem stóð dyggilega við hlið manns síns. Annað fór og eftir, því börnin eru öll einstakir ljúflingar, og fjölskyldan öll sem einn maður, heimilislífið einkenndist af gleði og góðvild. En hver er sinnar gæfu smiður. Veigamesti þátturinn í gæfu Ein- ars var hans létta lund. Víllaust tók hann því sem að höndum bar og fékkst ekki um þó stöku sinnum gæfi á bátinn. Hann var gleði- maður í þess orðs bestu merkingu, kunni þá list, að skemmta sér af lífi og sál og lét ekki hversdags- amstrið spilla gleði sinni. Hann var söngmaður ágætur, söng lengi í kórum, átti mikla og bjarta tenórrödd, varð honum ekki mikið um að syngja næturlangt ef svo blés. Fjölskyldan var og öll söngv- in og ósjaldan ómaði söngur og hljóðfærasláttur frá heimilinu. Slíkra manna er gott að minnast, Einar Gíslason er minnisstæður öllum sem honum kynntust og við höfðum vænst þess, að hann ætti mörg starfsár ólifuð og gæti svo í ellinni notið lífsins umvafinn ást- úð sinnar góðu fjölskyldu. En það sem verður að vera, viljugur skal hver bera. Dauðinn er víst hið eina sem ekki bregst okkur hér á jörð þó oft komi hann hryggilega á óvart og því fremur, sem nær er höggvið. Einars er sárt saknað af öllum sem hann þekktu, en mestur er missirinn og sárastur söknuður- inn hjá ekkjunni og börnunum. Huggun harmi gegn, er minningin um ástríkan eiginmann og góðan föður, glaðan og reifan til síðustu stundar. Við vottum fjölskyldu hans innilegustu samúð, og þó við fylgjum Einari síðasta spölinn með hryggð í huga erum við þess fullviss að vegna framkomu sinn- ar hér á jörð þarf hann ekki heimvonar að kvíða til æðri vist- arvera. Guðm. Jakobsson. I dag verður jarðsunginn frá Akraneskirkju Einar Kristinn Gíslason, sjómaður, en hann varð bráðkvaddur að kvöldi 1. október síðastliðins. Einar var fæddur í Bolungarvík 19. febrúar 1921, son- ur hjónanna Gísla Sigurðssonar og Sesselju F. Einarsdóttur. Börn þeirra Gísla og Sesselju voru 4, auk Einars systurnar Guðfinna, Ásgerður og Petrína. Einar ólst upp í Víkinni og þeim stað var hann ávallt tengdur traustum böndum. Ekki voru menntunarmöguleik- ar ungs fólks þar vestra miklir á uppvaxtarárum Einars. Hann lauk barnaskólanámi á tilsettum tíma en síðan lá leið hans á sjóinn. Hann var 14 ára, þegar hann fór fyrst til sjós og á sjónum hefur hann unnið sitt ævistarf, sem nú er orðið langt og farsælt. Einar var á ýmsum bátum þar vestra og sýndi snemma þá kosti, sem ein- kenndu hann við vinnu, dugnað og kapp. Þegar stundir liðu fram aflaði hann sér skipstjórnarrétt- inda, tók svokallað pungapróf á ísafirði. Árið 1943 kvæntist hann Elísa- betu Sveinbjörnsdóttir, ljósmóður, frá Uppsölum í Seyðisfirði. Þau hófu búskap í Bolungarvík og varð hjónaband þeirra farsælt, enda voru þau bæði dugleg og samhent. Þeim varð 7 barna auðið, en það fjórða, sem var drengur, leit alldrei dagsins ljós. Árið 1944 fluttu þau að Uppsölum og skömmu seinna til Súðavíkur. Á fyrstu árum eftir heimstyrj- öldina síðari voru erfiðir tímar víða um Vestfjörðu. Sjávarafli brást og atvinnuleysi var mikið. Einar og Elísabet fóru ekki var- hluta af þeim erfiðleikum, en eignuðust samt þar sitt eigið hús. Snemma árs 1951 fluttu þau til Akraness og hafa búið þar síðan. Atvinnuástand var betra á Akra- nesi, og þar vann Einar fyrir fjölskyldunni sem stýrimaður og skipstjóri á ýmsum bátum. Nú fór hagur hans að vænkast. Hann byggði húsið að Heiðarbraut 55, þar sem fjölskyldan eignaðist gott og hlýlegt heimili. Á síldarárunum um 1960 varð mikil breyting á íslenska fiski- skipaflotanum. Skipin urðu stærri og meiri kröfur voru þá gerðar til ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili. menntunar skipstjórnarmanna. Þá settist Einar á skólabekk í Stýrimannaskólanum og lauk það- an hinu minna fiskimannaprófi. Þetta var mikið átak, því að fjölskyldan var stór og börnin komin í skóla. Kynni okkar Einars hófust um áramótin 1966—67, þegar ég trú- lofaðist Sesselju dóttur hans. Ég varð strax einn úr fjölskyldunni og heimilið að Heiðarbraut 55 varð mitt annað heimili. Þar var gott að koma. Ævinlega var manni tekið með hlýju. Eftir að við hjónin settumst að á Akranesi, urðu samskiptin nán- ari og þá kynntist ég betur mannkostum Einars, hjálpsemi hans, glaðværð í vinahópi og ást hans á fjölskyldu sinni. Vorið 1975, þegarEinar var með Sæfara SK, réðist ég í skipsrúm hjá honum til handfæraveiða. Þá kynntist ég fyrst töfrum hafsins, en til þess tíma hafði ég talið, að ég væri sjóveikur, og ætti aðeins að vinna í landi. En sumarið þegar við vorum á skakinu, varð eitt- hvert besta sumar, sem ég hef lifað. Það kom svo af sjálfu sér, þegar Einar keypti trilluna For- túnu vorið 1976, að ég varð háseti hans á grásleppuveiðunum. Þá kynntist ég betur sjómannshæfi- leikum Einars. Við sóttum fast og vorum stundum einskipa á sjó. Það var eins og Einar hefði sérstaka tilfinningu fyrir sjólagi. Hann varð var við hina kröppu sjói og gerði viðeigandi ráðstafan- ir, löngu áður en ég hafði hugboð um þá. Eins var oft engu líkara en hann fyndi á sér veðrabreytingar. Einar var fiskimaður af lífi og sál. Hann gladdist innilega yfir góðum feng, en þegar verr gekk, tók hann því líka með jafnaðargeði. Með honum var gaman að stunda sjó. Nú er skip Einars komið að landi handan móðunnar miklu. Með honum er genginn traustur sjómaður og góður drengur. Við kveðjum hann með trega. Blessuð veri minning hans. Steingrimur Bragason. Ég lifi og þér munuð lifa. Hvar værum við á vegi stödd, ef við ekki hefðum þessi orð Frelsarans að leiðarljósi í lífi okkar? Á sorgarstund varpa þau birtu í hugi okkar og veita okkur styrk. Fyrir 36 árum kom Elísabet systir mín heim að Uppsölum með ungan mann sem tilvonandi eigin- mann sinn. Einar hét hann Gíslason og var ættaður úr Bolungarvík. Engum duldist, að hér var kominn mikill mannkostamaður og var bjart yfir komu þeirra saman. Sú birta hefur enst fram á þennan dag og eflst í samheldni þeirra og kærleika. Einar var fæddur þann 19. febr. 1921 í Bolungarvík, sonur hjónanna Sesselju Einarsdóttur og Gísla Sigurðssonar. Hann ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna og þriggja systra. Gjörvi- legur ungur maður, sem unni fegurð lífsins. Hann hafði mikið yndi af tónlist, sérstaklega naut hann þess að hlusta á fagran söng. Sjálfur hafði hann mikla og hljómfagra rödd. Þau Einar og Elísabet voru gefin saman í hjónaband 5.okt. 1943 á bernskuheimili hennar. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Bolungarvík og Súðavík. Arið 1951 fluttu þau til Akraness og hafa átt þar heimili sitt síðan. Þeim varð 7 barna auðið, 6 þeirra eru á lífi. Einar og Elísabet áttu miklu barnaláni að fagna, enda óvenju mikil samhygð í fjöl- skyldunni. En nú er skarð fyrir skildi að Heiðarbraut 55. Þeir missa mikið, sem mikið hafa átt, og er þá gott að geta yljað sér við minningarnar ljúfu og góðu. Við systkinin og fjölskyldur okkar biðjum um styrk elskulegri systur og börnum hennar til handa. Einari þökkum við allt, sem hann var okkur og biðjum honum blessunar Guðs um tíma og eilífð. H.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.