Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 25 fclk í fréttum „Rauð rödd í þjóðþingingu“ + ÞESSI ungi maður ætlar að geía sig að dönskum stjórnmál- um, eins og faðir hans heíur gert um langt árabil. — Ungi maður- inn heitir Per Kvist Jörgensen og er bifreiðastjóri. — Faðir hans er Anker Jörgensen, for- sætisráðherra Dana, sem fyrir nokkru boðaði til þingkosninga í Danmörku 23. þessa mánaðar. En hinn ungi stjórnmálamaður, ætlar ekki að feta í fótspor föður sins i danska Jafnaðarmanna- flokknum. — Hann hefur skipað sér undir merki kommúnista, Kommunistisk Arbcjderparti (KAP), og er í framboði í einu kjördæmi Kaupmannahafnar- borgar. Flokkur hans hefur til- kynnt framboð 44 manna til þjóðþingskosninganna. Það er haft eftir Per Kvist þingmanns- efni að hann ætli sér að afhjúpa föður sinn og flokk hans i þjóðþinginu. Sýna fram á að hann og flokkur hans sé allt annað en sósialiskur flokkur. Kommúnistaflokkurinn KAP hefur valið sér vigorðið „Rauð rödd í þjóðþinginu“. Ástarbréf til Mussolinis + í REUTERS-frcttum frá Róm- aborg segir að þar i borg sé að koma út bók, sem hefur að geyma ástarbréf til Benito Mussólínis einræðisherra Ítalíu, frá Clöru Petacci, sem var ástkona einræð- isherrans, sögð hafa verið falleg kona. Hún fylgdi honum i dauð- ann. — Þau voru skotin til bana er þau voru á flótta að reyna að komast yfir landamærin til Sviss. — Lík þeirra beggja voru svo hengd upp á torgi í Rómaborg. — Það kcmur fram í þessari bók, sem hefur hlotið titilinn „Helguð foringjanum“, að Clara var að- eins 14 ára gömul er hún byrjaði að skrifa einræðisherranum italska ástarbréf. — Ein setning er tilfærð úr bókinni í þessari Reuters-frétt: „Líf mitt er þitt líf“. Sjö ár liðu frá því að hún skrifaði Benito fyrsta ástarbréfið unz þau hittust. En í rúmlega 20 ár haíði Clara verið sauðtrygg ástkona einræðisherrans. + ÞEGAR skýrsla kjörbréfanefndar um Kampucheufulltrúana var til umræðu á allsherjarþingsfundi föstudaginn 21. september sl. stjórnaði Tómas Á. Tómasson, fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, fundi um stundarsakir. Það er sjálfur Kurt Waldheim. sem situr við hlið Tómasar á þessari fréttamynd. Kóngurinn fékk launa- hækkun... + ÓLAFUR Noregskonungur hefur nýlega fengið þó nokkra launahækkun, sem koma á til framkvæmda á næsta ári. Hefur ríkisstjórnin lagt til að árslaun hans hækki úr norskum krónum 3,7 milljónir í 4,2 milljónir (ísl. 327 milljónir). — Einnig á Har- aidur krónprins von á launa- hækkun, en nokkru minni en faðir hans. Þessi launahækkun mun liggja ofan við þau mörk launahækkana i Noregi, sem gert er ráð fyrir þar í landi á næsta ári. — Þá verður á næsta ári varið allnokkru fé til viðgerða á sumarhöll konungs að Skaugum, en þakið er orðið lélegt. 85 ára: Bergþóra Jónsdótt- ir —Vestmannæyjum Hún ólst upp á tímum torfbæja, hefur lifað tvær heimsstyrjaldir, heimskreppu og Kötlugos. Hún hefur mátt muna tímana tvenna. Lífið hefur ekki alltaf verið henni dans á rósum. En eins og hún sjálf hefur sagt, bjargaðist þetta allt saman með góðri samvinnu og guðs hjálp. Bergþóra Jónsdóttir, Reykjum, Vestmannaeyjum, er 85 ára í dag. Hún er svo ern, að það er hreint ótrúlegt, enda tryðu fáir ókunnugir því, að hér væri kona með átta og hálfan tug ára að baki. Bergþóra er fædd að Syðra-Bakkakoti undir Austur-Eyjafjöllum, dóttir hjónanna Jóhönnu Magnúsdóttur og Jóns Einarssonar. Á fyrsta aldursári flyzt hún síðan ásamt foreldrum sínum að Steinum undir Eyjafjöllum, þar sem hún elzt upp í stórum systkinahóp. Árið 1918 giftist hún Guðjóni Jónssyni frá Björnskoti undir Eyjafjöllum, syni hjónanna Jóns Filippussonar og Guðbjargar Sigurðardóttur. Hófu þau búskap í Rimhúsum undir Eyjafjöllum, en fluttust upp úr 1920 til Vestmannaeyja og bjuggu þar upp frá því. Stundaði Guðjón þar lengst af sjósókn og ýmis önnur störf. í Eyjum reistu þau sér veglegt íbúðarhús, Reyki, og bjuggu sér vistlegt heimili, ásamt því að ala önn fyrir stórum barna- hóp. Á þeim árum þurfti útsjónar- semi og dugnað til að sjá stóru heimili farborða. Þau eignuðust tíu börn. En sjúkdómar og slys hafa höggvið stórt skarð í Reykja- fjölskylduna. Guðjón lést 1967 og fjögur barnanna eru látin. Eftir lifa sex mannkostabörn. Guðmundur umsjónarmaður, kvæntur Ásu Gissurardóttur, Jóhanna húsmóðir, kvænt Victori Halldórssyni bifreiðarstjóra, Guð- björn járnsmiður, kvæntur Katrínu Valtýsdóttur, Magnús bifreiðarstjóri, kvæntur Edith Jóhannesdóttur, Þórhallur verk- stjóri, kvæntur Svölu Ingólfs- dóttur og Haukur bifreiðarstjóri, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur. Enda þótt Bergþóra hafi í gegnum árin þurft að þola sitt af hverju, bæði sjúkdóma sjálfrar sín og sinna nánustu, þá getur hún í dag á þessum vegamótum í lífi sínu, horft stolt yfir farinn veg. Hún hefur sannarlega lagt sitt af mörkum og ég hugsa með hlýjum huga til þessarar lítillátu konu, sem öllum óskar þess bezta og mælir aldrei styggðarorð um nokkurn mann. Ég átti þess kost að kynnast Bergþóru fyrir fáum árum og hafa þau kynni verið mér sönn lífsreynsla og ekki sízt ánægja. I dag uppsker hún ríkulega, enda eins og til var sáð. Hún nýtur þess að vera samvistum við sína nánustu og ferðast mikið. Ekkert sumar finnst henni, nema hún geti húsvitjað undir Eyjafjöllin. Þaðan á hún sínar björtu bernsku- minningar og oft reikar hugurinn þangað. Nú síðast í sumar fór hún ásamt eftirlifandi bræðrum og sínum nánustu austur undir Eyja- fjöll, til að reisa föður sínum er þar hvílir veglegan minnisvarða. Ofarlega er henni í huga Noregs- ferðin, sem hún fór gosárið 1973, en sú ferð var skipulögð fyrir eldri borgara Vestmannaeyja- kaupstaðar. Aðalsmerki Bergþóru er að vera veitandi en ekki þiggjandi, ásamt hreinni samvisku og heilsteyptum persónuleika. Brauðstrit áranna hefur og kennt henni, að láta verk dagsins í dag ekki bíða morgun- dagsins. I dag yljar hún sínum nánustu með því að prjóna vettlinga og ullarleista fyrir veturinn. Minni hennar er óbrigðult og hún man löngu liðna atburði í smáatriðum, atburði sem ég og mín kynslóð getum einungis lesið um. Um leið og ég þakka fyrir ánægjulegar samverustundir í sumar og gestrisnina, óska ég þér hjartanlega til hamingju með daginn. Bergþora er stödd þessa dagana á heimili dóttur sinnar í Reykja- vík og tekur þar á móti gestum. Halldór Frímannsson. NAMSKEIÐ Hvernig má verjast streitu? I aprílmánuði sl. efndi Stjórnunarfélagiö til tveggja daga námskeiðs þar sem íslenskur fólagssálfræðingur, dr. Pétur Guöjónsson, kenndi aðferðir sem beita má til að verjast innri spennu. Gífurleg aösókn var að námskeiöinu í vor og komust færri að en vildu þó efnt hafi veriö til aukanámskeiös. Dr. Pétur hefur haldið námskeiö þetta fyrir fjölmörg fyrirtæki vestanhafs og meðal þeirra má nefna Bank of New York, National Bank of North America, Uniroyal, N.B.C. útvarpsstööina og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti Bandaríkjanna. Dr. Pétur veröur aftur staddur hér á landi nú í október og mun Stjórnunarfélagiö efna til tveggja daga námskeiös þar sem hann mun kenna tækni sem einstaklingar geta notað til að forðast streitu, vanlíðan og innri spennu. Námskeiöið veröur haldiö aö Hótel Esju dagana 22. og 23. október nk. og stendur frá kl. 13:30 til 18:30 hvorn dag. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar fást hjá Stjórnunarfélaginu, sími 82930. INUNARFELAG SLANDSH Sfðumúla 23 — Sími 82930 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.