Alþýðublaðið - 25.03.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.03.1931, Blaðsíða 2
-ABÞiRflHBft'JfrfilB Skattaralr. Ríkistekjiar af stóreignuEU og há'ekjsim elle§ar af mfflfflðsynleim almennings. Rafmagnsmálii. i. Virkjnn Sogsfns. Meíri hluti bæjarstjórnar Reykjavikur samþykti sumariö 1929 að ráðast í að reisa vatnsaflsstöð við Efra-Fallið í Soginu, til að framleiða raforku handa Reykjavíkurbæ. Borgar- stjóri, Knud Zimsen, og nánustu fylgismenn hans úr íhaldslið&nu höfðu barist mjög gegn því, að bærinn ákvæði að virkja Sogið, en fyrir harða baráttu jafnaðar- manna í bæfjarstjórn tókst að knýja máliið fram. Var síðan tek- ið að undirbúa útboð um virkj- unina og fjárveitingun til hennar, . en sökum j)ess, hve erfitt var að fá lán á peningamarkaðinum vet- urinn 1929—1930, pá tókst eigi að útvega fé til virkjunarinnar. Þó hafði eitt hinna erlendu raf- magnsfélaga gefið nokkurn ádrátt urn að útvega féð, ef við það yröi samið um byggingu stöðvarinnar, og voru pví sendir menn frá bæn- run til Stokkhólms á fund félags- ins, og fengu þeir tilboð um pen- ingalán, með kjörum, er svara til 63/40/0 ársvöxtum. Skyldi vera ábyrgð islenzka rikisins fyrir lán- inu. Skilyrði fyrir láninu var enn fremur það, að félagiö tæki að sér byggingu Sogs-stöðvarinnar fyrir ákveðið verð, er myndi hafa svarað til um 8 millj. króna fyrir stöðina upp komna og bæj- arkerfi í Reykjavík. Verðtilboð þetta var nokkru hærra en hæst hafði verið gert ráð fyrir áður að bygging stöðvarinnar myndi kosta. Málið var svo lagt fyrir ■bæjarsíjórn Reykjavíkur í dezem- bermánuði í vetur, en meiri hláti bæjarstjórnar hafnaði tilboðinu, en. samþykkti áskorun til alþingis um að veita Reykjavíkurbæ á- byrgð á láni til virkjunarinnar. Rafmagnsstjórn Reykjavíkur hafði síðan málið til með'ferðar og lét undirnefnd undirbúa lagafmm- varp, er lagt skyidi fyrir alþingi. Þessi undirnefnd hóf síðan sam- starf við raforkumálanefnd ríkis- ins, og varð samkomulag um frumvarp til laga um virkjun Efra-Sogsins, er meiri hluti raf- orkumálanefndar ríkisins af- greiddi síðan frá sér sem tillög- ur sínar til ríkisstjórnarinnar. Frumvarp þetta mun nú verða lagt fram á alþingi. í lagafrum- varpi þessu eru þessi höfuðatriði: 1. Ríkissjóðsábyrgð fyrir alt að 7 millj. króna láni til virkjunar- innar. 2. Ríkið leggi veg að virkjunar- staðnum gegn 140 þús. króna framlagi hinnar fyrirhuguðu Sogsveitu. 3. Sogsvirkjunin sé eign Reykja- víkurbæjar, en rekin sem fjár- hagslega sjálfstætt fyrirtæki, og geti ríkið gengið inn í virkjunina sem meðeigandi, hvenær sem er með vissum skilyrðum. 4. Sogsveitunni er skylt að láta í té raforku til almenningsnota í nærliggjandi hémðum fyrir rúmlega kostnaðarverð. Sogsvirkjuninni er ætlað að framlieið í byrjun 5—10 þús. hest- öfl af raforku, en síðar að bæta við alt upp' í um 30 þús. hest- öflum, ien meira afl mun ekki vera hægt að virkja í Efra-Sog- inu. Raforku úr Sogsstöðinni verða aðnjótandi rúmlega 30 þús. manns í Reykjavík og Hafnar- firði. Enn fremur hefir rannsókn á stofnkostnaði orkuveitutauga út frá Sogsstöðinni, til Eyrar- bakka, Stokkseyrar og Vest- mannaeyja, Akraness og suður um. Reykjanes, leitt í ljós að slík- ar orkuveitutaugar geta vel bor- ið sig með því að greiða Sogs- stöðinni fult kostnaðarverð fyrir orkuna (ca. 85 kr. á kw.), og myndi Sogsstöðin þannig sjá 13 —14 þús. manns að auki fyrir raforku, en sú aukna sala aftur á móti gera rekstur Sogsstöðvar- innar arðvænlegri. Alls myndi því Sogsveitan þegar á fyrstu 5—10 árunum láta meira en 2/5 hlutum landsmanna í té næga og ódýra raforku. I Reykjavík myndi þegar á fyrstu árunum verða hægt að lækka verðið á árskilowatti, sem nú er að með- altali tæplega 600 í 200 kr. Enda þótt sú leið myndi ekki verða farin, að lækka rafmagn til ljósa svo mikið fyrst í stað, þá myndi lækkunin verða því meiri á orku til suðu, hitunar og iðnreksturs. Það er óhætt að fullyrða að þeg- ar raforka Sogsstöðvarinnar er komin í notkun í Reykjavík, þá verði raforka til suðu að minsta kosti tvisvar til þrísvar sinnum ódýrari en gas með núverandi verði. Sigurdur Jónasson. Hamar. f Hamri vinna nú 30 eða 35 íðnnemar og 13 sveinar. Af svein- unum eru að eins tveir Islanding- ar. Hinir 11 eru útlendingar. Með „Drotningunni í gær komu tveir útlenzkir sveinar til Hamars, annar danskur en hinn sænskur, en hér eru minst 7—8 fullgildir íslenzkir sveinar at- vinnulausir. Hvernig er með hinn mikla . sveinafjölda, sem „lært“ hefir í Hamri, hafa þeir ekkert numið þar, úr því Hamar treystir sér ekki til þess að taka nema út- lendinga? Dagsbrúnarmafiur. Hjálprœdisherinn heldur hljmp- leikasamkomu annað kvöld kl. 8 síðd. Lautn. H. Andrésen stjórn- ar. Hjálpræðissamikoma föstudag kl. 8 síðd. Lautn. G. Young stjórnar. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir! Um petta tvent stendur deilan um skattamálin, hvort ríkið á að fá tekjur sínar í skatti af há- tekjum og eignum og jafnframt af einkasölu, — þann gróða, sem annars fer til örfárra heildsala —, ellegar að skattaþung- anum sé haldið á herðum alþýðunnar með tollum á niauö- synjavörum hennar, svo sem nú er gert og þyngst kernur niður á fátækum barnaheimilum. Þessi barátta stendur á milli flokk- anna, annars vegar Alþýðuflokks- ins, sem vill létta' okinu af al- þýðunni og láta þá borga í rík- issjóðinn, sem eignirnar edga og mestar hafa tekjurnar, hins veg- ar íhaldsflokksins og „Framsókn- ar“-flokksins, sem hafa samein- ast um að halda við tollaþungan- um til Jress að hlífa eigna- og hátekju-mönnum, þótt svo vebtí að heyra í öndverðu, sem sú ætti ekki að verða stefna „Fram- sóknar“-fIokksins. Um þessi mál er deilt á alþingi einmitt þessa dagana. Þar eð ekki bólar á því, að meiri hluti fjárhagsnefndar ætli að skila áliti um frumvarp Har- alds Guðmundssonar nm tekju- og eigna-skatt, hefir H. G. nú flutt aðalefni þess sem breyting- artillögur við stjórnarfrumvarp- ið með sama nafni. Þar eð efni frumvarps lxans hefir nýlega ver- ið rakið hér í blaðinu, skal að þessu sinni að eins mint á aðal- atriði þess, annars vegar að hækka persónufrádráttinn, svo að' lágtekjumenn losni við að greiða skattinn og skattur miðlungs- tekjumanna lækki, hins vegar að hækka skattinn af hátekjum og stóreignum að mun, svo að tekju- auki ríkisins af skattinum frá því, sem nú er, verði a. m. k. rúm- lega 1 milljón króna á ári. Að sama skapi ættu þá tollar af nauðsynjavörum almennings að lækka, og leggur H. G. jafnframt til í breytingatillögum við verð- tollsfrumvarpið, að á margar nauðsynjavörur, — sem í stjórn- arfrv. er lagt til að greiddur skuli lU/2% tollur af —, skuli að eins lagt 1 o/0i í toll, þar á meðal al- gengan fatnað, vefnaðarvörur, skó, algeng húsgögn og búsá- höld, kartöflur, smjörlíki, niður- soðna mjólk og margt fleira, sem samkvæmt stjórnarfrv. er sumt tollað með IU/2 og annað með 6(4%. Er hér um geysimikinn mun að ræða fyrir hvert heim- ili, sem hefir af litlu fé að taka, sérstaklega í kaupstöÖum, og þó langmest fyrir bamaheimilin, — svo sem nýlega hefir verið nán- ar rakið hér í blaðinu. Héðinn Valdimarsson, fulltrúj. Alþýðuflokksins í fjárhagsnefnd neðri deildar, lýsir því í álits- skjali um stjórnarfrumvarpið um verðtollinn, hversu í því er „haldið uppi hátollum á marg- víslegum nauðsynjavörum al- mennings, ýmsir þeirra jafnvel stórkostlega hækkaðir, t. d. skö- fatnaður, smjörlíki og mjólk. Auk þess er haldið við og aukið verndártollakerfi það, sem á síð- ustu árum hefir komist inn í löggjöfina. Fiskmeti, kjöt, egg, kex o. fl. nauðsýnjavörur eru tollaðar með 211/2%, mjólk, smjör, smjörlíki, ostar og ma-rg- víslegar fleiri nauðsynjavörur aneð lU/2% og flestallar aðrar nauðsynjavörur með 6i/2%„ Hvorttveggja, hátollarnir yfirleitt og verndartollar á íslenzkum framleiðsluvörum, eru mjögrang- látur tekjustofn, sem kemur harð- ast niður á hinum fátækustu og eykur dýrtíðina í landinu." Jafnframt því sem Hé'ðinn mælir með breytingatillögum Haralds við verðtollsfrumvaxpið bætir hann við þær tillögu um lækkun á tolli af fleiri nauð- synjavörutegundum, í 1 o/0, í stað 2U/2%' i stjórnarfrumvarpinu. Þar á meðal er kex, kökur ojg annað brauð, ávextir og græn- meti, egg, kjöt- og fisk-meti, svo og reiðhjól. I gær hóf 3. urnræðu í neðri deiLd um tekju- og eignar-skatts- frumvarpið og breytingartillögur Haralds, og í diag er bæði það og verðtollsfrumvarpið og breyt- ingatillögurnar við það á dag- skrá deildarinnar. Hér eru á ferðinni mál, sem mjög snerta alla alþýðu og hag, hennar. Spáam. Madrid, 25. marz. United Press. — FB. Lýðveldissinnaleiðtogarnir sex fóru úr Jacavigi í gær kl. (5 e. h. eftir að Garcua dómari hafbi komið í fangelsið með skipun um að veita þeim skil- yrðisbundið frelsi. Var þeim leyft að fara til heimila sinna, en eiga að halda kyrxu fyrir þar jafn- langan tíina og þeir höfðu verið dæmdir til fangelsisvistar. Madrid, 25. marz. Stjórnin hefir ákveðið vegna stöðugra óspekta á götum Ma- dridborgar, að grípa til öflugra ráða framvegis til þess að bæla niður hvers konar óeirðir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.