Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 250. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Carter stöðvar olíukaup frá íran: „Enginn skyldi van- meta Bandaríkin“ Washinjfton — 12. nóvember — AP „Enginn skyldi vanmeta staðfestu Bandaríkjanna,“ sagði Carter forseti er hann tilkynnti um þá ákvörðun sína í kvöld að stöðva olíukaup Bandaríkjanna frá íran. Yfirlýsingin kom í sama mund og þær fregnir bárust frá Teheran, að valdhafar þar ætluðu að „athuga tillögu varðandi bandaríska sendiráðið“. Teheran-útvarpið hafði þetta eftir Bani-Sadr, hinum nýja utanríkisráð- gjafa Khomeinis trúarleiðtoga, en skýrði ekki frá því í hverju tillagan væri fólgin eða hvaðan hún væri komin. — aðeins að byltingarráðið yrði að veita samþykki sitt til að hún yrði tekin til umræðu. Bani-Sadr og aðrir íranskir leiðtogar hafa í dag enn áréttað þá kröfu að keisarinn verði framseldur án tafar. Stjórn Khomeinis hefur haft í vörg horn að líta í dag, en þá ruddust atvinnuleysingjar hundruðum saman inn í vinnumálaráðuneytið og kröfðust þess að fá vinnu, og uppreisnarmenn í Kúrdistan gerðu atlögu að bylt- ingarvörðum Khomeinis í f jórum borgum héraðsins. Sérfræðingar Alþjóðaorkustofn- unarinnar í París, sem tuttugu þjóðir eiga aðild að, telja ekki að ákvörðun Carters um að stöðva olíukaup frá íran, eigi eftir að valda kreppuástandi, á olíumark- aði eða raska birgðaáætlun stofn- unarinnar, sem nú er í undirbún- ingi. Sérfræðingarnir eru þeirrar skoðunar, að bannið hafi ekki einu sinni teljandi áhrif í íran, þar sem sú olía, sem Bandaríkjamenn hafi hingað til fengið þaðan, muni fara beint á Rotterdam-markað. Arásarmennirnir, sem hafa sendiráðið á valdi sínu, hófu fimm daga föstu til áherzlu kröfu sinni um framsal keisarans, en banda- rísk yfirvöld telja sig hafa góðar heimildir fyrir því að hungurverk- fallið verði ekki látið ná til gíslanna. Óstaðfestar fregnir herma, að meðal árásarmannanna séu uppi mismunandi skoðanir á því hve hart skuli framgengið í því að fá keisarann framseldan, og einhverjir munu geta sætt sig við að „Bandaríkin skili aftur þeim 50 milljónum dollara, sem keisarinn hefur stolið frá þjóðinni". Khom- eini hefur sig ekki í frammi að svo stöddu, en talið er að hann sé lagstur undir feld í Qom. Bani- Sadr kallaði í morgun á sinn fund fulltrúa erlendra ríkja í Teheran, og lagði þeim að þrýsta á Banda- ríkjastjórn um framsal keisarans. Skotið að atvinnulausum Útsendarar byltingarráðsins í Teheran skutu að mannfjöldanum, sem réðst inn í vinnumálaráðuneyt- Leit hætt Htifðaborg, 12. nóvember Reuter Leitinni að skipbrots- mönnum af norska skipinu Berge Vanga var hætt í kvöld. Brak úr skipinu hef- ur fundizt, en fjörutíu manna áhöfn var um borð þegar síðast fréttist til skipsins fyrir hálfum mán- uði. Tveir skipbrotsmenn af systurskipi Berge Vanga, Berge Istra, fundust tuttugu dögum eftir að dularfull sprenging varð um borð í því skipi fyrir þremur árum. Leitarmenn telja ekki ósennilegt að örlög Berge Vanga hafi orðið með sama hætti. ið í borginni í dag. en ekki er vitað til þess að manntjón hafi orðið. Starfsmenn ráðuneytisins yfirgáfu staðinn, en þegar síðast var vitað höfðu atvinnuleysingjar og skyldu- lið þeirra húsakynni stofnunarinn- ar á valdi sínu. Fregnir frá Kúrdistan eru mjög óljósar, en Pars-fréttastofan íranska skýrði þó frá því að uppreisnarmenn hefðu ráðizt inn 1 Sanandaj, Javanroud, Nowsud og Saqqez. Hefðu margir fallið í átökum og enn fleiri særzt. Engin fyrirstaða Um helgina náði erlendur fréttamaður tali af leiðtoga árás- armannanna í bandaríska sendi- ráðinu, þar sem 98 gíslar eru í haldi. Kvað hann áhlaupið hafa verið skipulagt fyrir löngu, en aðeins verið á vitorði tíu manna. Forsprakkinn sagði að árásar- menn, sem voru um 500 talsins, hefðu aðeins verið vopnaðir tíu skammbyssum og hefði þeir fast- lega búizt við miklu mannfalli í liði sínu og hefði komið mjög á óvart að bandarískur hervörður hefði ekki veitt mótstöðu. Að vísu hefði einn bandarískur varðmaður gert sig líklegan til að skjóta á einn árásarmanna, en sá hefði þá sagt: „Blessaður skjóttu, ef þú vilt“, en síðan hefði hann gengið hægt að byssumanni og tekið af honum vopnið. Vaxandi ólga í Bandaríkjunum Sendiráðsmálið hefur um helg- ina valdið vaxandi ólgu í Banda- ríkjunum. í mörgum borgum hefur komið til óeirða og í Denver skaut íranskur námsmaður 16 ára ungl- ing til bana og særði tvo, en piltarnir munu hafa gert aðsúg að heimili hans og krafizt þess að honum og löndum hans yrði vísað úr landi tafarlaust vegna töku sendiráðsins. Carter forseti hefur ákveðið að vísa úr landi öllum Irönum, sem ekki hafa öll skjöl varðandi dval- arleyfi í Bandaríkjunum í full- komnu lagi, en brottflutningurinn mun ekki hefjast fyrr en í desem- ber, ef af verður. 1 gær kom til handalögmála í Washington milli lögreglu og mannfjölda, sem var að mótmæla sendiráðstökunni og krefjast þess að Bandaríkjastjórn léti til skarar skríða gegn valdhöf- unum í Iran. Enginn særðist í þessum átökum. PLO gafst upp PLO-leiðtogarnir, sem undan- farna daga hafa freistað þess að miðla málum milli stjórnar Bandaríkjanna og byltingarstjórn- arinnar í Iran, hafa gefizt upp og eru þeir nú komnir til Kuwait. í Beirút gerðu um tvö hundruð ! manns, Iranir og Palestínuarabar, atlögu að bandaríska sendiráðinu í Beirút. Aður en sýrlenzkir friðar- gæzlumenn ruddu sendiráðslóðina höfðu árásarmenn brennt banda- rískan fána og rifið niður banda- rískt skjaldamerki. Friðargæzlu- menn beittu kylfum og skutu að árásarmönnum. Keisarinn ætlar til Egyptalands íranskeisari er enn í sjúkrahúsi í New York, en hann hefur nú þegið ítrekað boð Sadats forseta um að koma til Egyptalands, og hefur keisarinn tilkynnt að hann fari þangað jafnskjótt og hann verði ferðafær. Begin 58 þingmenn greiddu frumvarp- inu atkvæði en jafn margir voru á móti. Stjórn Begins styðst við ótryggan meirihluta á þingi, og ekki er víst að stjórnin falli þótt Javier Ruperez, einn helzti samstarfsmaður Suarezar forsætisráðherra. sem ETA- samtökin hafa á valdi sinu. ETA rænir þing- manni Madrid, 12. nóvember AP. ETA-samtökin hafa rænt Ja- vier Ruperez þingmanni, sem er einn helzti samstarfs- maður Suarezar forsætisráð- herra ög talsmaður Mið- flokkasambandsins í utan- rikismálum. ETA lýsti því yfir í kvöld, að Ruperez yrði ekki látinn iaus nema fang- ar frá Baskalandi yrðu náð- aðir og spænska stjórnin kallaði brott lögreglulið sitt úr héraðinu. Ruperez, sem er 38 ára að aldri, hvarf í Madrid á sunnudagsmorgun, en í dag fannst bíll hans í skemmti- garði í borginni. IJm leið og ETA-samtökin tilkynntu, að þau hefðu rænt Ruperez, var sagt að skilyrðin fyrir því að honum yrði sleppt yrðu tíunduð nánar áður én langt um liði, en samtökin sætta sig ekki við niðurstöðu þjóð- aratkvæðagreiðslu um heimastjórn Baska, sem fram fór fyrir þremur vikum. valtur Agudat-menn gangi úr henni. Ólíklegt er hins vegar talið að hún verði langlíf, þar sem mörg ágreiningsmál bíða afgreiðslu á Knesset á næstunni. Vopnaður byltingarvörður veifar rússneskum Kalasknikov-riffli fyrir utan bandariska utanríkisráðuneytið i Teheran á meðan múgurinn hrópar vígorð gegn Bandarikjunum. (AP-simamynd) Jerúsalem — 12. nóvember — AP. STJÓRNARKREPPA er yfirvofandi í ísrael eftir að stjórnarfrumvarp um strangari skilyrði fyrir fóstureyð- ingum er tíðkazt hefur undanfarin tvö ár féll á jöfnu. Nafnakall var við atkvæðagreiðsluna, þar sem flokks- línur riðluðust, og eru líkur taldar á að Agudat-flokkur- inn gangi úr stjórninni, en Agudat-menn eru strang- trúaðir mjög. Leiðtogi Agudat-flokksins heldur því fram að ráðherrar í samsteypustjórn Begins hafi svikið loforð um að samþykkja frumvarpið, en fjórir ráðherr- ar greiddu atkvæði gegn því, einn sat hjá og f jórir voru fjarverandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.