Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 5 Argerð 1980 komin! Beztu kaup sem þú gerir! Sjálfstædisflokkurinn: Utankjörstadakosninga- skrifstofa í Valhöll SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur opna utankjörstaðakosn- ingaskrifstofu í Valhöll við Háaleitisbraut í Reykjavík fram að kosningum. Á skrif- stofunni er unnt að fá allar upplýsingar um kjörskrána, og aðstoð er veitt við kærur vegna kjörskráningar og yfirleitt við allt sem viðkemur kosningun- um. Að sögn Óskars Friðrikssonar á skrifstofunni er ástæða til að brýna fyrir kjósendum að þeir eiga að kjósa á þeim stað sem þeir áttu lögheimili á þann 1. desember síðastliðinn, þannig að hafi þeir flutzt á þeim tíma getur verið nauðsynlegt fyrir þá að kjósa fyrir kjördag. Þá er fólk eindregið hvatt til að láta vita um fólk sem vitað er að ekki verður heima kjördagana, hvort heldur það er hérlendis eða erlendis. Eigi fólk í erfiðleikum með að komast á kjörstað af einhverjum ástæðum er það hvatt til að hafa samband við skrifstofuna. Utan- kjörstaðakosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er sem fyrr segir til húsa í Valhöll við Háaleitisbraut á þriðju hæð. Símar skrifstofunnar eru 39790, 39789 og 39788. Hádegistónleikar Söngskólans: Guðný og Halldór á fiðlu og píanó Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Halldór Haraldsson píanóleikari leika á næstu hádeg- istónleikum Söngskólans í Reykjavík, að Hverfisgötu 44, miðvikudaginn 14. 11. n.k. kl. 12.10. Þetta eru sjöttu hádegistónleik- ar Söngskólans. Þessi nýjung hef- ur mælst mjög vel fyrir og verið húsfyllir á öllum tónleikunum til þessa. Á tónleikunum á morgun (14. nóv.) leika Guðnv osr Halldór Guðný Guðmundsdóttir Liebeslied og Liebesfreud eftir Fritz Kreisler, sónötu op. 3 no. 12 eftir Niccolo Paganini, Polonaise Brillante op. 21 no 2 eftir H. Wieniawsky, Pisen Lásky eftir Josef Suk og Introduction eftir Rondo Capriccioso eftir C. Saint Saéns. I júlímánuði síðastliðnum fóru Halldór og Guðný til Danmerkur á vegum Norræna hússins og héldu þau tónleika í Tívolikon- sertsalnum í Kaupmannahöfn. og Halldór Haraldsson. m Grétar Hjaltason, Ásdis J. Rafnar og Óskar Friðriksson að störfum á utankjörstaðakosningaskrif- stofu Sjálfstæðisflokksins á þriðju hæð Valhallar í gær. „Turnleikhúsið ný skáldsaga eftir Thor Vilhjálmsson IÐUNN hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Thor Vilhjálms- son sem nefnist Turnleikhúsið. Þetta er sautjánda bók höfundar, auk leikþátta og þýðinga. í fyrra gaf IÐUNN út bók hans um Kjarval í nýrri útgáfu. Turnleikhúsið er í þrjátíu og tveimur köflum. Sagan er m.a. og list en vísar jafnharðan á bug með beittu háði öllum einföldum svörum. Hér er lesandinn leiddur inn í kynlegan heim þar sem mörk draums og vöku eru numin burt. það sem fyrir ber í senn nærtækt og framandlegt. Og allt er hér gætt lífi og hreyfingu, sveipað ljósi og skuggum sem skynjunar- gáfa og orðlist höfundar safnar í brennipunkt. Vitund hins leitandi nútímamanns." Turnleikhúsið er 208 blaðsíður. Höfundur gerði káputeikningu. Prentrún sf. prentaði. Stofnfundur Átthaga- félags Grýtubakkahrepps FRÉTT um stofnfund Átthaga- félags Grýtubakkahrepps sem birtist í blaðinu í gær var ekki rétt. Fréttin birtist því aftur í heild sinni og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistökun- um. „Nú nýlega hefir verið tekin ákvörðun um að stofna átthaga- félag hér á höfuðborgarsvæðinu fyrir fólk ættað úr Grýtubakka- hreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, þ.e. úr Höfðahverfi og Grenivík. Tilgangur félagsins beinist einkum að því að halda við kynnum fólksins og vekja áhuga á tengslum þess við föðurtúnin. Stofnfundur félagsins, sem jafnframt verður skemmtifundur, verður haldinn í samkomusal Hreyfilshússins föstudaginn hinn 23. þ.m. og hefst kl. 20 að kveldi. Að stofnuninni standa nokkrir áhugamenn, sem óska þess ein- dregið, að fólk hér í Reykjavík og nágrenni, ættað af þessum slóð- um, mæti til fundarins ásamt skylduliði." kynnt á þessa leið í umsögn útgefanda á kápubaki. „í þessari nýju skáldsögu heldur Thor Vilhjálmsson áfram þeirri persónulegu mannlífsstúdíu sem hann hefur iðkað í verkum sínum af æ meiri íþrótt. Nú er sviðið leikhús og ljósi varpað að tjalda- baki áður en sýning hefst. Höf- undur bregður á loft í svipleiftrum nærgöngulum spurningum um líf Leiðrétting I auglýsingu yfirkjörstjórnar Reykjavíkur um framboðslista í blaðinu s.l. sunnudag urðu þau mistök að nafn Guðrúnar Helga- dóttur deildarstjóra, Skaftahlíð 22, birtist á tveimur stöðum. Hið rétta er að Guðrún er í 4. sæti á G lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík en í 4. sæti á R lista Fylkingarinnar er Birna Þórðar- dóttir nemi, Krummahólum. Eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á þessu. Auglýsingin er endurbirt leiðrétt í blaðinu í dag. AugLstj. V inningsmúmer birt á morgun DREGIÐ hefur verið í happdrætti Sjálfstæðisflokksins. Var dregið hjá borgarfógeta á laugardaginn, en vegna þess að full skil hafa enn ekki borist verða vinningsnúmer ekki birt fyrr en á morgun, miðvikudag. Jettasta tækið frá - CR0WN - 1) Stereo-útvarpstæki meö lang-, miö- og FM-stereo bylgju. 2) Magnari 36 wött. Sem sagt nóg fyrir flesta. 3) Plötuspiiari alveg ný gerö. Beltisdrifinn. Fyrir stórar og litlar plötur. 3 snúninga og 45 snúninga. Vökvalyfta. 4) Segulband mjög vandað, bæöi fyrir venjulegar spólur og eins krómdíoxíðspólur, þannig að ekki er heyranlegur munur á plötu og upptöku. 5) Tveir mjög vandaöir hátalarar fylgja! í stuttu máli: Taeki með öllu! Verð: 272.550- Staögreiösluverö: 264.000,- Greiðslukjör: Ca. 130.000.- út og rest má deila á allt aö 5 mánuöi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.