Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 11 hirð Noregskönunga, þá er íslend- ingar sátu veizlur og þágu gjafir höfðingja. Kveður Vilhjálmur skáld sér hljóðs og mælir fram af íþrótt: Ásbjörns veizlur eru flestar alþýðlegar. Býsna likar Börsons þegar brennivin er annarsvegar. Áður en viðstödd alþýða fengi klappað skáldinu lof í lófa hljómar hróp höfðingja og veitingastjóra: Út með Villa. Og úr fötunum með hann. En svo sem segir í ljóði: „Enginn skyldi skáidin styggja skæð er þeirra hefnd“ má einnig segja að þeim sé sú íþrótt gefin að kunna að tala um fyrir höfðingjum með tilvitnun í forn fræði og mæla af þekkingu og mannviti. Tómas tekur svari skáldbróður síns. Segir: Ásbjörn! Þótt leitað sé með logandi ljósi í fornum ritum og konungasögum Snorra sérð þú þess hvergi getið að höfðingjar varpi hirðskáldum sínum á dyr, hvað þá að þeir fletti þau klæðum. Var sem við mann- inn mælt. Ásbjörn hrópar: Inn með Villa. Og í fötin með hann. Blind kona og háöldruð, lá banalegu um þær mundir er Helgi var langt kominn lestri sögunnar um Bör Börson. Undir lok sögunn- ar dró mjög af henni og var ljóst að hverju stefndi. Þá sneri hún sér til Drottins. Bæn hennar hljóðaði eitthvað á þessa leið: Drottinn minn. Þú veist að ég er ekki að rella í þér á hverjum degi. En eins vil ég biðja þig. Leyfðu mér, gamalli konu, að lifa það að hann Helgi Hjörvar ljúki sögunfii af honum Bör. Ef þú gerir það fyrir mig þá máttu taka mig til þín án þess að ég mögli. Ég veit þú skilur þetta. Það er ekki á hverj- um degi sem gömul kona gleymir þraut og þjáningu og hlakkar til næsta dags. Henni varð að ósk sinni. Nóttina eftir að Helgi lauk sögunni tók Drottinn hana af Landspítalanum í fögnuð sinn. Svo sem títt er um listamenn voru skapbrigði Helga Hjörvar slík að hann lýsti án tæpitungu viðhorfi sínu til manna og mál- efna. Tók hann þá stundum í sátt forna þrætubræður. Gleymdi hjaðningavígum og orrustugný fyrri ára, en mundaði atgeir sinn á nýjum vettvangi. Svo var er hann minntist fyrri samstarfsmanna, að breyttri skipan. Undarlegt er það og hreint með ólíkindum, sagði Helgi. Nú er eins. og ég muni ekkert nema það bezta í fari þeirra Jónasar Þorbergsson- ar og Jóns Eyþórssonar, aðrar eins andsk..... s..... og þetta voru. En það voru ekki bara út- varpsmenn og Skeiðabændur er fengu til tevatnsins hjá Helga. Frægar og minnisstæðar eru greinar hans um Landsímann, þá er sú stofnun stóð fyrir umróti í kirkjugarðinum á mótum Aðal- strætis og Kirkjustrætis. „Getur Landsíminn ekkert framfaraspor tekið, ekki vikið sér við, nema troða um leið sinn ógeðslega djöfladans á mannabeinum?" rit- aði Helgi í grein um líkræningja í miðbænum. Fáir menn í opinberri stöðu hafa sætt hlutskipti Jónasar Þor- bergssonar. Um hann má segja að stæði stöðugur styrr, allt frá því er hann stígur fyrst fram á vettvangi þjóðmálabaráttu og brýnir raust, er jafnan bar merki sjúkdóms þess er brá á hann brandi sínum á ungum árum. I fari Jónasar tvinnuðust saman margir skapgerðarþættir og var sú voð slegin mörgum strengjum, sem hefðu örlaganornir er réðu uppsetningu vefsins verið margar og mislyndar. í þá voð var kembt úr mörgu reyfi, smágerðustu ull af ljúfustu lömbum í heimahögum allt til kringiþráða stórbokka. Ungur hleypti hann heimdraga og hélt í vesturvíking, að hætti margra Þingeyinga. Farartálmi og fjötur varð honum berklaveiki er merkti hann á manndómsaldri, svo hann beið þess ei fullar bætur. Bar hann jafnan hlýhug til þján- ingarbræðra- og systra er bundu um sárt af völdum viðskipta við þann vágest. Kostaði kapps um að vera þeim stoð og stytta og hlífði sér hvergi, þar, né annarsstaðar er áhugi vaknaði um áhrif. Nú hefir sögumanni farist svo, að miklu rúmi hefir verið eytt á þann kappann þeirra er um er rætt er minnstur var líkamsvexti. Kemur þá í hugann saga er sögð er af bónda einum er heimsótti höfuðborgina. Gekk hann í fylgd útvarpsstjóra um götur og torg. Spurði margs og leysti Jónas greiðlega úr öllu. Nú kemur þar sögu að þeir sjá lágvaxinn mann stika eftir gangstétt. Er sá virðu- legur í fasi og ber sig tiginmann- lega. Útvarpsstjóri hnippir í bóndamann. Segir: Þarna fer Helgi Hjörvar. Bóndi ansar: Er hann svona lítill? Jónas svarar án umhugsunar: Hann er miklu minni. Hvað sem hæft kann að vera í þessu má eigi gleyma þeim þætti í skapgerð Jónasar er vissi að sátt- fýsi og fyrirgefningarþörf. Á öðr- um vettvangi hefir sögumaður rakið þá venju Jónasar, þá er hann var ritstjóri og barðist í fylkingar- brjósti pólitískra hjaðninga, að ganga á fund andstæðinga og friðmælast við þá um hver ára- mót. Voru þær göngur um sumt eigi ólíkar yfirbótagöngum er farnar voru á Sturlungaöld. Með bænum og blessunarorðum veitt- ist aukið afl í næstu orrustu og glóðu þá vígorð í mörgu greinar- korni. Eigi verður skilist svo við hug- leiðingar þessar að ekki sé getið tveggja tónlistarmanna er sjá má á myndum þeim er hér birtast. Það eru þeir Páll ísólfsson tón- skáld, er lengi átti sæti í útvarps- ráði, allt frá fyrsta degi og Þórarinn Guðmundsson tónskáld og hljómsveitarstjóri. Ótaldar eru þær sögur er enn geymast í minni frá glettum þeirra og gamanmál- um. Hér skal getið afmælis út- varpsstjóra þar sem Páll kom við sögu með glettni sinni. Jónas Þorbergsson tók á móti vinum sínum og samstarfsmönnum er fögnuðu merkum áfanga í lífi hans. Var þar veizla góð. Tvær stofur samliggjandi og fjöldi fólks á ýmsum aldri. Meðal gesta ung og fríð stúlka, norðlenzk. Barmfögur og brjóstgóð, klædd stórköflóttum kjól. Stendur hún í hópi gesta þar sem stofur mætast. Nú hyggst einn veizlugesta, Árni Friðriks- son, fiskifræðingur, mæla fyrir minni afmælisbarnsins, útvarps- stjóra. Gengur Árni settlega fram með glas í hendi. Ávarpar veizlu- gesti. Segir: Það er bezt að ég gangi hérna fram fyrir skjöldu. Þá var Páll ekki seinn á sér. Kallar til Árna: Kallarðu stúlkuna Skjöldu. Það leið löng stund þangað til Árni gat hafið mál sitt á ný. Þórarinn Guðmundsson var hverjum manni ljúfari í sam- starfi. Við nærveru hans brá jafnan bjarma yfir hið daufleg- asta samkvæmi. Gamanmál hans fleyg og skopskyn hans beindist eigi síður að honum sjálfum en samferðamönnum. Látum lokið pistli þessum með sögu af Þórarni. Félagar hans í Sinfóníuhljóm- sveitinni, ungir menn, sumir hverjir, vildu tolla í tískunni og varð, á öld Rauðsokka, tíðrætt um kyn og sex. Segja við Þórarinn háaldraðan. Hvernig er með sexið hjá þér Þórarinn? Þórarinn svar- ar að bragði: Æ, góði besti. Það er ekki einu sinni hálfsex. Ég held það sé ekki nema kortér yfir fimm. Fyrir þann er hefir verið hús- karl og leysingi Ríkisútvarpsins í nær fjóra áratugi er margs að minnast. Yfirboðarar og sam- starfsmenn minnisstæðir, hver með sínum hætti. En hér segjum við amen eftir efninu. PP. i, Fiildrkjiisöfnuðiiriim í Reykjavík áttatíu ára HINN evangelíski lútherski fríkirkjusöfnuður í Reykjavík var stofnaður 19. nóv. 1899. Þessa afmælis verður minnst á viðeigandi hátt með hátíðaguðsþjónustu í Fríkirkjunni n.k. sunnudag 18. nóv. og hefst guðsþjónustan að venju kl. 2 e.h. Að lokinni guðsþjónustunni mun Kvenfélag Fríkirkjusafnaðar- ins standa fyrir kaffisölu og veit- ingum í Templarahöllinni á Skóla- vörðuholti. Mun öllum frjálst þangað að koma meðan húsrúm leyfir, en þarna verður opið hús og getur fólk komið og farið að vild. Dagskrá verður með mjög frjálsu sniði, en hjónin Margrét Matthías- dóttir og Hjálmtýr Hjálmtýsson munu skemmta gestum við og við með einsöngvum og tvísöngvum. Á þeim 80 árum, sem liðin eru síðan Fríkirkjusöfnuðurinn var stofnaður, hefur hann sett ótvíræð- an og eftirminnilegan svip á borg- arlíf Reykjavíkur. Kirkja safnaðar- ins við Tjörnina var reist árið 1904 og á því 75 ára vígsluafmæli á þessu ári. Þetta virðulega og fagra musteri hefur einnig sett svip sinn á borgina og verið kært borgar- búum. Miklar endurbætur hafa farið fram á kirkjuhúsinu nú í seinni tíð, og nú hefur einnig verið ákveðið að hefjast handa um fegr- un kirkjulóðarinnar. Safnaðar- stjórn undir forystu ísaks Sigur- geirssonar hefur unnið þarna mik- ið verk og gott. Safnaðarstjórnin hefur í sumar og haust beitt sér fyrir happdrætti til ágóða fyrir kirkjuna, viðhald hennar og frekari endurbætur. Dregið verður í þessu happdrætti á afmælisdegi kirkjunnar 19. nóv. Þeim sem hefðu hug á að kaupa happdrættismiða og styrkja þannig Fríkirkjuna, er bent á að snúa sér til safnaðarstjórnar. (Úr fréttatilk.) Háskólafyrirlestur: Nýmarxismi í bókmenntum WILLY Dahl, prófessor, í norræn- um bókmenntum við háskólann í Þrándheimi, flytur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekideildar Há- skóla fslands miðvikudaginn 14. nóvember 1979 kl. 17.15 i stofu 101 i Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Struktur- alismen og nymarxismen i littera- turvitenskapen — antagonister eller forbundsfeller?" og verður fluttur á norsku. Öllum er heimill aðgangur. : esnn orunar i: RÓBERT ARNFINNSSON FLYTUR LÖG EFTIR GYLFA Þ. GÍSLASON Nú er komin út önnur hljómplata þeirra Róberts Arnfinnssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar. Á þessari plötu flytur Róbert 13 ný lög eftir Gylfa við Ijóð margra af helstu skáldum þjóðarinnar. Undirleik annast félagar úr Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Jóns Sigurðssonar. Þetta er gullfalleg hljómplata sem á örugglega eftir aö vekja mikla ánægju meðal íslenskra tónlistarunnenda. FALKINN Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturverí ___Sími 84670_Simi 18670 Sími 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.