Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1979 15 Ja, það er nú það. Hvernig ætti fólki, sem ekki er því fjáðara fyrir, að takast að eignast þessar bless- uðu blikkbeljur öðruvísi? Nú er það svo, að um daginn var ég að hlusta á „orkusparnaðar- nefnd á beinni línu“ í útvarpinu. Þar kom margt merkilegt fram, sem ég get heilshugar tekið undir. En eitt var það, sem ég rak eyrun í. Nú eiga menn að skilja bílana eftir heima og ferðast með al- menningsvögnum! Þetta er nú gott og blessað, svo langt sem það nær. Hvað eigum við að gera sem ekki komumst upp í strætó eða rútu? Rétt er það að við fáum allt að tveggja milljóna króna niðurfell- ingu á tollum og aðflutningsgjöld- um og söluskatti að auki. Þessar tölur eru dálítið merkilegar, þar sem þær eru ekki bundnar vísitölu heldur þarf lagabreytingu í hvert skipti! Þá er það annað, okkur er skylt að eiga bifreiðarnar í heil fimm ár!! Til svo að auðvelda okkur að eignast þennan „lúxus“ lánar Tryggingastofnun ríkisins okkur 600.000,00 til kr. þriggja ára með 14% vöxtum en óvísitölu- tryggt. Nú er það svo, að maður í hjólastól, sem hefur hendur og handleggi í lagi, getur komist sjálfur inn og út úr bílnum og tekið með sér stólinn, án utanað- komandi hjálpar. Þetta er þó því aðeins gerlegt, að um rúmgóðan bíl sé að ræða, helst tveggja dyra. Auk þessa verður hann að vera sjálfskiptur og mjög léttur í stýri, þar sem önnur höndin er bundin við hjálpartækin, sem stjórna hemlum og bensíngjöf. Þá kemur að því sem okkur liggur hvað þyngst á hjarta, en það eru atvinnumál! Eins og nú stendur er þar ekki um auðugan garð að gresja. Rekumst við þar fyrst á þetta dálæti, sem arkitekt- ar og aðrir húsahönnuðir hafa á tröppum, þröngum göngum svö ekki sé nú minnst á þessar litlu kytrur sem merktar eru W.C. Um leið og ég skora á húsahönn- uði og atvinnurekendur að taka þessar aðfinnslur til gaumgæfi- legrar athugunar. Held ég að hægt sé að fullyrða, að þeir starfskraft- ar sem þarna kæmu á vinnumark- aðinn yrðu ekki síðri en þeir sem fyrir eru og hafa fullt vald á öllum fjórum fótum, en ekki bara fram- fótunum og höfðinu. Eg ætla nú að gerast svo frakkur að fara þess á leit við tilvonandi ráðamenn (eða núver- andi, ef þeir eiga þess nokkurn kost), að þeir athugi nú í fullri alvöru hvort ekki væri möguleiki á því, að það fólk, sem ekki kemst leiðar sinnar öðruvísi en í eigin bílum gæti fengið niðurfellingu á tollum og sköttum bensíns að einhverju leyti. „Þetta verður nú laglega mis- notað!“ Þá langar mig að benda á möguleika til að komast fyrir allan leka! í fyrstu mætti koma á nefnd fatlaðra og ríkisvalds, þar sem fundið væri það magn þessa dýra vökva, sem eðlilegt gæti talist, að þyrfti á mánuði. Síðan eru tveir möguleikar: Sá fyrri væri að greiða þetta beint mánaðarlega. Hinn síðari, sem ég tel að væri mun betri: Mánaðarlega fengi hinn fatlaði skömmtunarkort, sem gilti aðeins þann mánuðinn. Ef hinn fatlaði væri nú svo grunn- hygginn að fara að höndla með þennan vökva, kæmi það aðeins niður á honum sjálfum! Þar að auki væri nauðsynlegt, að nefnd lækna gæfi út lista yfir það fólk, sem útilokað væri að gæti ferðast öðruvísi. Þetta ásamt breytingum á hús- næði, gangstéttum, svo og fjölgun bílastæða fyrir fatlaða, yrði áreið- anlega hvatning til allra fatlaðra að ganga með hörku og dugnaði inn á hinn almenna vinnumarkað, og er ég þá viss um, að það sem við nú erum að tína upp úr vösum ykkar, kæru skattgreiðendur, kæmi til baka, og reyndar gott betur! I formi skatta og ekki síður í þeirri vinnu, sem við erum fær að inna af hendi! Um leið og ég, kveð ykkur, kæru landar, lýsi ég þeirri von minni að þið séuð nú nokkru nær um þann vanda sem á okkur er lagður. Kærar kveðjur elskulegu land- Guðmundur Magnússon leikari. p.s. Stjórnmálamenn! Athugið, við erum nægilega fjölmenn til að ráða miklu hverjir ykkar verða inni eftir næstu kosningar! Jólakort Kvenna- deildar RK Jólakort kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands er komið út. Fyrirmynd kortsins í ár er listaverk eftir frú Barböru Árna- son, en mynd þessi er síðasta verk listakonunnar. Þetta er í annað sinn sem kvennadeildin gefur út jólakort, og rennur ágóði af kortasölunni til bókakaupa fyrir sjúkrabókasöfn spítalanna en kvennadeildin hefur með höndum öll bókaútlán til sjúklinga innan sjúkrahúsanna. Verð jólakortanna er kr. 200.00 og fást þau í sölubúðum kvenna- deildarinnar á sjúkrahúsunum og hjá félagskonum. Siðasta verk Barböru Árna- son á jólakorti „Góði dátinn Svejk” í þriðju útgáfu Komin er út þriðja útgáfa af „Góða dátanum Svejk“ eftir Jaro- slav Hasek i þýðingu Karls ísfelds. Bókin kom hér fyrst út á árunum 1942 og 1943, en var síðan endurprentuð i einu bindi 1970. „Hasek fyrirleit bókmenntir og blekiðnaðarmenn," segir á kápu- síðu. „Enginn þarf því að láta sér til hugar koma, að bókin um Svejk sé skrifborðsvinna mergsogins og blóðlauss stofurithöfundar. En hann var skapmikill maður, þoldi ekki klafa austurríska herveldisins, gerði uppreisn með penna í hönd í stað sverðs og gerðist rithöfundur gegn vilja sínum. Svejk er ádeilurit hans.“ Sagan hefur undanfarna mánuði verið lesin sem framhaldssaga í útvarpinu. Útgefandi er Víkurút- gáfan. Framboðslistar viö alþingiskosningar í Reykjavík 2. og 3. desember 1979. A- listi Alþýðuflokksins: 1. Benedlkt Gröndal, forsætlsráóherra, Miklubraut 32, 2. Vilmundur Gylfason, dóms- og menntamálaráðherra, Haðarstíg 2, 3. Jóhanna Siguröardóttir, W. alþingismaöur, Dalseli 34, 4. Jón Baldvin Hannibalsson, ritstjóri, Vesturgötu 38, 5. Kristín Guömundsdóttir, starfsm. Verkamannasam- bands islands, Kóngsbakka 12, 6. Ragna Bergmann Guðmundsdóttir, varafórm. vkf. Framsókn, Asgaröi 65, 7. Jón H. Karlsson, viöskiptafræöingur, Austurbergi 12, 8. Gunnar Levý Gissurarson, tæknifr., Höröalandi 12, 9. Trausti Sigurlaugsson, framkv.stj. Sjálfsbjargar, Skóla- gerði 48, Kópav., 10. Emilía Samúelsdóttir, húsmóöir, Sunnuvegi 3, 11. Bjarnfrföur Bjarnadóttir, meinatæknir, Hraunbæ 182. 12. Kristinn Guömuridsson, læknir, Krummahólum 8, 13. Stella Stefánsdóttir, verkakona, Þórufelli 12, 14. Kristján Sigurjónsson, skipstjóri, Framnesvegi 11, 15. Bragi Jósepsson, námsráögjafi, Skipasundi 72, 16. Ágúst Guöjónsson, starfsmaöur ísals, Flúðaseli 42, 17. Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona, Dunhaga 19, 18. Ingi B. Jónasson, bifreiðaviögerðarmaöur, Þórufelli 4, 19. Guðmundur Bjarnason, laganemi, Fífuseli 41, 20. Ásta Benediktsdóttir, fulltrúi, Miklubraut 62, 21. Hrafn Marinósson, lögreglumaöur, Miklubraut 68, 22. Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri, Hringbraut 89, 23. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, Aragötu 11, 24. Björn Jónsson, forseti Alþýöusambands íslands, Leifsgötu 20. D- listi Sjálfstæöisflokksins: 1. Geir Hallgrímsson, fv. alþingismaöur, Dyngjuvegi 6, 2. Albert Guömundsson, fv. alþingism., Laufásvegi 68, 3. Birgir ísl. Gunnarsson, borgarfulltrúi, Fjölnisvegi 15, 4. Gunnar Thoroddsen, W. alþingismaöur, Víöimel 27, 5. Friðrik Sophusson, fv. alþingismaöur, Öldugötu 29. 6. Pétur Sigurösson, sjómaður, Goöheimum 20, 7. Ragnhildur Helgadóttir, fv. alþingism., Stigahlíð 73, 8. Ellert B. Schram, fv. alþingismaöur, Stýrimannastíg 15, 9. Guömundur H. Garöarsson, form. V.R., Stigahlíö 87, 10. Elín Pálmadóttir, blaöamaöur, Kleppsvegi 120, 11. Björg Einarsdóttir, skrifstofumaður, Einarsnesi 4, 12. Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur, Skeiðarvogi 7, 13. Gunnlaugur Snædal, læknir, Hvassaleiti 69, 14. Auðunn Svavar Sigurðsson, stud. med., Kárastig 9 A, 15. Gunnar S. Björnsson, trésmíöameistari, Geitlandi 25, 16. Erna Ragnarsdóttir, innanhússarkitekt, Garðastr. 15, 17. Guömundur Hallvarðsson, sjómaöur, Stuðlaseli 34, 18. Esther Guömundsdóttir, þjóöfélagsfr., Kjalarlandi 5, 19. Björn Sigurbjörnsson, dr. phil., Stýrimannastíg 12, 20. Guðríður Stella Guömundsdóttir, iðnverkamaöur, Kleppsvegi 44, 21. Gunnar Snorrason, kaupmaöur, Lundahólum 5, 22. Haraldur Ágústsson, skipstjóri, Háaleitisbraut 143, 23. Þorgeröur Ingólfsdóttir, kórstjóri, Hofteigi 48, 24. Jóhann Hafstein, fv. forsætisráðherra, Háuhlíð 16. H- listi Hins flokksins: 1. Helgi Friöjónsson, nemi, Espigeröi 2, 2. Rósa Marta Guönadóttir, nemi, Álfheimum 18, 3. Magnús Dagbjartur Lárusson, nemi, Geitlandi 12, 4. Soffía Auður Birgisdóttir, nemi, Flókagötu 66, 5. Hermann Ottósson, nemi, Kirkjubæjarklaustri, 6. Hellen Magnea Gunnarsdóttir, nemi, Framnesvegi 65, 7. Páll Valsson, nemi, Álftamýri 29, 8. Hafliði Skúlason, nemi Sólvallagötu 48, 9. Ástráöur Haraldsson, nemi, Álftamýri 6, 10. Guðni Kjartan Fransson, nemi, Rofabæ 29, 11. Þorvaldur Óttar Guölaugsson, nemi, Skaftahlíö 20, 12. Ólafur Tryggvi Magnússon, nemi, Einilundi 1, Garöabæ, 13. Einar Jón Briem, nemi, Lækjartúni 3, Mosfellssveit, 14. Guðmundur Geirdal, nemi, Strýtuseli 4, 15. María Aöalheiður Sigmundsdóttir, nemi, Lönguhlíð 19, 16. Ásgeir Rúnar Helgason, form. Ungmennafélagsins Þjóöbjargar, 55 Hillcroft Crescent, Ealing, London, 17. Ólafur Már Matthíasson, nemi, Efstasundi 40, 18. Kristín Jónsdóttir, nemi, Hringbraut 85, 19. Arnór Guömundsson, nemi, Hagamel 16, 20. Sigurbjörn F. Gunnarsson, nemi, Brekkubraut 5, Keflavík, 21. Sigríöur Guðmundsdóttir, nemi, Safamýri 48, 22. Ragnheiöur Lárusdóttir, nemi, Holti, Önundarfiröi, 23. Ása Jórunn Hauksdóttir, nemi, Mávahlíö 9, 24. Jörmundur Ingi Hansen, nemi, Laugavegi 28. B- listi Framsóknarflokksins: 1. Ólafur Jóhannesson, fv. forsætisráöherra, Aragötu 13, 2. Guömundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, Lang- holtsvegi 167 A, 3. Haraldur Ólafsson, dósent, Einarsnesi 18, 4. Sigrún Magnúsdóttir, kaupmaður, Skipasundi 56, 5. Kristján Friðriksson, iðnrekandi, Garöastræti 39. 6. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, guðfræðinemi, Asparfelli 6 7. Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri, Brekkugerði 30, 8. Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri, Barðavogi 44, 9. Sigrún Sturludóttir, skrifst.maöur, Hlíðargeröi 4, 10. Geir Viöar Vilhjálmsson, sálfr., Bergstaöastræti 13, 11. Hagerup Isaksen, rafvirki, Hlaöbrekku 5, Kópavogi, 12. Elísabet Hauksdóttir, skrifst.maður, Seljugeröi 10, 13. Pálmi R. Pálmason, verkfræðingur, Drápuhlíð 43, 14. Jónas Guðmundsson, rithöfundur, Garöastræti 8, 15. Áslaug Brynjólfsdóttir, kennari, Kjalarlandi 7, 16. Þröstur Sigtryggsson, skipherra, Hjallalandi 11. 17. Gylfi Kristinsson, erindreki, Sogavegi 186, 18. Einar Eysteinsson, verkamaður, Ugluhólum 8, 19. Ingþór Jónsson, fulltrúi, Logalandi 19, 20. Sólveig Hjörvar, húsfreyja, Langholtsvegi 116 B, 21. Pétur Sturluson, framreiðslumaöur, Völvufelli 26, 22. Jónína Jónsdóttir, húsfreyja, Safamýri 51, 23 Hannes Pálsson, bankastjóri, Sólheimum 42, 24. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, Hofsvallagötu 57. G- listi Alþýðubandalagsins: 1. Svavar Gestsson, fv. ráðherra, Holtsgötu 21, 2. Guömundur J. Guömundsson, form. Verkamannasam- bands íslands, Fremristekk 2, 3. Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor, fv. alþm., Baröaströnd 5, Seltj.n., 4. Guörún Helgadóttir, deildarstjóri, Skaftahlíö 22, 5. Guörún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfr., Fálkagötu 19, 6. Siguröur Magnússon, rafvélavirki, Hálsaseli 2, 7. Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfr., Laugateigi 24, 8. Guöjón Jónsson, form. Málm- og skipasmíðasam- bandsins, Breiöageröi 23, 9. Esther Jónsdóttir, varaform. Starfsmannafél. Sóknar, Grýtubakka 4, 10. Bragi Guöbrandsson, félagsfræð., Hagamel 41, 11. Ólöf Ríkharðsdóttir, fulltrúi hjá Landssamb. fatlaöra, Grundarstíg 15, 12. Kjartan Ragnarsson, leikari, Grandavegi 36, 13. Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur, Efstahjalla 7, Kópavogi, 14. Páil Bergþórsson, veöurfræðingur, Byggðarenda 7, 15. Grétar Þorsteinsson, form. Trésmíðafélags Reykja- víkur, Hraunbæ 53, 16. Svava Jakobsdóttir, rithöfundur, fv. alþingismaður, Einarsnesi 32. 17. Árni Indriöason, menntaskólakennari, Hjaröarhaga 50, 18. Guðmundur Þ. Jónsson, form. Landssambands iðn- verkafólks, Kríuhólum 2, 19. Guörún Ágústsdóttir, ritari við Hjúkrunarskóla islands, Ártúnsbletti 2, 20. Álfheiöur Ingadóttir, blaöamaður, Tómasarhaga 19, 21. Guðmundur Jónsson, verslunarmaöur, Langholtsv. 93, 22. Eðvarö Sigurðssson, form Verkamannafél. Dagsbrún- ar, Stigahlíö 28, 23. Brynjólfur Bjarnason, fv. ráöherra, Hraunbæ 98, 24. Einar Olgeirsson, fv. alþingismaður, Hrefnugötu 2, listi R- Fylkingarinnar: 1. Ragnar Stefánsson, jaröskjálftafræö., Sunnuvegi 19, 2. Ásgeir Daníelsson, kennari, Barmahlíö 37, 3. Guðmundur Hallvarðsson, verkam., Kóngsbakka 11, 4. Birna Þóröardóttir, nemi, Krummahólum 6, 5. Rúnar Sveinbjörnsson, rafvirki, Óöinsgötu 24, 6. Hildur Jónsdóttir, skrifstofumaöur, Karfavogi 56, 7. Jósef Kristjánsson, iðnverkamaður, Aðalbraut 36, Raufarhöfn, 8. Dagný Kristjánsdóttir, kennari, Laufasi 6, Egilsstöðum, 9. Árni Hjartarson, jaröfræðingur, Grundarstíg 14, 10. Þorgeir Pálsson, nemi, Engihlíö 14, 11. Sólveig Hauksdóttir, leikari, Grenimel 12, 12. Árni Sverrisson, nemi, Efstasundi 52, 13. Einar Ólafsson, skáld, Bústaðavegi 51, 14. Þóra Magnúsdóttir, nemi, Ljósheimum 6, 15. Ársæll Másson, uppeldisfulltrúi, Öldugötu 59, 16. Erlingur Hansson, gæslumaður, Arnargötu 4, 17. Berglind Gunnarsdóttir, nemi, Suðurgötu 69, 18. Haraldur S. Blöndal, prentmyndasmiöur, Grenimel 12, 19. Ólafur H. Sigurjónsson, líffr., Efra-Lóni, Langanesi, 20. Sigurjón Helgason, sjúkraliöi, Laugarnesvegi 39, 21. Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur, Vonarstræti 12, 22. Ragnhildur Óskarsdóttir (Róska), kvikmyndageröar- maöur, Höröalandi 6, 23. Halldór Guðmundsson, nemi, Skólavöröustíg 5, 24. Vernharður Linnet, kennari, Oddabraut 7, Þorlákshöfn. Jón G. Tómasson. Sigurður Baldursson. í yfirkjörstjórn Reykjavíkur 8. nóvember 1979. Hjörtur Torfason. Hrafn Bragason. Jón A. Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.