Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 19 Bjartmar Guðmundsson: HaustiÖ 1959 var fyrst kosið til Alþingis eftir lögum sem síðan eru í gildi, lítið breytt. Einstaklega giftusamleg sam- staða náðist þá um röðun á D listanum í Norðurlandskjördæmi eystra. Listinn fékk fleiri krossa en búist var við og fleytti þremur frambjóðendum inn á þing, tveim- ur kjördæmis kosnum og einum landskjörnum. Aftur var kosið vorið 1963. Sömu frambjóðendur voru í þrem fremstu sætunum, og náðu kosn- ingu. Déið bætti við sig krossum. Enn var kosið 1967. Sömu dátar voru enn í þremur fremstu sætum og héldu þeim. Atkvæðatala i hækkandi. En 1971 var komið babb í bátinn. Óskir komnar að sunnan um að þriðja sætið yrði öðruvísi skipað en verið hafði. Sá sem þar var taldist vera búinn að bæla sætið nógu lengi, gamall orðinn og varla hafandi á lista þess vegna. Um þá frómu osk urðu eitthvað skiptar skoðanir í kjördæmisráði. En meiri hluti réði þar eins og vera ber og lét annan frambjóð- anda í þriðja sætið og skipti einnig í fyrsta sætinu. Báðir fóru út af listanum óhljóðalaust. Um leið og þetta gerðist varð samstaða manna um listann samt ofurlítið öðruvísi en verið hafði. Og þegar búið vr að telja upp úr kössunum kom í ljós að þriðja sætið var tapað. Eins fór í næstu kosningum og þeim næst næstu. Nú á haustdögum 79 var mikil ástæða til að ætla að þriðja sætið ynnist á nýjan leik svo framarlega að góð samstaða gæti skapast um sætaskipan á listanum. Sú von er nú að litlu orðin af ástæðum sem allir þekkja. Til viðbótar þessari greinargerð get ég nú sagt að ekki var laust við að í mig fyki vorið 71. En aldrei datt mér í hug að skemmta skrattanum með því að koma mér upp D—lista. Sat bara á strák mínum eins og hver annar aum- ingi og reyndi að hjálpa mínum mönnum eins og ég gat. En það var hægara sagt en gert. Jón minn Sólnes er aðeins yngri en ég var 71. Þó hygg ég að það sé fyrst og fremst aldur hans, sem veldur því að kjördæmisráðið vildi ekki hafa hann nú í fyrsta sæti eins og í síðustu kosningum og næstu þar á undan. Þegar þannig atvikast er lang skynsamlegast að taka því eins og um ekkert sé að vera. Enn er tími til fyrir S—lista menn á Ákureyri að draga lista sinn út úr umferð. Ég er hjartan- lega sammála Gísla Jónssyni, sem sagt hefur í blaði. „Þá stæði Jón Sólnes keikari eftir og Sjálfstæð- isflokkurinn sterkari. Prófkjörsreglur þær sem nú hafa verið notaðar á höfuðborg- arsvæðinu og sums staðar annars- staðar á landinu eru svo gallaðar að þær hljóta að bjóða ósamkomu- lagi heim hvar sem þær eru notaðar. Mér finnst full ástæða til að þakka kjördæmisráði Norður- lands eystra fyrir skilning á því að þær eru ónothæfar. A höfuðborgarsvæðinu munaði minnstu að þær kæmu því til leiðar að engin kona gæti náð viðunandi sæti á stóra listanum. Og enginn maður fékk þar sæti samkvæmt prófkjörinu sem full- trúi verulegra sjómanna eða dag- launamanna. Ef enginn Ellert væri til vita menn sannarlega ekki hvernig farið hefði, áreiðanlega illa. Ef prófkjörsreglurnar ætti að nota í Norðurlandi eystra, yrðu báðar þingeyjarsýslur að engu við hliðina á Akureyri, að undantekn- um tveimur hreppum. Ef þær ætti að nota á Suðurlahdi yrði svipað uppi á teningnum. Það allra versta við prófkjörið er þó hvað það er ankanalega opið. Hver sem er og hverjir sem eru fá að vaða inn á flokka og taka þátt í vali frambjóðenda, án þess að ætla sér að styðja flokkinn þegar til alvöru kosninga kemur. Hvaða vit er í því? Það hljóta að vera til skárri aðferðir við að kanna fylgi fram- bjóðenda en prófkjörsreglur þær sem menn hafa verið að burðast með að undanförnu. Þegar kosningalögum verður breytt þyrftu inn í þau að koma góðar reglur um aðferðir við að kanna kjörfylgi frambjóðenda áð- ur en raðað er á lista. Á því liggur meira heldur en að slíta þingmenn af fámennustu kjördæmunum, þar sem þeir eru sem við örðugustu aðstöðuna verða að búa. 10. nóv. 1979. Fáein orð um próf- kosningar og framboð Norskur bók- menntafrædingur heldur f yrirlestra Fulltrúar Sjálfsbjargar og Blindrafélagsins á fundi með blaðamönnum i gær. Talið frá vinstri: Sigursveinn D. Kristinsson, Rafn Benediktsson, Magnús Kjartansson, allir frá Sjálfsbjörgu, Halldór . Ragnar og Gisli Helgason frá Blindrafélaginu. „Uppistaða í mann- réttindayfirlýsingu’ ’ Stjórnmálaflokkarnir hafa svarað spurn- ingum Sjálfsbjargar og Blindrafélagsins SAMSTARFSNEFND Sjálfs- NORSKI bókmenntafræðingur- inn Willy Dahl mun halda tvo fyririestra í Norræna húsinu. í dag, þriðjudaginn 13. nóvem- ber, fjallar Willy um norskan dægurlagatexta frá stríðsárun- um og nefnist fyrirlesturinn „Nidelvan stille og vakker Willy Dahl bókmenntafræðingur. í HAUST hefur verið unnið við bryggjuna á Reykhólum, steypt- ur kantur og festingar settar. Verkinu er ekki iokið, og mun endahnúturinn verða settur að vori. í sumar hefur Reykhólakirkja verið máluð, og er það vel því á kirkjum má oft lesa menningar- ástand hvers byggðarlags, og séu kirkja og grafreitur vel hirt mun svo vera um fleira. Nú á að fara að leggja hitaveitu upp að Mjólkurvöllum, en það hús var eitt sinn fyrirhugað sem mjólkurbú fyrir Austur-Barða- du...“ En slagertekst fra 40 aarene i litteratursociologi.sk perspektiv“. Síðari fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20.30 og nefnist hann „Kristiania bohmen — borerskabets usikkel- ige sö sönner", og er um skáld- söguna „Kristiania — Bohemen" eftir Hans Jæger. Bók þessi vakti mikið hneyksli um öll Norður- lönd vegna opinskárra kynlífs- lýsinga og var hún bönnuð og höfundur dæmdur. Willy Dahl mun einnig halda fyrirlestur í boði Háskóla íslands. Dahl var lektor í bókmennta- sögu við Óslóarháskóla 1965 og 1977 varð hann prófessor í bók- menntasögu við háskólann í Þrándheimi. Einnig hefur hann verið bókmenntagagnrýnandi við blöð í Noregi og skrifað fjölda bóka. Þess má geta að eiginkona Dahl, Etelka Tamminen, áður lektor í finnsku hér á landi, er hér í heimsókn með manni sínum. strandarsýslu. Þessi framkvæmd mun kosta fimm til sjö milljónir króna. Fólki hefur fjölgað hér á Reyk- hólum, og mun íbúatalan vera að nálgast eitt hundrað manns. Hvergi er ódýrara á landinu að kynda hús en hér. Mínútulítrinn yfir árið kostaði 1978 12 þúsund krónur, og notar meðal hús þar þrjá og hálfan lítra, sem gerir að meðaltali 40 þúsund krónur á hús á ári. Vegna hitaveitufram- kvæmda mun verð á hverjum sekúndulítra hækka, að minnsta kosti í takt við verðbólguna. — Sveinn. bjargar og Blindrafélagsins hafa borist svör stjórnmála- flokkanna við spurningum sem fyrir þá voru lagðar um málefni fatlaðra og almenna stefnu- mörkun á þeim sviðum. „Þetta er ákaflega mikilvæg- ur atburður fyrir okkur,“ sagði Magnús Kjartansson starfs- maður nefndarinnar á fundi þar sem blaðamönnum voru kynnt svörin. „Við teljum að með þessu hafi allir stjórnmálaflokkarnir mótað stefnu sina varðandi mál- efni fatlaðra og hér sé jafn- framt komin uppistaða í mann- réttindayfirlýsingu fyrir fatl- aða á íslandi.“ Magnús sagði að svör flokk- anna væru jákvæð en samstarfs- nefndin hefði ekki farið út í það að gagnrýna þau eða að bera þau saman, það væri ekki hennar verk. „Eins og við vitum eru orðin til alls fyrst,“ sagði Magnús. „En ef þeim er ekki fylgt eftir með efndum eru þau til lítils. Við munum því fara fram á það við það Alþingi, sem til starfa tekur eftir kosningar, að skipuð verði nefnd sem í sitji bæði fulltrúar fatlaðra og stjórnmálaflokkanna. Hlutverk þessarar nefndar verð- ur að semja áætlun um úrbætur og munum við fara fram á það að kappsamlega verði unnið að því að framkvæma þau fyrirheit sem felast í þessum stefnuyfirlýsing- um stjórnmálaflokkanna." Magnús sagði að framkvæmdir þessar, t.d. breytingar á bygging- um í eigu ríkisins á þann hátt að fatlaðir eigi að þeim greiðan aðgang, yrðu mjög kostnaðar- samar en þegar litið væri fram í tímann væri hér í rauninni um arðsemisframkvæmd að ræða. Hann sagði að gífurlegur vinnu- kraftur væri ónýttur þar sem fatlaðir væru að ræða en ef þessi loforð yrðu að veruleika myndi sá kraftur nýtast. Magnús var á fundinum spurð- ur að því hvort það hvarflaði ekki að þeim að hér væru á ferðinni kosningaloforð? „Með kosningaloforðum hefur maður eitthvað til að halda sér í,“ sagði Magnús. „Næst er að ganga á eftir því að þessi loforð verði efnd.“ I svörum flokkanna er þess m.a. getið fyrir hverju hver þeirra hefur beitt sér í málefnum fatlaðra á síðustu árum. Þá er einnig gerð grein fyrir ýmsum samþykktum sem gerðar hafa verið á vegum flokkanna varð- andi málefni fatlaðra og sagt frá því hvaða umbætur flokkarnir telji nauðsynlegar á lífskjörum fatlaðra. I þakkarbréfi sem samstarfs- nefndin hefur sent stjórnmála- flokkunum er farið fram á það að flokkarnir geri þessu máli þau skil sem þeir telji það verðskulda í málgögnum sínum um allt land í kosningabaráttunni, á kapp- ræðufundum og kynningarsam- komum, þar á meðal í ríkisfjöl- miðlum. Reykhólar á Barðaströnd: Kostnaður við hitun húsa um 40 þúsund krónur á ári Miðhúsum á Barðaströnd, 12. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.