Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 fHotgmiÞIitfeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiðsla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22400. Sími83033 Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Verðbólgu- stefna vinstri flokkanna Efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins hefur verið helzta umræðu- efnið í kosningabaráttunni undanfarna daga. Málgögn andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins fjalla um hana öðru fremur. Frambjóðend- ur annarra flokka mæta á vinnustöðum og hvetja kjósendur til að kynna sér efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins. Á framboðsfundi kvenna lögðu talsmenn Alþýðubandalagsins sérstaka áherzlu á að fjalla um efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins með sínu lagi að sjálfsögðu. Þessar miklu umræður um efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins undirstrika þá staðreynd, að kosningabaráttan mun snúast um þessa stefnu, kosti hennar og galla. Efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins er umdeild eins og við var að búast. Hitt hefur ekki verið dregið í efa, að verði hún framkvæmd er líklegt að verulegur árangur náist í viðureign við verðbólguna. Kosningarnar snúast um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn fær umboð til þess að framkvæma þessa stefnu. Hinir flokkarnir hafa ekki boðið upp á nýjar leiðir í verðbólgubaráttunni. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert. Hinir flokkarnir bjóða upp á það sama og áður. Það þýðir, að verðbólgan verður komin upp í 60% snemma á næsta ári og heldur áfram að magnast fái stefna þeirra að ráða. Þess vegna er stefna vinstri flokkanna verðbólgustefna. Þeir sem vilja áframhaldandi verðbólgu kjósa auðvitað þá flokka, sem hafa áframhaldandi verðbólgu á stefnuskrá sinni. Þeir, sem vilja í raun og veru takast á við verðbólguna og reyna eitthvað nýtt í þeim efnum, kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Baráttan í þessum kosningum stendur því um nýja efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins og verðbólgustefnu vinstri flokk- anna. Stórvirkjanir og iðjuver Það er ekki nóg að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Við verðum að byggja upp atvinnuvegina, auka þjóðarframleiðsluna og þjóðar- tekjurnar og tryggja þjóðinni sambærileg lífskjör við það, sem tíðkast í öðrum löndum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst því yfir, að í kjölfar leiftursóknar gegn verðbólgu, sem ætlast er til að beri skjótan árangur, muni fylgja ný uppbygging atvinnuveganna og þá ekki sízt að nýtt átak verði gert til þess að hagnýta aðra mestu auðlind landsmanna, orku fallvatnanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst því yfir, að á næsta kjörtímabili muni flokkurinn beita sér fyrir því, að Búrfellsvirkjun verði stækkuð um 100 MW og að ráðist verði í nýja stórvirkjun sem lokið verði á árinu 1985. Jafnframt verði stefnt að stækkun þeirra stóriðjufyrir- tækja, sem fyrir eru í landinu og ráðist í byggingu nýs iðjuvers, sem byggir á mikilli orkunotkun. Þessar framkvæmdir eru forsenda þess, að takast megi að bæta lífskjör fólksins í landinu og tryggja atvinnu fyrir þann mikla fjölda ungs fólks, sem mun leita sér vinnu á næstu árum. F áránlegar skýr- ingar fréttastof u Isíðustu viku neituðu útvarp og sjónvarp að senda fréttamenn á blaðamannafund Geirs Hallgrímssonar, þar sem efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins var kynnt. Á sama tíma hefur útvarpið sent fréttamenn á blaðamannafund ráðherra Alþýðuflokksins, sem bersýnilega eru fyrst og fremst kosningafundir og sama dag og fréttastofa útvarps neitaði að senda fréttamann á fund Geirs, sendi útvarpið fréttamann á blaðamannafund hjá Ragnari Arnalds fyrrverandi ráðherra! Sú skýring var gefin, að Ragnar hefði verið að svara Sighvati Björgvinssyni, fjármálaráðherra, vegna blaðamanna- fundar, sem fjármálaráðherra hafði efnt til. Þessi afstaða útvarpsins til blaðamannafundar Geirs Hall- grímssonar er fáránleg og stenzt ekki. En skv. yfirlýsingum fréttastofunnar ættu stjórnmálaleiðtogar nú að efna til blaðamanna- fundar í kjölfarið á hverjum blaðamannafundi ráðherra kratanna til að svara þeim. Útvarpið kemst ekki hjá að skýra frá þeim fundum skv. yfirlýsingu fréttastofunnar. •1 ».* «•L » m \ M. m A #* *-*• MÉfft ■» * • »- m.m M». .«• * - HÁKARLAR OG HREPPAPÓLITÍK Einhver tvískinnungur er sjálf- sagt í okkur öllum. En þó mis- jafnlega mikill. Látum þaö vera. En ósamræmiö í málflutningi margra íslenzkra stjórnmála- manna er meö ólíkindum. Til aö gera okkur nokkra grein fyrir því skulum viö taka tvö nýleg dæmi. Ólafur Jóhannesson lýsti yfir því, aö hann ætlaöi aö hætta afskiptum af stjórnmálum. Steingrímur Hermannsson, for- maöur Framsóknarflokksins, var einn þeirra, sem varö á sú skyssa aö taka fyrirrennara sinn og samstarfsmann alvarlega. Hann sagöi í fréttasamtali: „Ólafur hef- ur marglýst því yfir við flokks- menn Framsóknarflokksins, aö hann ætli að hætta, og þaö hlýtur aö mega túlka þaö svo, aö hann hættir." Steingrími var vorkunn aö taka Ólaf alvarlega. Ýmsum hef- ur oröið hált á því. En það var rétt hjá honum aö túlka orö Ólafs eins og hann gerði, þó aö viö sleppum nú óskhyggjunni. En hvaö geröi Ólafur? Hann hætti auövitaö viö aö hætta. Hann notaöi einungis vangaveltur sínar um aö hætta til aö komast á Framsóknarlistann í Reykjavík, en þar liggja ýmsir í pólitíska valnum eftir Ólaf, m.a. Þórarinn Tímaritstjóri, klóraöur og illa farinn eftir langa og dygga þjón- ustu. En hvernig fór Ólafur aö því að hífa sig upp í fyrsta sæti framsóknar í höfuðborginni, sem hann hefur aldrei borið sérstak- lega fyrir brjósti, ef marka má ýmsar stjórnarathafnir hans. Jú, hann gerði sér lítiö fyrir og auglýsti, aö hann mundi auövitaö hætta viö aö hætta, ef „ég fengi t.d. margar áskoranir", eins og hann komst aö oröi. Þá væri ekki aö vita „nema ég tæki þeim“. Og ekki stóð á klappliöinu í framsókn, en Ólafur glotti. Karl- inn er bráösniöugur, sögöu gár- ungarnir. Hann er leiðtoginn, sögöu framsóknarmenn. Aörir þögöu og hugsuöu um málefni, 60% veröbólgu, minnkandi kaup- mátt — og afturhald. Þaö skal sízt af öllu harmaö, að Ólafur fer fram í Reykjavík. Honum hefur tekizt aö blása út meö því að minnka flokk sinn jafnt og þétt — og margir eru þeir, sem eygja þá von, að enn fækki atkvæöum Framsóknar- flokksins í Reykjavík, þó aö formaöurinn haldi áfram aö skemmta fólki í nýju og nýju gervi. Þaö hefur veriö margt til skemmtunar á þessum síöustu og verstu tímum í Framsóknar- klúbbnum. Þóroddur Guömundsson skáld frá Sandi hefur ort á Ólaf Jóhannesson og birtust vísurnar í Tímanum. Hann líkir honum viö Baldvin Einarsson, einnig úr Fljótum; gefur í skyn aö Baldvin og Ólafur hafi báöir veriö há- karlaformenn. Þetta mun vera rétt hjá Þóroddi. Baldvin var fyrir hákarlaskipi fööur síns. En Ólafur Jóhannesson var for- maöur á ööru hákarlaskipi. Þaö heitir Framsókn. Þakkir séu Þór- oddi fyrir að benda á þetta, tæpitungulaust. En munurinn á hákarlaskipi Baldvins Einarsson- ar og Ólafs Jóhannessonar er sá, aö hákarlar Baldvins voru ekki í kjölfari þjóöarskútunnar. Hitt dæmiö: Guörún Helga- dóttir, sem er vægast sagt margt til lista lagt, er oröin einstakur snillingur í ósamkvæmni, en hún getur kannski skýrt þaö meö alkunnum töfrabrögöum. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir getur þá hjálp- aö henni, ef ekki vill betur til — en þó er þaö allsendis óvíst, svo önnum kafin sem hún veröur á pólitískum leynifundum meö Björgvin Guömundssyni til að ná samstööu í samstööunni um ósamkomulagiö í höfuöborginni. Allt minnir þaö á aöra krossa, sem þeir vinstri menn hafa mátt bera; t.a.m. þegar Hermann Jón- asson fór frá meö þeim oröum, aö ekki næöist samstaöa um nein úrræöi, eöa þá þegar síðasta vinstri stjórn féll — en þá lýstu aðstandendur hennar yfir, aö þeir væru jafnvel ósammála um, hvaö þeir væru ósammála um. Á sama hátt og tveir mínusar gera plús, merkir þetta auövitaö í þeirra augum, aö ósamkomu- Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Sameining Flugfélags íslands og Loftleiða er nú endanlega um garð gengin, og smám saman hverfa nöfn féiaganna fyrir hinu nýja nafni; Flugleiðir. Nú er til dæmis búið að mála hið nýja nafn á Fokker Friendshipvéiarnar, sem einkum eru notaðar í innanlandsflugi. — Flugleiðir með stórum stöfum, og enska nafnið, Icelandair, með minna letri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.