Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 h 'l Týr vann yfir- burða sigur íþróttahúsið í Vestmannaeyj- um var troðfullt af hávaðasömum áhorfendum á sunnudaginn, þeg- ar Eyjaliðin Týr og Þór leiddu saman hesta sína í 2. deildinni í handknattleik. Fóru ieikar svo að Týr vann yfirburðasigur 24—16. Týr leikur nú í fyrsta skipti í 2. deildinni, vann 3. deildina í fyrra en Þór var í allan fyrravetur í baráttu um sæti i 1. deild. Leikmenn beggja liða voru greinilega þrúgaðir af tauga- spennu í upphafi, og bar leikurinn þess glögg merki til að byrja með. Þór skoraði fyrsta mark leiksins, og leiddi síðan með einu marki fram í miðjan hálfleikinn, þá tók Týr við forystunni og í hálfleik hafði Týr eitt mark yfir 11—10. Jafnræði var áfram með liðun- um fyrsta korterið í síðari hálf- leik, en úr því skildu leiðir svo um munaði. Jafnt og þétt jók Týr forskot sitt, og sigraði eins og áður segir 24—16. Ekki er ráðlegt að spá neinu eftir þessum leik um hugsanlega möguleika liðanna í hinni hörðu keppni í 2. deildinni, svona „Der- by“ leikir heimaliða eru ávallt sérstaks eðlis eins og alþekkt er. Ljóst er að breiddin er töluvert Í24-16 meiri hjá Tý, og skipti það ekki svo miklu fyrir liðið í þessum leik, þótt helsti markaskorari þess, Sigurlás Þorleifsson, væri tekinn úr umferð frá fyrstu mínútu leiksins. Þá tóku bara aðrir við. Liðið lék sterkan varnarleik, og hefur á að skipa fyrsta flokks markverði þar sem er Egill Stein- þórsson, en hann varði 15 skot í leiknum, þar af tvö víti. I sóknar- leiknum gekk á ýmsu hjá liðinu, en áberandi var að átta leikmenn skoruðu mörkin. Bestu menn liðs- ins voru Egill í markinu, Óskar Astmundsson og Logi Sæmunds- son. Þá átti Þorvarður Þorvaldsson snjallan leik í síðari hálfleik. Ekki er að búast við því að Þór verði eins áberandi í deildinni í vetur og í fyrra, þegar liðið komst að þröskuldi 1. deildar enda hefur liðið orðið fyrir miklu mannfalli, misst þá þrjá leikmenn sem voru kjölfesta liðsins. Þór hefur engu að síður á að skipa harðskeyttu liði sem er til alls líklegt eins og sést á því að liðið hefur nýlega unnið HK og Þór Ak í æfingaleikj- um. Þór hefur á að skipa mjög góðum markverði, unglingamark- verðinum Sigmari Þresti. Hann átti þó að þessu sinni frekar slakan dag. Ragnar Hilmarsson var besti maður Þórs í þessum leik. Stórskytta liðsins, Albert Agústsson, komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Týs, en á vafalaust eftir að láta mikið að sér kveða í vetur. Gestur Matthíasson kom vel frá leiknum, sérlega í fyrri hálfleiknum. Mörk Týs: Snorri Jóhannesson 6, Óskar Asmundsson 5, Þorvarð- ur Þorvaldsson 5, Benedikt Guð- bjartsson 2, Kári Þorleifsson 2, Logi Sæmundsson 2, Sigurlás Þorleifsson 1, Ingibergur Einars- son 1. Mörk Þórs: Ragnar Hilmarsson 5, Gestur Matthíasson 4, Albert Agústsson 3, Herbert Þorleifsson 1, Ásmundur Friðriksson 1, Böð- var Bergþórsson 1, Guðmundur Jensson 1. Dómarar voru þeir félagar Björn Kristjánsson og Gunnlaugur Hjálmarsson og dæmdu þeir leikinn mjög vel. HKJ. Léleg vítanýting varð Þór að falli KA HAFÐI betur í uppgjöri Akureyrarfélaganna KA og Þórs, er liðin mættust i 2. deild íslandsmótsins í handbolta um heigina. Lokatölur urðu 23—20 KA í vii, en það var fyrst og fremst vítanýtingin sem felldi Þórsara. Fimm sinnum varði Magnús Gauti markvörður KA vítaköst Þórsara á mikilvægum augnablikum og alls varði Gauti 19 skot i leiknum og var öðrum fremur maðurinn að baki sigurs- ins. Staðan í hálfleik var 15—12 fyrir KA. Það voru miklar sveiflur í fyrri hálfleik, KA skoraði tvö fyrstu mörkin, Þór jafnaði og siðan var jafnt upp í 5—5. Þá komst Þór í 8—5 en þá var komið Sigmar Þröstur markvörður unglingalandsliðsins í hand- knattleik varð að sætta sig við tap á móti Þór um hclgina i Vestmannaeyjum. Sigmar iék ekki eins og hann getur gert best. K~23-20 að KA að jafna, 8—8. Síðan var jafnt í 10—10, en þá tók KA stóran sprett og komst í 15 — 10, fimm mörk í röð. Þórsarar skor- uðu hins vegar tvö síðustu mörk- in, þannig að munurinn i leikhléi var þrjú mörk. I síðari hálfleik komust Þórsar- ar aldrei nær KA heldur en tvö mörk, hvað eftir annað fengu Þórsararnir vítaköst þegar mun- aði tveimur mörkum, en Gauti var í stuði og hleypti knettinum ekki í netið. Undir lok leiksins fór heldur betur að hitna í kolunum og lá Unglingalandsliðsmaðurinn Al- freð Gíslason átti mjög góðan leik með liði sínu KA um helgina og skoraði alls sjö falleg mörk í leiknum. nokkrum sinnum við slagsmálum. Voru áhorfendur farnir að vonast eftir því að sjá einhvern bretta upp ermarnar og fljúga á næsta mann, en leikmenn höfðu að mestu hemil á sér og er það lofsvert, en það er annars venja í leikjum þessum, að fljúgast pínulítið á, enda liðin rótgrónir erkifjendur. Sigur KA var sanngjarn, leikur- inn var frekar slakur, en KA- menn voru mun hressari aðilinn. Magnús Gauti markvörður var ekki aðeins besti maður KA, heldur lang besti maðurinn á vellinum. Þorleifur Ananíasson átti og mjög góðan leik og Alfreð Gíslason skoraði næstum hvenær sem hann vildi. Hann var tekinn úr umferð allan leikinn, en þegar honum bauð svo við að horfa, tölti hann af stað og skoraði eins og ekkert væri. Þór lék leiðinlegan gönguhand- bolta og ýmsir leikmanna liðsins virka þyngri heldur en góðu hófi gegnir. Enginn skaraði fram úr í liðinu, nema helst Davíð Þor- steinsson í markinu, sem varði mjög þokkalega, þ.á.m. 8 skot í röð í síðari hálfleik. Ef Magnús Gauti hefði ekki varið enn betur, hefðu úrslit hæglega getað orðið önnur. Slakir dómarar leiksins voru þeir Jens Jensson og Rúnar Guð- jónsson. Mörk KA: Þorleifur Ananíasson 8 (4 v), Alfreð Gíslason 7, Gunnar Gíslason 4, Jóhann Einarsson 2, Guðmundur Lárusson og Guð- björn Gíslason eitt hvor. Mörk Þórs: Sigurður Sigurðsson 8(lvt Sigtryggur Guðlaugsson 5 (2 v), Olafur Sverrisson og Gunnar Gunnarsson 2 hvor, Árni Stef- ánsson, Benedikt Guðmundsson, Oddur Halldórsson eitt mark hvor. sor. islandsmdtlð 2. delld • Erna Lúðviksdóttir fer eins og ísbrjótur gegn um vörn Víkings. Þær Eiríka og Sigrún ráða ekki við verkefnið. Af fótafjöldanum á myndinni að dæma, er fjórða konan þarna á sveimi. Ljósm. mu. Krístján. Frekar öruggur sigur Vals VALUR vann frekar léttan sigur á Vikingi í 1. deild kvenna í Laugardalshöilinni á sunnudags- kvöldið. í frekar slökum leik skoruðu Valsstúlkurnar 16 mörk gegn 13 mörkum Vikinga, staðan í hálfleik var 8-6 Val i hag. Valur byrjaði því keppnistímabilið á viðunandi hátt, en betur verða stúlkurnar að leika ef þær ætla sér að ógna veldi Fram í íslandsmótinu. í byrjun var sem Valur ætlaði að sökkva Víkingi gersamlega, Valur skoraði hvert markið af öðru á samta tíma og Víkingsdömurnar dunduðu sér við að senda á mótherja og þaðan af í meiri vitleysu. Valur komst í 5-1 á skömmum tíma. Víkingur tók sig hins vegar saman í andlitinu og minnkaði muninn í 5-4, síðan stóð 8- 4 fyrir Val, en annar sprettur Víkings minnkaði muninn í 8-6 fyrir hlé. Víkingi tókst síðan að jafna 8-8, 9- 9 og 10-10, en þá gerðu Vals- stúlkurnar út úm leikinn með því að skora 3 mörk í röð og breyta stöðinni í 13-10. Þriggja marka munur hélst síðan til leiksloka. Víkingsliðið er ekki sama sam- ansafnið að klaufum og það var á síðasta keppnistímabili, ungu dömurnar eru farnar að kunna ýmislegt fyrir sér og ef þær vara sig á því að hleypa í sig örvænt- ingu, gæti liðið hirt slatta af stigum í vetur. Bestar hjá Víkingi voru þær Eiríka og markvörður- inn Jóhanna, sem báðar léku mjög vel. Þá var Ingunn að venju drjúg í sókninni. Valsliðið hlýtur að geta leikið betur en það gerði að þessu sinni. Hjá Val kvað mest að þeim Ernu og Hörpu, þær skoruðu mest, en gerðu einnig sinn skammt af vitleysum og rúmlega það. Ólafía í markinu varði yfirleitt vel, að öðru leyti bar engin af. Mörk Vals: Harpa 5, Erna 4, Ágústa Dúa 2, Sigrún, Björg, Marín og Elín eitt mark hver. Mörk Víkings: Ingunn 5, Eiríka 4, íris 2, Metta og Sigurrós eitt hvor. -gg. Aldrei glæta hjá Þórsurum Haukar sigruðu Akureyrar-Þór örugglega í 1. deild íslandsmóts- ins í handknattleik norður á Akureyri um helgina. Lokatölur urðu 16—12 fyrir Hauka, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9—6. Þórsliðið kom nokkuð á óvart i leiknum, frekar fyrir hve slakt það virðist vera en hitt. En þess má geta, að liðið hefur orðið fyrir nokkurri blóðtöku-síðan síðast, en Hanna Rúna Sigurðardóttir, ein styrkasta stoð liðsins í fyrra hefur gengið til liðs við Val. Það munar um minna. Haukar náðu þegar í stað þriggja marka forystu og allt til leiksloka var munurinn allt frá fimm mörk, 15-10, og niður í eitt mark í nokkrum tilvikum. Aldrei tóks Þór að jafna og undir lokin gaf liðið eftir, virtist viðurkenna ósigur sinn. Haukaliðið var áberandi betri aðilinn í leik þessum og lék liðið oft og tíðum á miklum hraða, jafnvel enn meiri hraða heldur en sást nokkru sinni í leik KA og Þórs í 2. deild karla næst á undan. Haukastúlkurnar virtust ráða bærilega við hamaganginn og áttu Þórsarar ekkert svar. Margrét Theódórsdóttir var langbest í liði Hauka, ógnaði mest og skoraði mest. Aðrar stóðu vel fyrir sínu, en báru ekki af. Magnea Friðriks- dóttir lék best í liði Þórs, en betur má ef duga skal í hinni hörðu barátttu sem framundan er í vetur. sor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.