Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 27 Magdeburg heillum horfið MAGDEBURG féll úr austur- þýsku hikarkeppninni um helg- ina og er skammt stórra högga á milli hjá félaginu, þar sem það var slegið úr UEFA-keppninni á miðvikudaginn af enska liðinu Arsenal. Það var Stahl Reisa sem sló Magdeburg úr keppninni að þessu sinni, vann 4—3. Úrslit urðu annars þessi í austur-þýsku bikarkeppninni: Stahl Reisa — Magdeburg 4—3 Dynamó Dresd. Ch. Halle 4—0 Ch. Böhlen — Dyn. Berlin 0—2 RW Erfurt — Karl Marx St. 3—1 Carl Zeiss Jena — Zwickau 3—1 Vorw. Strals. — Frankf./Od.l—2 Vorw. Dess. — Hansa Rost. 1—3 Loko Leipz. — Dyn. Schwer. 4—0 Svíar SVÍAR sigruðu úrvalslið frá Hong Kong örugglega i Hong Kong um helgina með 3 mörkum gegn einu. Er sænska landsliðið á keppnisferðalagi um Austurlönd um þessar mundur og leikurinn sigra sá fyrsti af nokkrum sem á dagskrá eru. Thorbjörn Nilson, Fran Sven- son og Peter Nilson skoruðu mörk Svia en mark Hong Kong úrvalsins var sjálfsmark. • Eldri heiðursfélagar UMFK heiðraðir. F.v. Kristinn Jónsson, Eyjólfur Guðjónsson. Sigriður Sigurðardóttir, Helgi S. Jónsson. Sverrir Júliusson, Ólafur Þorsteinsson og Margeir Jónsson. • Hafsteinn Guðmundsson afhendir Ilólmgcir Guðmúndssyni og Herði Guðmundssyni gullmerki UMFK. • Tveir ungmennafélagar UMFK voru gerðir að heiðursfélögum í hófinu. Gunnar Sveinsson til vinstri og Þórhallur Guðjónsson. • Kevin Keegan skorar mark fyrir HSV í „Búndeslígunni“ fyrr í vetur. Hann skoraði um helgina og átti frábæran leik. Dortmund í kennslu HSV! HAMBURGER SV tók forystuna í vestur-þýsku deildarkeppninni með algerum yfirburðasigri gegn toppliðinu Borussia Dortmund um helgina. HSV sýndi svipaðan leik og fieytt hafði liðinu gegn sovéska mcistaraliðinu Dynamó Tblisi á miðvikudaginn og við þvi átti Dormund-liðið ekkert svar. Kevin Keegan var alls alls staðar á vellinum að því er virtist og félagar hans voru með á nótun- um. Horst Hrubesch, skrímslið. eins og hann er gjarnan kallaður heima fyrir, skoraði fyrsta mark leiksins eftir undirbúning Kee- gan sem skoraði síðan sjálfur annað markið snemma i síðari hálfleik. Ivan Buljan skoraði síðan tvívegis undir lok leiksins. Áður en lengra er haldið, væri ekki úr vegi að líta á úrslit leikja i Vestur-Þýskalandi. Bayer Leverk. — Stuttgart 1—3 HSV — Bor. Dortmund 4—0 Brunswick — Bochum 3—0 Kaiserl. — Frankfurt 0—1 MSV Duisburg — FC Köln 0—2 Hertha Werder — Bremen 0—0 B. Múnchen — Bayer Uerdr. 3—0 B. Mönch.gldb. — 1860 Mún. 1—1 Schalke 04 — Fort. Dússeld. 2—2 Frankfurt vann mikilvægan sig- ur á útivelli gegn Kaiserlautern, en það var gamla kempan Bernd Hölzenbein sem skoraði sigur- markið með þrumuskoti af 25 metra færi um miðjan síðari hálfleik. Frankfurt læddist í þriðja sætið með sigri sínum. Bayern er með aðeins einu stigi minna en Frankfurt eftir sigur sinn gegn nágrannaliðinu Bayer Uerdringen. Það gekk illa hjá Bayern framan af, en loks þegar Karl Heinz Rummenigge tókst að skora seint í leiknum, þá stóð varla steinn yfir steini hjá BU, Lurz skoraði snarlega í eigið net og Neidermeyer innsiglaði stórsig- ur Bayern, 3—0. Bayer Leverkusen tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli þegar Stuttgart kom í heimsókn. Það stefndi þó allt í 1—1 jafntefli, en þegar skammt var til leiksloka, skoraði Hansi Múller tvívegis og tryggði liði sínu sigurinn. Áður hafði Szech skorað fyrir BL, en Förster jafnað fyrir Stuttgart. Köln vann mikilvægan sigur á útivelli gegn Duisburg, sem hryn- ur niður töfluna þessa dagana, eftir líflega byrjun í haust. Oku- dera skoraði fyrir Köln í fyrri hálfleik og í þeim síðari innsiglaði Willmer sigurinn með góðu marki. Leikmenn BMG voru greinilega þreyttir eftir erfiðan Evrópuleik sinn gegn Inter Mílanó í síðustu viku, er þeir mættu liði 1860 Múnchen. Nágrannalið Bayern átti stigið skilið, Metzler skoraði mark 1860, en Scheffer skoraði mark BMG. Leikur Schalke og Dússeldorf var mikill baráttuleikur og vel leikinn oft og tíðum. Schalke missti þarna af dýrmætu stigi í toppbaráttunni, en Dússeldorf má vel við úrslitin una. Helmut Kremers skoraði bæði mörk Schalke, en þeir Thomas Allofs og Rúdiger Wenzel svöruðu fyrir Dússeldorf. Þá er loks að geta stórsigurs botnliðsins Brunswick gegn Boch- um, var það annar sigur Bruns- wick á þessu hausti. Grobe skoraði á fyrstu mínútum leiksins, en Ronnie Worm skoraði tvívegis á síðustu mínútunum. Staðan í deildinni er nú þessi: Hamburger SV 12 7 3 2 27-11 17 Bor. Dortmund 12 8 1 3 24-17 17 Eintr. Frankfurt 12 8 0 4 25—14 16 Bayern Miinchen 12 6 3 3 22-13 15 FC Schalke 04 12 5 4 3 22—14 14 FC Köln 12 5 4 3 26-20 14 Bor. Mönch.gldb. 12 5 4 3 24-19 14 VFB Stuttgart 12 6 2 4 22-19 14 FC Kaiserl. 12 4 3 5 19-15 11 VFL Bochum 12 4 3 5 14-14 11 Fortuna Dilsseld. 12 4 3 5 27-28 11 B. Leverkusen 12 3 5 4 15-23 11 B. Uerdingen 12 4 2 6 12-19 10 MVS Duisburg 12 4 2 6 14-24 10 Werder Bremen 12 3 3 6 13-24 9 1860 Munchen 12 2 4 6 10-19 8 Ilertha BSC Berlin 12 2 4 6 10-20 8 Eintr. Brunswick 12 2 2 8 11-24 6 Margir heiðraðir í 50 ára afmæHshófi UMFK Ungmennafélag Keflavíkur minntist 50 ára afmælis sins með hófi í Stapa 13. okt. s.l. Meðal gesta í hófinu voru: Gisli Ilall- dórsson forseti Í.S.Í., Pálmi Gislason formaður UMFÍ, Her- mann Guðmundsson fram- kvæmdastj. ÍSÍ, Sigurður Geirdal framkvæmdastj. UMFÍ, Bæjar- stjórn Keflavikur og ýmsir for- ráðamenn iþróttamála í Keflavik. Þá var öllum eldri heiðursfélögum félagsins sérstak- lega boðið i hófið. Hafsteinn Guðmundsson for- maður félagsins setti hófið með ræðu en Þórhallur Guðjónsson flutti minni félagsins. Meðal þeirra sem fluttu ávörp og kveðjur voru Gísli Halldórsson, Pálmi Gíslason, Tómas Tómasson forseti bæjarstjórnar, Sverrir Júlíusson fyrrverandi formaður félagsins og Gunnar Eyjólfsson leikari. Félaginu bárust ýmsar gjafir — meðal annars ein milljón krónur frá Bæjarstjórn Keflavíkur, veggskjöldur frá ISI, áletruð fána- stöng frá UMFÍ, silfurskál, bikar- ar og fleira. I hófinu voru ýmsir ungmenna- félagar heiðraðir m.a. voru allir eldri heiðursfélagar UMFK, sem á lífi eru, sæmdir heiðurskrossi UMFK ásamt árituðu heiðurs- skjali. Þessir heiðursfélagar eru: Þórey Þorsteinsdóttir, Kristjana Ólafsdóttir, Bergsteinn Sigurðs- son, Sverrir Júlíusson, Helgi S. Jónsson, Ólafur Þorsteinsson, Eyjólfur Guðjónsson, Kristinn Jónsson, Margeir Jónsson og Egill R. Ásmundsson. Tveir ungmennafélagar voru gerðir heiðursfélagar í afmælis- hófinu þeir Gunnar Sveinsson og Þórhallur Guðjónsson en báðir hafa þeir átt sæti í stjórn UMFK í fjölda ára og unnið mikið og gott starf fyrir félagið. Gullmerki UMFK voru sæmdir Hólmgeir Guðmundsson og Hörður Guð- mundsson. Silfurmerki UMFK voru sæmd Guðbjörg Jónsdóttir, Högni Gunnlaugsson, , Ragnar Friðriksson, Jón Jóhannsson, Hólmbert Friðjónsson, Magnús Haraldsson, Jóhann R. Bene- diktsson, Björn Jóhannsson, og Geirmundur Kristinsson. Þá voru þeir Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ og Hafsteinn Þorvalds- son fyrrverandi formaður UMFÍ, sæmdir gullmerki UMFK fyrir frábær störf að íþróttamálum um langt árabil, en það er æðsta heiðursveiting félagsins til utan- félagsmanna. I hófinu voru þeir Gunnar Sveinsson og Þórhallur Guðjóns- son sæmdir gullmerki ÍSI og Haukur Hafsteinsson var sæmdur starfsmerki UMFÍ. Þá var í hófinu afhentur í fyrsta sinn forkunnarfagur bikar, sem þau hjónin Fjóla Sigurbjörnsdótt- ir og Gunnar Sveinsson gáfu til minningar um Svein Gunnarsson sem lézt í bílslysi fyrir fáum árum. Bikarinn skal afhentur árlega knattspyrnumanni UMFK og hlaut hann nú hinn snjalli mark- vörður Þorsteinn Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.