Morgunblaðið - 13.11.1979, Side 26

Morgunblaðið - 13.11.1979, Side 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 + Elginkona mín, SIGRÍÐUR ERNA ÁSTÞÓRSDÓTTIR, lést að heimili sínu sunnudaginn 11. nóvember. Ragnar Stefánsson. t Eiginmaður minn og faöir okkar HARALD WENDEL húsgagnasmíöameistari andaöist aðfaranótt 11. nóvember. Luise Wendel og börn. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐVEIGUR ÞORLÁKSSON Furugeröi 1 lést laugardaginn 10. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Börn tengdabörn og barnabörn. + Föðursystir mín INGIGERÐUR BENEDIKTSDÓTTIR Noröurbrún 1 lést á Landspítalanum laugardaginn 10. nóvember. Fyrir hönd aöstandenda Benedikt J. Geirsson. + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi ÞORVALDUR BJARNASON Gröf, Rauöasandi, andaöist 9. þessa mánaðar. Ólöf Dagbjartsdóttir, Vigdís Þorvaldsdóttir, Bragi ivarsson, Ásta Þorvaldsdóttir, Ármann Brynjólfsson, Bergur Þorvaldsson, Ásdis Siguröardóttir, Bjarni Þorvaldsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Gunnar Sigurösson og barnabörn. Konan mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, IÐUNN KRISTJÁNSDOTTIR, Ásgaröi 45, Reykjavík, lést aö heimili sínu laugardaginn 10. nóvember. Ólafur Jónsson, Valgeir Vilhelmsson, Þurföur Vilhelmsdóttir, Hrafnhildur Vilhelmsdóttir, Jón Haukur Ólafsson, Saevar Mér Ólafsson, Grétar Þ. Ólafsson, Ragnheiöur Ólafsdóttir og barnabörn. Sigurlaug Þorleifsdóttir, Baldur Hólmgeirsson, Sigmundur Kristjénsson, Helene P. Pélsdóttir, Regína Jóhannsdóttir, Þorbjörg Jóhannsdóttir, Ingibergur Gunnlaugsson HómfríðurHaUdórsdótt- ir—Minningarorð Fædd 19. febrúar 1891 Dáin 4. nóvember 1979 Það er mikilsvert á lífsleiðinni að verða samferða góðu fólki, þó ekki sé nema um stuttan spöl að ræða nokkur ár af ævi manns. Ég lít með þakklæti yfir liðna samleið með Hólmfríði Halldórsdóttur sem nú er kvödd hinstu kveðju en hún andaðist hinn 4. nóv. s.l. Aðrir kunna betur að rekja æviatriði hennar og uppruna en ég get þess aðeins að hún var fædd og uppalin hér í Reykjavík en fluttist með eiginmanni sínum prestinum séra Jósef Jónssyni að Setbergi í Grundarfirði. Þar unnu þau sitt ævistarf sem prestshjón og síðar prófastshjón við miklar vinsældir sóknarbarna sinna. Og þegar minnast á hennar nú þá tengjast minningarnar ósjálfrátt þeim báðum, og er mér þá efst í huga hugljúfar stundir frá þeim árum er við áttum heima í nágrenni við þau þar sem þau bjuggu á efri árum sínum í Efstásundi og nut- um þar vináttu þeirra og um- hyggju. Ég mundi að vísu fyrri kynni sem fermingarbarn séra Jósefs. En þarna myndaðist á milli þessara heimila hlý og hljóðlát vinátta og þar átti ekki við að tala um kynslóðabil hvort í hlut áttu ung hjón með ungan son eða öldruð hjón sem fylgdust af einlægni og áhuga með vexti og þroska drengsins og glaðst var yfir góðum gangi mála og áreiðan- lega eru fleiri sem hafa sömu sögu að segja. Það var alltaf mjög gestkvæmt hjá þeim enda þau bæði góðir og aðlaðandi gestgjáf- ar. Það gleymist ekki stemmning- in yfir því er húsmóðirin á sinn sérstæða og virðulega hátt dúkaði borð og veitti af rausn og alúðlegt viðmót húsbóndans sem bætti móttökurnar enn frekar með glaðlegum og lærdómsríkum sam- ræðum. Frú Hólmfríður var mjög umhyggjusöm eiginkona og móðir. Hún bjó yfir fjölbreyttum og góðum eiginleikum sem gerðu hana vinsæla og ljúfa. Hún var mikill tónlistarunnandi með næmt tóneyra og listræna hæfileika á því sviði, hún var alla tíð organisti hjá manni sínum og naut sín þar vel fágaður fegurðarsmekkur hennar og vandvirkni. Tómstund- um sínum varði hún einkum hin síðari ár, við fíngerða og listilega gerða handavinnu. Eftir að hún varð ekkja fyrir rúmum 5 árum síðan bjó hún í skjóli barna sinna en hélt þó alltaf gangandi eigin heimili og tók á móti gestum sínum með sömu reisn og áður, gestrisni og glaðværð. Þó að próf- astshjónin væru alla tíð ung í anda og fylgdust vel með nýjum og breyttum tíma í gegnum árin, þá höfðu þau í heiðri eldri siði og hollar lífsreglur. Þau lögðu sér- staka rækt við trúarlíf og góðar hugsanir og voru öðrum til fyrir- myndar í daglegu lífi. Fólk eins og þau breiðir birtu yfir leið sam- ferðamanna sinna og verður minnisstætt þeim sem til þekkja. Þau eru því að leiðarlokum kvödd með virðingu og þökk. Börnum þeirra tengdabörnum og afkomendum öllum sendi ég nú við fráfall hennar innilegar sam- úðarkveðjur. Kristin Jóhannesdóttir. Hvað er hel? öllum ltikn er lifa vel. Þegar ég fluttist til Grundar- fjarðar árið 1928, þá voru á Setbergi presthjónin sr. Jósep Jónsson og kona hans Hólmfríður Halldórsdóttir. Eru það því rúm 50 ár sem ég hef þekkt mína elskulegu vinkonu Hólmfríði sem nú er kvödd hinstu kveðju í dag. Ég hafði talsvert saman við þau að sælda þessi ágætu hjón. Ég söng í kirkjunni og var frú Hólmfríður organisti lengst af þeim tíma. Hún var frábær í því starfi og var unun að láta hana segja sér til á söngæf- ingum. Er mér bæði ljúft og skylt að minnast hennar bæði frá þeim tíma og eins eftir að við fluttumst báðar til Reykjavíkur. Ég heim- sótti þau oft þessi hjón er þau áttu heima skammt frá mér og fannst mér eftir því sem leið á æfina ég eiga þeim svo óumræðilega mikið að þakka og tel ég það lán í lífi mínu að hafa átt samleið með þeim. Hann hélt við minni barnstrú, en hún kenndi mér að meta hina ljúfu sönglist sem leiðir á lífið fagran blæ. Var það mér sem svalarlind er ég kom til hennar og hún spilaði fyrir mig og við rauluðum saman, sá ég þá oft tár á kinn þessarar elskulegu konu sem hafði svo stóra sál. En hljóðfæraleikurinn var áreiðan- lega hennar leiðarljós gegnum lífið, sem hún eyddi að mestu á fáförnum stað úti á landsbyggð- inni. Ég vil með þessum fáu línum þakka þessari elskulegu vinkonu minni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig í gegnum árin. Fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og töluðum um lífið bæði hérna megin og handan við gröf og dauða, sem við vorum báðar sannfærðar um. Ég þakka alla hennar tryggð og elskusemi. Einn sálmur var henni mjög kær, öðrum fremur. Var það: Fögur er foldin heiður er Guðs himinn. Ég bið Guð að taka nú á móti henni inn í sinn heiða himin, með söng og hlóðfæraleik. Guð blessi ástvini Hólmfríðar Halldórsdóttur. Elísabet Ilelgadóttir. + Móöir okkar, KARÓLÍNA ÞÓRDARDÓTTIR síöast til heimilis Austurgötu 26, Hafnarfiröi, lést að Sólvangi þann 11. nóvember. Börn hinnar létnu. + Móöir okkar INGIBJÖRG JÓSEFSDÓTTIR fyrrverandi hjúkrunarkona, Hétúni 10, Rvík. verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Börnin. + Útför móöur okkar og tengdamóður ÞÓRU SIGURÐARDÓTTUR Aragötu 7 fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. nóvember kl. 3. e.h. Þeir sem vilja minnast hennar, vinsamlegast látiö Ifknarstofnanir njóta þess. Stefanía Pétursdóttir, Halldór Gíslason, Guöríöur Pétursdóttir, Mér Eiísson, Sigrfður Pétursdótir, Úlfur Sigurmundsson, Sigrún Pétursdóttir, Valur Jóhannesson. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi öskast Einbýlishús — raðhús — sérhæð óskast til leigu á stór-Reykjavíkursvæðinu. V~. •'■'•oaioina í boði. Fyrirframgreiðsla ef uirxclvy Sf: Upplýsingar gefur Eignaval s.f., sími 29277 á skrifstofutíma og 43156 á kvöldin Atvinnurekendur við Smiðjuveg og nágrenni í Kópavogi Flyt lögfraBöi og fyrirgreiösluskrifstofu mína í næstu vlku aö Smiðjuvegi 9 á II. hæð í húsi Axels Eyjólfssonar. Síminn verður 40170. Auk lögfræðistarfa tek ég aö mér aö annast bankaviöskipti og tollaf- greiðslur fyrir atvinnurekendur í hverfinu. Þorvaldur Ari Arason, lögfr. sími 17453. Espigerði íbúð með 4 svefnherbergjum helst á tveim hæöum óskast fyrir fjársterkan kaupanda. Þorsteinn Jútíusson hrl. Skólavörðustíg 12. Sími 14045. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.