Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 30
ÞÉTTING BYGGÐAR 38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 þátt í því að eyðileggja fallegustu staði borgarinn- ar, því fer fjarri. Við höfum athugað ýmsa þá þætti sem hafa áhrif á bygginingu íbúðarhverfa, svo sem hvernig aldurspíra- mítinn lítur út á viðkomandi stöðum, hverjar breytingar yrðu umhverfislega og hvernig hægt væri að leysa ýmis tæknileg vandamál sem koma óneitanlega upp sé byggt inni í gömlum hverfum. Ef ég tek dæmi um þessar athuganir, get ég nefnt að við athugun á aldurspíra- mítanum í Langholtsskóla- hverfi, en inn í það skóla- hverfi félli hugsanleg byggð í Laugardal, reyndist mjög margt eldra fólk búa þar, en aftur minna af börnum. Því væri hagstæðara að úthluta þar íbúðum fyrir yngra fólk en eldra. Ibúafjöldinn í hverfinu hefur stöðugt verið á niðurleið frá því árið 1970 þegar hann náði hámarki. Athugi maður hins vegar aldurspíramítann í Foss- vogsskólahverfi, en þar kæmi inn byggingarsvæðið við Borgarspítalann, kemur í ljós að elztu aldurshóparn- ir eru mjög fámennir, en barna- og unglingahóparnir hins vegar mjög fjölmennir. Það kæmi því mjög vel til greina að auka byggð eldra fólks á þessu svæði. Ibúa- fjöldi svæðisins hefur held- ur farið niður á við síðan 1975, en ekki áberandi. Þá vil ég nefna að mér finnst menn gera úlfalda úr mýflugu þegar fjallað er um byggð í litlum hluta Laugar- dalsins. Þar er samkvæmt samþykktu aðalskipulagi gert ráð fyrir stofnanabygg- ingum, svo að yrði farið út í íbúðabyggð á svæðinu, væri þarna bara um skipti á stofnunum og íbúðum að ræða. Þá hefur það heldur aldrei komið til tals að byggja utan um blessað hrossið milli Suðurlands- og Miklubrautar eins og svo mjög hefur verið haldið á loft, það svæði sem hugsað er undir íbúðarbyggð er svæðið frá Skeiðarvogi og lítið austur úr,“ sagði Guð- rún Jónsdóttir að síðustu. SVÆÐI 2D, austan og sunnan viö Borgarspítala. Frumáætlun gerir ráö fyrir 72 íbúðum í fjölbýlishúsum og 75 íbúðum í þéttri lág- byggö. Samtals eru þetta 147 íbúöir á um 5 hekturum lands, sem eru um 71% af athugunarsvæöinu. Lítiö dagheimili tæki um 0,15 hektara, eða um 2,1% athug- unarsvæöisins. Þeir 1,9 hektarar sem eftir eru færu því til útivistar, eöa 26,9% athugunarsvæðisins. í um- sögn Þróunarstofnunar seg- ir m.a., að samkvæmt sam- þykktu aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sé svæöið ætlað fyrir opinberar stofn- anir. í áætluninni er gert ráö fyrir fjórum íbúum á íbúö. Samkvæmt því yrði íbúafjölgun á svæöinu 588 manns. VIÐMIÐUNARTÖLUR FYRIR ÁÆTLANAGERÐ SVÆÐI 2B, austan Reykjanesbrautar gegnt Fossvogskirkjugaröi. Frumáætlun gerir ráö fyrir 150 íbúöum í þéttri lágbyggö á sex hektara svæöi, sem er um 51,5% athugunarsvæðisins. Lóö Öskjuhlíðarskólans er 0,6 hektarar og dagvistunarstofnun tæki 0,2 hektara, eöa samtals 0,8 hektara, sem er um 6,9% athugunarsvæðisins. Þeir 4,8 hektarar sem eftir eru yrðu til útivistarsvæðis, eöa um 41,6% athugunarsvæðisins. í umsögn Þróunarstofnunar segir m.a., að samkvæmt samþykktu aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sé svæðiö ætlað fyrir opinberar stofnanir, en gert sé ráö fyrir því að Hafnarfjarðarvegur (Reykjanesbraut) veröi lagður niöur á þessu svæöi. í áætluninni er miðað viö fjóra íbúa á hverja íbúö. Samkvæmt því yrði íbúafjölgun á svæöinu 600 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.