Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 3 9 Ásdís Erlingsdóttir: Flokkaspeki Að kjósa Kannski fær maður að lifa það að einn flokkur fái meirihluta á Al- þingi eftir kosningarnar. Ég ætla að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, því að nú er einmitt rétti tíminn til þess að fá í reynd að kynnast þessari stefnu, þar sem ákveðin öfl innan flokksins hafa þorað að leggja drög að því að framkvæma stefnuskrá flokksins. En það væri rangt af mér að ýta undir gegnum gangandi flokka- tryggð þegar í kjörklefann er kom- ið, því að það hefur sýnt sig að framkvæmd kosningaloforða fer ekki eftir flokkaspeki, heldur þeim mönnum sem kosningaloforðin eiga að efna. Kommúnistar og mennta- málin Hvort sem að Sjálfstæðisflokkur- inn fær meirihluta á þingi eða ekki, eftir kosningar, þafer kominn tími til þess að flokkurinn sinni embætti menntamálaráðherra ef til kæmi, því að það embætti er að mínu mati fjöregg þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn afhenti kommúnistum þetta dýrmæti í stjórnartíð Ólafs heitins Thors, og þeir kunnu sannarlega að notfæra sér þá aðstöðu fyrir hugsjónir sínar og siðgæðisáform. Guðleysisstefna þeirra hefur fengið að ausa úr brunnum sínum yfir ungviðið í öll þessi ár og ávöxturinn leynir sér ekki. Kommúnista andinn má ekki eiga rúm í stjórnun á félags- og siðgæðishugsjónum grunnskólans. Og ef það er rétt að stór hópur skólastjóra og kennara hafi flækt sinni sál saman viðð langlokur þýska Gyðingsins þá er ekkert við því að gera, því að nú er svo komið að hirðuleysi í trúmálum hefur stóraukist með árunum og þarf ekki kommúnistaspeki til. En því er ver farið, vegna þess að boðskapur Frelsarans hélt lífinu í þjóðinni fyrr á tímum í þrengingum hennar og erfiðleikum. En vissulega ber að athuga að það fer ekki eftir stjórnmálaskoðun hvort að skólastjórar eða kennarar eru góðir fræðarar í mannlegri þekkingu og speki. Þess vegna gæti kommúnisti sem hver annar góður fræðari haft yfirstjórn þessara mála eftir grunnskólann, t.d. ef embættinu væri skipt. Unglingarnir eru sjálfráðir 16 ára að aldri og boðskapur Krists er aðeins gefinn í frelsi til að velja og hafna. Kommahræðsla? Það örlaði á þeirri tilhneigingu hjá sumum ráðamönnum Sjálf- stæðisflokksins (fyrr á árum) að viðra sig sérstaklega upp við skoð- anabræður öreigavaldsins fram yfir aðra flokka, jafnvel með stöðuveit- ingum ef ekki vildi betur. I skjóli þessara verka þrifust laumukommarnir og undu sér vel í fósturkassa íhaldsins og velgengni kommúnista á íslandi en verk hálfvelgju pólitíkusa Sjálfstæðis- flokksins. Meðalmennskan og lágkúruand- inn sigldi hraðbyri, og ekki er ennþá séð fyrir endann á því hvernig fara muni í þessu litla lygasamfélagi okkar. Að segja sannleikann Þegar Ellert B. Schram sat fyrir svörum í sjónvarpinu eftir fall stjórnar Geirs Hallgrimssonar þá sagði hann í viðtalinu að stjórn Geirs hafi staðið sig vel, ekki mistekist. En þó að Geir Hall- grímsson sé ágætis maður og hafi viljað vel þá mistókst stjórn hans, hverju eða hverjum sem um var að kenna. Pílatus spurði Krist forðum. Hvað er sannleikur? Rómverski heiðinginn þekkti ekki þetta himn- eska lyf til handa mannlegu samfé- lagi. Ef stuðla á að heiðarleika í samskiptum manna á meðal, þá er það alger forsenda til þess að svo megi verða að sannleikurinn sé í heiðri hafður í hvívetna. Sæluríkið Fyrr á árum var kjörorðið m.a.. Allir á ríkisspenann. Þá voru þeir einstaklingar litnir hornauga sem höfðu hugrekki til að ráðast í framkvæmdir, og það leit út fyrir það að framtaksemi þeirra væri tilræði við fátæka fólkið. Fátækt þess og umkomuleysi var ekki vegna hugmyndasnauðra ráða- manna þjóðarinnar, heldur sakir stórhuga athafnamanna, sem þurfti að klekkja á . Að stuðla þyrfti að uppbyggingu atvinnufyrirtækja sem gætu borgað mannsæmandi laun án opinberra styrkveitinga var ekki keppikeflið ef einstaklingur átti frumkvæðið. Því að fólkið í landinu (ríkísforsjá) átti sameigin- lega að eiga allt og allt. „Það var hið fullkomna sæluríki". Af hverju gangast valdamenn öreiganna ekki fyrir því að stofnuð verði fyrirtæki víðsvegar um land- ið, sem síðan nytu góðs af útsjónar- semi og hyggjuviti öreigavaldsins. Þá stæði ekki á löngum lista með allskonar hlunnindum og kröfu- gerðum eins og góðu styrkjakerfi sæmdi. Þar væru engin verkföll, allir jafnir og allt kæmi af sjálfu sér, því að allir ráða öllu. Og þó að framleiðslan seldist illa eða ekki, þá skyldi fólkið fá sitt kaup hvað sem það kostaði. „Mannræktar hugsjónir Nasista fengu ekki langan tíma.“ En hvað segið þið? Ekki er öll nótt úti ennþá. Og í því samfélagi yrði enginn ópíum neytandi, sem þýðir. Enginn Guð til. Guðsgjafir Guð hefur gefið manninum frelsi til að velja og hafna en menn á öllum öldum hafa reynt að stela þessari Guðsgjöf af manninum. Einnig hefur Guð gefið það fyrir- heit að sérhver eigi rétt á að njóta og gleðja sig af ávöxtum vinnusemi sinnar. Allt er strit undir sólinni. Sællíf- ið er líka strit, en það gefur ekki friðsælan ávöxt. Sjálfsbjargar- viðleitni Það vekur beiskju og vonleysi hjá launþegum þegar þeir geta varla eða ekki lifað af launum sínum, nema með alltof löngum vinnutíma. En rétta leiðin til að ná settu marki í þeim efnum er ekki að ráðast á frjálst framtak einstaklingsins, heldur er meira vit í því að rækta og hlúa að sjálfsbjargarviðleitninni og hvorki hefta né mismuna ein- staklingum í þeim efnum (t.d. með lántöku). En við það að letja einstaklinginn í svo sjálfsögðum gjörðum, þá er hætt við því að ábyrgðartilfinning- in hverfi ásamt því að gera kröfur til sjálf sín. Einnig eykur það og ýtir undir heimtufrekju og kröfu- gerðum í samskiptum við ríkið, og þar með minnka möguleikar þeirra einstaklinga sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér og þurfa reglulega á ríkisforsjá að halda, t.d. sjúkir, lamaðir, vangefnir, aldraðir o.fl. Heilbrigt fólk á að vinna fyrir sínu brauði án heimtufrekju og þakka Guði fyrir að fá að lifa og hafa heilsu til þess. Launafólk Það er augljóst mál að þeir sem hafa hærri laun en láglaunafólk tíma ekki að gefa af launum sínum til að jafna bilið, ekki einu sinni menntakommarnir, sem hafa hengt sinn hjálpræðishatt á kjör lág- launafólks. Næsta ríkisstjórn, hvort sem hún verður til hægri eða vinstri, þarf að gefa þessu fólki von og skilning svo að það eygi mannsæmandi laun og styttri vinnutíma. A þessum tveimur stéttum og vinnusemi þeirra byggist m.a. af- koma þjóðarinnar: I fyrsta lagi launafólki sem vill fá góð laun, hóflegan vinnutíma og er fjárhags- leg hlið fyrirtækis óviðkomandi. í öðru lagi þeim einstaklingum sem eiga fyrirtækin sjálfir, og eru með fjárhagsáhyggjur á hælunum, og einnig þurfa þeir oft að vinna myrkranna á milli til að eygja von að úr rætist, og skiptingin m.a.: Heppni og óheppni. Virkjanir í áramótaávörpum fyrr á árum heyrðist oft: Að nú þyrfti að herða sultarólina, þó að nógir möguleikar væru fyrir hendi án þess að leigja landið eða selja. Reykvíkingar voru framsýnastir í virkjunarframkvæmdum og létu ekki bugast á sinni tíð vegna mikillar andstöðu á Alþingi. Nú er orðið augljóst að þeir einstaklingar sem þurfa ríkisforsjá og launþegar almennt séð, eru og verða á flæði- skeri staddir, nema að ráðist verði í virkjunarframkvæmdir víða um land, og þá þarf ekki að sækja allt til Reykjavíkur. Einnig atvinnufyr- irtæki sem gefa arð án opinberra styrkveitinga, sambr. Álverið. Það var orðið dauft yfir atvinnulífi Hafnarfjarðar. Keyrið um t.d. Norðurbæinn og sjáið breytinguna. Bændur myndu einnig njóta góðs af slíkum framkvæmdum, og þá kæmi það að sjálfu sér með tíman- um að þeir gætu hagrætt búskap- arháttum sínum. Ég er sammála Gunnari Guðbjartssyni, formanni bændasamtakanna að frekari byggðarröskun megi ekki verða. En ef bændur eru hræddir við mengun, eða treysta ekki mengunarvörnum, þá geta þeir ekki ásakað samfélagið ef illa gengur án slíkra fram- kvæmda. Við Sunnlendingar tókum áhættuna og vonum það besta, og nú er röðin komin að bændum. En allt tekur tíma-og það væri að bæta gráu ofan á svart ef flanað væri að málefnum bænda sem augljóslega hafa orðið að gjalda, vegna atkvæðakapphlaupa stjórn- málamanna flokkaspekinnar. Verkföll Hvort sem að ríkisstjórnin er rauð eða blá þá þarf hún vinnufrið. Ef fólkið í landinu skilur sjálft hvað um er að vera, þá er engu að kvíða. En ef undirrótsöflin, hvort sem þau eru rauð eða blá, taka sig ekki á þá logar allt í verkföllum og landið verður stjórnlaust. Þó að Álþýðuflokkurinn hefði átt að bíða eftir setningu Alþingis, þá var það rétt hjá honum að hyggja á afsögn en að sitja í vonlausu ástandi að hans mati. Þetta átti stjórn Geirs Hall- grímssonar að gera, i staðinn fyrir að láta B.S.R.B. gera út af við sig með kröfugerðarspekinni. Mannaval Það væri óskandi að allir flokkar eða flokksráð hefðu þessi orð í huga þegar þeir velja sína forystumenn: Orðskv. 27k. En hver fær staðist öfundina? Veljið þið vel gefna og sannleiks- elskandi forystumenn eða konur sem þora að standa og falla með hugsjónum sínum. Einnig þurfa þessir stólpar flokkaspekinnar að vera hugmyndaríkir, víðsýnir og úrræðagóðir og fljótir að hugsa og taka ákvarðanir. Og umfram allt ef þeim mistekst í að efna gefin kosningaloforð, hverju eða hverjum sem um er að kenna, þá komi það af sjálfu sér að aðrir taki við forystuhlutverkunum. Og öfundið ekki hæfileikamenn ykkar, heldur styðjið við bakið á þeim og leyfið okkur kjósendum að njóta góðs af verkum þeirra. Halldór Jónsson verkfr.: Um framboðsmál Fyrir nokkrum vikum síðan voru Sjálfstæðismenn vígreifir og bjartsýnir. Á Varðarfundi, kvöldið sem stjórnin sprakk endanlega, var stemmingin þannig að meiri- hluti væri raunhæfur möguleiki. Fólkið hlyti að velja lýðræðis- flokkinn með opnu prófkjöri, flokk allra stétta og flokkinn með kláru stefnuskrána. Síðan hefur margt breyzt. Lýð- ræðishugsjónin reyndist vera svo afstæð hjá flokknum, að spurn- ingar hljóta að vakna um fleiri mál, t.d. stefnumálin, hjá fólki sem álengdar stendur. í Reykjavík fór fram opið prófkjör, þ.e.a.s. allir atkvæðisbærir menn, komm- ar, kratar o.s.frv. máttu velja frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins. Urslitin urðu þannig að 6 lögfræðingar og einn heildsali lenda í efstu sætunum, af því að fólkið kaus þá í þeirri röð. Þá var nóg komið af lýðræðinu í bili. Fulltrúar þrýstihópa launþega, Pétur sjómaður og Guðmundur H. lenda of neðarlega að sínu mati. Líklega af þeirri ástæðu að fólkið vildi þá ekki, þrátt fyrir að hóparnir þeirra hefðu átt að styðja þá, eða studdu þá. Hvers- vegna þetta fór svona veit aðeins fólkið sem kaus. Það breytir hér engu þó ég gæti unnt Pétri og Guðmundi hinna æðstu metorða og telji þá þar til hæfa. Úrslitin voru svona, punktur og basta. En fólkið hefur sem sagt ekki vit á þessu fremur en öðru. Það er talað hátt og skýrt um sérfram- boð, laus skipsrúm, og þess háttar. Þetta gengur þar til að Ellert rís upp úr réttu sæti sínu og leggur þingmennsku sína að veði til þess að Pétur sjómaður geti orðið gustukaþingmaður. Og það er gef- ið út sem sannleikur, að listinn sé þarmeð sterkari en áður. Skyldi Pétur trúa þessu sjalfur? Trúir þessu yfirleitt nokkur maður? Ekki er að efa, að íslendingar kunna vel að meta geigleysi og stórhug Ellerts. En í rauninni hefur flokkurinn vanvirt kjósend- ur sína með þessu og styrkt þá í þeirri trú, að í raun kæri forystan sig ekki um afskipti þeirra af uppstillingum. Ellert hefur í raun brugðist því fólki sem kaus hann en ekki Pétur. Sætaflutningurinn lyktar líka óneitanlega eitthvað af „blackmail", hvað sem þeir segja. I Norðurlandskjördæmi eystra og Suðurlandskjördæmi gerast einnig atburðir. Flokksforystan lætur þar við- gangast að ráðin hleypa öllu í bál og brand, með því að hafna lýðræði og prófkjörum. Afleiðing- in er klofningur og töpuð þing- sæti. Menn falla í þá gryfju að halda að einn þingskörungur sé betri en 2 meðalþingmenn. Sama hefði orðið upp á teng- ingnum í Reykjaneskjördæmi ef ekki hefði farið fram opið prófkjör þar. Ég bý í stærsta byggðarlagi þess og næststærsta byggðarlagi landsins, Kópavogi. Þar var fjálg- lega talað um það fyrir kosn- ingarnar að við þyrftum að fá Kópavogsbúa í öruggt sæti. Af hverju skil ég illa, því mér sýnist litlu breyta hvaða persónur sitja á þingi, það eru hlutföllin sem ráða því hvað fæst fram á Alþingi og hvað ekki, því stefna flokksins liggur jú fyrir. Og kjósendur voru á þessu. Þeir röðuðu listanum þannig, að Kópavogur og Suðurnes eru fyrirsjáanlega án beinna full- trúa. En þó að það sé fýla í Halldór Jónsson verkfr. einstökum frambjóðendum og kannski fleirum yfir úrslitunum, þá getur fólkið samt sætt sig við þetta. Það hafði sitt tækifæri og það fór bara svona punktur og basta. Það liggur því nokkuð greini- lega í augum uppi, að fólk kýs menn á framboðslista eftir hvaða álit það hefur á viðkomandi per- sónum, en gefur frat í hvaða þrýstihópi þeir tilheyra og af hvaða hundaþúfu þeir koma. Því hefur flokksforystunni gersam- lega brugðist bogalistin í sam- stöðumálunum, því með röggsam- legri og framsýnni verkstjórn hefði kannski mátt forðast þetta. Það er hinsvegar of seint að hlaupa í brunaútkall þegar aðeins rýkur úr rústunum. Eftir stendur að kjördæmin eru svo sundurleit í atvinnulegu tilliti, að ekki er til frambúðar. Sömu- leiðis er misvægi atkvæðanna orð- ið vægast sagt óvinsælt hjá okkur léttu atkvæðunum og sættum við okkur ekki lengur við það, að leiðréttingum sé aðeins lofað fyrir kosningar en síðan þagað á þingi. Þó að kosningasókn Sjálfstæð- ismanna hafi farið svona hrapal- lega á stað þá skal ekki slakað á sókninni. Ég held að flokkurinn ætti núna að leggja áherslu á að skýra f.vrir fólki um hvað flokkur- inn muni ekki sernja víð aðra flokka til þess áð' kómást í stjórn, þannig áð fólk átti sig'á því, að stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins eftir þessar kosningar er hreint ekki útilokaður möguleiki. Og þá ætti fólk ekki að vera eins í vafa hvað atkvæðið þýðir. Þó Ólafur geti lætt því inn hjá fólki, að hann sé stjórnspekingur með því að tala í gátum, þá gengur það ekki fyrir stjórnmálaflokk. Flokk- urinn verður að gera sér grein fyrir því, að það getur verið betra að fara ekki í stjórn núna, ef fólkið sýnir honum ekki það traust sem hann telur nauðsynlegt. Ann- að ár er ekki lengi að líða, — ef það tekur svo langan tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.