Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1979 45 VELVAKANDI % SVARAR í SÍMA Ó100KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI útt'U if síðarnefnda þegar pappírinn þorn- ar og skreppur saman. Til að hindra þetta er nauðsynlegt að fóðra spjaldið báðum megin. Á hliðstæðan hátt er auðvelt að spenna dúk rennisléttan á sterkan tréramma með því að væta dúkinn fyrst og festa síðan allar brúnir. Þegar dúkurinn þornar skreppur hann saman og verður rennislétt- ur. Krafturinn sem þannig mynd- ast er nægilegur til að rífa upp brúnir dúksins, ef ekki er tryggi- lega frá þeim gengið. Auðvitað má hverju barni vera það augljóst að í íslenzku roki er einföld tjaldgrind sjálf alltof sveigjanleg til að lengdarbreytingar á tjalddúknum þegar hann vöknar eða þornar komi skýrt fram. Undir lok klausu sinnar varpar RÞ fram eins konar áskorun til allra landsmanna að prófa á sjálfum sér hvernig votir segl- dúksvafningar í lýsingu Búkovskis yrðu hólkvíðir eftir því sem dúk- urinn þornaði. Undirritaður vill eindregið hvetja RÞ til að fylgja sinni eigin uppskrift og fram- kvæma þessa tilraun á eigin skrokki, hún er líkleg til að verða honum eftirminnileg. SF. • Um nýjar bygg- ingar á Bern- höftstorfunni Þóra Stefánsdóttir hringdi: „I framhaldi af grein sem birtist um Bernhöftstorfuna í Velvakanda í s.l. viku langar mig til að koma nokkrum hugmyndum mínum á framfæri. Á Bernhöfts- torfu ætti að rísa ráðhús, gesta- móttaka fyrir útlendinga og íslendinga. Einnig mætti þar rísa lág húsaröð og skjólgarðar fyrir kaffihús. Gimli mætti standa en öll hin gömlu húsin ætti að rífa SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í sovézku 1. deildar keppninni, sem lauk í síðustu viku, kom þessi staða upp í skák þeirra K. Grig- orjans og Psakhis, sem hafði svart og átti leik. 27.... Rxf3!, 28. gxf3 - Dgl Bg2 — Bxf3 og hvítur gafst Ef 30. Dxf3 þá Hxh3+. Röð manna á mótinu varð þes‘ Dolmatov 11 v. af 17 mögule 2.-3. Makarichev 0g Razuv 4.-5. Anikajev og Lerner 10 Jusupov 9V4 v. • Táningar og togstreita“ er sönn saga Svar til Mariu Markan Gott er að heyra, að til er fólk, sem hlustar og hugsar með gagnrýni í huga. En sagan um Eyvind er byggð á sönnum heimildum, því miður. Mörgum grófum lýsingum sleppi ég, en hluta þeirra varð ég að taka með. Þetta eru sönn ævibrot úr lífi unglings. Svona getur lífið verið á stundum. Og reyndar hafði ég unglinga og fullorðna fyrst og fremst í huga við samningu sög- unnar. Hlusti hins vegar ung börn á dæmi um það, hvernig unglingar geta verið, hvers konar erfiðleika og vandamál þeir geta átt við að stríða, hvað það eru margir, sem hneykslast á þeim í stað þess að hlusta á þá og reyna að skilja þá og hjálpa þeim — þá er það einlæg bæn mín og ósk, að foreldrar og forráðamenn ræði við börnin sín og svari þeim í einlægni og af hreinskilni eftir þroska barnanna ' og skilningi þeirra. Sagan um Eyvind er aðeins lítið brot úr marglitu mannlífi og á sér margar hliðstæður í samfélagi okkar. Við getum ekki lokað augunum fyrir því. María blandar saman í frásögn sinni í Velvakanda h. 11. nóv. atburðarás sögunnar og hugsun söguhetjunnar. Hluti lýsingar hennar er tekin úr blaði, sem Eyvindur hafði lesið og er því hluti af hugsunum hans sjálfs og sýnir aðeins örlítið brot af því lestrarefni, sem unglingum er boðið upp á á okkar dögum og hefur áhrif á þá. Megin tilgangur sögunnar er að draga upp mynd úr ævi unglings, sem á í erfiðleikum, sem sér og upplifir heiminn öðru vísi en margir aðrir og er oft einn og yfirgefinn, öryggislaus, án kær- leika, umhyggju og skilnings — skólinn reynir að gera sjtt besta, móðir hans er ráðþrota og er ekki í stakk búin til að annast hann. En Eyvindur er ekki vonlaus ungling- ur; síður en svo. En hluti af von hans felst í viðhorfi og skilningi og ekki síst gerðum okkar, hinna fullorðnu. Með einlægum kveðjum, Þórir S. Guðbergsson. fyrir ofangreindar framkvæmdir, a.m.k. svarta ferlíkið sem ekki er hægt að gera við. Meðfram Bankastræti og Lækj- argötu mætti planta trjám og blómum sem myndu setja svip sinn á umhverfið á góðviðrisdög- um.“ HÖGNI HREKKVÍSI Flísa-, urval Nýborg h.f. býöur yður aö velja úr yfir 100 tegundum af gólf- og veggflísum, auk korkflísa og vinyinísa. Nýborg <%> BYGGINGAVÖRUR ARMÚLA 23 SlMI 86755 Kassettur beztu kaup landsins 1 spóla 5 spótur 60 mínútur kr. 800.- kr. 3.800.- 90 mínútur kr. 1.000.- kr. 4.800.- Heildsölu birgðir Versliðisérverslun með LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI fg NÝ OG ÓDÝRARI § HITASTÝRITÆKI Hl hinum nýju Grohe hitastýrifækjum sameinast tæknileg fullkomnun, gæði, öryggi og nýtiskulegt útlit. Einnig hafa þau öryggisstillingu, þannig að þú átt ekki á hættu að fá á þig móvænta hitastigsbreytingu á vatninu, brennheita eða ískalda. Þú getur áhyggjulaus notið baðsins þvi þú lærir að treysta Grohe. Sá sem kemst i kynni við þægindi og öryggi hitastýri- tækjanna, getur aldrei án þeirra verið. Þessi Grohe hitastýri- tæki eru lika ódýrari en mörg önnur sams konar tæki. OGROHE er brautryöjandi og leiðandi fyrirtæki á sviði blönd- unartækja. Cd ( r) RB. BYGGINGAVÖRUR HE \«/ SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ) EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.