Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 Skoðanakönnun um hugsan legan arftaka Kekkonens Mauno Koivisto Koivisto með yfirburði Helsinki, 12. nóv. — Frá fréttaritara Mbl., Thomas Romantschuk. EF FINNAR ættu í dag að kjósa eftirmann Uhros Kekkonens í embætti Finnlandsforseta, yrði Mauno Koivisto forsætis- ráðherra fyrir valinu, að því er fram kemur í skoð- anakönnun á vegum dagblaðsins Uusi Suomi, en niðurstöður könnunar- innar voru birtar í blað- inu á sunnudag. Hefur Koivisto algera yfirburði yfir helztu keppinauta sína. En tvennt er það, sem setur strik í reikning- inn. I fyrsta lagi er ekki forsetakjör í Finnlandi fyrr en á árinu 1984, og í öðru lagi er forsetinn ekki kjörinn í almennum kosn- ingum, heldur óbeinum. Kjósendur kjósa 300 kjör- menn, sem síðan kjósa forsetann. Kjörmennirnir eru óbundnir, jafnvel þótt þeir hafi fyrir kosn- ingarnar lýst yfir stuðn- ingi við einhvern ákveð- inn frambjóðanda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Koivisto fer með sigur af hólmi í skoðanakönnun um arf- taka Kekkonens, því hann hefur alltaf lent í efsta sæti, ef gengið er út frá því að Kekkonen verði ekki sjálfur í framboði. Skoðanakönnunin er tvíþætt. í fyrsta lagi eru aðspurðir beðnir að nafngreina þann, sem þeir óska að taki við af Kekkonen, og skýra frá því hvern þeir telji sigurstranglegastan. í öðru lagi eru tilgreind nöfn 11 líklegra frambjóðenda, og aðspurðir beðnir að tilgreina hvern þeirra þeir kjósi helzt. I svörum við fyrri spurning- unni fær Koivisto 43% fylgi, en næstur honum kemur flokks- bróðir hans, Kalevi Sorsa, for- maður Jafnaðarmannaflokksins, með 5%. Á eftir Sorsa koma svo fjórir jafnir með 3% fylgi, þrír úr Miðflokknum, þeir Johannes Virolainen flokksformaður, Ahti Karjalainen ríkisbankastjóri og Paavo Vayrynen utanríkisráð- herra, og svo Harri Holkeri fyrrum formaður Hægriflokks- ins. í samanburði við fyrri skoð- anakannanir fer fylgi Koivistos vaxandi, en fylgi allra hinna minnkandi. Þegar spurt var hver væri talinn sigurstranglegastur, svör- uðu 82%: Koivisto. Yfirburðir Koivistos eru enn greinilegri þegar aðspurðir eru látnir velja úr 11 nöfnum. Þá fær Koivisto 52%. Holkeri skýzt upp í annað sæti með 8%, þeir Sorsa og Virolainen fá hvor 7% og Karjalainen 5%. En árið 1984 er enn langt undan, og hver hefur sagt að Kekkonen fari ekki fram þá? Engu að síður er margt athyglis- vert við þessa skoðanakönnun — og þær fyrri, svo sem hlutfallið milli borgaraflokka og sósíalista. í síðustu skoðanakönnuninni kemur í ljós að 62% þjóðarinnar óskar eftir forseta úr röðum jafnaðarmanna, þótt borgara- flokkarnir hafi hreinan meiri- hluta á þingi. Það er staðreynd að Koivisto hefur tekizt að höfða til kjósenda borgaraflokkanna, enda hefur hann fengið orð fyrir að vera „hafinn yfir" flokkadeil- ur. Þó ber þess að gæta að það eru flokkarnir sem tefla fram frambjóðendum til forsetakjörs, svo varasamt er að vera of hátt hafinn yfir flokksvélina. íran — Plakat með myndum af Carter Bandaríkjafor- seta og Iranskeisara í böndum er komið var fyrir við bandariska sendiráðið í Teheran eftir að námsmenn gerðu áhlaup á sendiráðið. Pólskir andófsmenn á 61.fullveldisdegi Póllands: „Við viljum frelsi, rétt- læti og brauð“ Varsjá, 12. nóvember, AP-Reuter. PÓLSKIR andófsmenn minntust 61. fullveldisdags landsins með fjölmennum útifundi þar sem krafist var frjálsræðis og landsmenn hvattir til að taka ekki þátt í kosningum sem verða í landinu á næsta ári. Um það bil 4.000 manns sóttu messu í dómkirkju heilags Jóhannesar í Varsjá og að henni lokinni fór mannfjöldinn i kröfugöngu að grafreit hins óþekkta hermanns á Sigurtorgi. Á torginu söng mannfjöldinn hástöfum þjóðernissöngva og þjóðsönginn og undir sönginn tók fólk er safnast hafði saman á torginu meðan andófsmennirnir héldu fund sinn þar. Að söngn- um loknum hrópaði mannfjöld- inn hvað eftir annað í kór: „Við viljum frelsi, réttlæti og brauð." Mótmælaaðgerðirnar voru skipulagðar af samtökum and- ófsmanna er nefnast Ropco og stofnuð voru fyrir 2'/2 ári. Að- gerðirnar fóru fram þrátt fyrir að lögreglan hefði látið til skar- ar skríða gegn andófsmönnum í landinu í síðustu viku er 40 manns voru handteknir í Varsjá, Kraká, Gdansk og Katovice á föstudag og laugardag. Mikið bar á einkennisklæddum lög- reglumönnum á gönguleið and- ófsmannanna. Þá var fjöldi óein- kennisklæddra lögreglumanna á sveimi á Sigurtorginu. Furðurhlutur yf ir Ibiza Valencia, 12. nóvember, AP. SPÆNSK Ieiguflugvél er flutti ferðamenn frá Vestur-Þýzkalandi og Austurríki til Kanaríeyja hélt síðdegis í dag áfram ferð sinni, en í nótt sá flugstjórinn fljúgandi furðuhlut á lofti yfir Ibiza og afréð að breyta áætlun sinni og lenda í Valencia. Spænsk yfirvöld létu málið til sín taka og tóku flugmálayfirvöld og herinn skýrslur af flugstjóranum. Flugvélin var af gerðinni Caravelle og voru 119 um borð, farþegar og áhöfn. Hermt var að einn farþeganna hefði neitað að halda áfram ferðinni frá Valencia. Lýsing á fyrirbærinu fylgdi ekki í fréttaskeytum. Egyptar gisaka Israels- menn Tel Aviv, 12. nóvember. AP MIKIL ólga ríkir meðal íbúa Vesturbakka Jórdan- árinnar eftir að ísraelsk yfirvöld fyrirskipuðu handtöku borgarstjórans í Nablus, Bassam Shakaa, á sunnudag, en yfirvöldin krefjast þess að honum verði vísað úr landi. Ekki er látið uppi í kröfunni hverjum sökum Shakaa er borinn, en hann er einlæg- ur stuðningsmaður Pal- estínumanna, og leynir því ekki í ræðu eða riti að hann vill að Vesturbakk- inn lúti yfirráðum Pal- estínu-Araba. Þá vekur • það einnig gremju íbúa svæðisins að ríkisstjórn ísraels ákvað á sunnudag að taka ný svæði á Vesturbakkanum undir byggðarlög ísraela, og reisa þar alls 31 þorp. Hafa yfirvöld í Egyptalandi harðlega mótmælt þessari ákvörðun, og krafizt þess að ísraelsmenn hætti nú þegar aðgerðum sínum gegn Aröbum. Segja Egyptar að með þessu séu yfirvöld í Israei að brjóta gildandi friðarsamninga landanna, sem kenndir eru við Camp David í Bandaríkjunum. Kennedy vinsæl- astur WashinKÍon, 12. nóv. AP. Reuter. SAMKVÆMT skoðana- könnun á vegum ABC- útvarpsfélagsins í Banda- ríkjunum, nýtur Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaður mestra vin- sælda allra hugsanlegra frambjóðenda til forset- akjörs á næsta ári ABC-félagið lét hringja í rúm- lega 1.500 manns víða um Banda- ríkin dagana 3. og 4. þessa mánað- ar. 29% aðspurðra kváðust styðja Kennedy, 17% studdu Jimmy Carter forseta og næst komu svo fjórir frambjóðendur repúblikana, Ronald Reagan með 9%, Howard Baker með 4%, John Connally með 3% og Gerald Ford einnig með 3%. Demókratinn Jerry Brown hlaut 1%, og þrír repúblikanar, þeir John Anderson, George Bush og Phil Crane, hlutu hver minna en 1%. Þess ber að geta, að 33% aðspurðra kváðust óákveðnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.