Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 47 Eiturgufa yfir Ontario 220 þús. flýja heimili sín MississauKa. Ontario, Kanada. 12. nóv. — AP. YFIRVÖLD í Ontario hvöttu um helgina um 220 þúsund íbúa á 150 ferkílómetra svæði vestur af borginni Toronto til að yfirgefa heimili sín vegna eitrunarhættu frá brennandi vöruflutningalest, sem fór út af teinunum í úthverfinu Mississauga laugardag að staðartíma. í lestinni voru 106 vagn- ar, og ultu 25 þeirra út af teinunum eftir að öxull brotnaði í einum þeirra. Nítján þessara 25 vagna voru hlaðnir eiturefnum, og þegar eldur kviknaði í lest- inni, stigu eiturgufur upp og breiddust út um ná- grennið. Yfirvöld segja þó, að gufur þessar hafi aldrei skömmu fyrir miðnætti á orðið lífshættulegar, og enginn varð fyrir alvarlegu áfalli þeirra vegna þótt nokkrir hafi kvartað yfir flökurleika, höfuðverkjum og tárfylltum augum vegna reykjarins. í dag sögðust björgun- armenn hafa heft út- breiðslu eldsins, þótt búizt sé við að eldar eigi eftir að Dauðadómar Tókýó, 12. nóvember, AP. DÖMSTÓLL í Tókýó dæmdi í dag til dauða tvo félaga í vinstrisinnuðum hryðjuverkasamtökum. Þeir voru fundnir sekir um að hafa komið fyrir sprengju er varð átta mönnum að bana í fjármálahverfi Tókýó árið 1974. í sprengingunni særðust 143 manns, sumir alvarlega. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að samtökin hefðu borið ábyrgð á 12 sprengingum í Japan og fyrirhugað fimm til viðbótar. Aðrir félagar í hryðjuverkasamtökunum hlutu fangelsisdóma. 14 vistmenn fórust í eldi Pioneer, Ohio, 12. nóvember. AP. GRUNUR leikur á að fjögurra ára hnokki hafi orðið valdur að ikveikju í vistheimili fyrir aldr- aða og geðsjúka er varð a.m.k. 14 manns að bana á sunnudag. Tveggja er enn saknað. Flestir þeirra er fórust voru á sjötugs- aldri. Meðal þeirra er fórust var forstöðukona heimilisins, en hún var amma dréngsins sem grunaður er um að hafa kveikt eldinn. Lézt hún við björgunar- störf er hún freistaði þess að bjarga ósjálfbjarga fólki úr bygg- ingunni. Segja fréttaskeyti að forstöðukonan hafi ráðist inn í húsið er eldurinn hrakti slökkvil- iðsmenn út. Forstöðukonan var 62 ára. loga í rústunum fram undir morgun. Talið er að flestir íbúanna á svæðinu hafi hlýtt óskum yfirvalda um að yfirgefa heimili sín, og eru þetta mestu mann- flutningar í Kanada á frið- artímum. Ekki er vitað hvenær íbúarnir fá að snúa heim á ný. Demirel hefur myndað stjórn Ankara, 12. nóvembor. AP. FAHRI Koruturk forseti féllst í dag á ráðherralista minnihlutastjórnar Suleyman Demirels forsætisráð- herra, en alls verða ráðherrar í stjórninni 28, sem er sjö ráðherrum færra en í stjórn Bulent Ecevits. I nýju stjórninni eru ein- göngu þingmenn úr flokki Demirels. Með utanríkismál fer aldinn stjórnmálamaður, Hayrettin Erkman, en hann var m.a. ráðherra í stjórn Adnans Menderes á sjötta áratugnum, Menderes var hengdur eftir herbyltinguna 1960. Varnarmálaráðherra verður Ahmet Ishan Birinci og fjármálaráðherra verður Ismet Sezgin, hagfræðingur sem gegndi embætti íþrótta- málaráðherra í síðustu stjórn Demirels. Demirel myndaði stjórnina með stuðningi tveggja hægri- flokka og klofningshópa á þingi. Þetta gerðist 1977. Sómalíustjórn skipar sov- ézkum ráðgjöfum að hypja sig úr landi og bannar að Sovétmenn noti flotahöfn við Indlandshafið. 1974. Yassir Arafat, foringi Frelsisamtaka Paiestínumanna, heldur ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og segir að samtök hans stefni að því að koma á Palestínuríki þar sem búi Múhammeðstrúarmenn, Gyðingar og kristnir. 1968. Utanríkisráðherra Pakist- an Zulifikar Ali Bhutto er hand- tekinn fyrir að æsa til stúdenta- óeirða gegn ríkisstjórninni. 1%4. Chou En-lai, forsætisráð- herra Kína, fer frá Moskvu eftir sex daga lítt vinsamlegar við- ræður við sovézka leiðtoga. 1945 Súkarnó verður forseti Indónesíu. 1942. Brezkar hersveitir ná aft- ur á sitt vald Tobruk í heims- styrjöldinni síðari. 1918. Lýst yfir stofnun lýðveld- isins Austurríkis. 1913. Grikkir og Tyrkir undir- rita vináttusamning. 1893. Bretar fallast á að Trans- vaal innlimi Swaziland. 1553. Lafði Jane Grey er leidd Fjórir efstir og jafnir Tllburx. Hollandi. 12. nóv. — AP AÐ LOKNUM átta umferðum á alþjóða skákmótinu í Tilburg i Hollandi eru fjórir efstir og jafnir með 5 vinninga, þ.e. heims- meistarinn Anatoly Karpov, Genna Sosonko frá Hollandi. Bent Larsen frá Danmörku og Oleg Romanishin írá Sovétríkj- unum. Þrjár umferðir eru eftir. Boris Spassky fyrrum heims- meistari er í 5. sæti með 4'/2 vinning, Guyula Sax frá Ung- verjalandi 6. með 4 vinninga og biðskák, 7. er Lajos Portisch frá Ungverjalandi með 4 vinninga, í 8. og 9. sæti eru jafnir þeir Vlastimil Hort frá Tékkóslóvakíu og Lubom- ir Kavalek frá Bandaríkjunum með 3‘/2, Robert Hubner frá V-Þýzkalandi er tíundi með 3 vinninga og biðskák, Jan Timman frá Hollandi er 11. með 3 vinninga, og Vasily Smyslov frá Sovétríkj- unum rekur lestina með 1% vinn- ing. Karpov hefur enn ekki tapað skák á mótinu. Hann hefur unnið tvær skákir og gert sex jafntefli. Veður Akureyrí 0 alskýjaó Amsterdam 11 skýjaó Aþena 19 skýjað Barcelona 14 léttskýjaó Berlín 7 heióskírt BrUssel 9 rigning Chicago 3 skýjað Feneyjar 10 léttskýjaó Frankfurt 6 skýjaö Gent 10 skýjaó Heisinkl 2 skýjaó Jerúsalem 23 heiðskírt Jóhannesarborg 19 skýjaö Kaupmannahöfn 6 heiöskírt Las Palmas 21 léttskýjaó Lissabon 16 heiðskírt London 8 skýjaó Los Angeles 20 heiöskírt Madríd 12 heiðskírt Malaga 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjaó Miami 27 heióskírt Moskva 2 skýjaó New York 12 rigning Ósló -4 snjókoma París 12 skýjað Reykjavík 2 slydda Rio de Janeiro 25 skýjaó Rómaborg 19 skýjað Stokkhólmur 3 skýjaö Tel Aviv 25 heiðskírt Tókýó 23 skýjaó . Vancouver 6 skýjaó Vínarborg 7 skýjaó fyrir rétt á Englandi fyrir svik. Afmæli. Edwin Booth, banda- rískur leikari, 1833—1893, Rob- ert Louis Stevenson, skozkur rithöfundur 1850—1894, Oskar Werner, leikari og leikstjóri, fæddur í Austurríki 1922— Orð dagsins. Kona kemst yfir dauða fyrrverandi eiginmanns síns — en seinni maður hennar aldrei.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.