Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 40
Sími á afgreiösiu: 83033 JIUrQnnbtfibib Síminn á afgreiðslunni er 83033 JM«r0unbIabib ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 Sumaráætlun Flugleiða 1980: Ameríkuf erðum um Is- land fækkað úr 11 í 5 Með hverjum deginum styttist til kosninga, og kosningabaráttan nálgast nú hámark. Þessa mynd tók Emilía Björg Björnsdóttir á fundi Ragnhildar Helgadóttur með starfsfólki Eim- skipafélags íslands í gær. Ragnhildur skipar sjöunda sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Ákveðið hefur verið að ferðir Flugleiða milli Evrópu og Bandaríkjanna um Island verði mun færri á næsta sumri en var sl. sumar. Voru þá farnar kringum 11 ferðjr á viku, en ráðgerðar eru 5 ferðir á næsta sumri um Island. Frágangur sumaráætl- unar Flugleiða 1980 er nú á lokastigi og mun halda áfram beint flug DC—10 þotunnar milli Luxemborg- ar og New York, sem hefst í næsta mánuði. Þá mun ein DC—8 þota fljúga milli Luxemborgar og Banda- ríkjanna um ísland og önn- ur DC—8 þota verður stað- sett hérlendis og mun Hæstiréttur staðfestir gæzluvarð- haldsúrskurð fljúga milli Keflavíkur og Bandaríkjanna auk þess sem hún annast flug milli Keflavíkur og Norðurlanda. Ekki verður þörf þriðju DC—8 þotunnar í áætlun- arflugi og sagði Martin Petersen hjá Flugleiðum að reynt yrði að komast hjá því að selja hana með því að leigja hana og sagði hann nú unnið að því að leita verkefna. Þá kvað hann ekki frágengið með sölu annarrar Boeing 727 þotu félagsins, en ný þota af þeirri gerð bætist í flota Flugleiða í vor. Martin kvað þessar 5 ferðir í viku um ísland geta annað far- þegaflutningum milli Islands og Bandaríkjanna. Vísitöluskerðing vinstri stjórnar: Jafngildir 3ja vikna launum verkamanns HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæzluvarðhaldsúr- skurð yfir manninum, sem nú situr inni vegna rann- sóknar, sem fram fer á láti manns, sem fannst á víða- vangi í Reykjavík fyrir rúmu ári. Svo sem kunnugt er af fréttum blaðsins skýrði maðurinn lögreglunni frá því í ölvunarástandi að hann hefði orðið umrædd- um manni að bana. Þegar rann af manninum daginn eftir dró hann söguna til baka en rétt þótti vegna framburðar mannsins að hneppa hann í gæzluvarð- hald á meðan rannsókn færi fram á málinu. Gæzlu- varðhaldið rennur út á morgun, föstudag. VÍSITÖLUSKERÐING vinstri stjórnarinnar allt írá því er hún hóf að hreyfa við verðbótavísitölu í desember í fyrra er orðin jafngildi þriggja vikna launa láglaunafólks i beinhörðum pen- ingum. Miðað við 3. taxta Dags- brúnar, sem er fiskvinnslutaxti eftir 4ra ára starf, er vísitölu- skerðingin á siðustu 12 mánuðum samtals 166.548 krónur, en verð- ur um næstu mánaðamót, ef gert er ráð fyrir um 14% hækkun framfærsluvisitölu rétt tæplega 170 þúsund krónur. Samtals er vísitöluskerðingin á mánuði nú 24.844 krónur, en verður um næstu mánaðamót samkvæmt áð- urnefndum forsendum 38.212 krónur. Svo sem menn rekur minni til skerti vinstri stjórnin, um það leyti, sem verðbætur voru reiknað- ar út í nóvember í fyrra, vísitölu um 8%. 3% fóru í auknar niður- greiðslur, 3% fóru í svokallaðan félagsmálapakka og 2% í skatta- lækkanir. Fengu menn aðeins 6,12% kauphækkun, þótt vísitalan hækkaði um 14%. í því dæmi, sem hér er reiknað með, er ekki reiknað með nema 5% skerðingu hinn 1. desember síðastliðinn, þar sem gera má ráð fyrir, að 3% hafi komið launþegum til góða í lækk- uðu vöruverði. Hins vegar er ljóst að þegar á heildina er litið lækk- uðu skattar ekki heldur hækkuðu og mjög fjölmennir starfshópar fengu alls engar kjarabætur í svokölluðum félagsmálapakka. T.d. er ljóst, að opinberir starfs- menn fengu engar kjarabætur í því formi og heldur ekki sjómenn, en félagsmálapakkinn hefur ef- laust komið einhverjum launþeg- um til góða. Miðað við áðurnefndan Dags- brúnartaxta fiskvinnslufólks varð því vísitöluskerðingin strax í des- ember 8,209 krónur og sama upp- hæð fyrir janúar 1979 og febrúar. í marz, apríl og maí var vísitölu- skerðingin 8.776 krónur fyrir hvern mánuð, en í júní fóru síðan lög vinstri stjórnarinnar nr. 13, frá 10. apríl að virka, svokölluð Ólafslög. Þá hækkaði skerðingin fyrir júní, júlí og ágústmánuð í 13.687 krónur fyrir hvern mánuð. Hinn 1. september varð enn ein skerðing og fyrir september, októ- ber og nóvember var hún komin í 24.844 krónur á hverjum þessara þriggja mánuða. Vantaði þá í budduna frá því í desember fjár- hæð, sem nam 166.548 krónum og hinn 1. desember eru allar líkur á að þessi tala verði rétt tæplega 170 þúsund krónur. Þessi skerðing, sem orðin er, er samanlögð jafngildi rétt rúmlega 3ja vikna launa, eða nánar tiltekið launa í 3 vikur og 1 dag. Stækkun Búrfellsvirkjunar: Kostar um 40 milljarða króna -myndiveita3400mannsvmnu „SAMKVÆMT þeim forathug- unum, sem fyrir liggja, er kostnaðurinn við stækkun Búrfellsvirkjunar um 100 MW með tilheyrandi miðlunarvirkj- un um 40 milljarðar króna og það ætti að vera hægt að taka þá stækkun i notkun á tímabil- inu 1983 — 85,“ sagði Jónas Elí- asson prófessor, fulltrúi i ork- unenfd Sjálfstæðisflokksins, er Mbl. spurði hann i gær um þetta atriði í stefnu Sjálfstæðis- flokksins í efnahags- og atvinnumálum. Kvaðst Jónas reikna með, að við þessar fram- kvæmdir fengju 3—400 manns atvinnu, þegar mest yrði. Jónas sagði, að sú stefna að flytja stækkun Búrfellsvirkjun- ar fram frá því, sem rætt hefði verið um, byggðist á því, að þetta er hagkvæmur virkjunarkostur en rafmagnsverð væri mjög sambærilegt við þá tvo virkjun- arkosti, sem nú væru taldir einna hagkvæmastir: Blöndu- virkjun og Fljótsdalsvirkjun, ennfremur sem réttinda- og náttúruverndarmál væru frá- gengin. Til stækkunar Búrfellsvirkj- unar sagði Jónas, að tveir kostir væru varðandi miðlunarlón: lón við Búðarháls, sem miðlaði vatni úr Efri-Þjórsá, og lón í Stórasjó, sem miðlaði vatni af Tungnaár- svæðinu. Jónas sagði, að bæði Járn- blendiverksmiðjan og Alverið hefðu lýst áhuga á að kaupa meira rafmagn en þessi fyrir- tæki gera nú. Sjá: Þrír kostir varð- andi nýja stórvirkjun. Bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.