Morgunblaðið - 14.11.1979, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979
Miklar skemmdir af eldi í risíbúð
ELDUR varð laus i húsi við Njálsgötu 74 kl. 16.45 í gær og urðu talsvert miklar skemmdir í risi þar
sem eldurinn átti upptök sin. Ekki urðu skemmdir á öðrum hæðum. Enginn var í íbúðinni þegar
eldurinn kom upp, en auðséð var að hann hafði leikið lausum hala í nokkurn tíma þvi rúður sprungu
í ibúðinni. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Arnarnes:
Einbýlishúsalóðir á
niu milljónir króna
VERÐ á lóðum fyrir einbýlishús á
Arnarnesi i Garðabæ er nú um
fimm þúsund krónur fermetrinn,
en að undanförnu hafa fasteigna-
sölur auglýst nokkrar lóðir þar til
sölu. Stærð lóðanna er frá 1100
fermetrum og upp í 1800 fermetra,
og allt þar á milli. Samkvæmt þvi
er verð hverrar lóðar frá krónum
5,5 milljónum upp i 9 milljónir
króna.
Lóðaverð er þó eitthvað ódýrara á
Hegranesinu, og eins eru sjávarlóðir
dýrari en þær sem áður eru nefndar.
Samkvæmt upplýsingum sem
blaðamaður Morgunblaðsins fékk
hjá Lögfræðiskrifstofu Vilhjálms
Árnasonar, sem auglýst hefur lóðir
til sölu, eru lóðirnar seldar eins og
þær eru, ekkert er innifalið í verð-
inu, gatnagerðargjöld, rafmagns-
eða vatnsleiðslur eða neitt slíkt.
Slíkum kostnaði má því bæta við
fyrrnefnt lóðaverð.
Samræming sóknar
og af rakstursgetu
aðahnál fiskiþingsins
Grundarfjörður:
Stöðva skelveiðibát
með lögregluvaldi
20 manns við vinnslu skelfisks
LÖGREGLUVAKT var sett um
borð í skelfiskbátinn Grundfirðing
II. í Grundarfirði i gær til þess að
stöðva veiði hjá bátnum sem hefur
farið i nokkra róðra til þess að afla
hráefnis fyrir vinnslustöð sem stað-
ið hefur ónotuð i tvö ár i Grundar-
firði. Morgunblaðið innti Kjartan
Jóhannsson sjávarútvegsráðherra
eftir hans afstöðu i málinu, en
báturinn hefur ekki fengið veiði-
leyfi hjá ráðuneytinu. 20 manns
vinna við vinnsluna í Grundarfirði.
.„Það er hugmynd ráðuneytisins,"
sagði Kjartan, „að farið sé eftir
lögum í landinu og Grundfirðingar
hafa ekki rétt til þessara veiða.
Hugmyndin sámkvæmt lögunum er
að um nægiiega stóran skammt sé að
ræða til þess að unnt sé að byggja
upp hagkvæma vinnslu og sú vinnsla
er í Stykkishólmi."
Aðspurður um hvað yrði gert í
málinu sagði ráðherrann: „Málinu
hefur verið vísað til sýslumanns og
hann ætti að fara að drífa sig í að
grípa til aðgerða ef hann er ekki
búinn að því.“
Útvegsmaður Grundfirðings II er
Soffanías Cecilsson og hann á einnig
skelfiskvinnsluna í Grundarfirði
sem áður var rækjuvinnsla. „Þessi
deila hefur staðið í mörg ár,“ sagði
Soffanías, „fyrst vegna rækjuveiða
sem ég hóf 1967, en þá þróaði ég upp
góða stöð og tókst einum að græða á
rækjuvinnslunni. Þá fór ráðuneytið
að láta undan öfundar- og öfgaöflum
og nú er búið að stöðva alla
rækjuvinnslu í Breiðafirði á þeirri
forsendu að svo mikið af bolfiski og
ýsu veiðist, en það er allt stórþorsk-
ur og stórýsa. Vegna þessa hafa
mínar vinnsluvélar verið dauðar í
tvö ár, en til þess að nýta þær keypti
ég mér millistykki í búnaðinn, hrist-
ara fyrir 2 millj. kr. úr eigin vasa, og
þannig get ég notað tækin til
skelvinnslu. Þá er það sem ráðuneyt-
ið kemur aftan að mér eins og raun
ber vitni. Ég sótti um leyfi fyrir
skelfiskveiði 10. jan. s.l. en fékk svar
22. jan. þess eðlis að mér var synjað
um skelfiskvinnslu, en ekki var
minnst á veiðina. Það er þannig í
lögum sem þetta mál varða að það er
bannað að auka fjárfestingar í
skelvinnslu, en ég var búinn að setja
allar mínar vélar upp löngu áður
nema millistykkið sem ég nefndi
áður. Þessi aðför að mér er því
ekkert annað en pólitískur slagur af
verra tagi og ég hef heyrt sagt eftir
ráðherra að Eiður Guðnason vilji
hafa þetta svona og því verði það svo
að Stykkishólmur búi einn að
hráefninu. Beztu skelfiskmiðin eru
út af Grundarfirði og Barðastrand-
arsýslunni, en Kjartan vill færa
þetta allt á silfurfati til kapítalism-
ans í Stykkishólmi.
Ég ætla að hlíta því að róa ekki á
morgun vegna þess að við höfum
hráefni í vinnsluna, en hann rær
hinn daginn svo fremi að ekki verði
um borð menn með gyllta borða, en
við róum náttúrulega ekki með þá.
Ef við verðum stöðvaðir þá er hér
um misbeitingu á valdi að ræða og
það verður þá að koma í ljós.“
Ríkharður Másson fulltrúi Andr-
ésar Valdimarssonar sýslumanns
tók skýrslur í málinu í gær og verða
þær sendar saksóknara í dag til
dómsmeðferðar.
UMRÆÐUM var í gær haldið
áfram á Fiskiþingi, sem er hið 38.
i röðinni, en þvi lýkur á föstudag.
Helzta mál þingsins í gær voru
umræður um samræmingu sókn-
ar og afrakstursgetu fiskstofn-
anna.
Nokkrar umræður urðu um
orkumál og flutti Þorsteinn
Gíslason m.a. erindi um orkunýt-
ingu síldarverksmiðjanna víðs
vegar um land og Emil Ragnars-
son flutti erindi um orkunotkun
skipa og báðir kynntu þeir hug-
myndir sínar til sparnaðar.
Þá fjallaði Hannes Þ. Hafstein
framkvæmdastjóri Slysavarnafé-
lags íslands um tilkynningar-
skyldu íslenzkra skipa og mikil-
vægi hennar, og Ingólfur Falsson
fjallaði almennt um öryggismál
sjómanna.
Ekki er búist við neinum
ákveðnum niðurstöðum umræðna
eða ályktunum fyrr en í lok
þingsins á föstudag.
Sjá ennfremur kafla úr
ræðu Kjartans Jóhanns-
sonar bls. 14.
„Allar bú-
vörur eiga
að hækka“
„ÞAÐ eiga allar búvörur að
hækka um næstu mánaðamót
samkvæmt því sem gert er ráð
fyrir,“ sagði Gunnar Guð-
bjartsson formaður Stéttar-
sambands bænda í samtali við
Mbl. í gær, en hann kvað beðið
eftir útreikningi launavísitöl-
unnar.
Meðal þess sem hann kvað
koma til útreiknings á nýju
búvöruverði er hækkun á kjarn-
fóðri, olíuhækkun o.fl., sem
hefði hækkað frá 1. sept. s.l.,
þar á meðal laun, en hann taldi
líkur á að hækkunin yrði innan
við 10%.
167 starfa við yfir-
stjóm menntamála
81 á launaskrá skólarannsóknadeildar
Benedikt Gröndal forsætisráðherra:
„V erðbótavísitalan
fer dálítið hærra en
nokkurn grunaði“
BENEDIKT Gröndal forsætisráð-
herra hefur boðað fulltrúa ASÍ,
BSRB og beggja atvinnurekenda-
samtakanna á fund hjá sér í dag
til þess „að ræða launamál I
samhandi við 1. des. og vísitölu-
bætur,“ sagði ráðherrann í sam-
tali við Mbl. í gærkvöldi.
Kvaðst hann myndu leggja fram
ákveðnar hugmyndir en vildi ekki
ræða þær á þessu stigi. Aðspurður
jm væntanlegar hækkanir á bú-
vörum sagði Benedikt að þær
myndu fylgja öðrum málum sem
um væri að ræða. „Hagstofan
hefur ekki lokið útreikningi á
verðbótavísitölu," sagði forsætis-
ráðherra, „en allt bendir til þess að
hún fari þó dálítið hærra upp en
nokkurn hefur grunað. Vandamál-
ið verður því erfiðara og verðbólg-
an meiri en spáð hefur verið allt
fram á síðustu daga.“
FJÖLDI starfsmanna mennta-
málaráðuneytisins og fræðslu-
stjóranna átta víða um land er nú
um eitthundrað sextiu og sjö
samkvæmt þeim upplýsingum
sem Mbl. hefur aflað sér, þar af
eru alls áttatíu og einn starfs-
maður á launaskrá skólarann-
sóknardeildar.
Auk ráðuneytisstjóra eru
starfandi í menntamálaráðuneyt-
inu eitthundrað og þrjátíu starfs-
menn. í safna- og listadeild eru
fjórir starfsmenn, í háskóla- og
listadeild fimm, í greiðslu- og
bókhaldsdeild þrír, í verk- og
tæknimenntunardeild fjórir, í
íþrótta- og æskulýðsmáladeild
fjórir og aðrir starfsmenn fjór-
tán.
Þá eru eins og áður sagði
starfandi áttatíu og einn starfs-
maður hjá skólarannsóknadeild,
þar af sextán í fullu starfi, einn í
% hluta starfi, tveir í % hluta
starfi, fimm í Vz starfi, tveir í V>
hluta starfi og fimmtíu og fjórir í
tímavinnu hjá deildinni. Starfs-
menn skólarannsóknardeildar
skiptast eftirfarandi: deildar-
stjóri, einn ráðgjafi, einn fulltrúi,
þrír ritarar, tuttugu og einn
námsstjóri og námsefnishöfundur,
vegna dönsku einn starfsmaður,
vegna íslenzku fimm starfsmenn,
vegna íþrótta fjórir, vegna
kristnifræði fimm starfsmenn,
vegna líffræði fjórir starfsmenn,
vegna mynd- og handmenntar sjö
starfsmenn, vegna samfélagsfræði
þrettán starfsmenn, vegna stærð-
fræði fjórtán starfsmenn og vegna
tónmenntar einn starfsmaður.
Hjá fræðslustjóranúm í Reykja-
vík starfa samtals sautján starfs-
menn, hjá fræðslustjóranum á
Reykjanesi fimm starfsmenn, hjá
fræðslustjóranum á Suðurlandi
tveir starfsmenn, þar af annar í
hálfu starfi, hjá fræðslustjóranum
á Austurlandi tveir starfsmenn,
þar af annar í hálfu starfi, hjá
fræðslustjóranum á Norðurlandi
eystra fimm starfsmenn, þar af
tveir sálfræðingar semeiginlega
fyrir allt Norðurland, hjá fræðslu-
stjóranum á Norðurlandi vestra
tveir starfsmenn, þar af annar í
hálfu starfi, hjá fræðslustjóranum
á Vestfjörðum tveir starfsmenn,
þar af annar í hálfu starfi og loks
hjá fræðslustjóranum á Vestur-
landi eru tveir starfsmenn, þar af
annar í hálfu.
„Þú ættir að byr ja á
því að skjóta
Friðrik Sophusson“
Á FUNDI i Menntaskólanum
við Hamrahlíð fyrir skömmu
gerðist það, að einn nemenda
hélt ræðu þar sem hann veittist
harkalega að Ólafi Ragnari
Grímssyni prófessor, frambjóð-
anda Alþýðubandalagsins, og
sakaði hann um að vera ótrúan
byltingunni. ólafur Ragnar var
frummælandi á fundinum, auk
þeirra Guðmundar Þórarins-
sonar frá Framsóknarflokkn-
um, Vilmundar Gylfasonar úr
Alþýðuflokki og Friðriks Soph-
ussonar frá Sjálfstæðisflokkn-
um.
Ólafur Ragnar tók það óstinnt
upp, er hann og Alþýðubanda-
lagið var sagt hafa svikið bylt-
inguna, og spurði áðurnefndan
nemanda hvort hann gengi með
byssu í vasanum.
Því var svarað
neitandi, og sagði Ólafur hann
þá ekki hafa neitt vald til að rífa
sig, þar sem ekki væri hægt að
gera byltingu án vopna. „En ef
þú hefðir byssu, ættir þú að
byrja á þvi að skióta Friðrik
Sophusson,“ sagði ólafur Ragn-
ar.