Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979 11 Músagildran — eftir Agöthu Christie Það er gleðilegt að vita af þeirri áhugaleikstarfsemi, sem fer fram hér á landi. Þar er á ferð menningarstarf, sem sprottið er af einlægum áhuga og ást á viðfangsefninu. Starf- semi, sem oft kostar ótrúlegt erfiði og fjárútlát. Þetta er þeim mun gleðilegra á tímum þegar helst ekkert er lagt á sig nema gegn borgun. Að vísu á leik- starfsemin úti á landi í dálítilli samkeppni við þá karlaklúbba að amerískri fyrirmynd, sem hér hafa skotið upp kollinum líkt og gorkúlur á seinustu árum, en hún heldur velli. Enn einn sigur andans yfir efninu. verk til að þurfi að eyða í mörgum orðum. Þetta spennandi sakamálaleikrit Agöthu sálugu Christie hefur gengið lengur á fjölunum en nokkuð annað verk eða 27 ár í London, að því er mig minnir. Ástæðan fyrir vinsæld- um þess er vafalaust hve það er ógnþrungið og spennandi. Þess- ari spennu tekst leikstjóranum, Þóri Steingrímssyni, vart að ná. Til þess er atburðarásin of hæg. Kannske skemmir það að hafa séð verkið og muna lausnina. Annars var leikmynd, þótt lítt frumleg væri, og gervi leikara allvel fallið til að mynda um- gjörð um spennu. En leikurinn Sviðsmynd. Leikfélag Selfoss er eitt af virkari áhugamannaleikfélögum landsins. Frá stofnun þess 1958 hefur það sett upp 26 verk. Meðal annars 1969 Skálholt Kambans í samvinnu við Leik- Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON félag Hveragerðis, 1972 Lukku- riddarann eftir Synge og 1976 Atómstöðina í samvinnu við Leikfélag Hveragerðis (fjarska ánægjuleg sýning) svo eitthvað sé nefnt. Leikfélag Selfoss er meðlimur í nýstofnuðum sam- tökum leikfélaga og leikdeilda Sunnanlands, sem eiga aðild að Bandalagi íslenzkra leikfélaga. Að þessu samstarfi munu standa hvorki meira né minna en 12 félög. Óska ég þeim velfarnaðar og vona að þau njóti fyrir- greiðslu hins opinbera. Án menningarlífs líkjast margir hinna smærri staða úti á landi stórum verksmiðjum. Þeir sem framleiða gjaldeyrinn eiga ann- að og betra skilið. Músagildran, sem þeir Sel- fossmenn nú ráðast í, er of þekkt var of hægur. í leikritinu mæðir mikið á Katli Högnasyni, sem leikur Trotter leynilögreglu- mann, og Kristínu Steinþórs- dóttur, sem leikur Mollie Rals- ton, t.d. í aðalspennukaflanum þar sem þau eru ein á sviðinu og upp kemst hver er morðinginn. Sá þáttur náðist ekki á flug. Þar var og alröng lýsing. Annars áttu þau Ketill og Kristín all- góða spretti annarsstaðar í verk- inu. Sigríður Karlsdóttir, í hlut- verki ungfrú Caswell, býr hins vegar yfir dramatískri spennu, athyglisverð. Gylfi Þ. Gíslason (sá kekkvíski er hættur að leika fyrir nokkru) i hlutverki Kristo- fers er kraftmikill, má vara sig á ofleik. Axel Magnússon, í hlut- verki Paravicini, er bráðfyndinn. Þóra Grétarsdóttir röggsöm sem frú Boyle. Pétur Pétursson, sem Giles Ralston, er dálítið stífur, varkár, en kemur þó litlausri persónu Ralston til skila. Sig- urður Lúðvíksson verður, undir styrkri leikstjórn Þóris, að dæmigerðum virðulegum Breta. Séð í ljósi þess að allt er þetta fólk áhugafólk, sem fer til æf- inga þreytt að loknum vinnu- degi, þá er árangur þess ágætur og þegar best tekst til stór fínn. Hlýtt lófatak í lok sýningar er þessu fólki laun, það verður ekki metið til peninga. Geðhjálp — ný félagasamtök Framhaldsstofnfundur nýrra félagssamtaka til styrktar þeim sem eiga við geðræn eða sálræn vandamál að stríða var haldinn í október s.l. Hlaut félagið nafnið Geðhjálp, sam- tök sjúklinga, aðstandenda og velunnara. Stofnfélagar eru 100 en formaður félagsins er Sigríður Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur. Dagskrá félagsins fram að áramótum verður sem hér seg- ir. Opið hús í salarkynnum Kleppsspítalans kl. 20.30, mánudaginn 19. nóvember, föstudaginn 30. nóvember og mánudaginn 10. desember. Fyrirlesari 19. nóvember verð- ur Sigrún Júlíusdóttir félags- ráðgjafi og 30. nóvember dr. Tómas Helgason yfirlæknir. [.ASIMINN KR: 2248D vií' ÞURRKAÐ OREGON PINE 2x5“ og 21/2x5“. Ennfremur mikiö úrvai af gólflistum fyrir parket, loftlistum og skillistum. Sendum í póstkröfu. ^ - U Höfðatúni 2, Reykjavík. Sími 22184 TOPPURINN frá Finnlandi Argerö 1980 komin 1 50 ára 3 ára ábyrgð á myndlampa • 26 tommur • 60% bjartari mynd • Ekta viður • Palesander, hnota • 100% einingakerfi • Gert fyrir fjarlaagöina • 2—6 metrar Sérstakt kynningarverö Verö kr. 739.980 - Staögr. 699.980- ¥ Greiöslukjör frá ^ , •250.000 kr. út ’ ’Zk. og rest á 6 m * • Fullkomin bjónusta tiiillHíllfiL Verslióisérverslun meó LITASJÓNVÖRP og HUÓMTÆKI i 29800 BUÐIN Skipholti19 — /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.