Morgunblaðið - 14.11.1979, Side 15

Morgunblaðið - 14.11.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979 15 Týndir snillingar Endurminningabók Jóns Óskars FJÖLVI hefur gefið út siðasta bindið af minningum Jóns ósk- ars og heitir bókin Týndir snill- ingar. Fyrra bindið nefndist Jón óskar Fundnir snillingar. Bókin er 300 blaðsiður að stærð og stærsta bók höfundar. í frétt frá útgáfunni segir svo um bókina: „Þar segir hann á skemmtilegan og sérlega einlægan hátt frá villuferð sinni um völundarhús stjórnmálanna. Sem verka- mannssonur af Akranesi gerðist hann sósíalisti og einsýnn marx- isti. Hann rekur það á mjög hreinskilinn hátt, hvaða hug- myndir beindu honum inn á þá braut. Leiðin var vörðuð góðum ásetningi, en þar kom að lokum að draumsýnirnar reyndust blekking. Það er heillandi við sögu Jóns Óskars, að hann skellir ekki skuld- inni á aðra, heldur ræðir á ein- staklega hreinskilinn og drengi- legan hátt þessa harmsögu. Hann lítur á sig enn sem sósíalista og herstöðvaandstæðing, en flettir ofan af mörgum blekkingum". „Fjölskyldan” frumflutt á Höfn; Kraftaverk að þetta tókst í midri Höfn, Hornafirði, 13. nóv- ember. LEIKFÉLAG Hornafjarðar frumsýnir n.k. föstudagskvöld leikritið „Fjölskyldan“ eftir Claes Andersson, en Heimir Pálsson þýddi verkið. Sigrún Vilbergsdóttir í öðru aðal- hlutverkanna sem móðirin Svava. Leikstjóri er Ingunn Jensdótt- ir og er þetta annað verkið sem hún setur á svið hjá Leikfélagi Hornafjarðar. Áður setti hún á svið Kertalog eftir Jökul Jak- obsson, sem fékk góðar viðtökur. Með aðalhlutverk fara Ingvar Þórðarson og Sigrún Vilbergs- dóttir. Auk þeirra koma fram Eiríkur Guðmundsson, Ólöf G. Helgadóttir, Halldóra Sigurðar- dóttir, Sigurgeir Benediktsson og Jón Atli Árnason. Tæknimenn og bjargráðar leikfélagsins nú eins og mörg undanfarin ár eru þeir Bragi Ársælsson og Sigurður Karls- son. Þetta er tuttugasta og áttunda verk leikfélagsins en það sýnir að jafnaði tvö verk á ári. Á síðast liðnu vori var sýnt barnaleikritið Rauðhetta og fékk það góðar viðtökur bæði hjá börnum og fullorðnum. í bígerð er að taka þá nýbreytni upp hjá leikfélaginu að hafa eina miðnætursýningu í viku, en þess má og geta að „Fjölskyldan" er ekki við hæfi barna. Að síðustu má segja það, að þetta framtak leikfélagsins í miðri síldarvertíð, þar sem allir eru í vinnu sem vettlingi geta valdið, er hálfgert kraftaverk. —Einar. víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín BrUssel Chicago Denpasar Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem 5 skýjaö 9 bjart 20 bjart 14 skýjað 5 bjart 8 bjart 6 skýjað 32 bjart 6 alskýjað 4 slydda 10 skýjað 4 skýjað 21 bjart 26 bjart Jóhannesarborg 21 skýjað Kaupmannahöfn 5 bjart Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madríd Malaga Mallorca Miami Moskva Nýja Delhi New York Ósló París Reykjavík Rio de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 22 léttskýjað 17 bjart 7 bjart 29 bjart 15 rigning 19 skýjað 13 rigning 28 rigning 1 skýjaö 27 skýjaö 11 rigning 2 skýjað 12 bjart 0 snjókoma 28 skýjaö 11 skýjað 20 bjart 4 skýjað 23 skýjaö 25 bjart 18 bjart 8 skýjað 4 skýjað Mafíumorð í Mílanó — Lík eins af átta, sem myrtir voru í Mílanó fyrir skömmu. Fórnarlömbin voru skotin í höfuðið. Eftir árshlé kom Times loks út í gær London, 13. nóvember, Reuter. EFTIR næstum árshlé fengu Bretar nú á ný dagblaðið Times að lesa með morgun- kaffinu og var sams konar form á því og það hefur verið í þau tæpu tvö hundruð ár sem það hefur komið út. Blaðið var 32 siður að stærð og á forsíðu var frásögn af töku bandariska sendiráðsins í Teheran, og þar var einnig talað um nánari tengsl Breta og Páfagarðs undir fyrirsögn- inni: „Páfagarður og Hinrik áttundi brúa bilið í opinber- um samskiptum sínum". Inni í blaðinu ritaði verka- lýðsritstjóri blaðsins um deil- una sem varð til þess að útgáfan stöðvaðist, en ástæður hennar voru deilur um nýjan vélakost, fækkun starfsmanna og opinber verkföll. Þá var einnig að finna í blaðinu hina frægu Times krossgátu, bréf til ritstjóra, minningargreinar og fleira sem að jafnaði er birt þar. Til að bæta fyrir allar minn- ingargreinarnar sem ekki hafa komizt á þrykk í þann tíma sem útgáfan hefur legið niðri er ætlunin að gefa út sérstak- an minningarkálf á næstunni. Allir helztu höfundar sem skrifuðu í blaðið voru á sínum stað. Blaðið var áður gefið út í 300 þús. eintökum, en blaðið í dag var gefið út í 400 þús eintökum. Thatcher fái vald til að leysa Ródesíudeiluna London, 13. nóv. Reuter. NEÐRI málstofan í brezka þing- inu samþykkti í dag frumvarp sem gefur rikisstjórninni vald til að færa Zimbabwe-Ródesíu til lög- formlegs sjálfstæðis. Ríkisstjórn Thatchers lagði fram frumvarpið í þeirri von að samkomulag næðist fljótlega um þessa deilu sem nú hefur staðið i f jórtán ár, eða siðan Ródesia sagði sig úr lögum við Bretland. Verkamannafiokkurinn hefur barizt mjög eindregið gegn frumvarpinu og talsmaður þess, Peter Hort, gagnrýndi það mjög harðlega og sagði að samþykkt frumvarpsins gæti gert aðilum erfiðara um vik en áður við að ná árangri á Lundúnafundinum. 7,5 Samkvæmt frumvarpinu fær ríkisstjórnin vald til að skipa brezk- an landstjóra í Sailsbury til að fylgjast með því að efnt verði til nýrra kosninga og hafa eftirlit með þeim. I tólf klukkustunda umræðum um frumvarpið sögðu ýmsir þing- menn Verkamannaflokksins, að þeir óttuðust að ríkisstjórnin myndi notfæra sér frumvarpið til að af- henda völdin í hendur Muzorewa biskups. I Lundúnaviðræðunum hafa fulltrúar Þjóðernisfylk- inganna ekki samþykkt brezkar tillögur um tilhögun stjórnarhátta fram að kosningum. Carrington lávarður gaf í dag skæruliðaforingjunum Nkomo og Mugabe hvassyrta aðvörun og sagði að þeir yrðu að komast snarlega að niðurstöðu um hvort þeir ætluðu að ganga að tillögum hans um lausn Ródesíudeilunnar. Sagði Carrington þetta á fundi með þeim í dag og sagði að endalaust málþóf af því tagi sem uppi hefði verið haldið í tíu vikur þjónaði ekki minnsta tilgangi. Málshöfðun á frönsku lögregluna París 13. nóvember. AP. FERNANDE og Sabrina Mes- rine, móðir og dóttir franska bófans Jacques Mesrine, sem fimmtíu lögregluþjónar skutu til bana fyrir fáeinum dögum, hafa nú formlega höfðað mál á hendur frönsku lögreglunni fyrir að skjóta Mesrine niður og gefa honum hvorki færi á að gefast upp, hvað þá heldur bera hönd fyrir höfuð sér. Móðir hans, Fernande, og Sabrina, 19 ára gömul dóttir hans, sögðu að nauðsynlegt væri að tafarlaus rannsókn færi fram á dauða Mesrines. Mesrine, sem nefndur var óvinur Frakklands númer eitt, var skotinn fyrir nokkrum dög- um eftir mikið umsátur af hálfu lögreglunnar. Hófu lögreglu- menn ákafa skothríð á bifreið hans og átján skot munu hafa lent í Mesrine.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.