Morgunblaðið - 14.11.1979, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979
t
Bróöir minn
NILS E. NILSEN
andaöist 12. þessa mánaöar í elliheimilinu Grund.
Fyrir hönd aðstandenda.
Inga Nilsen Beck.
t
Hjartkær sonur okkar og bróðir,
HAUKUR,
sem fórst af slysförum þann 8. nóvember, veröur jarösunginn frá
Dómkirkjunni, ásamt félaga sínum Guðmundi Kvaran, föstudaginn
16. nóvember kl. 2 síödegis.
Arna Hjörleifsdóttir, Jóhannes R. Snorrason,
og systkini Hauks.
t
Móöir okkar
ANNA HELGADÓTTIR
frá Stokkseyri
andaöist í Borgarsþítalanum mánudaginn 12. nóv.
Unnur Siguröardóttir,
Haraldur Sigurösson,
Georg Sigurðsson,
Jóhann L. Sigurðsson.
Faöir okkar
AXEL NORDFJÖRD
lést að heimili sínu Hátúni 10a, 12. nóvember.
Börnin.
t
SIGURRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR
Langholtsvegi 63
veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. nóvember
kl. 15:00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnarfé-
lag íslands.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Guörún Jónsdóttir,
Þóröur Kristjónsson.
Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför
ELÍNBORGAR JÓNSDÓTTUR,
Munkaþverórstræti 38, Akureyri.
Sérstakar þakkir færum viö Ólafi Sigurössyni, yfirlækni, og
hjúkrunarfólki viö Fjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri.
Sigurður Sölvason,
María J. Siguröardóttir,
Gunnar Sigurösson,
Ingólfur Sigurösson,
Aðalsteinn Sigurösson,
og barnabörn.
Gunnar Jónsson,
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Þorgeröur Magnúsdóttir,
Alice J. Sigurösson,
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur
okkar, tengdamóöur og systur
INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR
fró Seyðisfiröi.
Sérstakar þakkir færum viö félögum úr kór Fóstbræöra fyrir hlýjan
hug, Guö blessi ykkur öll.
Rebekka Guömundsdóttir,
Sofffa Guömundsdóttir, Júlíus Brynjólfsson,
Hildir Guömundsson, Ragnheiöur Björnsdóttir,
Svanhildur Siguröardóttir,
Anna Ólafsdóttir,
og barnabörn.
t
Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ODDUR KRISTJÁNSSON,
Rauöalæk 49,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. nóvember
k|. 13 30
Guöbjörg Guömundsdóttír,
Guömundur Oddsson, Jórunn Jónsdóttir,
Siguröur K. Oddsson, Herdís Tómasdóttir,
og barnabörn.
Jóhann Jónsson
—Minningarorð
Fæddur 21. mars 1896.
Dáinn 3. nóvember 1979.
í dag kveðjum við börnin pabba
okkar og móðir okkar mann sinn.
Hann fæddist að Egilsstöðum í
Ölfusi þar sem foreldrar hans
voru í húsmennsku. A þeim árum
voru götur þeirra grýttar sem
ekkert áttu og fátæktin stíaði
foreldrum hans sundur og fór
móðir hans þá með son sinn ungan
að Hólmi í Landssveit, en þar var
þá húsmóðir Ragnhildur Diðriks-
dóttir. Hún var rúmliggjandi um
margra ára skeið en stjórnaði búi
sínu af röggsemi, og lét hvergi
bugast og hjá henni átti drengur-
inn ávallt öruggt skjól. Eflaust
hefur hennar lexia orðið drengn-
um hollt veganesti síðar á ævinni,
að láta ekki bugast þrátt fyrir
erfiðleika.
A þessum árum var lítið um
skólagöngu en mikið um vinnu.
Pabbi varð snemma að fara að
vinna fyrir sér og gekk að hverju
verki sem til féll, og á fáum hefur
betur sannast orðtækið: Vinnan
göfgar manninn. Hann var alla
sína ævi vinnandi og vann öll verk
af áhuga oo trúmennsku, enda
hvarvetna eftirsóttur.
Hann nam bakaraiðn hér í
Reykjavík og Starfaði við það í
mörg ár, bæði hér í borg og í
Keflavík. Hann kynntist Jónhildi
Jónsdóttur og giftust þau. En lífið
lék pabba ekkert sérlega vel.
Eiginkonan lést ásamt nýfæddu
barni þeirra eftir skamma sam-
búð. Þetta var um jólaleytið, og þó
hann segði sjaldan neitt um sinn
hag lét hann þó þau orð falla
síðar, að þau jól vildi hann ekki
lifa aftur.
Nokkru síðar kynntist hann
Margréti Árnadóttur úr Grinda-
vík og eignuðust þau tvo syni.
Varð pabba það mikill harmur
þegar eldri sonurinn varð bráð-
kvaddur fyrir tveim árum, tæp-
lega fertugur að aldri.
Leiðir þeirra Margrétar skildu
og þá hóf pabbi búskap með móður
okkar, Júlíönu Bjarnadóttur sem
ættuð er úr Vestur-Húnavatns-
sýslu. Um áratuga skeið bjuggu
þau og unnu á Heilsuhælinu að
Vífilsstöðum, en hann varð að
hætta vinnu fyrir tíu árum, en
áfram bjuggu þau á Vífilsstöðum
þar til á síðasta vori. Þar suðurfrá
eignuðust þau marga vini og allir
sem voru á Vífilsstöðum könnuð-
ust við Júllu og Jóa. Þó að pabbi
tranaði sér ekki fram var tekið
Árni Stefánsson út-
gerðarmaður - Minning
Þann 21. okt. s.l. andaðist á
Landakotsspítala Árni Stefáns-
son. Árni var fæddur að Hvammi í
Fáskrúðsfirði þann 27. sept. 1912.
Foreldrar Árna voru Stefán Árna-
son og Guðfinna Jóhannsdóttir.
Árni byrjaði snemma að stunda
sjómennsku, fyrst með föður
sínum, en síðar eignaðist Árni
sinn eigin bát og rak útgerð í
fjölda ár, síðast Báru SU 526. Þeir
sem réðust í skipsrúm hjá Árna
báru honum þau orð, að betri
húsbónda hefðu þeir ekki getað
haft. Árni tók að sér trúnaðar-
störf fyrir heimabyggð sína og
einnig í þeim félagasamtökum
sem tengd voru hans ævistarfi.
Árni kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Sigríði Ólafsdóttur, þann 28.
t
Sonur okkar, bróöir og mágur,
GUDMUNDUR KVARAN,
Kleifarvegi 1, Reykjavík,
sem fórst af slysförum 8. nóvember s.l veröur jarösunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík ásamt félaga sínum Hauki Jóhannessyni
föstudaginn 16. nóvember kl. 14.
Blóm eru vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans
er bent á Styrktarfélag vangefinna.
Einar G. Kvaran, Kristín Kvaran
Karitas Kvaran, Baldur Guölaugsson,
Gunnar E. Kvaran, Snæfríöur Egilson.
Helgi E. Kvaran,
Afmœlis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast
á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra
daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með
góðu línubili.
eftir honum og menn vildu kynn-
ast honum. Yfir þessum árum var
bjart í hugum þeirra. Ekki síst
mátu þau mikils vináttu við Helga
Ingvarsson yfirlækni og fjölskyldu
hans. Helgi var ekki aðeins hús-
bóndi á staðnum heldur miklu
fremur vinur.
Foreldrar okkar eignuðust sex
börn, en misstu eitt þeirra, stúlku
aðeins rúmlega ársgamla. I dag
leggst pabbi ánægður til hinstu
hvíldar við hlið systur okkar.
Pabbi safnaði aldrei veraldleg-
um auði og taldi sig ekkert hafa
með hann að gera. Hans auður var
óbugandi lífsgleði og hreysti.
Hann hafði mikla söngrödd og
yndi af tónlist, söng líka fyrr á
árum með söngfélaginu Hörpu.
Tómstundanna naut hann best við
lestur bóka, og í skáp hans mátti
finna marga góða bók. Ekki hafði
hann síður gaman af ferðalögum
hvort sem langt var eða skammt
og þá vildi hann fræðast. Gaf
hann sig jafnan á tal við fólk þar
sem hann átti leið um og leitaði
upplýsinga um staðhætti, örnefni
og lífskjör fólksins. Hann naut
þess að sjá fagurt blóm á bala og
vera með börnum sínum úti í góðu
veðri, þegar himinninn logaði við
sólarlag sagði hann upp úr eins
manns hljóði með sinni hljóm-
miklu rödd: Þetta er dásamlegt,
krakkar.
Áttatíu og þrjú ár er löng ævi,
enda kveið pabbi því ekki er við
tæki og taldi sig ferðbúinn hvenær
sem kallið kæmi. Hann naut þess
að vera í hópi ástvina sinna til
hinstu stundar, því að dvöl hans á
Landspítalanum var aðeins ein
vika, en þar hlaut hann mjög góða
umönnun.
Við skulum ekki syrgja hann.
Tómið sem eftir er skulum við
fylla með Jieim fjölmörgu fögru
minningum sem við eigum. Eig-
inkonan, börnin, tengdabörnin og
ástvinir allir þakka samveruna.
Minning góðs manns er guðs gjöf.
Börnin.
sept. 1941. Þeirra hjónaband var
alla tíð mjög traust, voru þau
mjög samhent, svo aldrei bar þar
skugga á. Bjuggu þau hjón alla
sína tíð að Ásbrú í Fáskrúðsfirði.
Þeim varð ekki barna auðið, en
þau hjón voru mjög barnelsk og í
hvert sinn sem ég kom á heimili
þeirra var þar alltaf barnafjöldi
sem veitti þeim mikla gleði. Tóku
þau hjón að sér eitt fósturbarn,
Halldóru Árnadóttur, systurdótt-
ur Sigríðar, og ólu hana upp frá
3ja ára aldri sem væri hún þeirra
eigið barn. Á heimili þeirra hjóna
var alla tíð gestkvæmt og vina-
hópurinn stór og allir sem til
Árna þekktu vita hvern ágæt-
ismann hann hafði að geyma.
Ég kynntist Árna ekki fyrr en á
hans síðustu æviárum og það veit
ég, að Árni var maður sem alltaf
var fús til að rétta hjálparhönd.
Nú þegar við kveðjum Árna þá er
söknuðurinn mikill. Ég vil bera
fram kveðju frá litla nafna hans,
Árna Sigurði, sem var mikill
afadrengur. Við hjónin þökkum
allar góðu minningarnar sem við
eigum um hann og alla tíð munu
lifa með okkur og biðjum guð að
styrkja Sigríði, því missir hennar
er mikill.
Blessuð sé minning hans.
Pétur Hauksson.