Morgunblaðið - 14.11.1979, Síða 29

Morgunblaðið - 14.11.1979, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979 29 u w - VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ór ,v {/jsvnfo'ujj'ij ir blindra, heyrnalausra og vangef- inna. Eg efast ekki um að allir þeir sem nú bjóða sig fram munu vilja öllu þessu fólki vel. Þó eru mörg vandamálin sem þarf að leysa, kakan er því miður í þessu máli of stór. Ég minnist þess að fyrrverandi stjórn ætlaði að létta undir með lífeyrisþegum, en raun- in er sú, eftir því sem Magnús segir, að þeir peningar sem ríkis- kassinn lætur í málefnið, nægja varla fyrir bensíni til bráðnauð- synlegra ferða fatlaðra. Að lokum, stöndum sterk um félag fatlaðra og lamaðra og höldum því frá þrasi stjórnmála- manna. Þá mun dagur rísa. Verið þrautseig nú sem hingað til. Verið minnug þess að góður og drengi- legur málflutningur mun sigra. Kristján Guðmundsson. • Um íslenskt útvarp erlendis Eftirfarandi bréf hefur Vel- vakanda borist frá íslendingi bú- settum i Noregi. Vegna bréfs til Velvakanda hinn 3. nóvember sem fjallar um send- ingar íslensks hljóðvarps á stutt- bylgju um Gufunes datt mér í hug að skrifa og taka undir þetta með námsmanninum í Ósló að vandað yrði meira til þessara sendinga pg þær hafðar á ákveðnum tíma. Væri þá ekki úr vegi að fá norska útvarpið til að segja frá þessum tíma sem útsendingarnar fara fram, t.d. í hádegisfréttunum frá Ósló. Þar sem ljóst er að fjöldi íslendinga dvelst í nágrannalönd- um íslands myndi það gleðja marga að geta heyrt fréttir að heiman og kannski svo sem eins og eitt gott íslenskt lag á eftir. Loðdýraverkamaður í Andeby. • Hollending sem lærir islensku vantar hjálp Velvakandi hefur fengið annað bréf erlendis frá, frá Hollandi. Lauslega þýtt hljóðar það þannig: „Fyrir stuttu hóf ég að læra SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Triana í Búlgaríu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra L. Espigs, A-Þýzkalandi, og Mark Zeitlins, Sovétríkjunum, sem hafði svart og átti leik. Snemma skákarinnar lagði Zeitlin út í mjög djarfa mannsfórn og nú, eftir varnarmistök hvíts, sá hann sér leik á borði: 24. - Hxc3!, 25. Dxc3 - Bh3+!, 26. Kxh3 - Df3+, 27. Kh4 - g5+!, 28. Bxg5 (Hvítur verður mát eftir 28. Kxg5 — Hf5+ o.s.frv.) Dxc3 og svartur vann auðveldlega. íslensku. Þar sem mjög sjaldan er útvarpað eða sjónvarpað á íslensku í Hollandi er það ekki oft að ég heyri málið talað. Það er þess vegna mjög erfitt að ná hinum rétta framburði. Því langar mig til að biðja einhvern íslending um að hjálpa mér. Hann eða hún verður að eiga gott kassettutæki eða hafa aðgang að slíku. Ég mun síðan senda viðkomandi kassettur og texta sem hann mun lésa inn á bandið. Ég mun borga póstkostnaðinn og annan kostnað ef einhver verður." Nafn þessa hollendings er Henk Ytsma og hann býr í Troelstra- leane 4, 92585 RR Buitenpost (fr), Holland. Velvakandi kemur hér með þessari beiðni Henks á framfæri við einhvern velviljaðan Islending. • Gasbrennslan er ekki mengunarfrí Páll Gunnarsson hjá Búvöru- deild Sambands íslenskra sam- vinnufélaga hafði samband við Velvakanda vegna lesendabréfs sem birtist þriðjudaginn 31. októ- ber s.l. Þar talaði greinarhöfundur m.a. um að gas væri notað sem eldsneyti á lyftara hérlendis og væri það mengunarfrítt. Páll sagði það aftur á móti ekki rétt. „Það að gasbrennsla í lyfturum sé mengunarfrí er mikill misskiln- ingur og hefur valdið stórslysum. Ef gasbrennsla er borin saman við bensínbrennslu sést að það eitur- gas sem myndast, koltvísýringur, er í-sumum tilfellum alveg jafn- mikið en í öðrum er eiturgasið um helmingi meira við bensínbrennsl- una en við gasbrennsluna. Það er því ljóst að mengunarfrí er gas- brennslan ekki. Þess vegna er mjög hættulegt að nota þessa lýftara innan húss og hefur það oft valdið slysum hérlendis. Máli mínu til stuðnings vil ég benda á það að Lansing Ltd., sem er einn stærsti lyftaraframleið- andi í Evrópu, hefur sent frá sér greinargerð þar sem segir að gasbrennsluvélar séu einungis seldar í lyfturum vegna þess að mörg fyrirtæki erlendis kaupa það mikið magn af gasi á hagstæðu verði til upphitunar og iðnaðar- nota. Þar af leiðir að lyftaraelds- neytið verður þessum aðilum mjög ódýrt. Gaslyftarar eru alls ekki fram- leiddir til nota innanhúss, þar duga einungis rafmagnsknúnir lyftarar." HÖGNI HREKKVISI p Q3P SIGGA V/öGA É ‘ÍHVtRAU Um 300 manns búa í húsum Ör- yrk j abandalagsins Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands var haldinn 25. f.m. að Bjarkarási v/ Stjörnugróf. Sam- kvæmt lögum bandalagsins er nú stjórn kosin annaðhvort ár og skiptist formennskan milli aðild- arfélaga bandalagsins sem nú eru 10 að tölu. Núverandi for- maður er Jóna Sveinsdóttir, kennari, frá Foreldra- og styrkt- arfélagi heyrnardaufra og mun hún því gegna formennsku á alþjóðaári fatlaðra, 1981. Á fund- inum var samþykkt skipu- lagsskrá fyrir Vinnustofusjóð Ör- yrkjabandalagsins en bandalagið hefur sem kunnugt er rekið verndaða tæknivinnustofu und- anfarin ár. í sumar barst höfð- ingleg gjöf — 1000 dollarar — frá Luther I. Replogle, fyrrver- andi sendiherra Bandarikjanna á íslandi, og skal andvirði hennar varið til að vinna að framgangi öryrkjavinnu á íslandi. Á fundinum flutti Oddur Ól- afsson, fyrrverandi alþingis- maður, skýrslu hússtjórnar og kom þar fram, að nýjasta hús Öryrkjabandalagsins, Fannborg 1 í Kópavogi, var tekið í notkun á síðast liðnum vetri og búa nú um 300 manns í húsum bandalagsins auk þess sem þau hýsa 2 deildir fratKleppsspítala og Öldrunar- deild frá Landspítalanum og eru þetta um 90 sjúkrapláss. Enn- fremur flutti Ólöf Ríkharðsdóttir fulltrúi Öryrkjabandalags íslands í Endurhæfingarráði mjög fróð- lega skýrslu. Þá flutti Vigfús Gunnarsson mjög ýtarlega skýrslu frá ferlinefnd fatlaðra og ræddi meðal annars um afskipti ferlinefndar af nýjum byggingar- lögum og reglugerð þar að lútandi en í þeim lögum eru meðal annars ákvæði um aukið aðgengi fatlaðra. I skýrslu lögfræðings bandalags- ins kom fram að lögfræðiþjónusta bandalagsins við skjólstæðinga þess fer árlega vaxandi. Á fundinum urðu allmiklar um- ræður um réttarstöðu fatlaðra í þjóðfélaginu og var eftirfarandi tillaga samþykkt í framhaldi af þeim umræðum: „Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands, haldinn 25. október, skor- ar á öll samtök fatlaðra á Islandi að taka sem virkastan þátt í þeirri kosningabaráttu sem framundan er og leita eftir skýrri afstöðu allra frambjóðenda til þeirra vandamála sem torvelda jafnrétti fatlaðra." (Frá Öryrkjabandalagi íslands.) Árás í dögun Ný stríðssaga eftir Brian Callison HJÁ IÐUNNI er út kominn skáldsagan Árás í dögun eftir breska höfundinn Brian Calli- son. Þetta er þriðja stríðssagan sem út kemur eftir hann á íslensku. Hinar voru Hin feigu skip og Banvænn farmur. Árás í dögun lýsir strand- höggi breskra víkingasveita í norskum smábæ þar sem þýska hernámsliðið hafði herskipa- lægi. Þótt hér sé um skáldsögu að ræða á hún sér allnákvæmar hliðstæður í árásum bresku víkingasveitanna St. Nazaire, Lofoten og Dieppe á styrjaldar- árunum. Árás í dögun er 254 blaðsíðna bók. Andrés Kristjánsson þýddi söguna. BRIAN CALLISON ÁRÁSÍÞÖGUN Ljósm. Emilia. Ný hárgreiðslustofa hefur verið opnuð í Norðurbrún 2. Hárgreiðslu- stofan Sparta. Á meðfylgjandi mynd eru eigendur stofunnar. Gústa Hreinsdóttir og Inga Gunnarsdóttir. í húsnæði hennar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.