Morgunblaðið - 14.11.1979, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979
4 íslenskir keppendur
á NM í badminton
FIMMTUDAGINN 15. nóvember
halda 4 islenskir keppendur i
badminton til Noregs til þátttöku
í N.m., sem íer fram í Tromsö
dagana 17—18. nóvember 1979.
Eftirtaldir keppendur hafa verið
valdir tii ferðarinnar:
Kristin Magnúsdóttir TBR,
Kristín B. KristjánsdóttirTBR,
Jóhann Kjartansson TBR,
Broddi Kristjánsson TBR.
Allir sterkustu badmintonspil-
arar Norðurlanda taka þátt í
þessu móti.
Fyrstu leikir islensku kepp-
endanna verða þannig:
í einliðaleik:
Kristín Magnúsdóttir keppir við
Else Thoresen frá Noregi, marg-
faldan Noregsmeistara.
Kristín Kristjánsdóttir keppir
við Viola Renholm frá Finnlandi,
hún ætti að eiga möguleika á að
vinna þennan leik.
Jóhann Kjartansson keppir við
Thomas Westerholm frá Finn-
landi hann á einnig góða mögu-
leíka á vinningi í þeim leik.
Broddi Kristjánsson keppir við
Sture Jonsson, einn sterkasta ein-
liðaleiksspilara Svíþjóðar.
í tvíliðaleik.
Jóhann og Broddi keppa við
Harald Nettlie og Björn Steinslie
frá Noregi, ef þeim tekst vel upp
geta þeir jafnvel átt möguleika á
vinningi í þessum leik.
Kristín M. og Kristín K. keppa
við Lenu Koppen og Inge Borg-
strom frá Danmörku, margfalda
Norðurlandameistara.
I tvenndarleik er okkur ekki
kunnugt um hverjir andstæð-
ingarnir verða.
Keppnin fer fram í Tromsöhall-
en, Trömso.
Arsþing BSI var haldið laugar-
daginn 17. október í Snorrabæ við
Snorrabraut.
40 fulltrúar sátu þingið. Þing-
forsetar voru Sveinn Björnsson og
Kristján Benjamínsson og þingrit-
arar Gunnsteinn Karlsson og
Steinar Petersen.
Rafn Viggósson formaður BSÍ
flutti skýrslu stjórnar.
Meðal margra verkefna var að
sjá um A— og B— stigs leiðbein-
endanámskeið, þátttöku í Norður-
landamótum fullorðinna og ungl-
inga, landsleik við Færeyinga o.fl.
Reikningar sambandsins voru
lagðir fram endurskoðaðir.
I stjórn og varastjórn BSI voru
kjörnir: Rafn Viggósson, formað-
ur, Walter Lentz, gjaldkeri,
Steindór Ólafsson, Magnús Elías-
• Kristín Magnúsdóttir
son, Adólf Guðmundsson, Ásbjörn
Jónsson, Hjalti Sigurðsson og
Vildís Kristmannsdóttir, blaða-
fulltrúi.
Úr stjórninni gekk Þyri Laxdal.
Leikið í
Firðinum
í kvöld
TVEIR leikir fara fram í
Islandsmótinu í hand-
knattleik í kvöld, báðir í
íþróttahúsinu í Hafnar-
firði. Kl. 20.00 leika Hauk-
ar og Fram í 1. deild karla
og að leiknum ioknum, um
klukkan 21.15, eigast við
Haukar og Grindavík í 1.
deild kvenna. Síðan leika
FH og Selfoss í 2. flokki
karla.
Ward fór
til Forest
BRIAN Clough, framkvæmda-
stjóri Nottingham Forest, dró
seðlaveskið upp úr rassvasanum í
fyrradag og borgaði 600.000
steriingspund fyrir Peter Ward,
hinn unga og snjaiia miðherja
Brighton.
Brighton hefur gengið illa á
sinu fyrsta keppnistímabili í 1.
deild og Ward sömuleiðis. Hann
skoraði ógrynni marka fyrir
Brighton síðustu keppnistímabil-
in, en hefur aðeins skorað 4 mörk í
15 leikjum. Brian Clough gerði
tilboð í Ward á síðasta keppnis-
tímabili, en fékk þá synjun, enda
gekk Brighton þá allt í haginn.
• Peter Ward.
Peningakeppnin
gengur eins
og í sögu
RANDERS Open, fyrsta bad-
mintonkeppnin um peninga í
Danmörku gengur eins og i sögu.
Mótshaldararnir höfðu tryggt
sér stuðning frá banka í Randers
á þann hátt að bankinn myndi
greiða alit að 50 þús. d. kr. ef um
halla yrði að ræða af mótinu. En
nú er allt útiit fyrir að bankinn
fái ódýra auglýsingu, því þrátt
fyrir að verðlaunin í mótinu séu
um 200 þús. d. kr. (15 millj. ísl.
kr.) og að mótshaldararnir greiði
hluta af ferðakostnaði keppend-
anna eru allar líkur á því^að
mótið komi til með að standa
undir sér.
Keppendur eru 111 og þar á
meðal næstum allir bestu bad-
mintonmenn heimsins. í fjórð-
ungsúrslitum eru næstum allir
sem búist var við. í einliðaleik
karla mætir Svend Pri Danmörku,
sem hefur meðal annars slegið
Steen Faldberg Danmörku út,
Sumirat frá Indónesíu, Flemming
Delfs mætir Ray Stevens Eng-
landi, Kihlström frá Svíþjóð mæt-
ir Arbi frá Indónesíu og Morten
Frost mætir Zenia frá Japan. í
einliðaleik kvenna er það aðeins
Else Toresen frá Noregi sem
komst óvænt í fjórðungsúrslit á
kostnað Jane Webster frá Eng-
landi. í tvíliðaleik karla vann
Svend Pri óvænt ásamt Sumirat
frá Indónesíu Danmerkurmeistar-
ana Mogens Neergaard og Kenn-
eth Larsen. í tvíliðaleik kvenna og
tvenndarleik hafa ekki enn orðið
óvænt úrslit.
„Sigruðum enska landsliðið"
„Mitt lið er Arsenal,“ sagði
Rikarður Jónsson, margreyndur
landsliðsmiðherji í knattspyrnu,
þegar Mbl. bað hann að tippa um
úrslit næstu leikja í ensku
knattspyrnunni. „Jú jú, ég skal
tippa,“ bætti hann við eftir stund-
arkornsíhugun um hvort hann
ætti að slá til. Eitt er víst, að
hann getur varla staðið sig verr
en síðasti tippari blaðsins. Ef
menn rekur minni til, þá var það
hinn glóandi KR-ingur Egill rak-
ari sem var gestur okkar í
siðustu viku, en hann reið ekki
feitum hesti frá leikjum helgar-
innar, fékk aðeins 3 rétta. Til
þessa hefur Þórður matsvéinn í
Aski staðið sig best, ef nota má
það orð, hann fékk 5 rétta og
engan vinning fyrir það. Áður en
lengra er haldið skulum við líta á
hina öruggu 12 rétta Ríkarðs.
Arseneal — Everton 1
Aston Villa — Stoke x
Bolton — Man.City 2
Derby — Ipswich 2
Leeda — WBA 1
Liverpool — Tottenham 1
Man.Utd. — Crystal Palace 1
Middlesbrouxh — Bristol City 1
Norwich — Southampton 1
Nott.Forest — Brighton 1
Wolves — Coventry x
Preston — Leicester 1
„Ég hef ekki tippað reglulega
síöustu árin, varla haft tækifæri til og
er þar af leiöandi ekki frægur fyrir aö
detta í lukkupottinn hjá getraunun-
um,“ sagöi Ríkaröur.
Ríkarður er einhver frægasti
knattspyrnumaöur íslands fyrr og
síðar og á litríkum ferli sínum
dvaldist hann um tíma hjá Lundúna-
liðinu fræga, Arsenal. Þar lék hann
marga leiki meö varaliöi félagsins og
nokkra gestaleiki meö aöalliöinu.
M.a. lék hann tvívegis meö aöalliöi
Arsenal gegn enska landsliöinu.
„Það var í þriggja liða keppni, þar
sem léku landsliöiö, Arsenal og
sænskt liö. Við unnum landsliöiö
nokkuö auöveldlega í fyrri leiknum
og þótti mér það svo slakt, aö ég
veöjaði við félaga mína hjá Arsenal
aö sænska liðiö myndi einnig vinna
auöveldlega. Þeir töldu þaö af og frá
og voru fúsir að veöja. Og auövitaö
mokaöi ég inn 20 pundum þegar
Svíarnir unnu. Miövöröur landsliös-
ins hét Bobby Smith frá Birmingham
og var hann svo linur, að hann hefði
ekki einu sinni komist í íslenska
landsliöið."
Getrauna- spá M.B.L 2 n -c C 3 9C u O S Nunday Mirror tiunday People Kunday Express News of the world Nunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Everton i 1 1 1 1 1 6 0 0
Aston Villa — Stoke X 1 1 X 1 X 3 3 0
Bolton — Man. City 2 X X 2 X X 0 4 2
Derby — Ipswich 2 X 1 X X 1 2 3 1
Leeds — WBA 2 X X X X 1 1 4 1
Liverpool — Tottenham X i 1 1 1 1 5 1 0
Man. Utd. — Crystal Palace X i 1 1 1 1 5 1 0 1
Middlesbr. — Bristol City X i 1 1 1 1 5 1 0
Norwich — Southampton X i 1 X X 2 2 3 1
Nott. Forest — Brighton 1 i 1 1 1 1 6 0 0
Wolves — Coventry X i 1 1 1 1 5 1 0
Preston — Leicester 1 X X X 1 X 2 4 0
Mbl. spuröi Ríkarð álits á málefn-
um íslensku knattspyrnunnar og
landsliösins. „Mér þykir náttúrulega
ömurlegt þegar þaö tekur landsliðiö
2—3 ár að skora mark, en sú
leikaðferö sem leikin er býður upp á
þaö. í staöinn fyrir aö tapa meö 5—7
marka mun eins og dæmi eru um
áöur, tapar liðið nú meö 1—4 marka
mun og ekkert má út af bregöa ef
stóru skellirnir eiga ekki aö dynja
yfir. Og aldrei skorar liöiö. Þaö
geröum við þó áöur fyrr. Það sást
best í Póllandi í haust. Þeir voru
sóttir þeir Pétur, Teitur og Ásgeir en
þó aö þessir menn séu yfirburða-
menn, fengu þeir engu áorkað, því
aö aörir leikmenn komu varla út úr
eigin vítateig.
Áhorfendum hefur fjölgaö í 1.
deildinni, en það er aðeins vegna
þess aö ÍA og Val hefur hrakaö og
hin liðin eiga allt í einu möguleika,
það er aukin spenna, en knattspyrn-
an er mun lakari. Þá er athyglisvert,
að bikarana tvo taka lið, sem hafa
íslenska þjálfara," voru lokaorö
Ríkarös, sem hefur ákveönar skoö-
anir eins og sjá má.
— 88-
• Ríkharöur Jónsson.
cMIAMI
SEACH
Á sólskinslandinu Florida
Miami ber af flestum sólarstöðum
í Amerxku og Evrópu. Þar er
sjórinn notalega hlýr og ómeng-
aður, og hressandi golu leggur
frá Atlantshafinu. Flugleiðir
bjóóa nú ferðir til Florida á 3ja
vikna fresti allt áriö. Flogið er
um New York og þar geta menn
staldrað við í bakaleið og lengt
ferðina ef þá lystir. Dvalið er á
lúxus hótelum eða í íbúðum á
sjálfri Míami ströndinni. Þaðan.
er ekki nema örskot í iöandi
borgarlífið.
Frá hótelinu bjóðast skoöunarferðir til: Disney
World - heims teiknlmýndapersónanna,
Seaciuarium stærsta sædýrasafns heims,
Safan Park - eftirmyndar frumskóga Afríku,
Everglades þj:>ögárósins, sem á engan sinn
líku og fjólmargra annarra áhugaverðra
staöa. i Miamiborg eru konsertar, lei'khús,
íþróttakeppnir, hesta-og hundaveð-
UtíJlvOlCr
fr umsyni rtgarbi c
margs konar vefð er aö ræða, t.d.
getum við boðió gistingu í tvibýiis-
herbergi ‘og ferðír fyrir kr. 322.000.-
en ódýrarí gísting er einnig fáanieg
búi t.d. 5 fullorönir §aman i íbúð.
Kr. 309.000,-.pr.mann. Fyrir börn er
veröiö rúmlega helmingi lægra.
NÆSTU 3JAVIKNA FERDIR VERDA:
22
nóv
13
des
,3
jan
FLUGLEIÐIR
Búið er á Iúxus hótelí , Konover og í
Flamingo Club hótel-íbúðum. Um
Nánari upplýsingar: Söiuskrifstofur okkar
Lækjargötu-2 og Hótel Esju Sími 27800,
farskrárdeíid, sími 25100, skrifstofur okkar
uti á landi, umboðsmenn og feröaskrifstofur.